Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.10.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 gBÉSSmn©i2iiS Góður hagnaður Norðuráls Rekstur Norðuráls skilaði 760 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins 2002. Nettóvelta fyrirtæksins var 6,4 milljarðar króna eða 73 milljónir Bandaríkjadala fyrstu níu mánuð- ina. A sama tímabili árið 2001 var velta fyrirtækisins 62 milljónir dollara. Framleiðsla á áli var 68 þúsund tonn á tímabilinu en árið áður höfðu verið framleidd 52 þús- und tonn. Framleiðsluaukning á milli ára skýrist af því að á miðju ári 2001 var framleiðslugeta ál- versins aukin úr 60 þúsund tonna ársframleiðslu í 90 þúsund tonn. Þriðji ársfjórðungur yfirstand- andi árs var fyrirtækinu hagstæður þrátt fyrir lækkandi álverð og fór hagnaður vaxandi. Hagnaður á 3. ársfjórðungi var 360 milljónir króna á móti um 200 milijónum að meðaltali á 1. og 2. ársfjórðungi. Alverð var 1350 dollarar á tonn fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs en var 1490 dollarar á sama tíma- bili í fyrra. Utlit er fyrir fremur lágt álverð það sem eftir er ársins og er verðið um 1300 dollarar á tonn um þessar mundir eða svipað og meðalverð á 3. ársfjórðungi. Starfsmenn Norðuráls voru 204 í lok september og hefur þeim Ijölgað um 40 firá miðju ári 2001. Starfsmenn eru að stærstum hluta búsettir á svæðinu frá Akranesi til Borgamess. A þessu ári hefúr hreyfing á starfsfólki verið mjög h'til eða um 4%. Rekstur Norðuráls hefur geng- ið vel og em horfur á áframhald- andi hagnaði af rekstri fyrirtækis- ins út árið 2002, þrátt fyrir lækkun álverðs. Norðurál áædar að ffarn- leiða rúmlega 90.000 tonn á árinu. (Nordural.is) Fé til forvama Stjóm Eignarhaldsfélagsins Bmnabótafélag Islands hefur ákveðið á grundvelli samþykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða samtals 150 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar í ár. Greiðslan rennur til þeirra sveit- arfélaga sem aðild eiga að Sam- eignarsjóði EBI í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. Aðildarsveitarfélögin em 81. I samræmi við samþykktir fé- lagsins mælast stjóm og fúlltrúa- ráð EBI til þess við sveitarfélögin að þau verji framlaginu meðal annars til forvama, greiðslu ið- gjalda af tryggingum sveitar- stjóma og brunavama í sveitarfé- laginu. Akraneskaupstaður fær í sinn hlut rúmar fimm milljónir, Snæ- fellsbær, 3,3 milljónir, Borgar- byggð rúmar 2 en önnur sveitarfé- lög á Vesturlandi minna. GE Vatnsveitumal í Borgarbyggð Viðræður standa yfir milli Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur um hugsanlega að- komu hins síðamefnda að rekstri vatnsveitu í Borgarbyggð. „Að- dragandinn er sá að í viljayfirlýs- ingu þessara aðila frá í desember 2001 er rætt um að kanna hugsan- lega yfirtöku Orkuveitunnar á rekstri vatnsveitunnar. Þessi könnun er í gangi og við horfúm ekki síst til þess að það stefiúr í stórar vatnsveituframkvæmdir í dreifbýlinu og þá sérstaklega á Bifr öst. I því sambandi væri ávinn- ingur af því að fá svo öflugan aðila sem Orkuveitan er til að fara í það verkefni. Það liggur hinsvegar ekld fyrir hvort af því verður," seg- ir Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. GE Sameiginlegur fundur bæjarstjómar Akraness og Borgarbyggðar Samkomulag undimtað um víðtæka samvinnu Gtsli Gtslason bæjarstjóri Akraness og Páll Brynjarsson bœjarstjóri Borgarbyggðar undir- rita samkomulagið. Mynd. GE Síðastliðinn föstudag heimsótti bæjarstjórn Akraness kollega sína í Borgarbyggð. Heimsóknin hófst við