Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.04.2002, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 A —T^éétHÍHH Fyrir u.þ.b. 10 dögum skrifaði ég grein í Morgunblaðið um stækkun Norðuráls. Þar hvatti ég til þess að fyrirtækið fengi svar við ósk sinni um stækkun álversins úr 90.000 í 240.000 tonn, en formleg umsókn þar að lútandi var send iðnaðarráðuneytinu í september 2000, eða fyrir einu og hálfu ári og enn bólar ekkert á svari. Mér fmnst það óviðunandi ef fyrirtæk- ið þarf að bíða allt að tvö ár eftir þessu svari og tel að við náum ekki miklum árangri í stóriðjumálum ef ekki tekst að stytta þennan fer- il. Um þetta hélt ég satt að segja að allir gætu verið sammála, en þá gerist það að framsóknarmenn hlaupa upp á nef sér og telja að ég hafi verið að gera iðnaðarráðherra tortryggilegan og sjá púka og samsæri í hverju horni. I síðasta tölublaði Skessuhorns var grein eftir Magnús Stefánsson um þetta mál þar sem hann talar um að verið sé að sá tortryggni í garð iðnaðarráðherra og Fram- sóknarflokksins og fleira í þeim dúr og í öðru blaði sagði Magnús að þetta sé of stórt mál til að þing- maður fari af stað með það með þessum hætti. Eg satt að segja átta mig ekki á hvað Magnús á við. Eg hef fylgst mjög vel með þessu máli Eítir hvcríu bíour Norðurál? og fundað nokkuð oft með for- svarsmönnum Norðuráls í þeim tilgangi. Ahyggjur þeirra af þess- um seinagangi hafa ekki farið fram hjá mér og hef ég gert for- svarsmönnum ríkisstjórnarinnar grein fyrir þeim áhyggjum, en ekki munaði hársbreidd að eig- andi Norðuráls hætti við þessa stækkun fyrir einu ári. Eg hef bent á í þessu sambandi að Alþingi hef- ur gert þennan feril allt of flókinn og langdreginn. Jafnframt hvatti ég mjög til þess að viðræður hæfúst við fyrirtækið sem fyrst eftir að umsókn var send í septem- ber 2000. Því miður tók það ráðu- neyti iðnaðarmála 7 mánuði að skipa viðræðunefnd. Eitt af því sem hefur tafið þetta mál tel ég vera yfirlýsingar ein- stöku stjórnmálamanna (ég sleppi því að nefna úr hvaða flokki) um að ekki verði hreyft við Þjórsár- verum, en að mati Landsvirkjunar verður að hækka nokkuð vatns- borð með stíflu við Norðlinga- öldu til að geta orðið við óskum Norðuráls. Nú mun vera að kom- ast hreyfing á málið og er það vel. Magnús Stefánsson leggur mikla áherslu á að eigna Framsóknar- flokknum uppbyggingu Norður- áls og finnst mér það nú dálítið skondið. Fyrst og fremst var það náttúrlega einbeittur vilji Kenn- eth Peterson sem gerði þetta að veruleika. Ríkisstjórnin kom að því máli eins og þurfti og átti það að sjálfsögðu við báða stjórnar- flokkana. Islensk stjórnvöld hafa um ára- tuga skeið leitað að erlendum að- ilum sem vildu fjárfesta í orku- frekum iðnaði hér á landi og segja má að markaðsskrifstofa iðnaðar- ráðuneytisins hafi ryksugað heimsbyggðina í þeirri leit með sorglega litlum árangri. Það var því mikið lán þegar Kenneth Pet- erson rak á ljörur okkar og ákvað að byggja lítið álver við Hvalfjörð. Þar hefur tekist vel til, fyrirtækið er á margan hátt til fyrirmyndar; það er í góðri sátt við umhverfi sitt, eftirsóttur vinnustaður og góður viðskiptavinur þjónustuað- ila. Fyrirtækið skiptir máli fyrir þjóðarbúið og ekki síður fyrir um- hverfi sitt en 85% af 200 starfs- mönnum búa á Akranesi, í Borg- arnesi og í nágrannasveitarfélög- um, auk þess sem fyrirtækið skipti við 67 þjónustuaðila á Vesturlandi á síðasta ári. Við stækkunina fjölg- ar starfsmönnum fyrirtækisins væntanlega um 200 og annað eins hjá þjónustuaðilum. Guðjón Guðmundsson Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þetta svæði að af stækkun Norðuráls verði sem fyrst. Þá skiptir það auðvitað miklu fyrir þjóðarbúið, en talið er að útflutn- ingur fyrirtækisins aukist um allt að 25 milljarða króna á ári við stækkunina. Vonandi fær fyrirtækið jákvætt svar við umsókn sinni þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstœðisflokksins