Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 u.hÍ3ÍU1U/^ ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR Leynir í öðru sæti í Sveitakeppni GSÍ Sveitakeppni Golfsambands ís- lands í 1. deild karla fór fram á Garðavelli áAkranesi nú um helg- ina. Þar mætlu til leiks átta lið en sex keppendur eru í hverju liði. Sveit Golfklúbbsins Leynis (GL) náði þeim góða árangri að hafna í öðru sæti en Golfklúbbur Reykja- víkur nældi sér f íslandsmeistara- titil eftir jafnan og spennandi úr- slitaleik þar sem Haraldur Heimis- son tryggði þeim titilinn með sigri á Helga Dan Steinssyni á 17. holu. Sveit GL skipuðu þeir Reynir Þorsteinsson liðsstjóri, Þórður Emil Ólafsson, Helgi Dan Steins- son, Hróðmar Halldórsson, Stef- án Orri Ólafsson, Kristvin Bjarna- son, Willy Blumenstein og Ingi Rúnar Gíslason. Brynjar Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri GL, segir mótið hafa heppnast vel. „Við erum mjög ánægðir með árangur okkar manna og mótið var gott þrátt fyr- ir að úrhellisrigning hafi sett mark sitt á lokadag mótsins. Keppend- ur voru þó almennt ánægðir með Garðavöll og hann hefur nú sann- að sig sem einn af bestu keppnis- völlum landsins." SÓK Starfsmaður mótsins ýtir vatni af 9. flöt í rigningunni á sunnudag. Þorsteinn Hallgrfmsson, GR, bfður eftlr því að pútta og samherji hans skoðar púttlínuna með honum. ÍA strákar slógu í gegn á Coke móti Coke mótið fór fram á Jaðars- bökkum áAkranesi um liðna helgi og mættu þar til keppni rúmlega 300 strákar í sjötta flokki frá 8 fé- lögum. Mótið hófst á föstudags- morgun en þann dag fór fram hraðmót þar sem liðsmenn ÍA stóðu sig með prýði og bæði A og B lið félagsins höfnuðu ( fyrsta sæti. Á laugardag hófst keppni í aðalmótinu og fóru þá margir spennandi leikir fram. Um kvöldið var haldin grillveisla í skógrækt- inni þar sem sjálfur Skari skrípó mætti á svæðið til að skemmta gestum. Á sunnudeginum var leikið til úrslita á aðalvellinum. A- lið ÍA lék þar á móti KR-ingum og svo fór að ÍA sigraði 4-1. Úrslita- leikirnir fóru allir fram í úrhellis- rigningu og verðlaunaafhendingin einnig, en strákarnir létu það ekki á sig fá. Það voru Keflvíkingar sem fóru heim með stærsta bikar sem af- hentur var á mótinu, en hann fengu þeir fyrir prúðmennsku. SÓK Frábær árangur hjá frjálsíþróttafólki HSH Frjálsíþróttafólk HSH-manna náði góðum árangri á íslands- meistaramóti aldursflokka 12-14 og 15-22 ára sem fram fór helg- ina 11. -12. ágúst sl. Þrír einstakl- ingar náðu þeim frábæra árangri að verða íslandsmeistarar í sín- um greinum. Að sögn Einars Þ. Einarssonar þjálfara HSH var árangur krakk- anna almennt góður og náðu margir að bæta sig. íslandsmeist- ararnir eru eftirfarandi: Guð- mundur Skúlason ( kúluvarpi sveina, 15-16 ára, Hilmar Sigur- jónsson í hástökki pilta, 13 ára, og Eva Kristín Kristjánsdóttir í spjótkasti og kúluvarpi telpna, 13 ára. smh Sveit GL sem hafnaði í öðru sæti í sveitakeppni GSÍ nú um helgina. Efri röð f.v.: Reynir, Hróðmar, Stefán Orri og Kristvin. Neðri röð f.v.: Willy, Helgi Dan, Ingi Rúnar og Þórður Emil. Skallarnir anda léttar Héraðsmót HSH í sundi fór fram í Stykkishólmslaug á dögunum. Voru kepp- endur frá Víkingi í Ólafsvík og Snæfelli f Stykkishólmi og var keppt f sumarblíðu. í liðakeppninni vann Víkingur nauman sigur og er meðfylgjandi mynd af kepp- endum i mótslok. Fimmti flokkur karla ÍA í knatt- spyrnu gerði góða ferð til Egils- staða um síðustu helgi þar sem strákarnir léku meðal annars við Stjörnuna, Þór og Sindra. Það er skemmst frá því að segja að þeim gekk vonum framar og munu keppa um íslandsmeistaratitilinn við Víking um næstu helgi. Hugi Harðarson, þjálfari strákanna, var að vonum ánægður með góðan árangur sinna manna. „Margir leik- irnir voru mjög