Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 «áfi»unu^ Sóknarprestur Garðaprestakalls á Akra- nesi, Sr. Eðvarð Ingólfsson, hefur í nógu að snúast þessa dagana enda eru hátt í hundrað böm sem bíða þess að hann leiði þau í gegnum fermingarathöfnina. Sr. Eð- varð er gestur skráargatsins þessa vikuna. Eðvarð Ingólfsson Nafh: Eðvarð Ingólfsstm. Fíeðingardagur og ár: 25. apríl 1960. Starf. Sóknarprestur. Fjölskylduhagir: Kvæntur Bryndísi Sigutjónsdóttur leikskólakennara. Eigum 3 böm: Elísu 15 ára, Ingólf 12 ára og Sigurjón 5 ára. Hvemig bíl áttu: Nissan Terrano II, árg. 2000. Uppáhalds matur: Amerisk T-bone steik með stórri kartöflu og sýrðum rjóma. Eftirréttur: Bananasplitt með heitri súkkulaðisósu. Uppáhalds drykkwr: Malt og appelsín (þlandað saman). Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir ogfótbolti. Uppáhalds sjónvarpsmaður: jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Uppáhalds leikari innlendur: Róbert Amfinnsson. Uppáhalds leikari erlendur: Meryl Streep. Besta btómyndin: Falling In Love - með Meryl Streep og Robert De Niro í aðalhlutverkum. I öðru sæti: Forrest Gump með Tom Hanks. Uppáhalds íþróttamaður: Eiður Smári Guðjohnsen (Eg kenndi honum í fermingarstarfi á stnum tíma. Prúður piltur!). Uppáhalds íþróttafélög: IA og Stoke. Uppáhalds stjómmálamaður: Bill Clinton. Uppáhalds tónlistarmenn innlendir: Kristjánjóhannsson og Ragnar Bjamason. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Whitney Houston. Uppáhalds rithöfundur: Steinunn Jóhannesdóttir. Ertu hlynntur eða andvtgur ríkisstjóminni: Eg er hlynntur tslenskum ríkisstjómum á öllum tímum. Þær eru nauðsynlegar. Hvað meturðu mest tfari annarra: Góðvild, heiðarleika og sanngimi. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Oheiðarleiki. Hver er þinn helsti kostur: Aðrir ættu að dæma um það. Konan mín segir að ég sé mjög skipulagður til allrar vinnu. Sennikga er það kostur. Hver er þinn helsti ókostur: Eg á erfitt með að seg/a nei. Hvað em mörgfermingarböm hjá þér í ár: 86. Finnstþér trúin skipta fermingarbömin miklu eða litlu máliþegar kemwr að fermingunni: Hún skiptirþau miklu máli. Innst inni geraþau sér grein fyrir alvörunni ogþau muna stundina i kirkjunni alla ævi. Það segir sína sögu. Hefur margt breyst t sambandi við fermingar frá því að þú hófst að starfa sem prestur: Nei. Athöfnin er í eðli sínu sú sama og hún hefur verið. Er rithöfundurinn Eðvarð með eitthvað t btgerð: Eg veit ekki hvað skal segja. Ég skrifa í laumi þegar næðisstundir gefast. Hvaðþað er nákvæmkga get ég ekki gefið upp núna. Hyggstu reyna fyrir þér í Viltu vinna milljón?: Nei, ekki íþættinum! Bara heima hjá mér með jjölskyldunni. Við eigum spilið. Eitthvað að lokum: Nú er fótboltasumar framundan. Afram IA! 'títtuísk'liku'HtUl mnm Fiskpönnuréttur úr Dölunum og skálabætir Fjólu Benediktsdóttur ffá Álfheimum í Dala- sýslu líður afar vel í eldhúskróki sínum og þar verða til gómsætir réttir fyrir heimilisfólk henn- ar og gesti. Hún hefur þó oft rétt hjálparhönd í mötuneytum, þar á meðal í sláturhúsinu í Búð- ardal. Hún gefur okkur hér afar gimilega upp- skrift að fiskpönnurétti og sannkölluðum sæl- kera skálaábæti. Fjóla Benediktsdóttir Hráefini: 4-5 matskeiðar matarolía 1/2 rauð paprika 1/2 gul paprika 1/2 púrrulaukur 1/4 1 rjómi 1/2 askja hvídauksostur Garlic season-all (eftir smekk) 1 meðalstórt fiskflak 1/2 bolli rækjur Aðferð: Matarolían og saxað grænmetið látið krauma á pönnu við væga hita í smástund. Rjómanum hellt út í og síðan er ostinum jafnað út í og kryddað. Fiskurinn vel