Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.09.2001, Blaðsíða 2
■2 ' - ■ FíM-MTUDAGUR' 2,7,'SBPTEM-BER 2001 iuuu/m Um leið og við viljum óska Skagamönnum til hamingju með Islandsmeistaratitilinn l viljum við minna á að enn er í fullu gildi styrktar- samningur Vífilfells, Verslunar Einars Ólafssonar og Skagavers við IA þar sem 5 krónur afhverri tveggja lítra flösku af Coca-Cola sem keyptar eru í fyrrgreindum verslunum renna óskiptar til Knattspyrnufélags IA. t Frá vettvangi. Mynd: GE Bílvelta við Valfell Jeppabifreið valt við Valfell, skammt frá Borgarnesi, síðastliðinn föstudag. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum, í gegnum girðingu og endaði á hvolfi út í móa. Tveir far- þegar voru í bílnum ásamt öku- manni og voru þeir fluttir á sjúkra- hús. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns voru þeir allir nokkuð meiddir en þó ekki alvarlega. Mik- ill viðbúnaður var vegna slyssins og allt tiltækt lið lögreglu og sjúkra- flutningamanna kallað út enda leit út fyrir að mjög alvarlegt slys væri á ferðinni. GE Enn mótmælt í Hvalfirði nýja háspennuloftlínu um byggð í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Fund- urinn styður hinsvegar fram kom- nar tillögur heimamanna og fleiri um lagningu jarðstrengs. Þá gerir fundurinn þá kröfu að Brennimels- lína 1 verði fjarlægð eða komið í jörð þar sem hún fer fram hjá byggðakjarnanum í Hlíðarbæ. Til- vist hennar þar spillir umhverfmu, hamlar gegn frekari uppbyggingu og angrar íbúa svæðisins“. A fundinum kom m.a. fram það álit að sá háttur Landsvirkjunar að skera landið þvers og kruss með há- spennuloftlínum í byggð væri löngu úrelt verklag og tilheyrði 20. öld- inni einni sem leið. Auk þess væri slík meðferð á landinu í engu sam- ræmi við viðhorf almennings til umhverfisins í dag né heldur eigin „Umhverfisstefhu Landsvirkjunar“. Á fjölmennum aðalfundi HH samtakanna, samtaka gegn há- spennuloftlínum í Hvalfirði sem haldinn var að Hlöðum á Hval- fjarðarströnd 22. september sl. kom frarn algjör eindrægni fundarmanna um að hvika í engu frá kröfum sín- um á Landsvirkjun, en hún hyggst sem kunnugt er leggja svonefnda Sultartangalínu 3, 420 kW línu frá tengivirki við Sultartangastöð að aðveitustöð Landsvirkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Eftirfarandi tillaga var borin upp á fundinum og samþykkt með at- kvæðum allra fundarmanna: „Aðalfundur HH samtakanna, samtaka gegn háspennuloftlínum í Hvalfirði, haldinn að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd 22. sept. 2001 hafnar algjörlega öllum hugmynd- um Landsvirkjunar um að leggja Sigrúní sjónvarpio Sigrún Osk Rristjánsdóttir blaðamaííur Skessuhorns mun stjórna unglinga- þœttinum At í sjónvarpinu í vetur. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir blaðamaður Skessuhorns mun verða vikulegur gestur á sjón- varpsskjáum landsmanna í vetur en hun hefur tekið að sér að stjórna sjónvarpsþættinum At sem verður á dagskrá á fimmtu- dagskvöldum frá og með 11. október n.k. Þátturinn, sem höfðar til yngra fólks, hefur að geyma íjölbreytt efni sem tengist starfi og leik og meðal annars eru framhaldsskólar landsins heim- sóttir. Sigrún tekur sér því leyfi frá blaðamennskunni í vetur, að miklu leyti a.m.k.. Þess í stað mun Hjörtur Hjartarson, auglýs- ingastjóri Skessuhorns og markakóngur með meiru annast fréttaöflun fyrir Skessuhorn á Akranesi og væntanlega verður ráðinn blaðamaður í hlutastarf á næstunni honum til aðstoðar. Skessuhorn óskar Sigrúnu góðs gengis á öldum ljósvakans og hlakkar til að fá hana aftur til starfá. ; GE Endurheimt vodendis á Ábúendurnir á Kolviðarnesi í Eyja- og Miklaholtshreppi, Jón Oddsson og Herdís Þórðardóttir, sjá nú fram á endurheimt votlend- is á landareign þeirra. Það er Vegagerðin sem stendur að endur- heimtinni en vegna skaða sem lagning Vatnaleiðar hefur valdið á mýrlendi á Vatnaheiðinni mun Vegagerðinni vera skylt að endur- heimta votlendi í staðinn. Jón seg- ir að verið sé endurheimta Kolvið- arnesvatn sem hafi verið ræst fram á fimmta áratugnum. Stærð þess verður tæplega 50 hektarar og hefur það verið dýpkað frá því sem áður var en jarðefnið sem fékkst við dýpkunina vár notáð til að búa til tvo hólma út í vatninu. Lokað var fýrir frárennsli þann 29. ágúst sl. og er því byrjað að renna í það ... en meiningin mun vera að setja fisk í það eins forðurn var. Akvörð- un um þessa heimt var gerð í sam- ráði við Rala, Rannsóknarstofnun jandbúnaðarráðuneytisins, eftir ábendingu frá sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps. smh MT: Séðyfir vatnasvæði hins endtirhéimta Kolviðaniesvatns. Fjölgar í Eyrarsveit -sveitarstjóri leggur sitt afmörkum Frá 1950 hefur verið stöðug fjölgun íbúa í Eyrarsveit. Árið 1950 voru íbúar í Eyrarsveit 391 en í árs- lok 2000 voru þeir orðnir 952 og er fjölgunin á þeim tíma því 243,5%. Einn nýjasti Grundfirðingurinn er stúlkubarn sveitarstjórans Bjargar Ágústsdóttur sem hún ól sunnu- daginn 16. september sl. Sam- kvæmt heimildum Skessuhorns mun sveitarstjórninn hafa verið að störfum frameftir kvöldi á laugar- deginum en síðan átt stúlkubarnið að morgni daginn eftir. Björg verð- ur því í fæðingarorlofi frá sveitar- sjórnarstörfum næstu mánuði en Eyþór Björnsson, fráfarandi skrif- stofustjóri Eyrarsveitar, mun leysa hana af á meðan. Eyþór var hins vegar korninn í stutt frí þegar Björg fór í fæðingarorlof sitt og því var Fríða Matthíasdóttir, nýráðin skrif- stofustjóri, starfandi sveitarstjóri í nokkra daga, en hún er fæddur Pat- reksfirðingur og flutti fimm ára til Reykjavíkur og ólst síðan Upp í Vesturbænunr þar í borg. swh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.