Skessuhorn - 23.10.2002, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
..rv.nn... ■
Guðlaugur Bergmann ferða-
þjónustubóndi með meiru á
Brekkubæ á Hellnum er gestur
skráargatsins að þessu sinni. Eins
og fjallað er um annars staðar í
blaðinu ætla ferðaþjónustuaðilar
og sveitarstjómarmenn á Snæfells-
nesi að taka höndum saman og fá
Snæfellsnes í heild sinni vottað
sem umhverfisvænt ferðaþjónustu-
svæði. Guðlaugur hefur verið í
fararbroddi þeirra sem fjalla um
umhverfismál á Snæfellsnesi og
ötull liðsmaður íslenskrar náttúra.
Guðlaugur Bergmann
Fullt nafn: Guðlaugur Bergmann.
Fœddur. 20. 10 1938.
Starf: Rek Gistiheimilið á Brekkubæ.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Guðrúnu Bergmann og við eigum tvo syni,
Guðjón 29 ára og Guðlaug 22 ára. Síðan ég þrjá syni Ragnar, Olaf og
Daníel.
Bifreið: Nissan Terrano árg. 1997.
Uppáhaldsmatur: Saltfiskgratín, a la Gistiheimilið Brekkubæ hrikalega
gott mál.
Uppáhaldsdrykkur: Dagverðarárkampavín.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gísli Einarsson, minn heimamaður.
Uppáhalds leikari, innlendur: Bessi Bjamason.
Uppáhalds leikari, erlendur: Al Pacino.
Uppáhalds bíómynd: American dreamer.
Uppáhalds íþróttamaður: Þormóður Egilsson, KRingur og aðrir
röndóttir.
Uppáhaldsíþróttafélag: KR
Uppáhalds stjómmálamaður: Sturla Böðvarsson.
Hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni: Hlutlaus.
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi Morthens.
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Það er vinur minn Elvis Prestley,
engin spuming.
Uppáhalds rithöfundur: Hallgrímur Helgason í seinni tíð.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Hreinskilni.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki.
Hvað erþinn besti kostur? Gott skap.
Hvað er þinn mesti ókostur? Ostundvísi.
Hverner byrjaðir þú í umhverfisvænni ferðaþjónustu? Arið 1999
þegar við byrjuðum að vinna eftir stöðlum um sorpflokkun ogfleira.
Hvað vakti áhuga þinn á umhverfismálum? Sú ábyrgð sem hvílir á
mér sem einstakling gagnvart afkomendum mínum ogframtíðinni.
Hvemig sérðu ferðaþjónustu á Snæfellsnesi fyrir þér eftir 20 ár?
Ég sé Island alltfyrir mér sem umhverfisparadís og forystuaðila íferða-
þjónustu ogfyrirmynd annarra landa. Þetta er mín trú og ástæðan fyrir
því að ég er að berjast íþessu er að ég veit að við eigum alla möguleika á
þessu sviði. Til þess verðum við hinsvegar að vanda okkur við það sem við
erum að gera og ég held að Snæfellsnes verði fyrirmynd að því sem aðrir
fylgja síðan eftir.
Það er hjúkranarfræðingurinn
Anna Bjömsdóttir sem sér um
Eldhúskrókinn þessa vikuna.
Anna segir þennan rétt mjög
fljódegan og góðan og dugi fyrir
allt að átta manns.
Anna Bjömsdóttir
Kjúklingasalat
(fljótlegt og gott)
1 kjúklingur (kryddaður
m/salti, pipar, papriku, aromati
og smá karrý) settur í pott í
örbylgjuofn í 45 mínútur, snúið
einu sinni í pottinum. Kældur.
1 haus ísbergssalat
1/2 dós maísbaunir
1/2 grænar baunir
1 dós aspargus
paprika, græn og rauð (brytjað
smátt)
salt e/smekk
2 pokar hrísgrjón (soðin í 12
mínútur)
ísbergssalatið þvegið og
brytjað smátt, sett í stóra skál.
Vökvanum af maísbaununum,
baununum og aspargusnum hellt.
Aspargusinn skorinn smátt og allt
sett í skálina ásamt soðnu
hrísgrjónunum og
niðurbrytjuðum kjúllanum.
Sósa: Sýrður rjómi, sinnep og
mango chutney.
Gott að borða hvítlauksbrauð
eða bollur með smjöri með þessu.
Verði ykkur að góðu.
