Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 15 Guðmundur Ingimarsson: „Já það er greinilega vor í lofti, gróandinn kominn áfullt ogfuglamir að m<eta. “ íil Wk Herdís Jónasdóttir: „Já það finnst mér enda sumardagurinn fyrsti á næsta leyti. “ ; 4" '1 \ Oddrún Elísabetardóttir: „Jáég heldþað, samtfinnst mér rigningin ekkert góð. “ : "4 -V Í ; ' ■■ V” III Berta Guðsteinsdóttir: „Mér heyristþað áfuglunum að vorið sé á næsta leyti. “ Gréta S. Einarsdóttir: „Já ömgglega, bara það væn ekki svona mikil rigning.“ ; . ■ j Sigurborg Jónsdóttir: „Já svrna næstum því, það er alla veganna nokkuð hlýtt úti.* l 2 3 4 5 6 7 8 9' ] ÍfSllftHtJtfJ Það er spurnmg i-\ / Er vor 1 Miill (Spurt í Borgamesi) * ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - Nú er Faxabúð flekkur Halifax fallið úr neðstu deild Réttur tugur fót- og farlama Faxa laut um helgina í kal fyrir fullskipuðu liði Kærleiksbjarn- anna (Darlington) er þeir stein- lágu með engu marki gegn fimm. Þar með er Ijóst að Faxar eru fallnir úr neðstu deild þótt þrír leikir séu enn eftir, því 10 stig skilja nú milli feigs og ófeigs. Nú er grátur og gnístran tanna í Hali- faxhreppi og m.a. heyrðist þetta kveðið á einni knæpunni: Halanna farsældar fax og fótboltans bláhvíta stjarna hvar er þín fornaldar frægö, fimin og knatttæknin best? Faxið er sexí og smart og sígrænir bændanna akrar, fögur er Halifax hlíð hagar og engi og tún. Fremst á engjunum út þar sem ennþá kartöflur vaxa á grænni og flóðlýstri flöt feðranna leikvöllur stóð. Allt er í fótbolta fallvalt og frægðarljós horfinna daga lýsir svo skínandi skært í skímu af liðinni öld. Þá komu vígamenn vænir og vítateigshetjurnar góðu enda var fúlgum of fjár fórnað í leikmannakaup. Reistu þá bæjarins búar í brjálæðiskasti stúku aukast tók íþrótt og frægð undu menn glaðir við sitt. Á Kaldadals *1) íðgrænu kinn hvar kappar á Skeiðvelli(*2) léku þar er ein fagurgræn flöt þar Faxarnir sigruðu oft. Þá lék hann Lárus(3*) í marki og Liljuson4*) stjórnaði liði þar voru Mikjáll*5) og Miðskel*6) Matthefur(*7), Þórgnýr(*8) og Páll*(9) Þá runnu kappar fram kanta og kollspyrnur enduðu í marki fögnuðu fylgismenn dátt færandi stigin í hús. Það er svo lummó að liggja kyrr og leikmenn þeir hlaupa annað hvort aftur í vörn ellegar beint inn í teig. Hvert er þá Faxanna framlag í fimmhundruð leikjum? Höfum við sólað til sigurs eða sjálfa oss skóm vorum úr? Faxið er sexí og smart og sígrænir bændanna akrar fögur er Halifax hlíð hagar og engi og tún. En fremst á engjunum út þar sem ennþá kartöflur vaxa á grænni og flóðlýstri flöt fótbolti er leikinn ei meir. Nú er hún Faxabúð flekkur og flagið i markteiknum helga gróflega af fíflum gulnar geitum og sauðfé að leik Ó þér Faxverjafjöld og Frónversku aðdáendur svona er Faxanna frægð fallin í gleymsku og dá! Orðskýringar: 1) Héraðið Calderdaleskíri 2) The Shay, heimavöllur Faxa 3) Lárus Bryti (Lee Butler), markvörður 4) Mark Lillis, brottrekinn þjálfari 5) Mikjáll Málgi (Michael Ord), vara- maður 6) Grámann Miðskel (Graham Mitchell), miðherji 7) Matthefur Klöruson (Matthew Clar- ke), ófríður framherji 8) Þórgnýr Kyrri (Tony Parks), gamall jaxl 9) Páll Berg (Paul Stoneman), frægur tuddi BMK Körfubolti Tveir flokkar af Akranesi í úrslit 8. og 9. flokkur hjá ÍA tryggðu sér sæti í úrslitum íslandsmótsins fyrir skemmstu. 8. flokkur leikur í úrslita- turneringunni núna um næstu helgi en 9. flokkur leikur undanúrslitaleik- inn 20.apríl og daginn eftir er úr- slitaleikurinn ef þeir komast áfram. 8. flokkur vann örugglega sinn riðil um þarsíðustu helgi og leikur því í a-úrslitum um næstu helgi eins og áðursegir. Skagamenn sigruðu alla fjóra leiki sína og flesta með miklum yfirburðum. í úrslitunum verða and- stæðingar þeirra Fjölnir, KR, Kefla- vík og Njarðvík. Vissulega stórveldi í körfuboltanum í dag en Skaga- strákarnir hafa sýnt það í vetur að þeim eru allir vegir færir. 