Skessuhorn - 23.10.2002, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
7
*
Æ
P ~f*cnnitui
Mikilvæg máljýrir Akranes og nærsveitir
Ekki fer milli mála að horft er
til Akraness og svæðisins í ná-
grenni við okkur þegar rætt er
um hagvöxt og bjarta framtíðar-
möguleika. Er
ekki að furða,
enda hefur á
fáum svæðum á
landinu, utan
höfuðborgar-
svæðisins, verið
j a f n m i k i 1
gróska. Ibúum
fer fjölgandi,
atvinnuástand
er almennt gott
og þjónusta
eins og best
verður á kosið.
Þrátt fyrir þetta
verður að hafa í
huga að ekkert
gerist af sjálfu sér og til þess að
gera að veruleika þá möguleika
sem við eigum verður að halda
vöku sinni og reyna að hafa áhrif
á þróunina. A síðustu vikum hafa
átt sér stað ýmsar hræringar, sem
svo sannarlega hafa áhrif eða geta
haft áhrif á samfélagið á næst-
unni. Má þar m.a. nefna afar erf-
iða stöðu Sementsverksmiðjunn-
ar, breytingar á eignarhaldi Har-
aldar Böðvarssonar hf. og stöðu
mála varðandi stækkun álversins á
Grundartanga. Ekki höfum við
hjá bænum eða bæjarbúar hin
endanlegu áhrif á hvert þessara
mála, en mikilvægt er fyrir okkur
að vita hvað er að gerast og reyna
að hafa áhrif á það sem okkur er
fært þannig að hagsmunum okkar
sé til lengri tíma borgið.
Sementsverksmiðjan
Allt ffá því að Sementsverk-
smiðjan var stofnuð hefur hún
verið gríðarlega mikilvægur
vinnuveitandi á Akranesi. I upp-
hafi unnu þar vel á annað hund-
rað manns en nú er starfsmanna-
fjöldinn um 70 manns. Fyrir
nokkrum árum hófst innflutning-
ur á sementi frá Aalborg í Dan-
mörku og það selt hérlendis á
verðum sem almennir viðskipta-
menn þekkja ekki annars staðar.
Þrátt fyrir kærur til Samkeppnis-
stofnunar og Eftirlitsstofnunar
EFTA, hefur enn ekki fengist
viðunandi niðurstaða um að und-
irboð með þessum hætti teljist
ólögleg. Því hefur Sementsverk-
smiðjan tapað um fjórðungi af
markaði sínum auk þess sem sala
á sementi hefur dregist saman
síðustu mánuði. Nú verður ekk-
ert við því sagt að Aalborg
Portland vilji flytja inn sement til
Islands. Verulega kemur þó á
óvart gæska
þeirra í garð
okkar fyrst
þeir selja
sement til Is-
lands á tals-
vert lægra
verði en til
Færeyja, en
nota sama
skipið til að
flytja vöruna.
Óttast flestir
- og örugg-
lega réttilega
- að verði
rekstri Sem-
entsverk-
smiðjunnar hætt þá muni sem-
entsverðið ekki aðeins hækka í
það sem Sementsverksmiðjan sel-
ur á í dag - heldur verða talsvert
hærra. Það eru því gríðarlegir
hagsmunir í húfi fyrir okkur -
þjóðhagslegir og staðbundnir hér
á Akranesi.
Um árabil hefur Sementsverk-
smiðjan verið rekin undir opin-
beru eftirliti hvað varðar verð-
lagningu. Því hefur hún aldrei
getað byggt upp höfuðstól til að
mæta erfiðum tímum. Það er
kannski að koma okkur í koll í
dag og því er ábyrgð eiganda
hennar - ríkisins - mikil varðandi
framhald mála. Framleiðsla sem-
ents á Akranesi er afar hagkvæm
starfsemi fyrir þjóðfélagið. Verk-
smiðjan notar innlent vinnuafl,
innlenda orku og að lang mestu
leyti innlent hráefni. Islenskari
framleiðsla er því tæplega til. A
jafnræðis grundvelli á ffamleiðsl-
an að geta staðið af sér sam-
keppni, en hún verður að fá tæki-
færi til þess. Nú líður að ögur-
stund varðandi framtíð verk-
smiðjunnar - því eru ráðherra,
þingmenn og aðrir þeir sem vett-
lingi geta valdið kallaðir til
stuðnings.
