Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 3
^ftiasunu^ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 3 Oddviti Hvalfjarðarstrandahrepps ósammála bæjarstjóra Akraness Akraneskaupstaður Fullyrðingar á hæpnum forsendum Eins og menn sjálfsagt muna birt- ist viðtal við Gísla Gíslason, bæjar- stjóra Akraness, í síðasta tölublaði Skessuhorns þar sem hann greindi ffá þeirri skoðun sinni að það væri flestra hagur að Akraneskaupstaður sameinaðist sveitarfélögunum sunn- an Skarðsheiðar. Sagði hann meðal annars þröngsýni og hrepparíg á svæðinu í kringum Grundartanga hefta framfarir á sunnanverðu Vest- urlandi og nefndi það að menn yrðu að horfa á hagsmuni svæðisins sem heildar en ekki einblína á hreppa- rnörk. Standa að baki uppbyggingnnni Jón Valgarðsson, oddviti Hval- fjarðarstrandarhrepps, er ósammála Gísla í þessu og segir hann fullyrða ýmislegt á hæpnum forsendum. „Gísli fjallar mikið um okkar mál og er með ákveðnar fullyrðingar sem við erum á því að standist ekki. Hann segir meðal annars að sam- starf okkar við þessa stóru aðila hafi ekki verið gott og að við séum illa í stakk búnir til þess að sinna okkar verkefnum gagnvart þeim. Það hef- ur farið mjög vel á með okkur og ál- versmönnum allt frá upphafi. Hreppirnir fjórir á svæðinu hafa staðið að baki þessari uppbyggingu og ekkert hefur staðið upp á að Hvalfjarðarstrandar- og Skilmanna- hreppur gætu sinnt því sem óskað hefur verið eftir.“ Jón bendir á að Gísli hafi rétt fyrir sér í því að um 70% af starfsmönnum fyrirtækisins séu Akurnesingar. „Akraneskaup- staður hefur talsverðar útsvarstekjur af því fólki auk þess sem mörg störf hafa skapast í þjónustugeiranum í bænum með tilkomu álversins. Það njóta því allir góðs af uppbygging- unni, ekki síst Akurnesingar. Þetta vil ég meina að eigi stóran hlut í þeim uppgangi sem er á Akranesi núna og reyndar á svæðinu öllu.“ Ekki dragbítur Gísli nefndi að ef ekki yrði af sam- einingu fljótlega gæti það orðið dragbítur á áframhaldandi uppbygg- ingu á Grandartanga. Jón segir það alrangt og nefnir að nú þegar sé í umræðunni að Norðurál verði stækkað og ársframleiðsla þar aukin um helming. „Þeir eru með áform um jafhvel enn meiri stækkun en það og því er það ekki rétt sem Gísli segir að hér sé staðið í vegi fyrir á- framhaldandi uppbyggingu. Sveitar- félög á öllu Vesturlandi hafa staðið að baki þesssu. Mótmælin gegn byggingu álvers voru mjög þung um tíma og þegar mest þurfti að taka á til að drífa málið áfram samdi SSV (Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi) stuðningsyfirlýsingu sem var mjög mikilvæg á þessum tíma.“ Jón segir að á Vesturlandi sé mikil samstaða um uppbygginguna á Grandartanga og segist ekki vita til þess að neinn sé að vinna gegn henni. „Einnig koma fram í viðtalinu ýmsar fullyrðingar varðandi höfnina. Eg veit ekki ann- að en að eignaraðilar hafnarinnar séu einhuga um að efla hana og sjá sóknarfæri fyrir hana nú þegar. Það vantar einungis að menn tali meira saman og taki ákvarðanir. Eg er í sjálfu sér sammála Gísla í því að það sé kominn tími á að rekstrarfyrir- komulagi hafnarinnar verði breytt. Mín skoðun er sú að þar ætti að ráða starfsmann til þess að sjá um rekst- urinn.“ Stjómamefiid góður kostur I títtnefndu viðtali við Gísla Gíslason kom fram að hann teldi það ekki góða lausn að stofna þá stjórnarnefnd sem hefur verið full- trúi sveitarfélaganna gagnvart álver- inu og sagði hann orðrétt: „. . . við komum okkur ekki saman um að vinna að hlutunum í einu sveitarfé- lagi heldur heldur látum við reisa fyrirtæki sem liggur í tveimur sveit- arfélögum og búum til utan um það stjórnarnefnd sem flækir hlutina enn frekar.“ Jón segir samstarfið á milli Skilmanna- og Hvalfjarðarstrandar- hrepps með ágætum og að sú aðferð sem þeir hafi valið á sínum tíma til að koma „skikki“ á það hafi reynst vel. „Við stofnuðum þessa stjórnar- nefhd sem hefur reynst skilvirk að- ferð við að koma saman sem einn aðili gagnvart álverinu og ég veit ekki annað en að stjórnendur þess hafi verið ánægðir með störf nefnd- arinnar.