Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2002, Qupperneq 11

Skessuhorn - 10.01.2002, Qupperneq 11
ggBSSHiíMtfMaiiM FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 11 Snæfellingar sigruðu Skagamenn Vel heppnaður körfuboltadagur Hið unga lið Skagamanna var engin hindrun fyrir geysisterka Snæfellinga í fyrstu deildinni í körfuknattleik, en leikur liðanna fór fram ó sunnudagskvöldið sl. Reynd- ar byrjuðu Skagamenn af krafti og héldu forystu í leiknum fyrsta leik- hlutann en þó tóku Snæfellingar við sér, slepptu aldrei tökunum ó leikn- um eftir það og sigruðu að lokum 112-80. Snæfellingar eru sem fyrr ó toppi 1. deildarinnar með 18 stig og mæta Valsmönnum nk. föstudag í Valsheimilinu sem eru í öðru sæti og í harðri baróttu um gott sæti fyr- ir úrslitakeppnina. Orlando David- son var óstöðvandi ó sunnudags- kvöldið og gerði hvorki fleiri né færri en 54 stig fyrir Snæfellinga. Hjó Skagamönnum var hinn ungi Magnús Helgason stigahæstur með 18 stig sem er hæsta stigaskor hans Snæfellingar eru á góðri leið með að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. í meistaraflokki. Fjögur lið keppa í í úrvalsdeild. Þau keppa síðan um úrslitakeppni 1. deildar og mætir þó efsta liðið því sem lendir í fjórða sæti og liðin í öðru og þriðja sæti etja kappi saman. Það lið sem fyrr sigrar í fveimur leikjum sigrar ein- vígið og þau tvö lið fara beint upp 1. deildar meistaratignina. smh Molar Molar Molar Molar Hjólmur Dór Hjólmsson, leik- maður IA, skrifaði undir nýjan samning við félagið rétt fyrir óramót sem gildir út órið 2003. Hjólmur var ó svokölluðum uppeldissamning og ótti tvö ór eftir af honum. Hjólmur lék 10 deildarleiki ó síðasta tímabili og hefur alls leikið 13 leiki í efstu deild. Ellert Jón Bjömsson heldur í dag til Hollands þar sem hann mun æfa með úrvalsdeildarliðinu De Graafschap. Róðgert er að Ellert dvelji í um vikutíma hjó liðinu. De Graafschap er sem stendur í þriðja neðsta sæti í hollensku deildinni. íslandsmeistorar ÍA taka þótt í ís- landsmótinu í innanhússknattspymu um næstu helgi. Mótið fer fram í Smóranum í Kópavogi. Skagamenn drógust í riðii með ÍBV, Breiðablik og Völsungi. Síðast unnu Skaga- menn þetta mót órið 1997. Fyrsti leikur Skagamanna er gegn IBV ó laugardaginn og hefst hann kl. 15.22. Kolbrún Yr Krístjónsdóttir var nú fyrir óramót valin Sundkona órsins af Sundsambandi íslands. Þetta var kunngert þegar val ó íþróttamanni órsins var tilkynnt. Kolbrún þykirvel að valinu komin enda var órið allt hjó henni mjög gott. Hótindinum var svo nóð ó Evrópumeistaramót- inu sem fram fór í desember síðast- liðnum. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði IA, spilaði allan leikinn með íslenska landsliðinu sem gerði markalaust jafntefli gegn Kuwait ó þriðjudag- inn. Baldur Aðalsteinsson sat ó varamannabekknum allan leikinn en reikna mó með að hann fói tæki- færi í dag þegar íslenska liðið mæt- ir liði Saudi-Araba. Þess mó geta að Skagamennirnir Árni Gautur Arason og Bjarni Guðjónsson léku einnig í leiknum og bar só fyrr- nefndi fyrirliðabandið í fyrsta skipti. 