9. flokkur lék í a-riðli í annað sinn í vetur helgina fyrir páska og lenti þar í öðru sæti sem tryggði þeim sæti í undanúrslitum. í undanúrslit- um mæta þeir Fjölnismönnum úr Grafarvogi og má telja möguleika þeirra á sigri þar ágæta. Liðin mættust f síðustu turneringu og höfðu Fjölnismenn þar nauman þriggja stiga sigur. Ef Skagastrák- arnir komast yfir hindrunina í undanúrslitum mæta þeir annað- hvort Þór eða KR daginn eftir. ÍA lék við bæði þessi lið í áðurnefndri turneringu. 14 stiga sigur á móti Þór en tveggja stiga tap gegn KR urðu úrslitin íþað skiptið. Af ofangreindu másjá að möguleik- ar ÍA að eignast íslandsmeistara í fyrsta skipti í sögu félagsins verða teljast góðir. En hvernig sem fer mega Skagamenn vera stoltir af því að geta státað af tveimur flokk- um sem eiga möguleika á íslands- meistaratitli fyrir síðustu umferðina. Þess má að lokum geta að 10. flokkur ÍA leikur í c-úrslitum um næstu helgi og fara úrslitin fram f í- þróttahúsinu við Vesturgötu á Akra- nesi. Fyrsti leikurinn er á föstudag- inn gegn Breiðablik og hefst hann kl.13. HJH Sigurbjörn í þriðja sæti Sigurbjörn Ingi Guðmundsson íþróttamaður úr Borgarnesi náði frábærum árangri á íslands- meistaramótinu í Fitness sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Sigurbjörn sem æfir í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi hafnaði í þriðja sæti í saman- lögðu en þetta er hans besti ár- angur til þessa. * GE Molar íslandsmeistarar ÍA leika að nýju í deildarbikarnum á laugardaginn eftir páskahlé. Skagamenn eru sem stendur í fimmta sæti í riðlin- um en fjögur lið fara áfram. And- stæðingurinn á laugardaginn er Breiðablik en þeir eru einmitt í fjórða sæti. Á þriðjudaginn í næstu viku mæta Skagamenn síðan Vík- ingum og fimm dögum seinna Ijúka þeir síðan leik sínum í ríðlakeppn- inni þegar þeir mæta Stjörnunni. Nóg verður að gera hjá meistara- flokki ÍA íapríl. Frá 6.apríl til 30.apr- íl leika Skagamenn samtals 10 leiki ef við gefum okkur að þeir komist upp úr sínum riðli. Liðið leikur þá fimm leiki í deildarbikarnum, þrjá í æfingaferð út á Spáni og að lokum tvo leiki í Færeyjum. A þessu 25 daga tímabili munu Skagamenn því að meðaltali leika knattspyrnu- leik á 60 klukkustunda fresti. Boltafélagið Bruni hefur opnaö nýja og glæsilega heimasfðu. Þar má nú þegar finna helstu upplýs- ingar um félagið, sögu Bruna, spjallsíðu og nýjustu fréttir og úrslit liðsins. í vinnslu er síðan mynda- síða og helstu upplýsingar um leik- menn liðsins. Slóðin á heimasíð- una er http://www.here.is/bruni. Þer greint frá því að liðið mun taka þátt í sex liða móti sem spilað verður á næstu sex vikum. Auk Bruna eru liðin Árborg, Grótta, ÍH, Úlfarnir og Ægir skráð til leiks. Öll þessi lið eru ekki í deildarbikarnum og ætti þetta mót því að koma liðunum að góðu gagni fyrir lokaundirbúning íslands- mótsins. Tvær stulkur frá Akranesi hafa verið boðaðar í úrtaksæfingar ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu skipuðu leikmönnum 17 ára og yngri. Þetta eru þær Birgitta D. Þrastardóttir og Helga S. Jóhann- esdóttir. Úrtaksæfingar eru þær síðustu fyrir Norðurlandamótið sem fram fer á íslandi í sumar. Þá má geta þess að Borgnesingur- inn knái, Elín Anna Steinarsdóttir, hefur verið valin í 20 manna æfinga- hóp fyrir vináttuleik gegn Svíum sem verður í næsta mánuði. Elín lék með Val á síðasta ári en skipti yfir í Breiðablik í upphafi árs. HJH ®)Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn 4. apríl næstkomandi kl. 20:00 j Venjuleg aðalfundarstörf Q * 2 Stjórnin FIRMAKEPPNI MFL. íA verður haldin laugardaginn 13. apríl, kl. 13:00 í íþróttahúsínu við Vesturgötu Spilað verður á lítil mörk með fimm leikmenn í hvoru líði. Vegleg verðlaun. Pizzaveisla fyrir átta, auk þess verður óvæntur aukaglaðningur. VERÐkr. 12.000 per lið (8 í liði). tf Frekari upplýsingar veita: Lúlli: 8629911 - lulli@brekkubaejarskoli.is Hjálmur: 8643213 - aldenhoff@hotmail.com

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.