Skessuhorn - 31.01.2002, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002
saissiMöÉSi
Hvanneyri lög-
heimili bles-
gæsarinnar
Fyrirhugað er að umhverfis-
ráðuneytið friðlýsi formlega
jörðina Hvanneyri sem búsvæði
blesgæsarinnar. Gæsin hefur um
áratuga skeið átt griðland á
Hvanneyri og þar hafa verið
stundaðar rannsóknir á atferli
hennar. Friðlýsing jarðarinnar er
gerð með samþykki Landbúnað-
arháskólans á Hvanneyri og
Borgarfjarðarsveitar en að tillögu
Náttúrvemdar nkisins.
GE
Bervík SH-143
staðin að ólög-
legum veiðum
Miðvikudaginn 22. janúar sl.
stóð þyxla Landhelgisgæslunnar,
TF-Sif, Bervík SH-143 að ólög-
legum dragnótarveiðum í mynni
Arnarfjarðar. Fiskistofa hafði
mánudaginn 21. janúar svipt skip-
ið veiðileyfi vegna umfram afla.
Slfk brot munu varða sektum á
bilinu frá 600 þúsund krónum til
sex milljóna króna auk upptöku á
afla og veiðarferum samkvæmt
lögum um stjóm fiskveiða.
Lögreglan á Isafirði hefur unn-
ið að rannsókn málsins í sam-
vinnu við Landhelgisgæsluna en
lögreglan tók á móti skipinu á
Þingeyri á miðvikudaginn og
Iagði hald á skipsgögn og innsigl-
aði lestar og veiðarferi. smh
Flugdiskurinn
flýgur út
Flugdiskur Landmælinga, þar
sem hægt er að skoða Island úr
lofti í þrívídd í tölvu, hefúr nú
selst í yfir 5.000 eintökum. Þetta
teldist gullplötusala ef um tón-
listardisk væri að ræða.
Flugdiskurinn kom út í sept-
ember síðastliðnum og var fýrst
um sinn aðeins fáanlegur á vef-
síðu Landmælinga. Hann kom í
verslanir fýrir jól og vom við-
tökur vonum framar segir í
fréttatilkynningu frá Landmæl-
ingum. Um þriðjungur af heild-
arsölunni fór í gegnum vefsíðu
Landmælinga, www.lmi.is.
Verkalýðsfélag Akraness
Stjómin situr áfiram
þrátt fyrir vantraust
Málinu vísað til miðstjórnar ASI
Hervar sitnr áfram
Stjóm Verkalýðsfélags Akraness
hyggst ekki segja af sér þrátt fýrir
að vantrauststillaga á hana hafi ver-
ið samþykkt á ffamhaldsaðalfúndi
félagsins 13. desember síðastliðinn.
Engin lög eða reglugerðir skylda
stjórnina til að segja af sér þrátt fýr-
ir samþykktina.
Hervar Gunnarsson, formaður
VLFA, sagði í samtali við Skessu-
horn að Vílhjálmur Birgisson hefði
vísað málinu til miðstjórnar ASI
sem ætti eftir að gefa álit sitt á mál-
inu og eftir því væri beðið. „ASÍ
hefur hinsvegar enga lögsögu í
þessu máli og snertir álit hennar því
líkast til lítið endanlega ákvörðun
stjórnarmanna VLFA. Það hefur í
sjálfu sér engin ákvörðun verið tek-
in innan stjórnarinnar varðandi
þetta mál en það er alveg Ijóst að
stjórnin segir ekki af sér í heilu
lagi.“
Aðspurður um hvort hann ædaði
að láta af formennsku sagði Hervar
að hann ætti ekki von á því. „Eg var
kosinn formaður með 328 atkvæð-
um en vantrauststillagan var sam-
þykkt af 30 manns. Mér finndist ég
vera að bregðast þeim er kusu mig
ef ég segði af mér. Að auki greiddi
Vilhjálmur hefur vísai málinu til ASI
helmingur fundarmanna ekki at-
kvæði með tillögunni þannig að
mér finnst ég ekki siðferðislega
bundinn af þessari samþykkt,"
sagði Hervar Gunnarsson.
