Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.10.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVTKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 Undanfarnar vikur hefur Heil- brigðisnefnd Vesturlands fengið til umfjöllunar nokkrar beiðnir frá aðilum sem eru eða hyggjast setja upp svína- eða hænsnabú hér í nágrenni Akraness og Borg- arness. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að ffamtakssamir aðilar vilji setja upp atvinnurekstur hér á Vesturlandi, en það sem vekur sérstaka athygli mína er stórauk- in ásókn þessara aðila í að setja upp þessi bú hér á svæðinu. Skýringin á þessu er væntanlega sú að ekki er lengur pláss fyrir þessa starfsemi nálægt stóru þétt- býlisstöðunum á Reykjavíkur- svæðinu og þess vegna sækja menn í dreifbýlið, þó þannig að staðsetningin sé ekki of langt ff á markaðssvæðinu. Umsóknir ffá viðkomandi fyr- irtækjum eru þannig að hér er ekki um að ræða smárekstur, heldur er hér um gríðarlega framleiðslu að ræða, t.d. gerir rekstraraðilinn að Hurðarbaki ráð fýrir framleiðslu á um 1,6 milljónum kjúklinga á ári. Einnig eru nokkrar aðrar um- ■ Það er ekki gott að maður- inn sé einn stendur skrifað í gamalli bók enda hefur margur rekið sig óþyrmilega á þau sannindi. Þeir sem svo er ástatt fyrir að þeir eru ekki í skjölum hagstofunnar skráðir í sambúð eða löglegt hjóna- band þurfa stundum í skyndi að út- vega sér kvenmannshjálp í hin ýms- ustu verkefni og væri raunhæft starfsheiti kvenna sem menn útvega sér í shk sértæk verkefni með stutt- um fyrirvara að nefnast skyndikon- ur. Pémr í Höfh taldi sig einhvem- tíma þtufandi fyrir kvenmannsað- stoð og sendi kunningja sínum sem vann á vinnumiðlunarskrifstofu eft- irfarandi skeyti: Mig vantar telpu um tvítugt. Tek hana í allan vetur. Húsið til skammar er skítugt. Skrifa þér seinna. Pe'tur. Nú getur svo farið að mönnum líki ekki við umræddan aðfenginn einstakling þegar kynni aukast og liggur þá náttúrlega beint við að segja viðkomandi upp stöðunm og einhver varð svo feginn þegar ráðskonan hvarf úr vistinni að hann orti: Enn er égfarinn að elda minn graut, í ánægju dagamir tifa. Helvítis kerlingin horfin á braut, himneskt er aftur að lifa. Það hefur lengi verið talið til tíð- inda í sveitum landsins þegar nýtt fólk kemur í nágrennið, hvort sem um er að ræða ráðskonur eða nýja ábúendur. Guðlaugur Jóhannesson á Signýjarstöðum var eitt sinn spurður hvemig kona ein sem var nýflutt í nágrennið liti út. Laugi sóknir um starfsleyfi fyrir fram- leiðslu kjúklinga. Nú kemur hinsvegar að stóra málinu í þessari framleiðslu, þ.e. fyrir utan að framleiða kjöt, en það er úrgangurinn sem fellur til frá þessum búum. Mér telst þannig til að úrgangurinn frá þeim svína og kjúklingabúum sem ffamleiða afurðir í dag og ffá þeim búum sem nú hafa sótt um leyfi, verði um 30500 tonn á ári, þar af er Melabúið eitt með um 19000 tonn. Sé þetta sett í annan mælikvarða þá em þetta þrjátíu milljónir og fimmhundruðþús- und kíló af skít frá búunum. Einnig era dæmi þess að fram- leiðendur flytji skít frá öðram búum og dreifi síðan á tún hér á Vesturlandi. Hér er um gríðarlegt magn af skít að ræða og efast ég um að íbúar viðkomandi sveitarfélaga eða sveitarstjómarmenn hafi gert sér grein fyrir þessu magni þegar heimildir hafa verið gefnar fyrir breytingu á búskaparháttum á viðkomandi jörðum. Samkvæmt starfsleyfi er gert ráð fyrir að skítnum verði komið hugsaði sig um stutta stund en svar- aði síðan: Hún er t laginu hvergi mjóst. Hvergi lofið endar. En þau læri - en þau hrjóst -en það klof og lendar! Þetta hefur greinilega verið nokkuð