Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraul 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ebf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einnrsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Hjörtur Hjortarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Sigurður Már Harðarson 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjarlarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Sðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. riftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Útþrá Ein af þeim plágum sem herja á þjóðfélagið í dag er sú árátta fólks að æða ítrekað út úr húsi og geta aldrei tollað heima hjá sér. Þetta er gert undir því yfirskini að útdvist sé nauðsynleg fyrir líkama og sál en í raun er þetta ístöðuleysi og ekkert ann- að. Eg óttast að ég sé orðinn einn af fáum Islendingum sem kann að meta gildi góðrar innivistar. Það kom berlega í ljós nú um páskana. Ég afgreiddi þessa hátíðisdaga á hefðbimdinn hátt með minni sérhönnuðu heilögu þrenningu, drakk rauðvín, át páskaegg og horfði á ofbeldiskvikmyndir. Ég geri yfirhöfuð ekki meiri kröfur. A meðan ruku flestir aðrir út í veður og vind í orðsins fyllstu merkingu. Það hefði svosem mátt afsaka þetta ef veður hefði verið boð- legt almenningi en staðreyndin er hinsvegar sú svo ótrúlegt sem það er að útþráin eykst í sama hlutfalli og veðurhæðin. Enda má segja sem svo að þegar búið er að fjárfesta í tíumillj- ónkrónafjallajeppum þá væri það léleg nýting á fjárfestingunni að aka þeim í blíðviðri. Síðan er fullt af björgunarsveitarmönn- um um allt land sem væri fáránlegt að láta sitja aðgerðarlausa heima hjá sér. Einhver sem ekki vissi betur gætd á þessum tímapunktd hugs- að sem svo að ég væri öfundsjúkur þar sem ég á engan háfjalla- jeppa á ofboðslega margra tommu dekkjum. Elinsvegar er það ekki svo þar sem ég treysti mér fullkomlega tdl að fara mér að voða á mínum tíu ára gamla Subaru ef ég á annað borð myndi fara í það verkefni. Mér þykir hinsvegar að á þessu sviði líkt og ýmsum öðrum megi huga að hagræðingu í rekstri. Það er sjálf- sagt að taka tdllit tdl þeirra sem hafa óseðjandi fíkn í kulda og vosbúð en það er hægt að gera á mun ódýrari hátt. Meðal ann- ars er þama komið kjörið tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila vítt og breitt um landið að nýta aflögð frystihús. Þar gætu jeppa- og vélsleðamenn látið loka sig inni yfir eina helgi við fjörtíu gráður með bundið fyrir augu og þannig upplifað alveg sömu tilfinningu og að vera grafhir í fönn uppi á jökli. Umsjónar- mönnum ffystiklefanna yrði að sjálfsögðu treyst til að gefa ekki uppi hverjir þar væra geymdir til að viðkomandi aðilar geti verið sem allra týndastir. Þá geta vinir og vandamenn haft al- vöru áhyggjur þannig að þetta verði allt sem raunverulegast. Ef þetta fellur ekki öllum í geð og einhverjir kjósa ffekar að týnast á víðavangi en við þartilgerðar aðstæður þá verður svo að vera. Ég legg hinsvegar tdl að þá verði leitarstarf sldpulagt öðruvísi og væri þá ekki úr vegi að leita í smiðju sauðfjárbænda en fjárleitir eru yfirleitt á fyrirfram ákveðnum dögum. Það ætti þá að verða mun auðveldara fyrir björgunarsveitarmenn að skipuleggja allt sitt starf