Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 SKgSSUHÖSM Iisti sjálf- stæðismanm og óháðraí Stykkishólmi Rúnar Gtslason, héraðsdýralæknir, mun leiða lista sjdlfitæðis?narma t Stykkishólmi enflokkurinn hefur haldið þar meirihluta síðustu ýö kjör- tímabil. Á fundi sjálfstæðismanna og ó- háðra á þriðjudagskvöld var framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra, D- listinn, fyrir sveit- arstjómarkosningarnar 25. maí nk. samþykktur. Rúnar Gíslason, sem mun leiða listann líkt og fyrir síðustu kosningar, segir að stefnt sé á að halda meirihluta í bæjarstjóm 8. kjörtímabiiið í röð og halda þar með áffam styrkri stjóm á bæjar- félaginu, en þeir hafa nú fjóra menn kjörna í bæjarstjórn. Segir hann að ljóst sé að ef þetta tekst muni verða leitað efdr því við Ola Jón Gunnarsson að hann verði áffam bæjarstjóri. Listi sjálfstæðismanna er ann- ars efdrfarandi: 1. Rúnar Gtslason, dýralæknir. 2. Dagný Þórisdóttir, skrifitofumaður. 5. Eyþár Benediktsson, aðstoðarskólastjári. 4. Elísabet Björgvinsdóttir, leikskólakennari. 5. Magnús I. Bænngsson, jdvarútvegsffæðingur. 6. Sæþór Þorbergsson, matreiðslumaður. 7. Helga Sveinsdóttir, grunnskólakennari. 8. Hrannar Pétursson, sjómaður. 9. María Valdimarsdóttir, skrifitofumaður. 10. Katrín Pálsdóttir, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara. 11. Alda Pálsdóttir, skólaritari. 12. Helgi Haraldsson, iðnnemi. 13. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður. 14. Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri. Oveður á Holta- vörðuheiðinni Lögregla og björgunarsveitir vora kallaðar til aðstoðar á Holta- vörðuheiði síðastliðinn mánudag til að aðstoða ferðafólk við að komast leiðar sinnar. Aftakaveður var á heiðinni sérstaklega framan af degi og gífurleg hálka. Fjórir árekstrar urðu af þeim sökum á heiðinni en engin sfys urðu á fólki. Björgunarsveitarmenn ffá Borg- arnesi, Borgarfirði, Akranesi, Hrútafirði og Hvammstanga fylgdu fólkinu yfir í lestum og gekk um- ferðin áfallalítið fyrir sig að sögn Steinars Þórs Snorrasonar lög- regluvarðstjóra í Borgarnesi. „Þetta gekk þokkalega miðað við hvað umferðin var mikil. Það var reynd- ar mikið um að fólk væri á ferðinni á illa útbúnum bílum og jafnvel á sumardekkjunum og það vom þeir bílar sem helst vom til trafala. Þá kann það ekki góðri lukku að stýra þegar fólk er að reyna framúrakstur þegar skyggnið er nánast ekkert. Menn verða að hafa þolinmæðina með þegar þeir em að ferðast við þessar aðstæður,“ segir Steinar. Á mánudagskvöld versnaði veðr- ið aftur og lokaðist heiðin alveg að- faranótt þriðjudagsins en var opnuð á þriðjudagsmorgun. GE Pdskaumferðin gekk misjafnlega, jafnt á vegum sem vegleysum eins ogfram ke?n- ur annarsstaðar í blaðinu. Meðal annars lenti þessi jeppabifreið í hrakningum þeg- ar til stóð að aka henni eða sigla eftir Norðurá. Mynd: GE Atvmnuátaksverkefni á Akranesi Trésmiðja Pálmars ehf er þessa dagana að byggja tveggja íbúða raðhús við Hraunás á Hellissandi. A Hellissandi hefur verið skortur á tbiíðarhúsnæði að undanfómu og lítið framboð bæði afhiísnæði til leigu og sölu. A myndinni eru starfsmenn Steypustöðvar Þorgeirs að koma með steypu í nýbygginguna í síðustu viku. Á síðasta fundi bæjarráðs Akra- ness var félagsmálastjóra falið að undirbúa fjögurra til sex vikna á- taksverkefni í atvinnumálum fyrir fóólk á aldrinum 17-20 ára. „Þetta hefur verið gert á hverju sumri að undanförnu en þá fjölgar ungu fólki verulega á atvinnuleysisskrá um leið og skóla líkur. Hinsvegar er þetta nýtt á þessum tíma,“ segir Sólveig Reynisdóttir félagsmála- stjóri Akraneskaupstaðar. „Eftir páskana vom 19 aðilar á aldrinum 17 - 20 ára á atvinnuleysisskrá sem er nokkuð há tala. Þarna er bæði um að ræða fólk sem hefur hætt í námi eða misst vinnuna. Á þenslu- tímum er meira um að fólk taki sér hlé frá námi því þá er nóg pláss á vinnumarkaðnum en síðan þegar þrengir að þá er það yngra fólkið sem fyrst er sagt upp.