þerraður og brytj- aður í smábita og settur út í. Þegar suðan er komin upp er slökkt undir og látíð standa þannig í smá stund. Rækjunum dreift yfir og þá er rétt- urinn tilbúinn. Gott er að bera frarn með réttin- um hvítlauksbrauð og soðið græn- meti. Skálabætir: Hráefni: 1/2 1 þeyttur rjótni Gróft kurlaður marengs og muldar makkarónukökur 4 kókosbollur Jarðaber, kíwí, vínber, bananar Sykur Aðferð: Botninn á skálinni hulinn með rjóma, kókosmakkarónum og mar- engs dreift yfir. Rjómalagi, brytjuð- um ávöxtum og smá sykri stráð yfir. Skreytt með rjóma og súkkulað- ispænum - geymt í kæli í 3-4 klukkustundir áður en borið er ffam Verði ykkur að góðu! Tveij' menn sluppu lifandi þegar bifreið þeirra hrapaði í Þursaborgum Otrúlegt að ekki skuli verða fleiri slys á jöldinum -segir Björn Björnsson björgunarsveitarmaður í Ok í Borgarfirði Komið með hina slösuðu í Húsafell um hálfeittleytið á fóstudagskvöld. Björgunarsveitarmenn ffá Björg- unarsveitinni Ok í Borgarfirði sóttu tvo slasaða menn að Þursaborgum á Langjökli síðasdiðinn föstudag en þeir höfðu ekið ffam af bjargbrún og hrapað um fjörtíu metra. Afleitt veð- ur var á jöklinum og skyggni ekkert og því þurffi þyrla landhelgisgæsl- unnar ffá að hverfa og beið í Húsa- felli á meðan mennimir vom fluttir til byggða. Björgunarsveitarmenn vora kall- aðir út um klukkan fimm á föstudag og aðseins korteri síðar vom þeir lagðir af stað ffá björgunarsveitar- húsinu í Reykholti. „Við fómm þrír af stað á tveimur bílum, björgunarbíl sveitarinnar og sjúkrabíl sem við tókum eins langt og hægt var. Við Langjökulsskálann bættust síðan við læknir og sjúkraflutningamaður úr þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar," segir Bjöm Bjömsson einn björgun- arsveitarmannanna sem sótti hina slösuðu á jökulinn. Bjöm segir að stressið hafi verið mikið þegar útkallið barst þar sem fyrst í stað hafi ekkert verið vitað annað en að tveir menn á jeppa hafi ekið fram af brún uppi á jökli og hrapað fjörtíu metra. „Við vissum ekki hvar þeir hefðu farið rnður, hvort það var fram af klettum eða ofan í sprungu. Við vissum heldur ekki hvort þeir hefðu lifað af og þá hversu mikið þeir vom slasaðir. Við fengum hinsvegar fljótlega helstu upplýsingar og þegar við hittum þyrlumennina þá vom ferðafélagar jeppamannanna búnir að ná þeim út úr bílnum. Þyrlusveitin hafði haff með sér klippur ef á þyrffi að halda en þegar kom í ljós að svo var ekki þá henm þeir klippunum út við Grundartanga til að létta þyrluna." Fartölvan bjargaði „Maður hefur svosem einhvem- tíma lent í verra veðri en kannski ekki þurff að standa í einhverjum aðgerðum við svona aðstæður. Mér skilst að veðrið hafi verið þokkalegt á jöklinum framan af degi, enda var töluverð umferð á jöklinum. Það fór hinsvegar versnandi frarn eftir deginum og um það leyti sem við fómm af stað skall á blindbylur. Þegar við vorum komnir upp að brúnni yfir Geitá var veðrið orðið það slæmt að maður þurfti að stinga hausnum úmm gluggann til að vita hvort bíllinn sat fastur eða var á ferð. Skyggnið var akkúrat ekkert og það tók því ekki einu sinni að setja rúðu- þurrkumar í gang. Við þurftum því að keyra algjörlega eftir staðsetning- artæki þegar komið var uppfyrir Geitána en þaðan fórum við upp á jökulbunguna og síðan eftir jöklin- um endilöngum í átt að Þursaborg- « um. Bjöm segir að ferðafélagar jeppa- mannanna sem í slysinu lenm hafi fljótlega lagt af stað með þá á móti björgunarsveitarmönnunum. „Við ákváðum sameiginlegan GPS punkt mitt á milli okkar sem báðir bflamir stefhdu á og þar hitmmst við um hálfellefu leytið eða rúmum fimm tímum eftir að útkallið barst. Það flýtti mikið fyrir okkur að við hittum ferðafólk við Langjökulsskálann sem lánaði okkur fartölvu og við fórum í slóðina þeirra. Það er mun flótlegra og ömggara að nota tölvuna þar sem maður keyrir eftir korti á skjánum og þetta er tæki sem væri í raun nauðsynlegt að hafa í sem flestum björgunar- . bflum.