Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.10.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tiðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsíngar: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.i$ Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir ougl@skessuhorn.is Prenlun: ísofoldorprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöiö er gefiö út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og i lausasölu. Áskriftarverö er 850 krónur meö vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt meö greiðslukorti. Verö í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Eins og ég hef sennilega minnst á í síðustu viku var ég ekki sérlega hamingjusamur þegar Danir tröðkuðu á heiðri íslenskrar knattspyrnu á skítugum takkaskónum fyrir fáum dögum síðan. Það breytir því samt ekki að ég er óneitan- lega ansi foj yfir því að mér skildi ekki vera boðið með til að berja þessi ósköp augum. Eg get svo sem ekki kvartað því sem blaðamaður hef ég gengið gratís inn á Akranesvöll í allt sumar. Því fylgja einnig ýmis ffíðindi og meðal annars er yfirleitt heitt á könnunni hjá Aka vallarstjóra og í hléi er boðið upp á kaffi og meðí fyrir blaðasnápa og styrktaraðila. Aftur á móti er aldrei á boðstólum brennivín né skyndikonur sem verður að teljast nokkuð klént. Eg er heldur ekki alveg nógu sáttur við að mér hefur aldrei verið boðið upp á gistingu. Eg hef komið á alla heimaleiki úr Borgarnesi, sem er umtalsvert ferðalag og varla á nokkurn mann leggjandi að fara báðar leiðir á sama deginum. Því hefði mér ekki fundist óeðlilegt að Knatt- spyrnufélag IA hefði haft til reiðu handa mér eitt herbergi á Hótel Barbró þar sem ég hefði getað fengið mér kríu eft- ir leiki. Þar að auki hef ég ekið sjálfur á alla þessa leiki á fréttavagni Skessuhorns. Ekki svo að skilja að mér sé það ekki of gott. Embættisbifreið ritstjóra hefur þann ágæta eiginleika að skila innihaldinu yfirleitt þangað sem förinni er heitið, jafhvel stundum á skemmri tíma en skammtaður er af lögreglu en hinsverðar verður að viðurkennast að bif- reið þessi er ekki í Saga Klass, ekki einu sinni Skaga klass. Nú má alls ekki skilja mig á þann hátt að það sé hrein kvöl og pína að fara á knattspyrnuleiki á Skaganum. Eg ít- reka það að vísu að fyrrgreint aðstöðuleysi er náttúrulega óviðundi en á móti kemur að á Skaganum var í sumar boð- ið upp á aldeilis ágæta knattspyrnu og oftast nær mjög við- unandi úrslit. Góður fótbolti einn og sér nægir mér hinsvegar ekki fyrst eitthvað betra er í boði. Því hef ég ákveðið að söðla um og einbeiti mér að því héreftir að halda með landslið- inu. Auðvitað er það kannski ekkert spennandi tilhugsun að sitja á erlendum áhorfendapöllum og fylgjast með sínu uppáhaldsliði verða að athlægi. Afturámóti er málið ekki svo einfalt því ef það er skoðað ofan í kjölinn skipta úrslit- in í raun engu máli því að á níutíu mínútum getur maður hæglega hellt sig það fullan að maður tekur ekki einu sinni eftir því þótt liðið manns sé sent grátandi af velli í leikslok. Síðan þarf maður ekki annað en hótel í hæsta verðflokki til að hægt sé að sofa úr sér á viðunandi hátt. Gísli Einarsson, landsliðsmaður Grundaskóli 20 ára Mikið var um að vera í skólanum á afmcelisdaginn Laugardaginn 6. október síðast- liðinn varð Grundaskóli 20 ára og var haldið upp á afmælið í skólan- um þann dag. Klukkan tíu