Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 1
Bjöm Bjömsson Björgun á Langjökli Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Ok í Borgar- firði náðu í tvo slasaða menn á Langjökul síðastliðinn föstudag. Mennimir óku biffeið sinni fram af bjargbrún og hröpuðu niður um fjörtíu metra. Afleitt veður var á jöklinum og urðu björg- unarsveitarmenn að treysta al- gjörlega á staðsemingartæki. Björn Björnsson björgunar- sveitarmaður segir að þótt að í þessu tilfelli hafi verið menn á ferðinni sem vissu hvað þeir vora að gera þá sé sú ekki alltaf raun- in. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli verða fleiri slys á jöklinum miðað við fjölda ferðamanna og þá staðreynd að margir æði blint út í óvissuna og treysti eingöngu á Guð og lukkuna. Sjá viðtal við Björn á bls 6. Það eru ekki bara beljumar sem kætast þegar þeim er hleypt út í vorblíðuna. Svo er einnig með boltadrengi sem biðu ekki boðana um leið og viðraði til að hlaupa með tuðruna út í vorið. Hér þjarrna fimmtaflokksdrengir úr Skallagrími að þjálfara sínum, Einari Skarp- héðinssyni, á gamla malarvellinum í Borgamesi. .-—v - VIKUBLAÐ A VESTURLANPI -14. tbl. 5. árg. 4. apríl 2002 Kr. 250 í lausasölu Innbrota- hrinan upplýst Eins og Skessuhom hefur sagt ffá á síðustu vikum hefur inn- brotahrina gengið yfir sumarbú- staðalönd í Borgarfirði að undan- fömu. Nú hefur lögreglan í Borg- arnesi og á Akranesi haft sam- vinnu í því að upplýsa á annan mg innbrota, flest þeirra í Svarfhóls- skógi en einnig f Skorradal, í Indriðastaðalandi, og í Svínadal. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var það á föstudaginn langa sem fimm piltar vora handteknir á Akranesi og færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Borgamesi. Á laugardagsmorgun viðurkenndu tveir þeirra að hafa brotist inn í sumarbústaðina og stolið úr þeim raffækjum, mest sjónvarps- og myndbandstækjum. Fannst nokk- uð af þýfinu en þeir játuðu einnig að hafa komið nokkru af því í verð auk þess sem þeir sögðust hafa fleygt því elsta, sem ekki hægt að koma í verð, í sjóinn út af Akranesbryggju. Munu báðir piltamir vera Ak- umesingar um tívtugt smh Endurvinnsla á álgjalli á Grundartanga Alvarlegt gabb í Ólafsvík Alur, álvinnsla ehf., hefur sótt um starfsleyfi til Hollusmvemdar ríkis- ins vegna fyrirhugaðrar byggingar álgjallsverksmiðju á Grundartanga- svæðinu. Verksmiðjan mun endurvinna efni sem fellur m.a. til frá álveram ÍSAL og Norðuráls, alls um 6.000 tonn árlega af álgjalli og brotaáli í upphafi en afkastageta verksmiðj- unnar verður þó mun meiri eða allt að 18.000 tonn á ári. Urskurðir Skipulagsstofhunar frá 2000 og 2001 vegna ffummats á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar í Reykjavík, Þorlákshöfn og á Grandartanga, kváðu á um að um- hverfis- áhrif slíkrar verksmiðju yrðu ekki umtalsverð. Hingað til hefur álgjallið sem fallið hefur til frá íslensku álveranum verið flutt utan til endurvinnslu. Að sögn Helga Þórs Ingasonar, stjórnarformanns, er reiknað með að verksmiðjan rísi síðla árs 2002 og í upphafi starfi þar 4-5 starfsmenn en þeim muni fjölga með auknu framboði hráefnis. Helgi Þór, sem er véla- og iðn- aðarverkffæðingur, segir að hug- mjmdin að verksmiðjunni hafi orð- ið til hjá þeim Þorsteini I. Sigfús- syni, prófessor í eðlisfræði við Há- skóla Islands, áriðl995 en fyrirtæk- ið Al, álvinnslu ehf. hafi þeir stofh- að 1998. Helgi segir að verksmiðjan muni notast við bestu fáanlegu tækni, sem felur m.a. í sér að engum viðbótar- efnum er bætt í ferhð heldur á sér einungis stað aðskilnaður á álinu og þeim málmoxíðum sem fylgja með í álgjallinu. Framleiðsluvaran er ál sem álverin (ISAL og Norðurál) taka til sín aftur. smh Fimmtán ára drengur hringdi á laugardagskvöldið úr neyðarsíma við höfnina í Olafsvík og tilkynnti Neyðarlínunni að maður hefði fallið í höfnina. Þegar var ræst út lið lögreglu, björgunarsveitar, kaf- ara og lækna en fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Að sögn lögreglunnar í Olafsvík þótti mönnum þar á bæ gransam- legt þegar sást til krakka á hlaup- um frá bryggjunni að Olís-sjoppu sem er í nágrenninu skömmu eftir að hringt hafði verið í Neyðarlín- una. Drengurinn var gestur ömmu sinnar í Olafsvík og viðurkenndi strax að hafa hringt en mun ekki hafa getað tilgreint neinar ástæður fyrir verknaðinum. smh Fegurð á Vestur- landi Skessuhom heldur áfram að kynna kepp- endur í fegurðarsamkeppni Vesturlands sem haldin verður í Olafsvík þann 13. apr- íl n.k. Nú er komið að vöskum sveinum Vesturlands en myndir af þeim prýða bls. 6. Fallið er Fax vort og tagl! Þau válegu tíðindi hafa gjörst á grandum engilsaxneskum að hið ástsæla og geðþekka en gæfusnauða knattspyrnulið Halifaxhrepps hefur opinber- lega gengið ffá falli niður úr langneðstu deild og þar með skráð enn einar hrakfarirnar í tæprar aldrar hörmungarsögu þessa auðmjúka félags. Sjá erfiljóð deildarliðs Faxa á bls. 15 þar sem þessar ljóðlínur koma meðal annars við sögu: Nú er hún Faxabúð flekkur ogjJagið í markteignum helga gróflega affíflum gulnar geitum og sauðfé að leik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.