Haraldur
Böðvarsson hf.
Þegar fréttir bárust af því að
Eimskip hefði keypt meirihluta
hlutabréfa í HB brá ýmsum. Um
nokkurt skeið hafði verði rætt á
götuhornum að ekki þyrfti að
koma á óvart ef Grandi og HB
yrðu sameinuð en svo varð ekki.
Þegar við lítum 15 ár til baka þá
er öllum ljóst að gríðarlegar
breytingar hafa átt sér stað í út-
gerð og fiskvinnslu á Islandi og
að sjálfsögðu höfum við ekki far-
ið varhluta af þeim breytingum
eins og allir þekkja. Við verðum
hins vegar að treysta á að starf-
semin á Akranesi verði alltaf með
því besta sem þekkist. Því höfum
við verið lánsöm að eiga öfluga
fagmenn sem starfa í útgerð og
fiskvinnslu og þannig staðist eins
og kostur er þá samkeppni sem á
sér stað á þessum markaði. Eins
og liðin tíð ber með sér þá má
búast við því að framtíðin muni
leiða af sér breytingar. Góð
hafharaðstaða og öflugt og fram-
sækið starfsfólk verður því áffarn
lykill okkar að því að fiskvinnsla
og útgerð verði einn af horn-
steinum atvinnulífsins á Akranesi.
Norðurál
Fyrir nokkrum dögum undir-
rituðu átta sveitarfélög yfirlýs-
ingu til stuðnings áformum eig-
enda Norðuráls um stækkun
verksmiðjunnar á Grundartanga.
Ekki fer milli mála að afhending
á orku til verksmiðjunnar er
helsti þröskuldurinn fyrir því að
framkvæmdir hefjast við stækk-
unina. Ekki höfum við hér á
svæðinu norðan Hvalfjarðar
blandað okkur í umræðuna um
umhverfismálin sem því máli
tengjast heldur bent á hið mann-
lega umhverfi sem skiptir okkur
öll máli. Yfirlýsing sveitarfélag-
anna sýnir svo ekki verður um
villst að yfirgnæfandi stuðningur
er við verkefhið á svæðinu. Skor-
um við á þá sem hina endalegu
ákvörðun taka að hafa þá hags-
muni í huga þegar kostir og gall-
ar Norðlingaölduveitu eru metn-
ir. Sú ákvörðun er ekki í okkar
höndum, en sjónarmið okkar skýr
og þeim skilmerkilega komið á
framfæri. Það sem við höfum
hins vegar í okkar höndum er að
skapa þau skilyrði á Grundar-
tanga og þjónustu á Akranesi og í
Borgarbyggð að hið mannlega
umhverfi fái blómstrað. Hlut-
verk sveitarfélaganna á svæðinu
er því mikilvægt í þessu efni og ef
til vill getum við styrkt stöðu
okkar enn ffekar í aukinni sam-
vinnu og sameiningu.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri
Félagsheimilið gamla við gilið 100 ára
Þann 14. desember n.k. verða
100 ár síðan gamla félagsheimilið
við Gilið í Ólafsvík var tekið í notk-
un. Framfarafélagið Ólafsvíkur-
deild og Lista og menningamefnd
hafa tekið höndum saman um að
halda upp á þau tímamót. Það verð-
ur gert með sex uppákomum í Fé-
lagsheimilinu á Klifi.
Þann 24. október n.k. hefst há-
tíðin á tónleikum Harðar Torfason-
ar. Hann er okkur að góðu kunnur
vegna þess að hann byrjaði sinn
listamannsferil hér í Ölafsvík, bæði
sem leikstjóri og trúbator. Hann
ætlar að segja okkur frá því á tón-
leikunum. Stmnudaginn 24. nóv-
ember kemur okkar ástkæra Sigrún
Hjálmtýsdóttir ásamt Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur imdirleikara
og halda þær fyrir okkur tónleika á
Klifi. Fimmtudaginn 5. desember
lesa rithöfundar úr bókum sínum
sem gefhar verða út fynr jólin.