Iþrótta- miðstöðina í Borgarnesi og var gengið þaðan í gegnum Skalla- grímsgarðinn í Gmnnskólann í Borgamesi þar sem Kristján Gísla- son skólastjóri sýndi húsnæði og sagði frá starfsemi skólans. Að lok- inni heimsókn í skólann var haldið í fundarsal bæjarstjórnar þar sem haldinn var sameiginlegur fundur bæjarstjómanna. A fundinum vom tekin fýrir ýmis sameiginleg mál s.s. almennings- samgöngur á Vesturlandi, atvinnu- mál kvenna, sameining sveitarfélaga og málefni fatlaðra. Þá var einnig undirritað samkomulag milli sveit- arfélaganna um samstarf og sam- vinnu Akraneskaupstaðar og Borg- arbyggðar. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að auka eins og kostur er samstarf og samvinnu í því skyni að bæta þjónustu beggja sveitarfélag- anna gagnvart íbúum þeirra og ná fram hagstæðum vöm- og þjónustu- kaupum. Auk þess er kveðið á um í samkomulaginu að starfsmenn sveit- arfélaganna skulu skoða hver á sínu sviði möguleika á auknu samstarfi og samvinnu sem leiði til þess að markmið samkoulagsins náist. I samkomulaginu era nefndir nokkrir þættir þar sem hægt er að auka samstarf og samvinnu s.s. gagnkvæma aðstoð slökkviliða, sam- eiginleg útboð, samstarf í fráveitu- málum, samstarf í vímuvamarmál- um, samstarf við námskeiðahald starfsmanna grunn- og leikskóla í sí- menntunarmálum, auka samstarf varðandi þjónustu tæknideilda og kanna áhuga á samstarfi íþróttafé- laga sveitarfélaganna. Þá er ákvæði um þjónustugjöld og að bæjarstjóm- imar fundi árlega til að fara yfir efni samkomulagsins og endurskoða það. Sjá samkomulagið í heild sinni. Að loknum fundi bæjarstjómanna var farið að Bifröst þar sem starfsemi skólans var kynnt og að því loknu var sameiginlegur kvöldverður að Búðarkletti í Borgarnesi. GE Nýtt Ijós á Hvanneyri Eg lýsi þvt'yjsr að vel hefur tekist til, “ sagði Guðni Agústsson í verklok. Mynd: HJH Síðastliðinn fimmtudag tók Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra fyrstu skóflustunguna að nýju kennslu og tilraunafjósi Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri.. Verkið var framkvæmt með Intemational Maccormick W - 4 dráttarvél frá 1945 og traktorsreku sömu gerðar og notuð var til að grafa fyrir nú- verandi fjósi sem byggt var árið 1929.1 nýja fjósinu verður rúm fyr- ir um 130 gripi og sérstaklega verð- ur gert ráð fyrir góðu aðgengi al- mennings til að skoða þá starfssemi sem þar fer ffam. Fjósið verður lausagöngufjós með legubástnn og mjaltabás. Gert er ráð fyrir að mjaltaróbóta verði komið fyrir innan tíðar. Bæiarstjórar fiinda um rútuferðir Sérleyfi Sæmundar Sigumunds- sonar fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandi rennur út um næstu áramót en í undirbúningi er fram- lenging samningsins til ársins 2005. Að undanfömu hafa sveitarstjór- ar þéttbýlissveitarfélagarma á Vest- urlandi átt viðræður við fulltrúa Vegagerðarinnar um sérleyfisferðir á Vesturlandi og m.a. lagt áherslu á að ferðatíðni og verðlagning verði á svipuðum nótum og hjá SBK og Austurleið að sögn Gísla Gíslason- ar bæjarstjóra á Akranesi. „Við munum hitta fulltrúa vegagerðar- innar á fimmtudag og ræða þessi mál. Meðal annars vilja merm fara yfir hvað felst í samningum um sér- leyfi og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Við vonumst til að í ffam- haldinu verði hægt að gera almenn- ingssamgöngur að álitlegum val- kosti ekki síst fyrir þá sem þurfa að nota þær jafnvel daglega. Þetta er mikið byggðamál á þessu svæði,“ segir Gísli. GE Skipverjar Elliða héldu áleiðis til Tasmaníu í gœrkvöld en þangað hefur skipið