3.flokkur lcarla hjó ÍA tryggði sér þótttökurétt í úrslitakeppni Islands- mótsins í innanhússknattspyrnu sl. sunnudag þegar að þeir sigruðu í undanriðli sem leikinn var ó Akra- nesi. Auk IA var riðillinn skipaður Leikni, KR, Skallagrím, Þrótti R. og Grundfirðingum. Skagamenn unnu alla leiki sína nokkuð sannfærandi ef fró er talinn só fyrsti gegn Leikni en þar móttu þeir þola tap 3-4. Ur- slitakeppnin fer svo fram um miðjan næsta mónuð. Halifaxar ósigr- aðir á árinu Þrótt fyrir harða atlögu annarra botnliða í órslok tókst Halifax að halda neðsta sætinu ó hagstæðara markahlutfalli. Skipti þar sköpum síð- asti leikur órsins gegn liði Öxafjarðar (Oxford) ó heimavelli þeirra ó Kópa- skeri. Lógu þar Halifaxar helsærðir í valnum eftir að Öxfirðingar höfðu skorað hólfa tylft marka ó móti ein- tölumarki Póls Hersveinssonar (Paul Harsley.) í samtali við Halifaxvefinn kvaðst Aðalsteinn Agnarsmói (Alan Little) knattspyrnustjóri Halifax fagna þess- um órangri ó þeim forsendum að ó nýju óri væri óhugsandi að leiðin lægi annað en upp ó við. Það hafa verið orð að sönnu enda er Halifax enn ósigrað það sem af er þessu óri, hefur ekki tapað einum ein- asta leik í rúma viku sem verður að teljast nokkuð gott. Illar tungur kunna að vísu að gera lítið úr þessum ór- angri ó þeim forsendum að liðið hef- ur ekki leikið neinn leik ó órinu en leik þeirra gegn Jórvík (York) sem fara ótti fram ó nýórsdag var frestað vegna lægðar yfir Grænlandi og sömuleiðis kom slæmt skyggni í Grennd í veg fyrir að leikur Halifax gegn Suður- enda (Southend) færi fram ó laugar- dag. Auðvitað mó segja að meiri hætta væri ó að Halifax hefði tapað ef leikirnir hefðu farið fram en við lót- um það ekki skyggja ó gleðina yfir góðum órangri. GE KörfuknattleiksdeiId Skallagríms, ósamt yngri flokka þjólfurum stóð fyrir körfuboltadegi í íþróttamiðstöð- inni milli jóla og nýórs. Á fjórða tug barna ó aldrinum 10-15 óra mættu til leiks og var dregið í lið. Hver leik- ur stóð í 10 mínútur og var leikið ó tveim völlum í senn. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig og virtust flestir skemmta sér mjög vel. Það hófst um kl: 14:30 og var lokið um kl 16:00, alls 15 leikir. Ekki var um eiginlega keppni að ræða og því enginn krýndur sigurvegari. Hins vegar fengu allir þótttakendur pizzur og gos að launum að móti loknu. Krakkarnir eiga hrós skilið fyrir góða framkomu og skemmtilega keppni. Mó því segja að þau hafi öll verið sigurvegarar mótsins og er vonandi að þetta geti orðið að órvissum við- burði héðan í fró. RG IA sigraði í fyrsta móti ársins íslandsmeistarar ÍA sigruðu í hinu órlega Gróttumóti í innanhússknatt- spyrnu um síðustu helgi. Gróttumót- ið er hugsað sem mótvægi fyrir Reykjavíkurmótið og eru því aðeins lið utan Reykjavíkur þótttakendur hverju sinni. Skagamenn voru í riðli með Haukum, Stjörnunni og Gróttu. Eftir tvo örugga sigra ó Gróttu og Stjörnunni kom jafntefli gegn Hauk- um 3-3. Skagamenn urðu þar með í fyrsta sæti í sínum riðli og mættu Breiðabliki í undanúrslitum. Breiða- blik var engin fyrirstaða og urðu lokatölur 9-2, ÍA í vil. í úrslitaleik mættu Skagamenn lærisveinum Sig- urðar Jónssonar í FH. Eftir að hafa verið 2-1 undir í hólfleik skoruðu Skagamenn þrjú mörk í röð og tryggðu sér sigur, 4-2. Sigurður Sig- ursteinsson, Hjörtur Hjartarson og Pólmi Haraldsson (2) skoruðu mörk- in í úrslitaleiknum. Um næstu helgi fer fram Islandsmótið í innan- hússknattspyrnu í Kópavogi og ætti sigurinn í Gróttumótinu að vera Skagamönnum ógætis veganesti. HJH ð.flokkur IA sigraði á jólamóti Leikmenn 5. flokks með þjálfara sínum. 