mikilúðlegur kvenmaður og tiltölulega auðgreind ffá öðrum konum enda tilbreytingasnautt ef alhr falla í sama flatneskjuformið. A hinu margfræga ráðskonutímabili í sveitum landsins fór oft svo að starfsheiti ráðskonunnar var stytt og effir stóð „ráð“laus kona en ekki endilega ráðlaus í venjulegri merk- ingu þess orðs. Ekki áttu þó allir kost á þessari aðferð við lausn mála og varð þá mönnum smndum fyrir að skrifa bónorðsbréf til gimilegra kvenkosta í næstu eða þamæstu sveit og spilltd þá ekld fyrir að bréf- ið væri í bundnu máli. Effirfarandi úrdráttur úr bónorðsbréfi er efdr Þorfinn Jónsson á Ingveldarstöðum og grípum við niður þar sem bréf- ritari telur upp það sem helst mætti teljast honum til gildis: Eg hef nú verið heilsugóður hraustlegur og andlitsrjóður. Og sefþví oftast sætt og rótt. En í haust nú hefur gengið helvísk pest sem ég gatfengið og heitir bara hettusótt. Varlegajyrst hún virtistfara. Volgru hiti í mér bara, og eymsli í hálsi aðeinsfann. En eins og margra sótta er siður sentist þetta lengra niður og komst loks ofan í kjallarann. Þó blési allt út með bólguþrota býst ég við það megi nota jyrir næstu náðarjól. Það var íjyrstu vondur bagi; vona þó allt sé í lagi tf við saman byggjum ból fyrir þannig að hann nýtdst sem áburður en þó hefur einnig verið gert ráð fyrir í umsóknum að skítnum verði komið fyrir á við- urkenndum urðunarstað, en það er á þeim búum sem ekki hafa land til að dreifa skítnum á og nýta hann þannig sem áburð. Ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að staðsetning svína- og kjúklingabúa er og hef- ur verið umdeild, og þá sérstak- lega út frá þeirri lyktarmengun sem ffá búunum koma. Ég tel nauðsynlegt að sveitar- stjórnir á Vesturlandi skilgreini og setji ffam skýra stefnu hvert í sínu sveitarfélagi, hvort æskilegt er og þá í hve miklum mæli, framleiðsla sem hér um ræðir sé staðsett í sveitarfélögunum á Vesturlandi. Skyldur sveitarfélag- anna era m.a. að sjá tdl þess að tdl staðar séu leiðir til að farga úr- gangi, og það sé þannig gert að ekki skarist á við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í sveitarfélög- unum á næstu áram eða áratug- um og þá þarf t.d. að hafa í huga uppbyggingu sumarhúsasvæða. Ég á búslóð, borð og stóla, býsna hrúgu allskyns tóla. og ajbragðs dívan á ég mér. Hann er ágætt ástarhreiður, uppundir það meters breiður, en miðjuslappur orðinn er. Auðvelt mun þar úr að bæta . engan skyldi þvílíkt græta, og endurbæta alltaf má. Sett skal undir svoddan leka, sveran drumb má undir reka mest þar sem að mæðir á. Ég totta pípu og tek í nefið til aðforðast bannsett kvefið. Og bragða aðeins brennivín. En helstþá svona á hestamótum, haustréttum og þorrablótum, en ósköp lítið, elskan mín. En Landinn minn er skrattans skrjóður, skjöldóttur og ellimóður, ogflest erþar aðfara í skrall. Þó illt sé honum í að sitja okkur mun þó hróiðflytja heil á næsta hjónaball Sendufljótastfrá þér línu, formlegt svar við bréfi mínu, því engan tíma missa má. Eg kveð þig svo með kossi Stína, -kveldu ekki sálu mína- og vona að svarið verðijá. Sigurður Ó. Pálsson orti einnig sambærilegt kvæði sem hann nefnir „Einskonar bónorð bónda sem ekki á rúllubindivél" og væri ekki úr vegi að gægjast aðeins í hvaða gæði hann hafði uppá að bjóða: Ég býð þér inn í bílinn minn er birtan dofnafer. Þig skal aldrei iðra þess að aka rúnt með mér. I björtu skini bílljósanna er býsna margt að sjá. Og glaður skal ég gefa þér flest góssið sem ég á: Hver vill t.d. byggja sér sumar- hús og eftir fáeina mánuði er kannski komið stærðar hænsna- eða svínabú með tilheyrandi um- hverfisvandamálum? Því