Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 SisaiSSitíiiíöuiRi Leikskólinn á Hellissandi 30 ára Leikskóli á Hellissandi var stofn- aður 1. desember 1971. Hann var staðsettur í húsi sem var nefnt Grund og stóð við Munaðarhól á Hellissandi. Oddný Gestsdóttir veitti leikskólanum forstöðu en hún var þá menntuð fóstra (sbr. leik- skólakennari í dag). Oddný var forstöðumaður leikskólans til ársins 1976 en þá flutti hún burtu og hef- ur verið leikskólastjóri í Garðabæ síðan. Leikskólinn á Hellissandi var fýrsti leikskóli á Snæfellsnesi sem sveitarfélag stóð fyrir rekstri á. Aðdragandi að stofhun leikskól- ans var sá að Oddný Gestsdóttir vann á gæsluvelli á Hellissandi sumarið 1971. Gæsluvöllur hafði verið starfrækmr á Hellissandi á vegum Kvenfélags Hellissands um nokkurt skeið en hann var opinn Agrip afsögu skólans yfir sumartímann frá kl. 12:45- 17:00. Skúli Alexandersson, sem þá var oddviti Neshrepps utan Ennis, kemur að máli við Oddnýju og spyr hvernig henni líki. Oddný segir að sér líki ágætlega en þarna sé ekki verið að reka rétta starfsemi, greini- leg þörf sé fyrir stofnun leikskóla, sem væri opinn allt árið. Oddný segir Skúla frá dæmi á Seyðisfirði þar sem atvinnurekendur höfðu staðið fýrir stofhun leikskóla. Skúli kemur aftur að máli við Oddnýju nokkru seinna og segir henni frá húsi sem búið var að dæma ónýtt og biður hana að skoða húsið með sér. Húsið var að sögn Oddnýjar mjög illa farið en hún sá strax tvo kosti við húsið, á því voru tveir útgangar og tvö klósett. Þrátt fyrir að mikil vinna væri fyrir höndum að koma húsinu í viðunandi horf var ákveðið að opna þar leikskóla. Skúli fór af stað og ræddi við Lionsmenn um samvinnu við að standsetja húsið. Hann ræddi einnig óbeint við at- vinnurekendur og þeir kostuðu grindverk og málningu. Lions- menn standsetm lóðina og máluðu húsið að utan. Oddný og Sólborg Lárusdóttir, sem hafði starfað með Oddnýju á gæsluvellinum, máluðu húsið að innan. Gaman er að geta þess að húsið var málað ljósgrænt að utan en árið eftir fékk Oddný húsið málað aftur því henni líkaði aldrei græni limrinn en þá var hús- ið málað dökkblátt með hvítum gluggum, hurðum og þakkanti, þakið var málað svart. Oddný hafði séð gamalt hús í Flatey þá um sum- arið í þessum sömu litum. Þessi litasamsemig olli mikilli hneykslun heimamanna. 1. desember 1971 opnaði leik- skólinn en þá var að sögn Oddnýjar einungis einn og hálfur mánuður frá því að ákvörðun var tekin um að leikskóli yrði stofnaður á Hell- issandi þar til leikskólinn opnaði. 20 börn byrjuðu í vismn þennan dag, starfsstúlkur voru tvær, auk Oddnýjar en þegar sú fjórða hóf störf 1. janúar 1972 urðu börnin 30. Opnunartími leikskólans var frá kl. 12:45-19:00 en þetta var vinnutími mæðra á svæðinu, sumar mæður unnu frá 13-17, aðrar ffá 13-19. Starfsstúlkur vora fjórar til kl. 17 en tvær til kl. 19. Þessi vistunartími var mjög framúrstefnulegur á þess- um áram þ.e. að bjóða upp á fjög- urra eða sex stunda vistun en annars staðar tíðkaðist að bjóða upp á fjög- urra eða átta stunda vistun en þá fóra börnin heim í hádeginu. Börnin höfðu með sér nesti í leik- skólann. Fyrsm jólin gáfu Lions- menn leikskólanum hljómflutn- ingstæki að gjöf. Vorið 1982 var hafin bygging núverandi húsnæðis við Naustabúð 17. 