HJH
Grundaríj arðarkirkj a arfleidd að eigum Óskars Sæmundssonar
Ljósakróna helguð minningu um mann
Þegar Óskar Sæmundsson, á
Staðarhóli í Grundarfirði, lést á síð-
asta ári effirlét hann Grundarfjarð-
arkirkju allar eigur sínar. Auk húss-
ins Staðarhóls, sem er lida húsið á
hæðinni við skólann, eftirlét hann
kirkjtmni verulega peningafjárhæð.
Er þar um stóra upphæð að ræða
ekki síst ef litið er til þess að Óskar
var alla sína ævi fátækur verkamaður,
en hann var fæddur þann 22. janúar
1908.
Sóknamefnd Grundarfjarðar-
kirkju ákvað að láta þessa fjárhæð
liggja óskerta áfram á bankareikn-
ingi en nota vextina til þess að bæta
árlega við takmarkað viðhaldsfé
kirkjunnar. Jafúffamt ákvað sóknar-
nefúd að láta minningu Óskars lifa í
ljósakrónu sem yrði sömu gerðar og
sú sem Þorkell Sigurðsson fýrrver-
andi kaupfélagsstjóri gaf til minn-
ingar um eiginkonu sína.
Ljósakrónan er nú komin til
Grundarfjarðar og er nú unnið að
uppsemingu hennar. Verður hún
helguð Grundarfjarðarkirkju í
guðsþjónustu klukkan 11:00 nk.
sunnudag.
smh
Umferðin mæld undir Hamarfialli
Nýverið vora settir nemar í veg-
inn undir Hafnarfjalli sem eiga að
mæla fjölda bifreiða, aksturstefnu,
bíllengd og hraða þeirra sem eiga
leið þar um. Það er Vegagerðin
sem stendur að þessum mælingum
og samkvæmt Einari Pálssyni hjá
Vegagerðinni í Borgarnesi er til-
gangurinn að greina umferðina út
úr þéttbýliskjörnum og finna
þannig út gerð umferðarinnar á
viðkomandi stöðum með tilliti til
ýmissa þátta.
Má öruggt telja að Lögreglan í
Borgarnesi muni hagnýta sér upp-
lýsingarnar um gerð umferðarinn-
ar undir Hafnarfjalli og grípa inn í
þegar hár hraði og þétt umferð fer
saman, en allir aðrir áhugasamir
um gerð umferðar geta nálgast
þessar upplýsingar í gegnum vef
Vegagerðarinnar.
smh
Bílskúrshurðir
Eigum fyrirliggjandi Héðins hurðir í öllum
stöðluðum stærðum
= HÉÐINN =
Stórás 6 • 210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101
Prófkjör hjá Sjálfstæðis-
mönnum á Akranesi
Sjálfstæðismenn á Akranesi hafa
ákveðið að efna til prófkjörs til að
raða á framboðslista sinn fýrir
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Frestur til að skila inn þáttökutil-
kynningum rann út um þar síðustu
helgi og hefur kjörnefnd flokksins
sent frá sér lista með ellefu nöfnum
sem valið stendur um en fýrirhugað
er að prófkjörið verði um miðjan
nóvember.
Þeir sem gefa kost á sér era:
Guðmundur Egill Ragnarsson,
veitingamaður, Guðrún Elsa
Gunnarsdóttir, iðnrekstrarfræðing-
ur, Gunnar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri, Hallveig Skúladóttir,
hjúkrunarfræðingur, Ingþór Þór-
hallson, pípulagningamaður, Jón
Gunnlaugsson, umdæmisstjóri,
Kristjana Guðjónsdóttir, nemi,
Láras Ársælsson, verkfræðingur,
Sæmundur Víglundsson, bygginga-
tæknifræðingur, Sævar Haukdal,
framkvæmdastjóri og Þórður Þ.
Þórðarson, bifreiðastjóri. Fram-
bjóðendurnir eiga síðan eftir að
gefa út í hvaða sæti listans þeir gefa
kost á sér.