“ Útí óvissuna B j ö r n segir það j vissulega ekki vera þægilegt að þurfa að treysta algjörlega á staðsetn- ingartæki og sjá ekkert hvert verið er að fara. „Það er lítið mál að tapa algjörlega áttum. Það var í raun skárra eftir að Wm~n Bjömsson, dimmdi því þá sá maður þó í hvaða átt vindurinn stóð en í dagsbirtunni var maður alveg blindaður af hríð- inni og engin kennileiti neinsstaðar. Þá er auðvelt að gera vitleysu. Þetta hafðist hinsvegar þrátt fynr að veðr- ið væri afleitt, bæði mjög hvasst og gífurleg ofankoma þannig að snjór- inn settist í beðjur á jöklimnn.“ Björgunarsveitarmenmmir komu með hina slösuðu í Húsafell um hálfeittleytið á föstudagskvöld en þar beið þyrla Landhelgisgæslunnar og flutti hún mennina til Reykjavík- ur. Bjöm segir að ferðin niður af jöklinum hafi gengið hægt þar sem annar jeppamannanna hafi verið mjög lerkaður og ekki þolað hrist- inginn og því þurfti að fara mjög hægt yfir. Hann reyndist þó ekki al- varlega slasaður og útskrifaðist af sjúkrahúsinu strax eftir helgina. Mesta mildi Eins og ffam hefur komið óku jeppamennirnir ffam af bjargbrún við Þursaborgir og rann biffeiðin niður bratta skriðu um fjörtíu metra. Bjöm segir ástæðuna fyrir óhappinu trúlega vera þá að GPS tækið hafi svikið. „Þegar GPS tækin em kyrr- stæð er ekki hægt að treysta þeim því þau vinna á ferð. Trúlega hafa þeir ekki varað sig á því. Það skrýtna er hinsvegar að þeir vom búnir að ganga ffam á brúnina og kanna að- stæður rétt áður en þeir keyrðu síð- an þama beint fram af. Það er nátt- úrulega ekki spuming að þeir hafa sloppið alveg ótrúlega vel og mesta mildi að þeir skyldu komast lifandi úr þessu.“ Treyst á heppnina Það er reyndar ótrúlegt ef það er skoðað hversu lítið hefur verið um slys á jöklinum miðað við þá umferð sem þama er. Umferðin er oft alveg gífurleg þama og meðal annars má nefna að bara fyrir hádegi á skírdag tóku um 100 bflar eldsneyti í Húsa- felh á leiðinni á jökulinn. Meirihlut- inn er að vísu vel búinn og veit hvað hann er að gera en það er líka fullt af fólki sem er að æða þama upp á vélsleðum og jeppum án þess að hafa glóm um hvað það er að gera. Eg hef stundum séð för þarna uppi eftir jeppa og sleða á stöðum þar sem myndi að mér að fara hroðalegt að björgunarsveitarmaður. Myndir: GE ekki síst í kringum Geitlandsjökul en þar opnast víðátta þar sem hægt er að keyra útum allt og menn virð- ast stundum alveg missa stjóm á sér og æða jafnvel yfir spmngusvæði þannig að maður skilur hreinlega ekki hversu vel menn era að sleppa. Bakkusi boðið með Þeir sem era vel búnir, á vel bún- um bflum með GPS tæki og kunna að nota þau era þokkalega öraggir en þeir eru líka margir sem bruna bara upp á jökul í mesta lagi með GSM símann við eyrað og jafnvel það illa klæddir að þeir væra dauða- dæmdir ef þeir þyrftu að stoppa. Við hittum tildæmis tvo vélsleðamenn þama einu sinni sem höfðu gefist upp á að bíða eftir félaga sínum sem var eitthvað að „drolla" með GPS tæki sem þeim fannst hinn mesti ó- þarfi. Þá er líka ekki óalgengt að menn bjóði Bakkusi með sér í sleða- ferð sem er náttúrulega ósldljanlegt athæfi,“ segir Björn að lokum. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.