spennandi. Við lentum á móti Stjörnunni í undan- úrslitum og í hálfleik höfðu and- stæðingarnir skorað þrjú mörk en við aðeins eitt. Ég reyndi að stappa í þá stálinu í leikhléi og þeir unnu leikinn 6-3. í úrslitunum mættum við leikmönnum Þórs og sá leikur fór 4-4 en þar sem B-liðið hafði sigrað áður unnum við. Það var alveg meiriháttar að vera þarna á Egilsstöðum. Svæðið er frábært og það var sól og hiti allan tímann.” Leikur strákanna fer fram á Valbjarnarvelli á sunnudag og hefst leikurinn klukkan 14:00. SÓK Andri boðaður á æfingu úrvaishóps Staffan Johannsson, landsliðsþjálfari f golfi, boðaði nýverið nokkra unga og efnilega kylfinga á æfingu. Skaga- maðurinn Andri Þór Sigþórsson, úr Golfklúbbnum Leyni, var meðal þeirra nítján kylfinga sem voru boð- aðir á æfingu úrvalshóps unglinga 14-17 ára en Andri er fæddur árið 1987. Æfingin fór fram hjá Golf- klúbbnum Keili. Andri Þór hefur tekið miklum framför- um í sumar og hefur staðið sig vel á mótum Golfsambands íslands á leik- tíðinni. Hann varmeð 17,9 f grunnfor- gjöf í upphafi sumars en hefur lækk- að sig niður f 8,1 eða um 9,8 högg. Bruni tapaði 9-0 Boltafélagið Bruni lék sinn sfðasta leik í sumar síðastliðinn laugardag þegar liðsmenn mættu toppliði HK á Akranesvelli. Ekki var endasprettur félagsins glæsilegur þvf HK gjörsigr- aði i leiknum með níu mörkum gegn engu. Brunamenn voru þó ekki með sitt sterkasta lið og þeir sem höfðu leikið Iftið f sumar fengu tækifæri til að spreyta sig. Þeir voru sofandi á verðinum í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 8-0, HK í hag. I seinni hálfleik var allt annað að sjá til liðsins og tókst HK aðeins að koma inn einu marki það sem eftir lifði leiks. Bruni endarþví í næstneðsta sætiA-riðils í 3. deild en HK fór með siguraf hólmi. Fjölnir varð í öðru sæti, þá HSH og loks Barðaströnd. Úlfarnir reka lest- ina í sjötta sætinu. SÓK IA stúlkur fengu skell Annar flokkur kvenna ÍA í knatt- spyrnu mætti liði Valsstúlkna á Akra- nesvelli á sunnudag í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn átti upp- haflega að fara fram á hádegi en var færður þar sem úrslitaleikir á Coke móti sjötta flokks fóru fram þá. Það er skemmst frá því að segja að Skagastúlkur fengu stóran skell og lokatölur leiksins urðu 6-0. Þær fá því ekki að leika bikarúrslitaleik f ár, en eru í ágætis stöðu í deildinni þar sem þær eru efstar i sínum riðli. SÓK Fimmti flokkur ÍA Leika við Víking í úrslitaleik Gauti íþríðja Langhlaupar- inn knái af Skaganum, Gauti Jóhann- esson, náði glæsilegum ár- angri í Reykja- víkurmaraþon- inu um síðustu Gauti helgi þegar Jóhannesson hann hafnaði í þriðja sæti í 10 kílómetrahlaupi 18 - 39 ára á tfmanum 34:17. Skallagrímsmenn unnu mikilvæg- an heimasigur á KÍB í 2. deildinni á laugardaginn var. Komust gestirnir yfir með marki eftir aukaspyrnu sem þeir fengu eftir að varnarmað- ur Skallanna hafði sent aftur á markmann liðsins og hann hand- leikið knöttinn. Hilmar Hákonarson jafnaði í fyrri hálfleik og síðan skor- aði Guðjón Fjelsted með skalla f seinni hálfleik eftir um 20 mínútna leik. Emil Sigurðsson skoraði svo þriðja mark Skallanna áður en KÍB náði að svara í lokin. Var sigurinn nokkuð öruggari en tölurnar gefa til kynna. Að sögn Valdimars Kr. Sigurðs- sonar, spilandi þjálfara Skalla- gríms, ætti þessi sigur nokkurn veginn að tryggja þeim áfram- haldandi veru í deildinni því nú munar sjö stigum á Skallagrími og botnliðunum tveimur, KÍB og Hilmar Hákonarson Nökkva, og eiga þau síðarnefndu þrjá erfiða leiki eftir. Næsti leikur Skallagríms verður gegn toppliði Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði á morgun og með sigri geta Skall- arnir endanlega tryggt sæti sitt í deildinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.