Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 23.08.2001, Blaðsíða 7
onCiSattiv/^ FiMMTUDAGUR 23. AGUST 2001 7 Það hefur löngum þjakað mig að vita til þess að ég skuli ekki vera heimsmeistari, eða að minnsta kosti Islandsmeistari í nokkrum einasta sköpuðum hlut. Eg hef íhugað vandlega hvað helst ætti að bera nið- ur, en hvergi haft árangur sem erfiði. Eg hef reynt fyrir mér í ýmsum í- þróttagreinum; knattspyrnu, hniti, sjóskíðum, kringlukasti, dvergakasti, öldrykkju og matador, en hvergi náð þeim árangi að þykja liðtækur til þátttöku á héraðsmótum, hvað þá á heimsvísu. Ég var nærri því búinn að sætta mig við þá staðreynd að ég væri ein- faldlega of misheppnaður til að verða íþróttamaður á heimsmæli- kvarða, þegar ég komst að því að hinn algeri skotur á árangursleysis- vöntun er ekki mér að kenna, heldur forsvarsmönnum íþróttahreyfingar- innar. Þetta rann semsagt upp fyrir mér um daginn þegar ég var að horfa á í- þróttakeppni fatlaðra í sjónvarpinu. Þar er keppt í óteljandi greinum. T.d. er keppt í 100 metra hlaupi ein- hentra vinstra megin, 100 metra hlaupi einhentra hægra megin, 100 metra hlaupi einfættra vinstra inegin og sömu vegalengd hjá þeim sem einfættir eru hægra megin. Blindir á vinstra auga, blindir á hægra auga, blindir á báðum, heyrnarlausir öðru- megin, hinumegin og báðumegin, hjólastólamenn og sykursjúkir o.s.frv. o.s.frv.; allir keppa þeir í sér riðlum í 100 metra hlaupi. Þannig er þetta ekki bara í 100 metrunum, heldur öllum hinum greinunum líka og því er ógurlegt ógrynni verðlauna veitt í mótslok. Nú má enginn skilja mig sem svo að ég sé að gera grín að fötluðu fólki. Alls ekki. Síður en svo. Þvert á móti. Fjarri því. Öðru nær. Nei, ég dáist að þessu duglega fólki og fyrirkomu- lag þetta vil ég taka upp víðar. Þótt verðlaunin séu mörg þá er síst ó- merkilegra að vinna til sigurs í slíkri keppni en annarri, því hver sá sem hampar sigri hefur sýnt það og sann- að að sá hinn sami er fremstur með- al jafningja. Það er göfugt. Mér finnst hinsvegar skrambi skítt að ég skuli ekki geta att kappi við jafningja mína. Ef ég væri fatlaður, nú eða bara kona, fengi ég að keppa í sérstökum riðlurn án þess að vera stillt upp við hlið hinna bestu. En þar sem ég þjáist af hvorugum fyrr- nefhdra kvilla er ég sviptur þeim rétti. Ég legg hér með til að í öllum í- þrótmm verði framvegis miðað við hæð, þyngd, aldur og fyrri störf. Ég er viss um að það myndi auka veg í- þróttanna og vinsældir þeirra. Stangarstökk fyrir 120 kg og þyngri, körfubolti þeirra sem eru lægri en 165 cm, sundknattleikur ósyndra, fallhlífastökk lofthræddra og lúdó litblindra eru allt greinar sem ég spái miklum vinsældum í sjónvarpi. Nýj- ar hetjur myndu rísa upp og Islend- ingar jafnvel krækja í gullverðlaun á Ölympíuleikum. Kannski kæmi ég heim með medalíu fyrir æfingar á tvíslá í flokki vöðvabólguknýttra tölvukarla. Fremstur meðal jafn- ingja. En svo má ekki gleyma að suntir eru meiri jafningjar en aðrir. Hvers eiga þeir að gjalda? Islenskir tor- færumenn hafa fyrir löngu fundið lausn á þeirn vanda. Bílar sem eru það lítið breyttir að þeir fá venjuleg bílnúmer og mega keyra á venjuleg- um vegum eru hafðir sér og kallast riðill þeirra götubílaflokkur. Sérút- búnir bílar, sem eru svo breyttir að ekki þykir rétt að hleypa þeim í al- rnenna umferð, keppa svo í sér riðli. Það er aðal riðilinn. Mér finnst að þessu eigi að vera eins farið með fólk. Væri nú ekki heillaráð að nota lyfjaprófin ill- ræmdu til að skipta íþróttamönnum í almennan 'flokk séiPStbú- inna? I síðarnefnda flokknum yrðu þá þeir íþróttamenn sem með aðstoð læknisfræðinnar eru svo breyttir að ekki þykir sanngjarnt að bera þá saman við okkur hin? Hugsið ykkur bara hvílíkrar skemmtunar við erum að fara á mis við með því að banna þennan keppnisflokk! Við fengjum örugglega að sjá menn hlaupa 100 metrana á 8 sekúndum, stökkva 12 metra í langstökki og varpa kúlunni 30 metra ef tillaga mín yrði sam- þykkt. Þetta yrði sko aðal riðillinn. Eini gallinn við fyrrgreindar til- lögur mínar er að þær þykja svo vit- lausar að þær verða líkast til aldrei samþykktar. Því vil ég ljúka máli mínu á fullkomlega vitrænni og löngu tímabærri tillögu um úrbætur í íþróttamálum sem allir eiga að geta tekið undir. Hættum að velja í knattspyrnu- landsliðið einhverja gaura sem gerðu það gott í úrvalsdeildinni hér heima fyrir 10 eða 15 árum og hafa síðan sleitulaust vermt varamannabekki erlendra stórliða án þess að koma nokkru sinni inná, nema í landsleikj- um, svo þeir vita ekki einu sinni í hvort markið þeim er ætlað að skora. Veljum í staðinn þann sem er ffemstur, ekki bara meðal jafningja, heldur allra. Markahrókinn smá- ffíða sem hvorki fellur á lyfja- né kynprófi. Hjört Hjaftarson í lands- liðið. Hann er laaaaaaangbestur! Bjarki Már Karlsson A\ Viltu vinna í ifliliÍÍMÍ Baulunni??? Vantar góða manneskju í vinnu Upplýsingar veitir Sigrún í síma 435 1440 % 1 Baulan - Norðurárdal Innilegar þakkir fœri égfjölskyldu minni, vinum og öllum þeim sem heióruðu mig og glóddu með mxrveru sinni og hlýjum hug d nírœðisafmceli minu þann 17. júlt sl. Ykkar vegna varð þessi dagur ógleymanlegur. Guð blessi ykknr öll. Freyja Bjarnadóttir, Borgarnesi. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfskraft til að sinna almennum skrifstofustörfum á skrifstofu blaðsins í Borgarnesi. Reynsla af bókhaldi æskileg. Um er að ræða fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar í síma: 431 5040 eða 892 4098 12. landsmót hagyrðinga og hollvina stökunnar verður haldið á sumarhótelinu á Hvanneyri laugardaginn 25. ágúst 2001 Mótið hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 21:00 Húsið opnar kl. 20:00 Stökur, Ijóð, óbundið mál og fl. Matur og skemmtun kr. 2.800,- Allir velkomnir Landsmótsnefnd

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.