Gluggar leikskólans voru ein af útgönguleiðunum sem notaðar voru á æfingunum
Starfsfólk og böm á leikskólan-
um Vallarseli á Akranesi vora með
bnmavamaæfingu hjá sér í síðustu
viku. Þar sem engin branavarnaá-
ætlun var til fyrir leikskólann tóku
starfsmenn Vallarsels sig til og
bjuggu til áætlun sem æfð var eins
og áður segir í síðustu viku. Haldn-
ar vora tvær æftngar, ein um morg-
unin og hin seinnipartinn og gengu
báðar ffamar vonum. A báðum æf-
ingunum tók um þrjár mínútur að
rýma leikskólann en bömin vora
höfð á mismunandi stöðum innan
leikskólans á æfingtmum tveimur.
Fulltrúi ffá Slökkviliði Akraness var
viðstaddur báðar æfingarnar og
sagði hann að framkvæmd æfing-
anna hafi verið til mikillar fyrir-
myndar.
HJH
Rammaáætlun
í Grundarfirði
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar
hefur samþykkt að taka upp nýtt
vinnulag varðandi gerð fjárhags-
áætlunar fyrir árið 2003.
I tillögunni felst að unnið verð-
ur eftir breyttu fyrirkomulagi ffá
því sem verið hefur. Aðalbreyting-
arnar felast í því að bæjarráð
ákveði heildarramma , þ.e. ákveði
stofhunum ramma sem forstöðu-
menn þeirra og bæjarstjóri/skrif-
stofustjóri sjá um að fylla upp í.
Þetta fyrirkomulag er því ekki ó-
svipað því sem tekið hefur verið
upp í Borgarbyggð og sagt var frá í
blaðinu fyrir skömmu.
GE/grundarfjordur. is
Birgitta Ýr Sævarsdóttir vann 15.000 króna úttekt hjá 66°norður í Vaxtalínuleik Bún-
aðarbankans í Búðardal sem fram fór á dögunum. Dregið var af handahófi úr nöfnum
þeirra sem notuðu Vaxtalínukortið sitt á tímahilinu ðO.ágúst til 13.september. A mynd-
inni er Birgitta með gjafabréfið og blómvönd sem húnfékk afhentan frá útibúinu t Búð-
ardal.
Anton kvaddur með virktum
Síðastliðinn laugardag kom bæj-
arráð Akraness saman að Hamri í
Innri Akraneshreppi og var þangað
einnig kallaður Anton Ottesen fyrr-
verandi oddviti Innri Akranes-
hrepps. Tilgangur fundarins var að
þakka Antoni gott samstarf á þeim
áram sem hann gegndi starfi oddvita
en það tímabil nær nánast aftur til
þess er Jón Hreggviðsson gerði
garðinn ffægan á þessum slóðum
eða ffá árinu 1974. Bæjarráð færði
Antoni gjöf við þetta tilefhi sem
þakklætisvott fyrir samstarfið á liðn-
um áram. GE
Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness og Anton Ottesen jyrruerandi oddviti Innri Akranes-
hrepps. Mynd: PO
Húsnæðisekla
í Hólminum
Bæjarráð Stykkishólms er þessa
dagana að fara yfir möguleika á
að bæta úr skorti á húsnæði í
bænum. „Það er erfitt með hús-
næði í Stykkishólmi þótt fólks-
fjölgun í bænum hafi kannski ekki
verið veruleg. Það er hinsvegar
mikil ásókn í íbúðir sem sumar-
hús eða öllu heldur af þeim sem
kjósa svokallaða tvöfalda búsetu
og það er náttúrulega hið besta
mál,“ segir Oli Jón Gunnarsson
bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Þess-
ar vinsældir Stykkishólms sem
„sumarhúsabyggðar" hafa hins-
vegar valdið húsnæðisskorti en
það era yfir 30 hús og íbúðir sem
eru komin í þennan flokk. Það er
verið að skoða þessi mál og með-
al annars erum við í viðræðum vð
Skipavík um að kaupa af þeim
húsnæði.“
GE
Bónus opnaði nýja verslun í Borg-
amesi síðastiiðinn laugardag. Versl-
unin er til húsa að Borgarbraut 57
þar sem 10-11 var áður. I tilefni
opnunarinnar afhendi Jóhannes
Jónsson fyrir hönd Bónuss Dvalar-
heimili aldraðra í Borgamesi pen-
ingagjöf að upphæð 500 þústmd
krónur sem ædaðar era til kaupa á
sjúkrarúmum. „Við höfum þennan
sið þegar við opnum nýja Bón-
usverslun að minnast þess með því
að láta eitthvað af hendi rakna til
samfélagsþjónustu á svæðinu. Við
gerum það til að þakka fyrir þær
góðu viðtökur sem Bónus hefur
fengið um land allt,“ segir Jóhannes.
GE