Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.12.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 siatíssiúwöiæi Elfa Margrét Ingvadóttir var í haust ráðinn kórstjóri kvennakórsins Yms á Akranesi. Kvennakórinn æfir eitt kvöld í viku að auki annan- hvern laugardag. Framundan eru jólatónleikar hjá kórnum en þeir verða 20. desember í Akraneskirkju. Auk kvennakórsins munu koma fram þriggja stúlkna sönghópur sem kallar sig Pallíettur og píanó. Elfa ríður á vaðið í nýjum lið hér í Skessuhorninu sem hefur fengið nafnið Skráargatið. Nafa: Elfa Margrét Ingvadóttir Fteðingardagur og ár: 2. desember 1975 Starf: Nemi og kórstjóri Fjölskylduhagir: Er gift og á tvær 4 ára dœtur. Hvemig bíl áttu: Nissan Primera '97 (Pálmi á hann en ég nota hann) Uppáhalds matur: BlandaStr sjávarréttir Uppáhalds drykkur: Rauðvín Uppáhalds sjónvarpsefni: Mérfmnst ágætt að horfa á þœtti á borð við Fraiser og Malcolm in the Middle, annars leiðist méryfirleitt að horfa á sjónvarp. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Eva María Jónsdóttir Uppáhalds leikari innlendur: Sigrún Edda Bjömsdóttir (Bóla). Uppáhalds leikari erlendur: David Hasselhoff, ekki spuming. Uppáhalds iþróttamaður: Pálmi Haraldsson IA. (Hjörtur erþó vissulega góður) Uppáhalds íþróttafélag: UBH (Ungmennafélagið Baldur Hvolhreppi.) Uppáhalds stjómmálamaður: Enginn, sem stendur, en lengi vel var það tengdamóðir mín Ingibjörg Pálmadóttir. (Reyndar held ég meira upp á hana eftir að hún hœtti ípólitík) Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Eg held að ég verði að nefna félaga mína í Schola cantorum. Þar eru mjög skemmtilegir ogfjölhæfir tónlistarmenn. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Eg veitþað ekki. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Eg er ekki andvíg henni og svo sem ekkert sérstaklega hlynnt heldur. (Annars er pólitík ekki mín sterka hlið) Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika og hreinskilni. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Óheiðarleiki og ókurteisi. Hver þinn helsti kostur: Eg held að ég sé traustur vinur. Hver erþinn helsti ókostur: Fremur óskipulögð, alltafá síðasta snúningi og einnig afar lélegur kokkur. Hversu lengi hefurþú lært söng: 6-7 ár. Má vcenta einhverra breytinga á starfi kvennakórsins í nánustu framtíð: Mig langar að leggja meiri áherslu á raddþjálfun og kennslu í söng. Gaman vceri aðfá innfleiri ungar raddir til að hafa meiri breidd í hópnum og bæta hljóm- inn enn frekar. (Annars er kórinn bara þræl góður eins og hann er!) Einnigfinndist mér spennandi aðfá hingað efnilega tónlistarmenn og hópa til að takaþátt í tónleikahaldi með okkur og auka þannigfjölbreytni í tónlistarlífi hér á Skaganum. '/Miíife tófeu 'dnn Súpa fyrir drottningar Það er Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli, sem ríður á vaðið í nýjum dálki á Skessuhomi sem höfða ætti til vestlenskra sælkera. Hann gefur okkur uppskrift að súpu sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og hann kynntist á ferðalagi í údöndum. Gefum Flóka orðið: „Fyrir svo sem 12 ámm var ég staddur í borg erlendis að hausdagi, og kom kaldur og þreyttur efrir mikið ráp um borgina inn á lítinn veitingastað sem rekinn var af indverskri fjölskyldu. Matseðillinn var ekki margbrotinn og ég bað um að mér væri borið það sem boðið væri upp á sem réttur dagsins. Þetta var í fyrsta sinn sem ég bragð- aði á indverskum mat og er skemmst firá því að segja, að ég hef sjaldan farið ánægðari ffá matborði. Bragðið lifði í munni mér í mörg ár á eftir. Seinna kom ég aftur á þennan sama veitingastað, um 5 ámm síðar, og komst þá að því að rétturinn gengur undir nafninu Mulligatawny súpa. Sagan segir að indverskur kokkur hafi eldað þessa súpu í flýti fyrir Viktoríu drottningu þegar hún var á yfirreið um lendur sínar á Indlandi á fyrri hluta 19. aldar og kom þreytt í náttstað. Uppskriftin fór víða og varð mjög vinsæl á 19. öldinni og er enn hjá þeim sem vilja frekar stað- góðan mat en franskar borðskreytingar sem nú er farið að bjóða upp á sem máltíðir á mörgum nýtísku veitinga- húsum. Ýmis afbrigði em til af súpunni, en sú sem ég elda heima hjá mér er svona.