Skessuhorn - 23.10.2002, Blaðsíða 5
gMSSiíJjfiOgiRI
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
5
Snæfellsnesið verði umhverfisvænt
ferðaþjónustusvæði
Stefnt að því að fá vottun Green Globe 21 samtakanna á Snæfellsnes í heild
Stefnt er að því aS Snæfellsnes í heild sinnifii vottun Green Globe 21 samtakanna.
Sveitarfélög á Snæfellsnesi
hyggjast taka höndum saman og
gera Snæfellsnesið í heild sinni að
viðurkenndri náttúruparadís. Því
hefur vissulega verið haldið fram
að Snæfellsnesið í allri sinni fjöl-
breytni hvað varðar náttúrufar rísi
nú þegar undir þeim titli en mark-
miðið er að fá opinbera vottun á
svæðið sem umhverfísvænt ferða-
þjónustusvæði.
Snæfellsnes nýtur sem kunnugt
er sívaxandi vinsælda ferðamanna
Kristinn Jónassun
og eins og fram hefur komið í
Skessuhorni var um gífurlega
aukningu að ræða í sumar. Sjálf-
sagt á tilkoma þjóðgarðsins Snæ-
fellsjökuls sinn þátt í að auka á-
huga ferðamanna á Snæfellsnesi og
segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri
Snæfellsbæjar það styrkja enn
frekar þá trú manna að Snæfells-
nesið eigi mikil sóknarfæri í um-
hverfisvænni ferðaþjónustu.
„Þetta er mál sem er búið að
vera nokkuð lengi í umræðunni og
sveitarstjórnir hér á svæðinu hafa
verið að leggja aukna áherslu á
umhverfismál á undanförnum
árum. Þá hafa einstakir ferðaþjón-
ustuaðilar einnig leitað inn á þessa
braut á eigin spýtur og það má
segja að nú ætlum við að stíga
skrefið til fulls.“
Kristinn segir að markmiðið sé
að fá vottun Green Globe 21 sam-
takanna sem eru alþjóðleg um-
hverfisverndarsamtök sem leggja
sérstaka áherslu á umhverfisvæna
ferðaþjónustu og er gæðastimpill
þeirra viðurkenndur um heim all-
an. „Snæfellsnesið er að sjálfsögðu
einstakt í sinni röð sem nátt-
úruparadís í öllum sínum fjöl-
breytileika. Hér er nánast allt sem
náttúran hefur upp á að bjóða á
einum stað. Hér hafa menn frá
alda öðli umgengist landið með
virðingu enda hafa menn haft sitt
viðurværi af því sem náttúran hef-
ur upp á að bjóða. Auðvitað hefur
í mörgum tilfellum verið gengið á
hluta náttúrunnar og ýmsir mis-
brestir í samskipum mannsins og
umhverfisins en í seinni tíð hafa
menn verið að taka á þessum mál-
um af mikilli alvöru. Við teljum
því að við eigum gífurlega mögu-
leika á sviði umhverfisvænnar
ferðaþjónustu. Ferðamenn sem
sækja ísland heim eru að stórum
hluta að leita að náttúrufegurð og
þá þýðir ekki að bjóða þeim upp á
að rölta um ruslahauga. Við trúum
því líka að þegar Snæfellsnesið er
orðið viðurkennt sem umhverfis-
vænt ferðaþjónustusvæði þá komi
það ekki aðeins ferðaþjónustunni
til góða heldur einnig og jafnvel
ekki síður sjávarútveginum. Þetta
svæði á afkomu sína að stórum
hluta undir fiskveiðum og vinnslu
og það er ekki vafi í mínum huga
að það kemur til með að auðvelda
sjávarútvegsfyrirtækjunum að selja
sína vöru ef það er vottað að hún
komi frá svæði þar sem umhverfis-
mál eru í öndvegi," segir Kristinn.