l/ÍUitihó’Uiití S Ep kermi það kommni_ minni Öllum ber okk- ur skylda til að g j a 1 d a keisaran- um það sem keis- arans er og fjár- málaráð- herran- um það sem fjármálaráðherrans er þó flestum beri saman um að þeirra framlag til samneyslunnar sé meira en sanngjamt er miðað við aðra. Stundum ber það við að menn fá í pósti sínum bréf með þeirri ástsælu skammstöfún RSK og varð það tilefni vísu Ólafs Gíslasonar: I mínum pósti miða sé, mun þar boðfrá rasskinn. (RSK) Að ég láti allt mittfé af etjan tninni í vaskinn. (VSK) Fáir hlutir era svo fáfengilegir að ekki geti einhverri ríkisstjóm dottið í hug að leggja á þá skatt. I fjármálaráðherratíð Matthíasar A Mathiesen var kveðið í Dölum vestur: Stjómin leggur skatt á skatt, skattanetin þéttast. Alltafþyngist Matti Matt meðan aðrir léttast. Meðan útsvarsskrár gengu handskrifaðar milli bæja skrifaði Guðlaugur Jóhannesson á Signýj- arstöðum efdrfarandi erindi á út- svarsskrá Hálsahrepps: Ljótt er að sjá þá Ijótu skrá. Ljótt þeim háu kemurfrá. Hlífð við þá sem auðinn á, efnasmáa rýja ogflá. A þeim tíma sáu hreppsnefhdir eða skattanefhdir um niðurjöfhun útsvara og var alltítt að menn kærðu útsvar sitt og tóku þá gjarn- an samanburðarmenn sem kallað var og tíndu til flest sem hægt var tdl að styðja mál sitt. Bóndi einn í Staðarsveit sem átti heilsulitla konu bar sig saman við Jón G. Sig- urðsson í Hofgörðum en kona hans var hinn mesti dugnaðarfork- ur og hafði bóndi orð á því meðal annars. Stutm síðar komust eftir- farandi vísur á flot og voru eignað- ar Jóni í Hofgörðum: Eg kenni það konunni minni að kemst ég í skuldir og basl, því hún er mér alónýt inni og eins til að haf'ana í drasl. Óll störf hennar griðkan má gera þótt gildi migfjármunatjón, en verk þessi vott um það bera að verr er ég giftur en Jón. Og útsvar mitt œtti að lækka svo eðli mitt neytt geti sín. Hjájóni það helst œtti að hækka því hans kona er duglegri en mín. Ymsar eru myndbreytingar skattheimtunnar og kannske sumt kallað skattheimta sem ekki ætti að bera það nafn. Jóhann Ólafsson í Miðhúsum orti um mann sem þurfti að greiða barnsmeðlag: Það hryggir marga að sjá af sínu, svona bara fyrir snatt. Bjössi varð að borga Stínu bæði þunga og vegaskatt. Ekki veit ég hvemig skattheimt- ur hafa orðið hjá þeirri ágæm konu sem ísleifur Gíslason kvað um á stríðsárunum: Hún Guðríður vildi græða, og gekk þvt' í ástandið. Henni skildist það skynsatnlegast að skipta við setulið. Það gekk samt ei allt að óskum með yfirfærslumar þar, því viðskiptavelta hennar vom aðeins - tvíburar. Margt gerðist á ástandsárunum sem ekki er ástæða til að rifja upp hér en óneitanlega hafði sjálfstæð- isbaráttan sín áhrif á viðhorf manna - og kvenna: Astandspíkur eignastjóð iindan svörtum Könum. Síðan við urðum sjálfstæð þjóð sinna þær ekki Dönum. Stefán Stefánsson frá Móskóg- um orti á síldarárunum um eina dyggðum prýdda lausakonu „í edens fínum rann“: Afþví hún var gleðigjöm gimileg ogfógur eignaðist hún átta böm - og óteljandi sögur. Sögur skapast stundum af litlu tilefni og jafnvel af engu. Líka er það til að mönnum þyki betra að þær skapist ekki. Jökull Pémrsson ávarpaði legubekk kunningja síns á þessa leið: Ef að Guð þér gæfi mál og gætum rabbað saman yrði kannske einhver sál undarleg íframan. Eftir þessu að dæma virðist ljóst að Jökull hafi ályktað sem svo að legubekkurinn byggi yfir leyndar- málum en það gátu nú gömlu bað- stofufletin líka gert, nú eða bara heygeilar eða moðbásar í gömlu torffjósunum. Séra Jón Þorláksson missti hempuna vegna barneigna og orti þá: Lukkutjón þá aðfer ört ekki er hægt að flýja. Betur hefði guð minn gjört að gelda mig en vígja. Skagfirðingur nokkur sem flutt- ur var á „Suðvestur útkjálkann“ átti á sínum fornu heimaslóðum eina stóðmeri sem hann hugðist gera að kjötmeti og hafa sér til lífs- viðurværis í fásinninu fyrir sunnan. Fór hann norður þeirra