Laugardaginn 7. desember verður
skákfélag Ólafsvíkur með stór-
meistaramót. Margt góðra gesta
kemur.
Laugardaginn 14. desember
verður sjálf afmælishátíðin með
sögusýningu og hátíðardagskrá.
Þann dag fyrir 100 árum var gamla
félagsheimilið við Gilið vígt.
Sunnudaginn 15. desember
verður Skákfélag Ólafsvíkur með
minningarmótið um Ottó Arnason.
Sögusýningin mun verða opin á-
fram svo lengi sem húsið leyfir.
Vonumst eftir að geta varpað
skemmtilegu ljósi á þessa merku
sögu sem kemur sér tdl góða fyrir
sagnfræðinga framtíðarinnar. Og
ekki síst fyrir okkur hin sem eigum
góðar minningar frá þessum tíma.
Allir þessir atburðir munu svo
koma jafnóðum í „á döfinni í
Skessuhomi".
Sjón er sögu ríkari. Við vonumst
til að sem flestdr komi, sjái, heyri og
upplifi.
Framfarafélag Olafsvík.
Akraneskaupstabur
Fjórhjól til sölu
Til sölu er Suzuki fiórhjól árgerð 1991 sem
notað hefur verið á iþróttavellinum á Akranesi.
Hjólið er til sýnis í samráði við Aka Jónsson,
starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar á
Jaðarsbökkum (sími 433 1100).
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Tilboöum skal skila til Jóns Pálma Pálssonar,
bœjarritara, Stillholti 16-18, fyrir
6. nóvember 2002.
Bœjarritari
Akraneskaupstaburi
Auglýsing um deiliskipulag
Vogahverfis, Akranesi
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 10. september
2002 var samþykkt tillaga að nýju
deiliskipulagi Vogahverfis, Akranesi.
í deiliskipulaginu felst fyrirkomulag 17 lóba,
1,1 til 2,5 na ao stærb. Deiliskipulag Vogahverfis
sem samþykkt var í júní 1997 fellur úr gildi vib
gildistöku þessa skipulags.
Deiliskipulagib hefur fengib þá mebferb sem
skipulags- og byggingarlög maeia fyrir um.
Framangreint deiliskipulag, tekur þegar gildi.
Akranes, 21. október 2002.
OlöfCubný Valdimarsdóttir,
skipulagsfulltrúi
fl
IfmwMl
INGI TRYGGVASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
NÝTTÁ SÖLUSKRÁ
Skúlagata 17a (Sjávarborg), Bgn.
Einbýlishús, hæð og ris,
137,42 Húsiðerbyggt 1890
en einangrað og klætt með
jámi árið 2000. Gluggar og
gler hefur verið endumýjað.
Skriðkjallari. Á neðri hæð
eru stofa og borðstofa
teppalagðar. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnrétting. Baðherb.
dúklagt, kerlaug/sturta. Lítil dúklögð snyrting. Þvottahús.
Eitt herb. dúklagt. Á efri hæð em 3 dúklögð herb. og tvær
geymslur undir súð.
Verð: kr. 10.500.000
Ægisbraut 11, Búðardal
Einbýlishús 106,72 Húsið
er byggt 1908 en hefur verið
mikið endumýjað, m.a. klætt
að utan með jámi. Hæð 61
ferm. Stofa, herbergi, eldhús
og baðherb. Viðargólf og
viðarinnr. í eldhúsi. Kjallari
45,4 ferm. og á eftir að standsetja hann að hluta til. Stór
sólpallur og fallegt útsýni.
Verð: kr. 6.000.000.
Borgarbraut 72, Borgarnesi
Bifreiðaverkstæði, þ.e. húsnæði, verkfæri, innréttingar og
viðskiptavild. Húsið er um 200 ferm. ásamt stórri lóð.
Hugsanlegt að reksturinn verði seldur en húsið leigt.
Verð: Tilboð.