verið selt. Reiknað er með að ferðalagið taki íþað heila tvo mánuði og verða þvt' þessir herramenn ekki komnir heimfyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Myndin er tekin nokkrum mínút- um áður en lagt var í hann. HJH Vímu- vamarátak A fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir í gær var gerð grein fyrir samningi um samstarfs- verkefni Sambands íslenskra sveitar- félaga og Afengis- og vímuvamarráðs til að efla áfengis- og fíkniefnafor- varnir sveitarfélaga. Aðdragandi þess var að á fúlltrúaráðsfundi SIS var samþykkt tillaga Gunnars Sigurðs- sonar bæjarfulltrúa á Akranesi þess effús að stjóm sambandsins yrði falið að leita effir samkomulagi við dóms- og menntamálaráðuneyti um sameig- inlegt átak sveitarfélaga og ráðuneyta gegn dreifingu og sölu fíkmefna, t.d. Vegur um Klifliraun Urskurði frestað aftur Umhverfisráðuneytið hefúr enn ekki tekið afstöðu til þess hvort Utnesvegur um Klifhraim á Snæfellsnesi skal sæta umhverfis- mati. Eins og sagt hefur verið ffá í Skessuhorni úrskurðaði Skipu- lagsstjóri í sumar að vegurinn skildi fara í umhverfismat þar sem Vegagerðin lagði til breytingar á veglínu sem hefði í för með sér nokkra röskun á umhverfinu. Bæjarstjóm Snæfellsbæjar lagði í kjölfarið ffam stjómsýslukæra þar sem þess var krafist að vegurinn færi ekki í umhverfismat enda væri færsla á vegh'nu óumflýjanleg þar sem núverandi vegarkafli væri á yfirlýstu snjóflóðahættusvæði. Beðið hefúr verið effir úrskurði Umhverfisráðuneytisins í málinu en honum hefúr verið ffestað í tvígang. Síðast stóð til að úr- skurður yrði kveðinn upp fyrir 3. október en nú hefúr fresturinn verið ffamlengdur til 3. nóvem- ber. Einar Sveinbjömsson aðstoð- armaður umhverfisráðherra kvaðst í samtali við Skessuhom ekki hafa neinar skýringar á reið- um höndum um hversvegna það hefði dregist að kveða upp úr- skurðinn. GE Lenging stálþils Stykkishólmsbær hefur undir- ritað samning um lengingu stál- þils við Súgandisey en verkið var boðið út á haustdögum. Samið var við lægstbjóðanda, Sldpavík hf og var samningsupphæð 8,3 millj- ónir króna. Framkvæmdir munu hefjast í næstu viku og skal verk- inu lokið fyrir 1. febrúar 2003. Að sögn Ola Jóns Gunnarssonar bæj- arstjóra í Stykkishólmi stórbatnar aðstaða og viðlega við Baldurs- bryggju stórlega við þessar ffam- kvæmdir. GE Minni strætisvagn á Skagann Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum nýverið að bjóða út akstur strætisvagns á Akranesi. Verður aksturinn boðinn út með þeim skilmálum að samningurinn verði til fimm ára og að sá strætis- vagn sem notaður verði við akst- urinn uppfylli ákveðnar gæða- kröfúr. Horfa menn helst til þeirra strædsvagna sem notaðir eru á Akureyri sem álitlegan kost fyrir Akranes en þeir vagnar eru mtm minni en sá sem nú ekur um götur Akranesbæjar. Akranes- kaupstaður greiðir nú 5,6 milljón- ir til rekstursins en viðbúið er að sú tala hækki eitthvað þegar að þær breytingar sem farið er fram á ganga í gegn. HJH með stórauknum áróðri í grunn- og ffamhaldsskólum. Samkvæmt megininntaki samn- ingsins, sem nær til áranna 2003 til 2005, verður sveitarfélögunum veitt- ur stuðningur við skipulag og ffam- kvæmd forvarnarstarfs gagnvart ungu fólki m.a. á grundvelli þeirrar reynslu sem fengist hefúr á ffamkvæmd verk- efnisins Island an eiturlyfja og af grasrótarstarfi í sveitarfélögunum. Einnig feltir samningurinn í sér að sveitarfélögunum verður veitt ráðgjöf og miðlað verður til þeirra upplýs- ingum um forvamarmál. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.