erinda að slátra merinni en varð það fyrst fyrir er norður kom að heimsækja vinkonu sína og dvaldist honum undir sænginni lengur en til stóð svo merin lifði þá helgina að minnsta kosti. Þá orti Hjalti Gísla- Norður á bóginn flaug hannfljótt, íflýti aftur sneri. Hvað er á móti konu um nótt kjöt af einni meri? Að öllum líkindum hefur sam- komulag þessara heiðurspersóna verið þokkalega gott en Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka orti einhvern- tíma við konu sína og bendir flest til að þar hafi samkomulagið verið í góðu lagi líka: Um mig streymir andi hlýr eftir daginn liðinn, einkum þegar að mér snýr á þér veika hliðin. Hjörtur Gíslason á Akureyri gaf aftur á móti þessa lýsingu á kvöld- verkum samlyndra hjóna: Þegar fjörsins fálm er búið fellur allt í sómu spor, sveittum rössum saman snúið og síðan lesið „Faðirvor“. Bjarni Jónsson frá Gröf orti á verðbólgutímum þegar hann horfði á Ólu sína og sá þar ljósan punkt í lífsbaráttunni: Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég áfrúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýmar núna. Með þókkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstóðum 320 Reykholt S 435 1367 Þverpólitísk fjölskyldumál Óðum styttist í sveitarstjóm- arkosningar og þessa dagana sitja listamenn sveittir við smíð- ar á ffamboðslistum af öllum stærðum og gerðum. Sem von er bíður hinn almenni kjósandi óþreyjufullur efdr að sjá hvaða valkostir era í boði enda sveitar- stjómarkosningar ekki alveg á hverjum degi. Enn mega menn bíða nokkuð því fáir framboðs- listar eru framkomnir og þess heldur hafa menn rýnt í þá sem kynntir hafa verið af enn meiri áfergju. Eitt af því sem menn hafa veitt athygli er að víða á Vesturlandi virðist vera þverpólitískt fjölskyldulíf. I Borgarbyggð eru meðal annars feðgin á sitt hvorum listanum. Örn Einarsson bæjarfulltrúi skipar m.a. 10. sæti Borgar- byggðarlistans og dóttir hans, Þórdís er í 12. sæti á lista Sjálf- stæðismanna. Þá er Katrín Rós Baldursdóttir fegurðardrottn- ing í 9. sæti á lista Framsóknar- manna á Akranesi og samkvæmt áræðanlegum heimildum Hey- garðshornsins mun eiginmaður hennar, Reynir Leósson verða á svipuðum slóðum á lista Sam- fylkingarinnar. Framsóknarefhi Þá er einnig áhugavert að fylgjast með hverjir verða kosn- ingastjórar listanna. Framsókn- armenn virðast ætla að binda sig við sinn listabókstaf því í í þess- um störfum hjá Framsóknar- mönnum á Akranesi og Borgar- nesi verður sitt hvor Bjöminn. Bjöm S. Lárusson verður kosn- ingastjóri Framsóknarmanna á Skaganum enda er þar á ferð- inni vanur fjölmiðlamaður sem væntanlega kann til verka. Framsóknarmenn í Borgar- byggð beita hinsvegar aðeins öðrum áherslum því sá sem stýrir þeirra kosningabaráttu er Bjöm Árni Ólafsson sá hinn sami og hefur lýst yfir áhuga á að kanna grundvöll fyrir stofn- tm sæðisbanka í Borgarfirði. Er því talið víst að Framsóknar- menn ætli ekki aðeins að ein- beita sér að þeirri baráttu sem framundan er heldur um leið að búa í haginn fyrir ffamtíðina enda liggur ljóst fyrir að það verður æ erfiðara að fá fólk til sveitarstjórnarstarfa. Er því væntanlega talið öryggismál að eiga á lager efni í ffamsóknar- menn framtíðarinnar. Boba Þeir sem fylgjast með hnefa- leikaútsendingum á Sýn eru flestir djúpt snortnir yfir lýs- ingum þeirra félaga Ómars og Bubba. Það er ekki hvað síst orðsnilld hins sjálfskipaða þjóðskálds, Bubba Morthens, sem hreyfir við fólki enda dynja gullkomin á áhorfendum ekki síður en höggin á andliti kepp- enda. Fyrir skemmstu átti um- ræddur sjónvarpsmaður vart orð til að lýsa einhverju snilld- arhöggi sem small á kjamma eins boxarans og mælti í mikl- um æsingi: „Þetta var bomba, þetta var sko bomba, ég segi B- O-B-A, Bomba!“ í sömu út- sendingu minnti Bubbi á heimasíðu þáttarins sem hann sagði vera á slóðinni: www. box/syn. 15.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.