4. apríl 1985 var fyrri helmingur húsnæðisins tekinn í notkun og hinn helmingurinn þá um haustið. I dag er 41 bam í leikskólanum sem nú heitir Leikskólinn Kríuból, börnin era í fjögurra til níu stunda vismn og fá heitan mat í hádeginu. Starfsmenn era 13 þ.m.t. leikskóla- stjóri sem er menntaður leikskóla- kennari. Þrátt fyrir að lögum sam- kvæmt skulu vera menntaðir leik- skólakennarar í öllum stöðum inn- an leikskóla er einungis einn menntaður leikskólakennari starf- andi við leikskólann núna eins og var þegar leikskólinn var stofnaður fyrir 30 áram. Eg vil fyrir hönd barna og starfs- fólks Kríubóls þakka gesmm sem sáu sér fært að koma og gleðjast með okkur á afmæli leikskólans. Við viljum um leið þakka kærlega fyrir góðar gjafir sem leikskólanum bárast í tilefni dagsins. Sigríður Helga Sigurðardóttir Leikskólastjóri Kríubóls Indriði Hinn skarpskyggni bítill og beljubóndi, Bjartmar Hannes- son á Norðurreykjum las í Póstinum um daginn að lag sem sigraði í söngvakeppni Reykdælinga fyrir skemmsm væri eftir Indriði. Hraut hon- um þá af munni: I eignar-, nejiii-, þol- og þágufóllum er þraut aðfinna orðum sínum stað þá er eitt sem beygist eins í öllum Indriði, er cU?ni gott um það. Nokkrar nyt- samlegar staðreyndir 1. Fullt nafn Baroie er Barbara Milicent Roberts 2. Það er ómögulegt að sleikja á sér olnbogann - við skoram á ykkur að reyna núna! 3. Krókódílar geta ekki rekið út úr sér tunguna. 4. Hjartað í rækjum er í höfð- inu á þeim. 5. I rannsókn sem gerð var á 200.000 strúmm á 80 ára tíma- bili var ekki skráð eitt einasta tilfelli þar sem strútur stakk höfðinu í sandinn - þeir gerðu ekki einu sinni tilraun til þess. 6. Það er líkamlega ómögulegt fyrir svín að horfa til himins. 7. Hvert einasta barn í Belgíu verður að fara í harmonikku- kennslusmndir í barnaskóla samkvæmt lögum. 8. Hver einasti maður mun að meðaltali eiga mök um 3.000 sinnum yfir ævina og kyssa annan einstakling í tvær vikur - sumir era að sjálfsögðu undir meðaltali en aðrir yfir. 9. Yfir 50% allra jarðarbúa hafa hvorki hringt né fengið símtal. 10. Rottur og hestar geta ekki ælt. 11. Bakteríur í eyram marg- faldast 700 sinnum bara við það að vera með heymartól í um klukkustund. 12. Rottur fjölga sér svo ört að á 18 mánuðum geta tvær rotmr búið sér til yfir milljón afkom- endur. 13.35% þeirra sem nota einka- málaauglýsingar til þess að komast í kynni við hitt kynið era þegar giftir öðram. 14. I hverjum einasta þætti af Seinfeld má sjá Súperman ein- hvers staðar ef vel er að gáð. 15. Kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýmnni. 16. Kvak anda bergmálar hvergi - enginn veit af hverju. 17. Astæðan fyrir bilunum ljós- rimnarvéla um allan heim er í 23% tilfella sú að fólk hefur sest á þær til þess að ljósrita á sér rasskinnarnar. 18. Hver maður borðar að meðaltali 70 skordýr í svefni á ævi sinni og 10 kóngulær. 19. Erfiðasti tungubrjótur í enskunni mun vera „The sixth sick sheik's sixth sheep's sick“ - prófið og sjáið hversu langt þið komist án þess að raglast! 20. Þegar þú hnerrar stöðvast hjartað í einn milljónasta úr sekúndu. Hnerrir þú of harka- lega gemr þú brákað í þér rif- bein og ef þú reynir að halda aftur af hnerra er fræðilegur möguleiki á því að þú sprengir æð í heila eða hálsi. Þar erfremsta lífsins list Aðalatriði flestra helsm trúarbragða heims virðist mér vera trú á einn guð og kærleikur til allra manna ásamt leit að auknum þroska en þó þessir hlutir séu flestum trúarbrögðum sameig- inlegir virðast samt allflestir trúarleiðtogar ein- beita sér að því sem aðskilur þá frá öðram í stað þess að horfa á það sem sameinar, enda hafa flest meiriháttar illvirki heimsins verið unnin í nafni trúarinnar. Eftir Onnu Arnadótmr er eft- irfarandi vísa sem ber yfirskriftina 11. septem- ber: Hvað gœti það Verið sem guð er nú að skrifa í gyllta minniskladdann, um sína breysku hjörð. Sorglegt er hvað mönnunum lærist seint að lifa þó leigi égþeim ábúð á svona góðrijörð. Einhverra hluta vegna virðist mönnum stöðugt ganga afleitlega að umbera þá sem hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir og skiptir þá litlu þó menn eigi sjálfir að ganga á undan með góðu fordæmi og eitthvað hefur Orn Amarson verið ósáttur við samferðamenn sína þegar hann yrk- ir í kvæðinu Utlegð: Þar erfremsta tífsins list lygi sönnu að blanda, vitna um guð og vitna í Krist, vinna í satans anda. Vissulega er heimsfrægðin mönnum mismik- ils virði og kannske ekki alltaf eins eftirsóknar- verð þegar hún er fengin eins meðan beðið er efdr henni en Ingibjörg Blöndal gaf samferða- mönnum sínum þessa ráðleggingu: Viljirðu í heimi verða stór og veröld þig að kynna, dreptu mann og drýgðu hór - það dugar ekkert minna. Trúmálin era stöðugt umhugsunar og um- ræðuefni og Þorsteinn frá Hamri skaut efrirfar- andi að vinnufélaga sínu sem ungur maður: Gvendur spyr hvort Guð sé til, greylund illa þokkuð. Sýnir á því engin skil að þeir þekkist nokkuð. Bjami Gíslason virðist eitthvað hafa verið í vafa um eilífðarmálin þegar hann yrkir: Ég hef kynnst við trega og tál, trúinfinnst mér lygi. Ljósblik innst í eigin sál er mitt hinsta vígi. Hefir skeikað hæfni þrátt, hugur reikað víða. En að leika lokaþátt títt mér eykur kvíða. Tímarnir breytast og mennirnir með og ég minnist þess að sem smástrákur heyrði ég minnst á ýmsa skrítna jólasiði í útlöndum sem nú þykja sjálfsagðir hér á landi og era jafnvel að verða svo fastir í þjóðarvitundinni að sumum finnst að þeir hljóti að hafa komið með land- námsmönnum. Fyrir hver jól dynur á okkur hrina af auglýsingum um allskonar eigulega gripi sem enginn gemr án verið og einhvern- tíma varð Guðmundi á Skálpastöðum að orði undir þeim lestri: Hugsjón og takmark hins tieytandi nútímamanns er aðná til sín annarra hlutdeild í veraldar auði og kýla svo vömbsína í margfrægri minningu hans sem mettaði þúsundir tveimur fiskum og brauði. í atkvæðagreiðslu fyrir stuttu samþykktu Grandfirðingar að heita eftirleiðis Grandar- fjarðarbær í stað þess að heita bara Eyrarsveit og rifjaðist þá upp fyrir mér vísa sem Friðjón heitinn Sveinbjörnsson gerði þegar svipuð nafnaskipti urðu á Borgarnesi: Fomri hefð er grýtt á glæ, gamlar venjur týnast. Nú er hreppnum breytt í bæ, bara til að sýnast. Raunar hef ég fyllstu samúð með Grandfirð- ingum þó þeir vildu ekki heita Eyrarsveit leng- ur þegar hugsað er til þessarar kvikindislegu vísu sem Jakob Jóhannesson orti um þá fyrir margt löngu: Lygin hefiir lands um reit lengi gert aðfeta, er nú loks í Eyrarsveit orðin niðurseta. Ekki veit ég hvort Jakob hefur haff svo mikið við að biðja Grundfirðinga afsökunar á vísunni en Káinn baðst afökunar á sínum kveðskap á eftirfarandi hátt: Það er miklu meiri vandi en margan grunar hér í landi, að yrkja svo að öllutn líki,— en einkum guði í himnaríki. Annars þurftí Káinn sjaldnast að biðjast af- sökunar á sínum kveðskap því þó þar sé víða gamansemi að finna er ekki mikið um rætni í hans kveðskap en einhverntíma setti hann sam- an þessa sjálfslýsingu: Oviljandi aldrei laug,— oft við Bakkus riðinn;— afflestum sem að fielast spaug fretnur illa liðinn. Egill Jónasson var eitt þekktasta gamanskáld þjóðarinnar á sinni tíð og nú fyrir stuttu er komin út Egilsbók með töluverðu af kveðskap hans og er þar fróðlegt um að litast. Spurningunni „Til hvers era skáld að yrkja“ svaraði Egill á þennan hátt: Skáldum finnst þau yrkja fyrir aðra. Að eigi þörfþau kreista sig og blaðra. Andlegar hægðir, oft þó séu tregar, eru þessum greyjum nauðsynlegar. I gestabók hjá vinum sínum ritaði Egill: Ég bað í morgun guð afgæsku sinni að greiða ykkur þegar að égfer. Hann mælti byrstur: þú átt ekkert inni í ávísanareikningi hjá mér. Bæði mér og öðrum hættir til að sjá ágætavel flísina í auga náungans þó bjálkinn í eigin auga dyljist furðanlega en við einn samferðamann sinn orti Egill: Um afglöp hinna þú heldur vörð og hugsar um siðferðið. Þú ertþað eina áþessarijörð sem þér kemur ekki við. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S435 1367

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.