Kristinn segir að mikil samstaða
sé um það milli sveitarfélaganna á
Snæfellsnesi að ná umræddu mark-
miði. Aðspurður um kostnað segir
hann ekki liggja fyrir hversu mikill
hann verði en ljóst sé að það muni
kosta sveitarfélögin umtalsverða
fjármuni að uppfylla þau skilyrði
sem þarf til að fá vottun á Snæ-
fellsnes sem umhverfisvænt ferða-
þjónustusvæði. „Það er fórnar-
kostnaður sem menn eru tilbúnir
að greiða enda trúa menn því að
það skili sér margfalt til baka. Þessi
vinna er þegar hafin og við höfum
leitað til samgönguráðuneytisins
um stuðning og fengið góðar und-
irtektir. Við erum því mjög bjart-
sýn á að þetta markmið náist.“
GE
T
ByggS verða 3 hús, tvö 6 íbúða hús og eitt 8 íbúða
hús. I sex íbúða húsunum verÖa fimm 3ja herbergja
íbúðir (102-104 fm) oa ein 2ja herbergja íbúð
(92,8 fm). í átta íbúða núsinu verða 2ja herbergja íbúöir (80,8-93 fm). Allar
íbúðir veröa fullfrágengnar með sérinngangi frá göngusvölum. Gólfefni flísar
parket. LóS fullfrágenain með bílastæðum. Húsin verSa steinuS aS utan í
ndi litum og skreytt meS litaSri bandsagaSri furu. Oryggiskerfi og hornbaSkar
Z
í öllum íbúSum.
Til afhendingar FEB-MAÍ 2003
Byggingaraðili: STAFNA A MILLI ehf
Upplýsingar hjá Fasteignasölunni HÁKOT,
Kirkjubraut 28, 2. heeð, Akranesi - Sími: 431-4045
Fxíríiqssitii v
HÁKOT
Sturla opnar
kosningaskirifstofd
Kosningabaráttan vegna prófkjörs sjálfstœðismanna í Norðvesturkjördœmi er komin á
fullt skrið. Sem kunnugt er hafa tíu frambjóðendur tilkynnt um þátttöku íprófkjörinu,
þar affimm núverandi alþingismenn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur líst
sig tilbúinn að leiða listann. Hann opnaði um helgina kosningaskrifstofu í Borgamesi
vegna prójkjörsins að Egilsgötu 2 að viðstöddu jjölmenni.
Ný og glæsileg tískuv'öruverslun opnaði á Akranesi sl. fóstudag. Nýja búðin hefurfengið
nafnið Public og er til húsa við Stillholt 18. Eigendumir, Asgeir Breiðfj'órð og Asa Þóra
Guðmundsdóttir, buðu gestum oggangandi til lítillar veislu á laugardaginn og var
myndin afþeim skötuhjúum tekin við það tilejhi. HJH
Afkoma Akraneskaupstaðar
Betra en búist var við
Nú stendur yfir endurskoðun
fjárhagsáætlunar Akranesbæjar
fýrir árið 2002 en árshlutareikn-
ingar sína að áætlunin virðist ætla
að standa í stórum dráttum. Að
sögn Gísla Gíslasonar sýnir árs-
hlutareikningur fyrstu átta mánað-
anna að rekstrarafkoma bæjarins
sé jákvæð um 175 milljónir króna.
„Þetta er umtalsvert betri afkoma
en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Tekjurnar eru meiri en gert var
ráð fýrir og þá hefur lítdl verð-
bólga og jákvæð gengisþróun haft
áhrif á afkomuna. Arið er hinsveg-
ar ekki búið en við erum að vonast
til að niðurstaðan geti orðið já-
kvæð um c.a. 30 milljónir þegar
allt hefur verið tekið með í reikn-
inginn," segir Gísli.
Fyrstu átta mánuði ársins voru
tekjur Akranesbæjar um 1.291
millj. kr. en rekstrargjöld 1.111
millj. kr. Fjármagnsliðir voru já-
kvæðir um 5,2 millj. króna.
GE
Tll LEIGU
170 fm. verslunarhúsnæbi ab
Vallholti 1, Olafsvík, er til leigu
Húsnæbið er einn salur sem gæti hentað
undir margvíslega starfsemi
Ndnari upplýsingar gefur Ágúst
í sima 436 1464
laugardoginn 26. ohtóber nk.
frákl. 14:00-17:00
fillir velkomnir