ef leitir eru aðeins einu sinni á ári og á fyrirffam ákveðnum tíma. Hugsanlega mætti ná ffam samlegð- aráhrifum með samstarfi við einstök fjallskilafélög. Þeir sem æda sér að týnast á fjöllum verða þá bara að gæta þess að vera þokkalega nestaðir! Gísli Einarsson, innivistarmaður Gísli Einarsson, ritstjóri. Borgarbyggðarlistínn Nýtt fólk í efstu sætunum Borgarbyggðarlistinn kynnti framboð sitt í gærkvöldi á veitdnga- staðnum Búðarkletti. Enginn af núverandi bæjarfulltrúum listans er ofar en í tíunda sæti. „Enginn af okkur sem skipum efstu sætin hefur beina reynslu af störfum í sveitar- stjóm en hinsvegar er þetta fólk með mjög breiðan bakgrunn þótt segja megi að kennarar séu áber- andi á efri hlutanum. Það sem mestu skiptir er að þetta er kraft- mikið fólk sem hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum til að gera gott bæjarfélag enn betra,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson oddviti listans. Finnbogi segir að málefnavinna listans sé að mestu eftir. „Það er hinsvegar ljóst að áherslan verður meðal annars á að krefjast þess að sveitarfélög rétti sinn hlut gagnvart ríkinu. Við munum einnig leita leiða til að laða hingað fyrirtæki til að auka tekjur sveitarfélagsins á en reyna hinsvegar að halda útgjöld- um í lágmarki,“ segir Finnbogi. Borgarbyggðarlistinn er þannig skipaður: 1. Finnbogi Rögnvaldsson, Borgamesi (/arðfrœðingur) 2. Asþór Ragnarsson, Borgamesi (sálfræðingur) 5. Sóley Sigurþórsdóttir, Tungulæk (kennari) 4. Brynjólfur Guðmundsson, Hlöðutúni (bóndi) 5. Guðrún Vala Elísdóttir, Borgamesi (mannfræðingur) 6. Tryggvi Gunnarsson, Borgamesi (rafrirkjameistari) 7. Asa Björk Stefánsdóttir, Bifröst (kennari) 8. Einar Þorvaldur Eyjólfison, Borgamesi (háskólan. á Bifröst) 9. Jóhanna Þ. Bjömsdóttir, Borgamesi (verslunamtaður) 10. Öm Einarsson, Miðgarði (bæjarfulltrúi) 11. Anna Einarsdóttir, Kárastöðum (skrifitofumaður) 12. Ragnheiður Einarsdóttir, Alftárósi (bóndi) 13. Kristmar Ólafison, Borgamesi (bæjarfulltrúi) 14. Elín B. Magnúsdóttir, Borgamesi (forstöðum. DAB) 15. Kristberg Jónsson, Langholti (veitingamaður) 16. Guðbrandur Brynjúlfison, Brúarlandi (þæjarfulltrúi) 17. Guðrún Jónsdóttir, Borgamesi (forseti bæjarstjómar) 18. Sveinn G. Hálfdánarson, Borgamesi (formaður Verkalýðsfélags Borgamess) Hannes hannar fyrsta golfvöll Færeyinga -áður leikið á bóndatúni í Hoyvikshaga Hannes Þorsteinsson hefur hannaðfyrsta alv'öru golfvöll Færey- inga í Þórshöfh. Hannes Þorsteinsson, formaður Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, er kunnur golfvallahönnuður á Islandi og kylfingur sjálfur með meiru. Hérlendis hefur hann m.a. hannað kunnan völl á Korpúlfsstöðum, fyr- ir Golfklúbb Reykjavíkur, og völl ofan Garðabæjar fyrir Golfklúbb Oddfellow. Hann var í Færeyjum á dögunum til að gefa umsögn um land sem nota á undir þann völl, en hingað til hafa þeir ekki átt al- mennilegan golfvöll. „Eg hafði á árunum 1994-1995 unnið skipulag að 18 holu golfvelli fyrir Þórshöfn. Af gerð hans varð ekki sökum mik- ils efnahagslegs samdráttar og fólksflótta frá eyjunum. Nú er komin betri tíð með blóm í haga og olía fundin inn- an þeirra lögsögu og ffamtíðin virð- ist vera björt. Allt er í vexti og mann- líf í miklum blóma. Landið sem ég hannaði völlinn á árin ‘94-’95 er nú orðið að hluta tdl fýsilegt byggingar- land fyrir þær 100- 200 fjölskyldur sem óhjákvæmi- lega munu flytjast til Þórshafnar í tengslum við olíuna og stefht er að því að hefja gatnagerð o.