er ljóst að nauðsynlegt er fyrir sveitarfélögin að gera sér grein fyrir vandamálunum sem fylgja umræddri starfssemi áður en þau era komin í þá stærð- argráðu að þau séu illviðráðanleg eða mjög kostnaðarsöm úr að leysa. Glæsilegan graðfola og gæðamerar tvær, fóngulegan feitan sauð ogfjörutíu ær, tveggja vetra tarfsnudda og tíu mjólkurkýr, fjárhrút sem hérfyrrum taldist feykilega dýr. Sextán vænar varphænur og vífið hanagrey, tún sem gefur töðu svo þig trauðla skorti hey, býsna góða bindivél og betri traktorinn, búrtík sem ei bíturfólk og breima köttinn minn. I eldhússkápnum er aðfmna eðalpostulín, með gylltum röndum glóirþað og glitrar allt og skín. Tuppevarer tugum saman taldar verða hér, krukkur undir aldinmauk og ílátfyrir smér. Rennilegar rjómakönnur raðast hillur í, seytján eru sykurker og sextán afþeim ný. tylft af pottum trónirþar og tíu pönnumar. munu vera meir en átta mjólkurkönnumar. Útihúsin em góð, þó einkum hlöðumar, súrheysgryfjur sæmilegar sýra töðumar. Bráðum verður bundinn okkar brúðkaupshnúturinn. Eg gleymdi einni gjöfinni: það er gambrakúturinn. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartssm Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 s Ahugaleysi Þannig var að í kaupfélaginu á Hvolsvelli var haldinn vísna- keppni, sá sem kæmi með besta botninn við stökuna ynni keppnina. Upp stendur hann Jón gamh og kemur með besta botninn. „það allra besta undir sól undir geymt er meyjar kjól“ Kaupfélagsstjórinn launar nú Jóni gamla botninn og afhend- ir honum kaffipakka. Heim kemur Jón gamli með kaffi- pakkan og kella var nú heldur ekki glöð er hún sá pakkann því hún vissi að Jón gamli hefði aldrei efni á kaffipakka. Svo Jón útskýrir allt fyrir kellu. Og hún segir leyfðu mér þá að heyra botninn og Jón gamli er nú eitthvað tregur en lætur til leiðast efidr dálítdð þras í kellu. Og lætur botninn fjúka. „það besta við bæinn er kirkjan xít viðsæinn“ Svo daginn eftir kemur kella í kaupfélagið og kaupfélagstjór- inn óskar kellu til hamingju með hann Jón gamla, að þetta hafi nú verið aldeilis góður bom. Fussar þá kella og segir við kaupfélagsstjórann Hvað heldurðu að hann hafi vit á því, hann kom nú aðeins þrisvar við þar á seinasta ári. Fyrst um páskana, þá var hann svo áhugalítill að hann nennti þessu varla, annað skipti um hvítasunnuna þá var hann svo þreyttur að hann tók varla eftir neinu og svo um jólin þá stein- svaf hann allan tímann og missti af allri athöfhinni. Tvær ljóskur fóra í fyrsta skiptd tdl útlanda og vora að fara í fyrsta sinn í lest. Þegar þær eru búnar að koma sér vel fyrir í sætunum gengur ávaxtasali á milli sætaraðanna og er að selja ffamandi ávexti sem þær hafa aldrei séð áður. Þær ákveða að kaupa sér sitthvorn ávöxtinn. Önnur ljóskan ákveður að gæða sér á ávextinum um það leyti sem lestin er að fara inn í göng. Þegar lestin kom út úr göngunum lítur hún á vinkonu sína og segir, "Ég myndi ekki borða þennan ávöxt ef ég væri þú." "Af hverju ekki?" "Ég tók einn bita og varð blind í hálfa mínútu." Versti ólátabelgurinn í barnaskólanum var læknis- sonur. Einu sinni þegar kennslukonan gat engan hemil haft á honum varð henni að orði. -Ef þú hættdr ekki þessum látum fer ég til pabba þíns og tala við hann. -Það er best fyrir þig að láta það vera, svaraði strákur. -Vegna hvers? -Vegna þess að viðtalið kostar 3.000 kr. Hvemig var sauma- klúbburinn í dag? -Leiðinlegur, það voru allar mættar svo við höfðum ekkert að tala um. Jón Pálmi Pálssm, Bæjarritari Akranesi. 1/iUUihtUúð Mig vantar telpu um tvítugt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.