Gunnar Sigurðsson er sá eini
sem gefur kost á sér nú af þeim
þremur sem tóku sæti í bæjarstjórn
fýrir hönd Sjálfstæðismanna eftir
síðustu kosningar en síðan hefur
Jón Gunnlaugsson komið inn sem
varamaður. Pétur Ottesen sem
skipaði annað sæti listans 1998
hætti í bæjarstjórn á síðasta ári þar
sem hann flutti úr sveitarfélaginu
og Elínbjörg Magnúsdóttir sem var
í þriðja sæti gefúr ekki kost á sér að
þessu sinni. QE
Slápverji á
Höfrungim
slasaðist
Skipverji á Höfrungi III, Elías
Olafsson hlaut áverka í andliti og
á feti s.l. miðvikudag þegar togvír
slimaði með þeim afleiðingum að
hann slóst í skipverjann. Skipið
var að veiðum 50 sjómflur austur
af Eskifirði þegar óhappið átti sér
stað. Skipið tók þegar stefnuna á
Neskaupsstað þar sem hugað var
að meiðslum Elíasar. Elías var
síðar um daginn sendur með
flugi til Reykjavíkur þar sem
hann var lagður inn á sjúkrahús,
hann fekk að fara heim tveimur
dögum síðar
Hjörleifiir
sviptur bygg-
ingastjóm á
Stillholti 23
- en ekki bygginga-
stjóranafnbót
A bæjarráðsfundi þann 17. jan-
úar sl. voru málefni Hjörleifs
Jónssonar, byggingarstjóra, enn
til umfjöllunar. Var þar staðfest
samþykkt byggingamefndar frá 4.
desember sl. að því leyti að beitt
skuli ákvæðum greinar 212.2 í
byggingarreglugerð þar sem við-
komandi aðili, Hjörleifúr Jóns-
son, verði sviptur byggingarstjóm
á fasteigninni Stillholti 23. Bygg-
ingamefnd og byggingarfulltrúa
er fáhð að framfýlgja máhnu í
samræmi við þá ákvörðun.
Tildrög málsins eru þau að
með bókun byggingarnefndar
þann 20. nóvember sl. var Hjör-
leifi veitt áminning sem bygging-
arstjóri Stillhoits 23, Akranesi,
fýrir brot á ákvæðum byggingar-
reglugerðar varðandi ófrillnægj-
andi skil á gögnum varðandi Still-
holt 23. Jafnframt var honum
veittur frestur til 26. nóvember til
að skila þeún inn. Á byggingar-
nefndariúndi þann 27. nóvember
var ffesturinn framlengdur til 4.
desember og ítrekað hvaða gögn-
um ætti að skila til byggingarfúll-
trúa, en Hjörleiftir varð ekki við
þeim tilmælum. í bókun bygging-
amefndar þann 4. desember kem-
ur ffarn að þar sem Hjörleifur hafi
ekki orðið við fýrirmælum bygg-
ingamefitdar telji byggútgamefiid
óhjákvæmilegt annað en að leggja
til hann verði tekinn af verkinu
sem byggingarstjóri og sviptur
viðurkenningu sem byggingar-
stjóri í lögsagnaramdæmi nefnd-
arinnar.
í samtah við Skessuhorn eftir
bókun byggingamefndarinnar ffá
4. desember sagðist Hjörleifúr
telja að þessi bókun væri til marks
um persónulegar ofsóknir á hend-
ur sér. Sagði hann að vinnubrögð
eins og byggingamefnd beitti í
þessu máli hefðu ekki viðgengist
áður. Taldi hann þá vafasamt að
þessi samþykkt byggingarnefúd-
arinnar næði ffam að ganga.
Síðan gerðist það í málinu að
ofangreind bókun var staðfest í
bæjarráði þann 13. desember sl.
en síðan virðist hún hafa að
nokkru verið dregúi til baka þann
17. janúar og Hjörleifúr einungis
sviptur byggingarstjórn á Stiil-
holti 23 en ekki byggingarstjóra-
nafnbót. Bæjarstjórn samþykkti
svo afgreiðslu bæjarráðs á fúndi
þann 22. janúar sl. ^