5. flokkur ÍA í knattspyrnu sigraði ó Jólamóti HK sem fram fór ó milli jóla og nýórs. Skagamenn sigruðu FH í úrslitaleik 1-0. ÍA lék í riðli með Breiðabliki, Selfossi, HK, Ægi oa KFR. Skaqamenn hlutu 13 stig úr leikjunum fimm, sigruðu fjóra og gerðu eitt jafntefli. Markatala drengjanna í mótinu var glæsileg en þeir skoruðu 19 mörk og fengu aðeins eitt mark ó sig. Þjólfari 5. flokks er Hugi Harðarsson. Magnaður Stjörnuleikur Að loknum leik yngri flokkanna fór fram leikur þar sem komu við sögu nokkrar gamlar hetjur úr boltanum. Skipt var í lið Brott- fluttra og lið Heimamanna. Þarna mótti sjó fræknar hetjur ó borð við Þórð Jónsson, Þórð Helgason, Hans Egilsson og þó bræður Gunnar og Garðar Jóns- syni ósamt ýmsum fleirum. Sýndu leikmennirnir fróbæra takta ó köflum og virtust engu hafa gleymt þó snerpan væri ekki sú sama hjó öllum. Virtust þeir allir skemmta sér hið besta og tóku aukaleik þegar venjulegur leiktími var liðinn. Þrjátíu daga '°gn Eins og dyggir lesendur Hali- faxvefjarins hafa veitt athygli hafa fréttir ekki verið uppfærðar á vefnum síðasta mánuðinn, eða ekki síðan hið undurblíða og einkargeðþekka lið Halifax- hrepps mátti horfast í augu við þau grimmilegu forlög að lúta í gisið Vallarfoxgras á túnbleðli Stokkseyrarhrepps (Stoke City) að Bretónavelli (Brittania Stadi- um). Þrátt fyrir að Stokkseyringar hafi fyrir hundaheppni (dogsluck) grenjað út jafntefli á Skeiðvelli (the Shay) þann 8. desember s.l. átti það ekki að geta réttlætt afar óbilgjarnan sig- ur nokkrum dögum síðar. Nýttu Stokkverjar sér það óspart að fulltrúar íslensku Halifaxsam- steypunnar voru þá ekki við- staddir og skoruðu þrjú afar ó- drengileg og ósmekkleg mörk. Til að minnast hinna hroðalegu atburða 12. desember og hryðju- verkanna sem framin voru á sjálfstrausti hinna hugprúðu Hali- faxa þennan örlagaríka dag fyr- irskipaði stjórn Halifaxvefjarins þrjátíu daga þögn. Komið hefur í Ijós að þessi mánaðarlanga minningarathöfn hefur verið mis- skilin af mörgum og hefur Hali- faxklúbburinn fyrir vikið mátt þola háðsglósur úr ýmsum áttum. Meðal annars hefur sundlaugar- vörður í „Heita Potti DV" ítrekað brigslað ritstjórn Halifaxvefjarins um hugleysi og takmarkað tap- þol. Stjórn Halifaxvefjarins hefur hinsvegar tileinkað sér þraut- seigju og hörku liðsins ástsæla og tekið þessum barnalegu athuga- semdum af þolinmæði og skiln- ingi enda hefur Halifaxvefurinn náð að tileinka sér nokkuð sem mörgum öðrum fjölmiðlum er ekki tamt: Að þegja þegar það á við! Nú er þögnin hinsvegar rofin og mun fréttaflutningur af hrak- förum Halifax halda áfram sem ekkert hafi í skorist. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.