“ Sólveig segir að þótt það sé slæmt fyrir alla að vera atvinnulaust þá sé það kannski hvað erfiðast fyr- ir yngra fólkið. „Kannski ekki fjár- hagslega heldur frekar andlega því folk tapar frekar sambandi við sam- félagið og því verður meiri hætta búin í samfélagi þar sem hættur á borð við vímuefni og fleira leynast á bak við næsta horn. Þessvegna teljum við mjög mikilvægt að hrinda þessu verkefni af stað og í ljósi reynslunnar eram við sann- færð um að það skili árangri,“ segir Sólveig. Sólveig segir að verkefhið verði styrkt af atvinnuleysistrygginga- sjóði en það byggist upp á vinnu að umhverfismálum í tengslum við 60 ára affnæli Akraneskaupstaðar og tveggja vikna ffæðslu. Haldin verða námskeið í tölvulæsi, íslensku, sjálf- styrkingu og atvinnuleit. Aðalfundur Haraldar Böðvarssonar hf. Sex hundruð milljóna tekjuaukning Á aðalfundi útgerðarfyrir- tækisins Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi á dögun- um kom ffam í máli Haraldar Sturlaugssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, að brúttó- tekjur fyrsta ársfjórðungs væru áætlaðar um 2,3 millj- arðar. Er það um 600 milljóna króna tekjuaukning miðað við sama tíma árið 2001. I ræðu sinni gagnrýndi Har- aldur auðlindagjald það sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp um á Al- þingi. Sagði hann að fyrir Harald Böðvarsson hf. þýddi það um 90 milljónir króna gjöld í ríkissjóð á ári, en sú upphæð myndi duga til að borga nýjast skip fyrirtækisins, Ingunni, upp á rúmum áratug. Hann benti ennfremur á að í Ijósi þess að talað væri sífellt um að efla þyrfti landsbyggð- ina og að um 90 prósent af aflaheimildum landsmanna væru á landsbyggðinni, skyti það skökku við að auka sér- tækar skattheimtur á fyrirtæki í útgerð. Haraldur gerði aukinheldur grein fyrir farsælum samrun- um fyrirtækisins frá 1995 og sagði þá hafa styrkt rekstur- inn, eflt fyrirtækið og starf- semina. Sagði hann að sjávar- útvegsfyrirtækin á Akranesi hafi orðið hagkvæmni sam- runa ljós strax fyrir 11 árum þegar þau sameinuðu krafta sína og á eftir hafi sjávarút- vegurinn á Akranesi staðið sterkari en aldrei fyrr. smh Kvótaaf- gangurupp á 9.000 tonn Þrátt fyrir afar góða veiði loðnuskipa Haraldar Böðvars- sonar hf. á nýyfirstaðirmi ver- tíð vantaði um 9.000 tonn upp á að fyrirtækið kláraði afla- heimildir sínar. Að sögn Sturlaugs Haralds- sonar, sölustjóra hjá HB, varð nokkuð snöggur endir á loðnuvertíðinni fyrir tveimur vikum þar sem loðnan hrygndi nokkuð dýpra en oft áður og því varð veiði ekki mikil eftir hrygninguna. „- Þetta gerði það að verkum að heildarkvótinn í loðnu náðist ekki að öllu leyti enda var hann gífurlega mikill á þessari vertíð. Þessi 9.000 tonn eru um það bil sá viðbótarkvóti sem HB var úthlutað í sl. marsmánuði en til að veiða slíkt magn hefðu Ingunn og Víkingur þurft hvort um sig tvær veiðiferðir til viðbótar,“ segir Sturlaugur. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.