Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 11
^^ssvnuu. FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 11 Gervigras á skólalóðir - fyrir skólaleikfimi og knattspyrnuiðkun Bæjarráði Akraness hefur borist bréf ffá íþróttanefnd bæjarins þar sem þörf á gervigrasvöllum á grunnskólalóðir er ítrekuð. Að sögn Ingibjargar Haralds- dóttur, formanns íþróttanefndar Akraneskaupstaðar, segir að það bafa lengi verið skoðun íþrótta- nefndar og reyndar fleiri aðila inn- an bæjarkerfisins að setja eigi upp velli með gervigrasi við skólana. „Þetta mál var skoðað á sínum tíma af íþróttafulltrúa og tækniliði bæj- arins og lagt mat á kostnað. Við á- kvörðun bæjarstjórnar við fram- kvæmdir við skólana, þ.e. einsetn- ingu beggja skólana, var ekki að svo komnu máli tekin ákvörðun um að fara í slíka ffamkvæmd við frágang lóða. Eg á von á því að þessi mál verði skoðuð að nýju þegar ný bæj- arstjóm endurskoðar framkvæmda- áætlanir kaupstaðarins að kosning- um loknum, en samkvæmt sveitar- stjórnarlögum skal ný bæjarstjóm m.a. endurskoða þriggja ára fjár- hagsáætlun kaupstaðarins,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg telur að margvíslegt gagn mætti hafa af gervigrasvöllum við gmnnskólalóðirnar. „Við telj- um að svona gervigrasvellir við báða skólana, að sjálfsögðu upphit- aðir og upplýstir, kæmu til með að nýtast mjög vel, bæði hvað varðar skólaleikfimi eftir einsetningu skól- anna og í ljósi þess að skólaárið er að færast lengra fram á vor væri jafnvel hægt að láta hluta af kennsl- unni fara fram utandyra. Þá myndu einnig opnast möguleikar fyrir knattspyrnufélagið til æfinga fyrir sína hópa, þar sem þeir hafa verið að æfa úti á veturna við misjafnar aðstæður - og auðvitað vonum við að það muni skila okkur enn betri árangri í boltanum.“ Víkingur Loðnuvertíð loldð Að sögn Einars Guðmundssonar á hafharviktinni á Akranesi var ný yfirstaðin loðnuvertíð óvenju góð þó svo að aðeins minna hafi borist á land á Akranesi en á síðasta ári. I ár bámst á land á Akranesi 57.310.174 tonn en í fyrra vom tonnin 58.277.542. Einar segir skýringuna á því hvers vegna minna hafi borist á land á Akranesi í ár vera að hluta til þá að minni afli hafi farið í frystingu en meiri í bræðslu og því hafi skipin landað í meira mæli nálægt þeim slóðum sem veiðarnar stóðu yfir hverju sinni. Það megi svo skýra með því að verð á loðnu sem fer í frystingu og í bræðslu hefur dregist saman auk þess sem Einar segir að gæði loðnunnar hafi augljóslega verið lakari fyrir frystingu að þessu sinni. smh vikuna23. - 30. mars Ólafsvíkurhöfh Bára 8.065 3 Net Egill 18.089 4 Dragnót Bárður 16.880 4 Net LeifurHalld. 5.713 1 Draanót Esjar 8.879 3 Net Glaður 615 1 Handf. Faxaborg 30.048 2 Net Geysir 367 1 Lína Hrólfur 11.883 3 Net Goði 4.879 1 Lína Kristín Finn. 3.446 2 Net Jóhanna 108 1 Lína Samtals 101.369 Katrín 3.926 1 Lína Magnús Ing. 606 1 Lína Grundarfjarðarhöfn Sæfinnur 1.742 2 Lína Sóley 32.609 lBotnvarpa Ýr 381 1 Lína Ritan 2.229 2 Handf. Þórheiður 1.874 1 Lína Asthildur 9.605: 4 Lína BjömKristj. 11.632 6 Net Milla 689 1 Lína Brík 671 2 Net Vísir 12.984 3 Lína Egill Halld. 18.805 2 Net Þorleifur 1.661 1 Lína Guðm. Jenss. 23.456 2 Net Asgeir 1.089 2 Net GusturVE 4.888 3 Net Garpur 3.919 2 Nét Jói á Nesi 24.372 8 Net Grundfirð. 2.531 5 Net Katrín 4.117 . 