“ Mulligatawny súpa. 1/2 bolli af gulum ertum eru lagðar í bleyti yfir nótt. Hitið upp 1,5 lítra afhænsnasoði og bætið út í ert- unum og 1/2 bolla afbasmati hrísgrjónum. 1 matsk afhveiti er hrærð út í köldu vatni og bætt út í soðið. Þegar suðan kemur upp er bætt í soðið: 30 gr. smjör eða matarolía 3 dl. hakkaður eða fíntsaxaður laukur 2- 3 rifnir hvítlauksgeirar 1 súrt epli rifið niður 3- 4 matsk. karríduft eða 1 matsk karríkrem 1/2-1 matsk turmeric (gurkemej) 8 negidnaglar 2 cm engiferrót niðurrifin 2 tesk coriander krydd pipar og salt eftir smekk rautt pipardufi ef bragðlaukamir þola kanilstöng má gjaman fara ofan í súpuna. Þegar súpan hefir fengið að malla við hæga suðu í 25 mín er bætt út í hana kjúklingabringum sem sneiddar hafa verið í ca. 2 cm bita og súpan látin malla í 10-15 mínútur til viðbótar. Þá er hún tekin af suðu og bætt í hana ca. 3 matsk. af sítrónusafa. Aður en súpan er borin ffam er fallegt að strá yfir hana ca. 2 matsk af saxaðri steinselju eða Kórianderlaufi sem er enn betra. Kórianderlauf er hins vegar ffemur fágætt í matvöruverslunum. Með súpunni er borið fram nýgrillað Naan brauð og sítrónu- bátar, en sítrónur em algjör nauðsyn með flestum indverskum mat. Með þessu má drekka sætan ávaxtasafa, t.d mangósafa ef hann er fáanlegur. Kaldir og sætir ávextir eiga vel við í efilirrétt. Naan brauðið er hægt aðfá tilbúið í matvöruverslunum en einnig er hægt að baka það sjálfur. Uppskriftin er svona: 15 gr. brauðger 1/4 tsk sykur 2 matsk. heitt vatn 500 gr hveitimjól 1 tsk salt 150 ml volg mjólk 150 ml óbragðbætt jógúrt 2 matsk bráðið smjör eða mutarolía. Deigið er hnoðað eins og venjulegt brauðdeig og látið hefast í 1-1 1/2 klst. Síðan hlutað niður í 6 stykki og flatt út í þunnar kringlóttar kökur. Grillað á báðum hliðum eða bakað í ofni við 240°C í ca. 10 mín. Verði ykkur að góðu. Skólahljómsveit Akraness lék nokkur jólalög. Kveikt á jólatrénu á Akranesi Akurnesingar fjölmenntu á Akra- torg á laugardaginn þegar að ljósin á jólatrénu vom tendmð. Það var ung stúlka, Dagmar Tara Eðvalds- dóttir, sem kveikti á trénu að þessu sinni. Sem fýrr er tréið á Akratorgi gjöf frá Tonder sem er vinabær Akraness. Ljósin á trénu að þessi sinni em heldur óvenjuleg en ekki er notast við hefðbundnar perar heldur er notast við nýtísku ljós sem skipta litum og em leidd með ljósleiðara. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, flutti ávarp, svo og Jón Sverrrisson formaður norræna fé- lagsins. Skólahljómsveit Akraness, undir styrkri stjórn Heiðrúnar Há- mundardóttur, lék nokkur jólalög og jólasveinarnir komu og heilsuðu uppá krakkana. Þá tók borgarstjór- inn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, til máls en sameining Orkuveitur Reykjavíkur og Akranesveitu tók gildi sama dag. Glæsileg flugelda- sýning lýsti upp himininn og vakti mikla hrifningu þótt nokkrir af yngsm kynslóðinni hafi orðið hálf- skelkaðir við öll lætin. HJH Jólasveinamir mættu að sjálfsögðu á svæðið. Ian Wilkinson lékjólalög á trompetinn. Mynd: SHG. Jólalegt í Grundarfirði íbúar Grundarfjarðar og veð- urguðirnir vom í fýrra fallinu í því að klæða bæinn í jólabúninginn. Síðustu helgina í nóvember lýstu í- búarnir upp skammdegið með jóla- ljósum og snjó tók að kyngja niður og fýrr en varði vom snjókarlar farnir að skjóta upp kollinum í mörgum görðum. Fyrir framan Gallerí Grúsk lék Ian Wilkinson, tónlistarkennari, jólalög á trompet fýrir gesti og gangandi, íklæddur búningi Sveinka. SHG/smh Halla Bryndís Olafsdóttir, Helena Líf Olafsdóttir og Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir fyr- irframan snjókarla. Mynd: SHG.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.