Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 7
SS2SSUH©BRI FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 7 Nú líðafer aðjólum Ég furða mig alltaf jafn mikið ár hvert, á öllu þessu stressi sem setur mark sitt á fólk, á þ e s s u m ár stíma. Hjá mér og mínum lík- um snýst auðvitað allt tnn jólin. Allir eru tilbúnir að leggja töluvert á sig við undirbúning jólanna og margir virðast vilja að jólahátíðin í ár toppi þá síðustu. Fjölmiðlarnir láta ekki sitt eftir liggja og hjálpa okkur við að stress- ast. Alls kyns fræðingar eru fengn- ir til að segja okkur hvernig við eig- tnn að haga okkur núna svona rétt fyrir og um jólin. Þetta eru allt frá aðventukransaskreytingameistur- um upp í sálfræðinga sem t.d. gefa álit sitt og ráðleggja fólki sem sokk- ið er djúpt í þunglyndi yfir peninga- leysi, tímaleysi, hugmyndaleysi og áhugaleysi. Dagbækur eru settar upp í tímaritum fyrir þá óskipu- lögðu svo að þeir geti fylgt eftir skipulagðri dagskrá dag fyrir dag og viti nákvæmlega hvenær bakstri á vanilluhringjum þarf að vera lok- ið, þvotti á gardínum sem og inn- kaupum á jólagjöfum. Eigendur líkamsræktarstöðva hugsa sér gott til glóðarinnar á nýju ári þegar aumingjans þreyttu hús- mæðurnar, sem hafa stundað stífa leikfimi undir merkjtmum „í kjól- inn fyrir jólin“, munu snúa til baka eftir hátíðina, sprengdar út úr kjól- unum, og tilbúnar í að heíja nýtt átak undir yfirskriftinni „A'legi ég detta sundur úr hor, ekki seinna en í vor“. Oll tökum við á einhvern hátt virkan þátt í undirbúningi jól- anna og afleiðingunum. Ég er þar að sjálfsögðu engin undantekning, síður en svo. Ég hef hingað til staðið frernst í flokki hús- mæðra sem þreyta árlega hina- ólympísku keppni í „húsmæði“. En nú í ár ákvað ég að hefja jóla- undirbúninginn snemma og hafa hann í algjöru lágmarki. Ég veit ekki hvort þetta er elli, síþreyta eða uppgjöf, en ég hef verið að dunda við að þrífa húsið mitt jafht og þétt þetta árið og ætla því ekki að leggj- ast með sápu, eyrnapinna og tusku út í horn nú í nóvember. Flestir í kringum mig eru mjög áhyggju- fullir yfir þessu algjöra áhugaleysi mínu á jólunum. En þó telja marg- ir að ég hljóti að geta fengið eitt- hvað við þessu og margar ráðlegg- ingar hafa borist mér og eru þær þakka verðar. Einn daginn reyndi tengdamóðir mín sem er ein af gamla skólanum allt hvað hún gat til að koma vitinu fyrir mig, eins og hún sagði sjálf, þegar hún rak nefið inn á heimilið og ég stóð í sama mund geispandi upp ffá lestri erlendra bókmennnta. Hún spurði mig hvort ég væri ekki byrjuð að baka. Baka hvað? Hváði ég. Fyrir jólin auðvitað, svaraði hún með þjósti. Ég neitaði. Þá hnusaði hún út í loftið líkt og Gáttaþefur og bætti við hvort ég væri þá ekki farin að þrífa eldhús- skápana. Ég spurði hana hvort þeir væru skítugir, ég vissi ekki betur en ég hefði strokið úr þeim mestu ó- hreinindin í september. Ég sagði henni að mér fyndist ekkert eins lágkúrulegt og það að ár eftir ár væri þessi þegnskylduvinna lögð á okkur húsmæðurnar að gera allt fyrir jólin. Við þyrftum að baka einhver ógrynni af smákökum og birgðirnar entust hjá mörgum fram að næstu jólum. Svo þyrfti að þrífa allt hátt og lágt, hvergi mætti sjást ryk eða drulla og heimilið angaði af salmíaki í fleiri vikur. Hver sér svo sem skítinn, hvað þá til að þrífa hann og allra síst þegar við erum að paufast í þessu myrkri sem nú hvíl- ir yfir landinu. Svo loksins þegar kemur að jólunum er fólk svo ör- magna að það getur varla notið þeirra vegna spennufallsins sem verður þegar atgangi jólaundirbún- ingsins er lokið og lítið ffamundan nema nærvera fjölskyldunnar sem getur nú virkilega reynt á þolrif margra. Tengdamamma hlustaði