Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 gBÉSSKMOUM ■* 5 Auglýsing um breytingu d deííiskipulagi Akratorgsreits á Akranesi Með vísan í 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér meo auglýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits, Akranesi. Breytingin felst í að gatnamótum Suðurgötu og Akursbrautar er breytt þannia að Akursbraut verður að aðalbraut oa biðskylda verður d umferð af neðri hluta Suðurgötu. Teikningar, dsamt frekari upplýsingum, liggia frammi d skrifstofu tækni- og umhverfíssvios Akraneskaupstaöar, Dalbraut 8, 1. hæb, frd og með 10. apríl nk. til 8. maí 2002. Athugasemdir er einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast byggingar- og skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar eigi síðar en 22. maí 2002, þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkja hana. Akranesi, 2.4. 2002 Skúli Lýðsson, bygginga- og skipulagsfulltrúi. A Mótorhjól til sölu Honda Interceptor, órgerð '88 4 cyl V- mótor Ekið 26.000 mílur Ný dekk aftan og framan Nýr rafgeymir Hjólið er í mjög góðu standi Verð: 266.000 kr. Upplýsingar gefur Hjörtur Árnason í síma 892 1884 FASTEIGNASALA Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir af sumarbústaðarlóðum, jarðarskikum, lögbýlum og húsum í Borgarnesi á skrá á fasteignasölu okkar í Borgarnesi. Eign.is 437 1030 - Egilsgötu 2 Föstudagskvöldið 5. apríl Dj, Skugga Baldur Miðaverð aðeins 500 kr. Laugardagskvöldið 6. apríl Ekki staldraði Karl Alfreðsson lengi við í Tipphorninu en hann datt út í fyrstu umferð. Valgeir situr því áfram en hann hefur nú rutt úr vegi tveimur keppendum. Karl skoraði á Pétur Óðinsson, húsvörðinn hugumprúða hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Pétur er s t u ð n - ingsmað- ur Man- chester U n i t e d og hefur verið það síðan á unglings- aldri. Það var snill- ingurinn G e o r g Best sem fyrst heillaði Pétur og eftir það var ekki aftur snúið, Man. Utd. var hans lið. Pétur er að mörgu leyti sáttur við sína menn í dag en hafði þó orð á því ef hann fengi einhverju ráðið þá myndi hann kaupa alla Liverpool vörn- ina eins og hún leggur sig. Það er sem ég segi, allir eru við Liver- pool menn inn við beinið. Valgeir Pétur Valgeirsson Óðinsson Valgeir Pétur 1. Arsenal - Tottenham 1 1X 2. Chelsea - Everton 1 1 3. Middlesbro - Aston Villa X2 X2 4. West Ham - Charlton 1X2 1 5. Southampton - Derby 2 1X 6. Bolton - Ipswich 1 1 7. Preston - Coventry 1X X2 8.Burnley - Gillingham 1 1 9. Norwich - Grimsby 1 1 10-Wimbledon - Bradford 1 1 11. Watford - Sheff. Utd. 1X2 1X2 12. Walsall - Stockport IX 1X2 13. Sheff.Wed. - Nott.Forest 1 2 1 ~r Ljósmyndarasýning í Olafevík Hluti þeiira sem eiga myndir á sýningunni. A myndinni erufrá vinstri: Hreinn Hreins- son FróSa, Þorvaldur Om Kristmundsson DV, Gunnar V. Andrésson DV, Bragi Þórjós- efsson Fróía, Gunnar Gunnarsson Fróða, Kjartan Þorbjömsson MBL, Amaldur Hall- dórsson sem átti bestu mynd á sýningu Ljósmyndarafélagsins, Inger Helene Bóasson, Kristinn lngoarsson MBL og Gréta S. Guðjónsdóttir Ljósmynd Jón Svavarsson Föstudaginn 5. apríl nk. verður opnuð ljósmyndasýning kl 18:00 á Hótel Höfða í Ólafsvík. Myndir á þessari sýningu eru frá meðlimum í Blaðaljósmyndarafélagi íslands og Ljósmyndafélagi Islands. I þessum félögum eru helstu fréttaljósmynd- arar landsins ásamt fleirum sem taka myndir fyrir ýmis blöð sem gefin eru út á Islandi og verða ein- hverjir þeirra viðstaddir opnunina. Þessi sýning var opnuð fyrir stuttu af forseta Islands hr Ólafi Ragnari Grímssyni í Gerðasafni í Kópavogi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt þangað leið sína og ekki er að efa að íbúar Snæfellsness og gestir þeirra muni einnig njóta hennar á Hótel Höfða. Það er mikill heiður að fá svona sýningu á Nesið en hún mun fara víðar um landið á vordögum en hún verður opin væntanlega í um tvær vikur á Hótel Höfða. Aðstand- endur sýningarinnar í Ólafsvík eru þau Alfons Finnsson, Ema Rós Að- alsteinsdóttir og Pétur S. Jóhanns- son. Mikill velvilji var meðal fýrir- tækja í Snæfellsbæ að styrkja upp- setningu á sýningunni og era þeim færðar bestu þakkir. GE Vistvemd í verki á Akranesi Síðastliðið þriðjudagskvöld var á Byggðasafhinu að Görðum á Akra- nesi undirritaður samningur Akra- neskaupstaðar við Landvernd um aðild að verkefninu Vistvernd í verki, en það gengur út á það hvernig hægt er að draga úr álagi á umhverfið með því að gera fyrir- hafnarlitlar breytingar á heimilis- haldi og daglegum venjum. Akranes bætist þar með í hóp tíu annarra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefhinu en nokkrar fjölskyldur taka þátt í verkefninu á hverjum stað og gera heimilis- haldið umhverfis- vænna undir leiðsögn leiðbeinanda. Arang- ur þeirra er síðan metinn að ákveðnum tíma liðnum. Að undirritun lok- inni var haldinn kynningarfundur um Vistvemd í verki og áhugasömum boðið að taka þátt 1 visthópi. /-Vv/ undirritun samningsins á þriðjudagskvöldið, í Maríu- smh kaffi, á Byggðasajhinu að Görðum. Biskup íslands, hr. Karl Sigurbjömsson vígði gamla Dómkirkjuorgelið sem sett hefiir verið upp í Reykholtskirkju á páskadag. Eins og sjá má á þessari mynd tekur hljóðfierið sig vel út í kirkjunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.