þ.h. á land- inu í ár og næsta ár.“ Hannes segist því hafa farið til Færeyja nú til að skoða aðra mögu- leika í stöðunni. „Það var nauðsyn- legt að endurskoða skipulag golf- vallarins og skoða hvort mætti hliðra honum til inn á síðra bygg- ingarland sem er samt sem áður skemmtilegt fyrir golfbrautir. Þá var verkefnið einnig að skoða aðra staðsetningu vestan Þórshafnar en eldri staðsemingin var í austurjaðri bæjarins, í Hoyvikshaga,“ segir hann. Hann bætir því við að auð- veldlega megi hliðra vellinum til á Nýttog glæsilegt bókasafii Miðvikudaginn 3. apríl var tekið í notkun nýtt og glæsilegt bókasafn í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Það er til húsa í 150 fermetra nýbyggingu sem tengist samkomusal skólans. Framkvæmdir við bygginguna hófust sl. sumar og lauk nú 15. mars. Flutt var í safhið í dymbil- vikunni og allt var tdlbúið þegar nemendur komu til skóla að loknu páskafríi. Hafnar eru fram- kvæmdir við endumýjun á hús- næðinu sem áður hýstd safnið en þar verður rúmgóð les- og vinnuaðstaða fyrir nemendur á- samt tölvuveri sem nemendur hafa aðgang að til verkefnavinnu utan hefðbundinna kennslu- stunda. Þessi aðstaða sem tengist nýja bókasafninu verður fullbúin í sumar. Starfsmenn á bókasafh- inu era tveir, þær Sæbjörg Jóns- dóttdr og Erla Olgeirsdóttdr. smh Nýr skóla- stjóri Gengið hefttr verið frá ráðn- ingu nýs skólastjóra við Búðar- dalsskóla í stað Þrúðar Krist- jánsdóttur sem lætur af störfum í vor. f hennar stað hefur verið ráðin Guðrún Halldórsdóttir sem gegnt hefur starfi aðstoðar- skólastjóra síðustu ár. GE Stærðfiræðikeppni grunnskóla Góður árangur Lýsuhólsskóla Nemendur 10. bekkjar Lýsu- hólsskóla gerðu góða ferð í stærðfræðikeppni Vesturlands sem haldin var á dögunum. Fóra fjórir keppendur ffá skólanum í keppnina og lentu þrír þeirra meðal 10 efstu, en þess má geta að alls era 7 nemendur í 10. bekk í Lýsuhóisskóla. Guðmundur Sigurmonsson, skólastjóri, segir að þennan góða árangur sé mörgum samvirkandi þáttum að þakka. „Þessir krakk- ar eru auðvitað alveg vandræða- lausir og hafa lagt sig mikið fram. Svo hafa þau notið góðrar kennslu að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur skólastjóri. smh eldra svæðinu og telur það mun betra en það nýja. Hannes telur útlitdð gott á því að Færeyingar eignist fljótlega sinn fyrsta alvöra golfvöll. „Hingað tdl hafa golfáhugamenn í Þórshöfn leikið golf á túnum bóndans í Hoy- vik, þ.e. eftdr slátt á sumrin og ffam á vor þegar grasvöxtur hefst. Þá er gert hlé þar til eftir slátt!“ Vallargerðin verður styrkt af bænum auk þess sem ferðamálaráð Þórshafhar verður vonandi einnig styrktaraðili, enda gott mál til styrktar ferðamannaiðnaðinum," segir Hannes. Hann segir að í næstu framtíð megi því eiga von á heimsóknum ýmissa forráðamanna golfklúbbs- ins, bæjaryfirvalda og ferðamála- ffömuða Þórshafhar til íslands tdl að læra af okkur hvernig við höfum byggt upp golfmenningu hér á landi. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.