þolin- móð, en loksins þegar hún komst að spurði hún mig hneyksluð hvort ég ætlaði ekki að halda nein jól? Þó það væri ekki nema barn- anna vegna þá yrði ég að gera það, þetta væri kristileg hátíð og ég hefði nú ekki kynnt mig sem neinn heið- ingja í fjölskyldunni í byrjun. Ég myndi örugglega átta mig á því fyrr en seinna að ekkert væri eins nota- legt og að halda jól vitandi að ekki væri arða af óæskilegum skít í hús- inu. Ég svaraði henni að vissulega myndi ég að halda jól, en ég sæi nú ekkert sérstaklega kristilegt við hreingerningar og kökubakstur. Ég væri alin upp við það að sá al- máttugi væri ekkert að snuðra inn í skápum hjá mér hvað þá í kökubox- um og ég teldi hann örugglega hafa eitthvað mikilvægara fyrir stafhi á þessum árstíma. Ég ákvað að ganga algjörlega ffam af henni og bætti við að það væru til svo ansi fínar smákökur, fjöldaffamleiddar á landsbyggðinni og seldar í stór- mörkuðunum. Landsbyggðin væri mér ætíð ofarlega í huga á þessum tíma árs, þegar heimþráin til æsku- stöðvanna gerði vart við sig og ef ekki núna þá aldrei að ég styddi við bakið á þeim. Þar að auki væri ég svo leiðinleg að enginn kæmi að heimsækja mig um jólin og því myndum við eiginmaðurinn hrúga í okkur heimabakstrinum og það væri okkur alls ekki til góðs. Tengdamamma leit á mig og augnaráð hennar gaf til kynna að ég ætti mér ekki lengur ljósa leið í gegnum lífið sem húsmóðir. Hún stóð upp og sagði mæðulega: Þú þarft ekki að halda það Rannveig mín að ættingjamir hópist í heim- sókn til þín á jólunum, í einhvers- konar smákökukynningu, sem þeir gætu allt eins gert út í búð. BORGARBYGGÐ HESTUR I ÓSKILUM I Dökkbrúnn hestur meö stjörnu c.a. 10-12 vetra qamall, iárnaður, mark alheilt hægra, fjöður framan biti aftan vinstra, er í óskilum í 1 Ferjukoti í Borgarbyggð síðan í september s.l. Upplýsinqar qefur Þorkell Fjeldsted isínia 437-0082. Réttur eigandi vitji hons fyrir 20. desember n.k. og greibi áfallinn kostnab. Ab þeim tíma libnum verbur óskab uppbobs. Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Hagamelur 1, Skilmannahreppi Nýtt íbúðarhús á tveimur hæðum 144 ferm. og 35 ferm. bílskúr. Húsið er finnskt úr límtrésbjálkum. Um er að ræða mjög fallegt og vandað hús. Á neðri hæð er flísalögð forstofa, skápar, samliggjandi eldhús, borðstofa og stofa. í eldhúsi er viðarinnr. Baðherb. er flísalagt, kerlaug. Eitt svefhherbergi og fataherbergi og flísalagt þvottahús. Á efri hæð er stórt opið rými (sjónvarpsherbergi), tvö svefnherbergi og flísalagt baðherbergi, sturta og viðarinnr. Gólf sem ekki eru flísalögð eru viðarklædd og veggir og loft er viðarklætt. Góðar svalir og sólpallur. Húsið stendur á fallegum stað þar sem útsýni er mikið og gott. Verð: 19.000.000. rASON hdl. og skipasali Jólasaga - Jólamynd Skessuhorn býður til samkeppni um bestu jólasöguna og bestu jólamyndina. Samkeppnin er œtluð börnum á Vesturlandi, 12 ára og yngri. Keppt er í tveimur flokkum, 8 ára og yngri og 9 - 12 ára. Jólamyndirnar skulu vera teikningar eða vatnslitamyndir í lit eða svarthvítu í stœrðinni A4. Jólasögurnar skulu vera vélritaðar eða berast á tölvutœku formi. Hámarkslengd erl og hálfsíða ÍA4 miðað við 12 punkta letur. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðumflokkumfyrir jólamynd og einnigfyrir jólasögu og verðlaunasögurnar og verðlaunamyndirnar verða birtar íjólablaði Skessuhorns þann 20. des. n.k. Síðasti skilafrestur er mánudagurinn 17. des. Sögur og myndir í samkeppnina berist á skrifstofur blaðsins að Borgarbraut 23, 310 Borgarnes eða Kirkjubraut 3, 300 Akranes. Einnig má senda sögur og innskannaðar myndir í tölvupósti: ritstjori@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.