um morguninn mættu nemendur í skólann og hófst þá strax vinna undir stjórn umsjón- arkennara. Verkefhi dagsins voru valin með það í huga að nemendur nytu stundarinnar sem best og að allir gætu verið með. Nemendur lásu, lituðu, teiknuðu og klipptu, sumir unnu með ull á meðan aðrir fengust við landafræði eða stærð- fræði. Skólinn var á sama tíma op- inn almenningi sem gat skoðað sig um að vild. Fjölmargir nýttu sér þetta, ekki síst foreldrar og önnur skyldmenni nemenda. Klukkan eitt var haldið af stað í skrúðgöngu sem leidd var af tón- menntakennara skólans og trommusveit sem hann hafði æft fyrir tilefhið. Fjöldi fólks fylgdi á eftir, allt að þúsund manns töldu sumir. Að skrúðgöngunni lokinni var sest í hólana við skólann og þar var sungið undir stjórn nokkurra kenn- ara við skólann. Því næst tóku í- Fjöldifólks tók þátt í skrúðgöngunni. þróttakennararnir við og leiddu viðstadda, sem skemmtu sér hið besta, í margskonar útileiki. Hrönn Ríkharðsdóttir, skóla- stjóri Grundaskóla, vildi koma á framfæri þökkum fyrir hönd skól- ans, til þeirra fjölmörgu sem sendu skólanum gjafir og blómvendi á af- mælisdaginn. Að auki vildi Hrönn þakka öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti komu að afmælis- haldinu og hjálpuðu til við að gera daginn ógleymanlegan. HJH Kennarar og FVA Samningur undirritaður Síðastliðinn fimmtudag var undirritaður samningur milli stéttarfélags kennara og Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, en hann fjdkr um ýmis störf sem kennurum eru falin til viðbótar við kennslu. Tveir fulltrúar kennara, þau Þorbjörg Ragnarsdóttir og Finn- bogi Rögnvaldsson, höfðu áður setið á fundum með skólameist- ara og aðstoðarskólameistara. Hópurinn myndar svokallaða samstarfsnefnd en hlutverk hennar er að fjalla um kjör fé- lagsmanna í Félagi framhalds- skólakennara sem starfa við FVA. Texti samningsins var unninn á fundum nefndarinnar í september. Konur sem vilja hafa áhrif í stjómmálum hlýða á kennara sína á vel sóttumfundi í Félagsbœ i Borgamesi áþriðjudaginn var. Metþátttaka tilvonandi áhrifakvenna í Borgamesi Opinn fundur um þáttöku kvenna í stjórnmálum var haldinn í Félags- bæ í Borgarnesi á þriðjudaginn sl. Var fundurinn haldinn í tengslum við námskeið sem þverpólitísk ráð- herraskipuð nefnd hefur skipulagt með það að markmiði að auka þátt- töku kvenna í stjórnmálum. Var fundurinn í Borgarnesi vel sóttur og tæplega tuttugu konur mættu til að hlýða á kennara námskeiðisins, þær Sigrúnu Jóhannesdóttur, M.Sc. I r kennslutækni, Ingibjörgu Frímanns- dóttur, málfræðing, Guðlaugu Guð- mundsdóttur, íslenskufræðing og dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, fjölmiðla- fræðing. Er það mesti þátttökufjöldi á slíkum fundi en áður hafa farið fram námskeið í Reykjavík, á Isa- firði, Egilsstöðum og Akureyri. Að sögn Unu Maríu Óskarsdótt- ur, verkefnisstjóra námskeiðsins, komu fram ýmis fróðleg sjónarinið meðal þátttakenda í Borgarnesi. M.a. kom það fram að konur ættu í raun að ýmsu leytd betur heima í sveitarstjómum en karlar vegna á- huga þeirra á hinum svokölluðum mjúku málum. Segir Una María að markmið námskeiðahaldanna sé m.a. að fyrir næstu sveitastjórnar- kosningar skipi kona fýrsta eða ann- að sæti á lista allra framboðsflokk- anna en nú sé staðan sú að einungis 29 prósent sveitarstjórnarmanna era konur. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.