2; Net Haukaberg 26.035 3 Net Klettsvík 34.679 3 Net Láki 4.238 2 Net Linni 7.289 7 Net Lárberg 2.333 2 Net Ólafur Bj. 61.334 7 Net Sandvík 6.406 3 Net Pémr Afi 6.345 7 Net Steini Rand. 2.260 3 : Net Sigurbj. Þor. 1.405 2 Net Samtals 108.588 Sjöfii 70.115 4 Net Stormur 34.327 2 Net Stykkishólmshöfn Sverrir 5.572 3 Net María 1.361 1 Lína Ýmir 21.791 6 Net Arnar 27.968 2 Net Samtals 369.098 Arsæll 41.287 3 Net Bjarni Svein 16.713 3 Net Rifshöfh Grettir 31.539 3 Net Hamar 11.972 lBotnvatpa Þórsnes 38.280 3 Net Rifsnes 8.472 1 Botnvarpa Þórsnes II 31.707 3 Net Kári II 1.724 1 Handf. Samtals 188.855 ~Pc4Uiinn Vangaveltur á vordögum Það er laugardagur og sá síðasti í marsmánuði - laugardagurinn fýrir páska, þetta árið. Við eram stödd vestur í Hauka- dal í Dalasýslu. Vorsólin nokkuð hátt á lofti, enda komið fram yfir vorjafndægur. Lygnan er alger, og reykur liðast upp úr reykháf, svo undur hljóðlega. Þarna ríkir kyrrðin. I þessari yndislegu ró, er sest út í skafl, við vesturenda húss, þar sem sólin sendir geisla sína yfir menn og málleysingja, og vekur upp það líf sem lagðist í dvala um veturnætur. Fiskifluga suðar undir húsgafli, náttúran „er ei einhöm“ við að leysa sig úr fjötram snjóa, með al- veg ógnarkrafti. Þungir dynkir heyrast af og til og snjóhengjur bresta, og vatn vætlar úr hverri glufu snjóþekjunnar. Lyktin úr jarðveginum svo hrá. Áður en dagur er að kveldi kominn, hefur snjóþekjuna í kringum þetta hús, að mestu leyst. Bæjardyr standa upp á gátt og er verið að búa sig undir móttöku gesta. Kveikt er á langeldi fýrir miðju gólfi, eins og vera ber í slíku húsi, og er matmikil kjötsúpa í potti yfir eldi. Húsfreyja, prýdd hinum bestu klæðum, tekur á móti gestum sín- um, býður þeim til sætis og ber þeim súpu og segir þeim sögur þaðan úr héraði. Þær sögur era alla jafna ekki jafn friðsamlegar og umhverfi bæjarins Eiríksstaða er nú. Þar áttu sér stað atburðir sem hrundu af stað röð örlagaríkra atburða. Ut frá þeim sögum spunnust svo umræður um Dalahérað og alla þá örlagavalda sem það hérað hýsti. Ber þar hæst að nefna þá feðga og þeirra fjölskyldu, Eirík rauða og Leif heppna. Þá bar þá kvensköranga Auði djúpúðgu, Guðrúnu Osvífursdótt- ur og Hallgerði Langbrók ekki síður á góma - og síðast en ekki síst Hvamms-Sturla og afkomend- ur hans. Ymsar spurningar leituðu á huga gesta húsfreyju á Eiríksstöð- um, svo sem eins og „....hvaða nafngift hefði landið Grænland hlotið, hefði Eiríkur rauði ekki siglt í vestur, fundið þar land sem greinilega bar ekki svo græna á- sýnd, og ákveðið að gefa því þetta hlýja nafn, til þess að laða að fleiri landnema til þessa ný-uppgötvaða lands?“ „....hvernig hljómaði Njála, ef Hallgerður Langbrók hefði ekki gifst í héruð þeirra höfðingja af Suðurlandi ?“ Frá Eiríksstöðum Alma Guðmundsdóttir ferða- og atvinnumálafulltrúi Dalabyggðar ♦ Akveðið hefur verið að rífa hafnarhúsið í Borg- arnesi eftir að HH ve'la- leiga sem hejur haft húsið á leigu síðustu ár flytur í nýtt húsnæði á næstunni. A hæjar- stjómarfundi fyrir skömmu var málinu vísað til hæjarráðs til að athuga hvort húsið hefði menningarsögidegt gildi. Bœjarráð hefur nú komist að þeitrí niður- stöðu að svo sé ekki og þw' stendur fyrri ákvörðun um að fjar- lægja húsið. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.