“ Útilokar ekki samein- ingu í íramtíðinni „Samskiptin milli Akraness og hreppanna fjögurra hafa verið að aukast mjög á undanförnum árum og ekki annað en gott um það að segja. Hreppirnir hafa komið mjög myndarlega að því og nefna má að nú síðast tóku þeir þátt í því að efla brunavarnir Akurnesinga og taka þátt í uppbyggingu slökkviliðsins þar í bæ. Það verkefni hljóðar upp á 30 milljónir króna og hreppirnir borguðu helming þeirrar upphæð- ar.“ Jón segist í fljótu bragði ekki geta séð hvaða hagsmuni hreppirnir hafi af því að sameinast Akraneskaup- stað. „Það hafa farið frarn viðræður milli hreppanna um sameiningu en þeim var slitið þar sem menn náðu ekki saman um það. Því sjá þeir ekki fyrir sér að þeim væri hagur í því að sameinast Akranesi. Viðræður um það hafa ekki átt sér stað og ég við- urkenni að nokkurrar tortryggni gagnvart þeim hefur orðið vart enda hefur framkoma þeirra í okkar garð stundum borið keim af yfirgangi. Það verður samt einhver sameining hér á þessu svæði innan fárra ára og ég ætla ekki að fullyrða annað. Eg sé það alveg fyrir mér í framtíðinni og jafhvel að sameiningin nái hér upp fýrir heiði.“ Jón tekur það fram að tilgangur hans með því að skýra frá málinu nú sé ekki sá að deila á Gísla. „Mér fannst einungis nauðsynlegt að skýra okkar hlið á málunum og segja frá því hvernig þetta hefur gengið hjá okkur því eftir allt saman eram það við sem höfum staðið í þessu en ekki Akurnesingar.“ SOK Þróun umferðar Þróun meðalumferðar um Vesturland, Suðurland og Suðurnes Fjárhagsáætlun 2002 Undirbúningur fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaöar og stofnana hans fyrir áriö 2002 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök sem vilja koma ábendingum og óskum um fjárveitingar á árinu 2002 á framfæri við bæjarstjórn, eru vinsamlega beðin að senda skrifleg erindi þar um fyrir 1. nóvember 2001. Félagasamtökum er sérstaklega bent á að beiðnum um fjárveitingu þarf að fylgja ársreikningur viðkomandi félags síðastliðins árs. Bœjarritarinn á Akranesi A Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Böðvarsgata 7, Borgarnesi Einbýlishús, 2ja hæða, 198 ferm. og 60 ferm. bflskúr. Tvær íbúðir eru í húsinu. Efri hæð um 125 ferm. Forstofa flísalögð, stofa, gangur og hol parketlagt, viðarloft. 3 herb., 2 dúklögð og 1 parketlagt. Eldhús með korkflísum á gólfi, viðarinnr. Baðherb. flísalagt, ljós innr., kerlaug. Gestasnyrting dúklögð. Þvottahús og geymslur á neðri hæð. íbúð á neðri hæð er um 65 ferm. Gangur dúklagður. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Snyrting með máluðu gólfi. Eitt herb. dúklagt og stofa dúklögð. Nýjar vatnslagnir. Verð: 18.500.000. Brákarbraut 1, Borgarnesi Ibúð á 2. hæð, 68 ferm. og um 20 ferm. geymsla í kjallara. Gangur dúklagður. Stofa parketlögð. 2 herb. teppalögð, viðarklæðning í loftum. Eldhús m/ viðarinnr., dúklagt gólf. Baðherb. dúklagt, sturta. Nýlegir gluggar og vatnslagnir. Verð: 6.000.000 jjji ' m '*■ y-j ÍYGGVASON hdl. gna- og skipasali Akraneskaupstaður Auglýsing um deiliskipulag stofnanareits, Akranesi. Vegna Stillholts 2. s A fundi bæjarráðs Akraness, fyrir hönd bæjarstjórnar Akraness (sem var í sumarleyfi) þann 22. ágúst 2001 var m.a. samþykkt breyting á deiliskipulagi stofnanareits á Akranesi. Tillagan nærtil deiliskipulagsreits stofnanareits sem afmarkast af lóðinni Stillholt 2. Auglýst hefur verið eftir athugasemdum skv. 2. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá og með föstudeginum 6. júlí til og með föstudeginum 3. ágúst 2001. Athugasemdafrestur var til föstudagsins 1 7. ágúst 2001. Engar athugasemdir bárust. Framangreint deiliskipulag stofnanareits, Akranesi, tekur þegar gildi. Akranes, 12. október 2001. Magnús Þórbarson, byggingar- og skipulagsfulltrúi Með umfjöllun um þróun umferðar á Vesturlandi og myndin nú en hún sýnir glöggt hvernig umferð á Vest- víðar í síðasta blaði átti að fylgja súlurit sem ekki náð- urlandi hefur aukist hlutfallslega meira en á Suðurlandi ist að birta. Til frekari glöggvunar íyrir lesendur birtist og Suðurnesjum síðustu tuttugu ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.