Skessuhorn - 04.12.2002, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
jxvtsaunw...
Peningunum er kastað
Eftir japl og jaml og fuður
varð niðurstaðan sem sagt sú að
menn skyldu kjósa aftur. Af
hverju og hvers vegna verður
eflaust alltaf hægt að þræta um
en ekki til mikils úr því sem
komið er. Vonandi verða þessar
svokölluðu uppkosningar þó til
þess að menn setji sér skýrari
vinnureglur um það hvernig
bregðast skuli við ef mönnum
líkar ekki framkvæmd kosninga
og telja lýðræði og mannrétt-
indi fótum troðið. En nóg um
það.
Því er ekki að neita að í miðri
gerð fjárhagsáætlunar er það
ekki óskastaða að heyja kosn-
ingabaráttu. Það er engu að
síður afar mikilvægt að vel tak-
ist til við þá vinnu sem nú
stendur yfir, þar sem reynt er að
draga úr kostnaði við rekstur
sveitarfélagsins þannig að sem
minnst verði dregið úr þjónustu
við íbúana. Samhliða markmið-
inu um að ná rekstri sveitarfé-
lagsins niður í 85 % af tekjum
þess er nauðsynlegt að auka
tekjurnar og greiða niður skuld-
ir. Til þess að ná þessu marki
hefur núverandi meirihluti sett
sér að;
* selja eignir.
* bæta kynningar og markaðs-
mál í því augnamiði að laða
hingað fyrirtæki, annað
hvort ný eða fyrirtæki sem
þegar eru í rekstri.
* gera fyrirtækjum auðveldara
að byggja með því að gefa
kost á að greiða gatnagerð-
argjöld á tveimur árum.
* leggja áherslu á að leikskól-
ar, grunnskólar og Tónlista-
skólinn í Borgarbyggð verði
áffam meðal þeirra bestu í
landinu.
* tryggja að veðrið verði enn
með því besta sem gerist hér
á landi.
Það kann að orka tvímælis að
ætla sér að setja síðasta punkt-
inn á stefnuskrá núverandi
meirihluta svo ég tek þann lið
út og geri að eigin baráttumáli.
Og meira í gamni en alvöru.
Hugmyndin kviknaði hins veg-
ar við að lesa dreifibréf sem
framsóknarmenn í Borgar-
byggð dreifðu í tilefni kosning-
anna. Þar benda þeir á að at-
vinnuleysi hafi vaxið í Borgar-
byggð síðasta ár. Ekki veit ég
hvort þar er einungis verið að
nota tækifærið til að upplýsa
lesendur pistilsins um stöðu at-
vinnumála á Islandi í stjórnartíð
núverandi ríkisstjórnar þar sem
framsóknarmenn fara með
ráðuneyti í ýmsum málum en ó-
neitanlega spyr maður sig hvort
ekki sé verið að gefa í skyn að
það ástand væri annað ef fram-
sóknarmenn sætu í meirihluta í
bæjarstjórn.
Það freistar margra sem hafa
afskipti af stjórnmálum að nota
sér félagsleg og þjóðfélagsleg
mein eins og fíkniefnavandann
og atvinnuleysi sér til fram-
dráttar. I kosningunum á laug-
ardaginn kemur held ég hins
vegar að menn ættu að halda sig
við málefni sem raunhæft er að
glíma við í bæjarstjórninni. Og
atvinnuleysi í Borgarbyggð hef-
ur ekki vaxið á síðasta ári um-
fram það sem verið hefur á
landsvísu þannig að framsókn-
armenn í Borgarbyggð sem vilja
bæta ástand atvinnumála í land-
inu ættu að snúa sér til lands-
stjórnarinnar.
Auk ofantalinna punkta er
nauðsynlegt að sveitarstjórnar-
menn vinni að því á vettvangi
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga að stjórnvöld bæti tekju-
stofna sveitarfélaga. Við núver-
andi ástand verður ekki unað til
frambúðar. Og þetta ættu
menn að hafa í huga þegar
gengið verður til alþingiskosn-
inga á komandi vori.
I síðustu kosningum, fyrir
hálfu ári, fékk Borgarbyggðar-
listinn tvo menn kjörna í sveit-
arstjórn Borgarbyggðar. Meiri-
hlutasamstarf við sjálfstæðis-
menn gengur vel og því von-
umst við eftir því að fá umboð
kjósenda til að halda því áfram.
Það væri afleitt ef ný sveitar-
stjórn yrði kosin af minnihluta
V
Finnbogi Rögnvaldsson
kjósenda. Ég vil því enda þess-
ar hugleiðingar á að hvetja alla
kosningabæra menn til að kjósa,
enda segir í vísunni:
1 kosningum á að krossa við rétt
og kosningalögin virða.
Þó hendirþað stundum hefi ég
frétt
að kjósa þmfi að njju.
Finnbogi Rögnvaldsson
Höfundur skipar 1. sæti
Borgarbyggðarlista
Ospilltri ég engri næ
Meðan einhver yrkir brag
og Islendingar skrifa,
þetta gamla þjóðarlag
það skal alltaf lifa.
Eru skáldum amfleygum
æðri leiðir kunnar
en ég vel mér veginn um
veldi ferskeytlunnar.
Svo kvað Jón Bergmann á sinni tíð og
virðast þau orð hans ætla að rætast ótrú-
lega vel því furðu hress er ferskeytlan
ennþá þrátt fyrir hrakspár sjálfskipaðra
menningarfrömuða á tímabili. Fyrir
unnendur ferskeytlunnar eru fá form að-
gengilegri til róa hugann þegar eitthvað
bjátar á og séra Einar Friðgeirsson orti
einhverntíma þegar ekki lá of vel á hon-
um:
Braga oft ég bið um lið
brenndur harmi sárum,
bara til að banda við
bölsýni og tárum
Þó ég hafi elst um ár
ei vill skapið kyira.
Ennþá ber ég sömu sár
sem mér blæddu ífyrra
Ég man ekki betur en það væri Jón
Thor Haraldsson sem heyrði kveðskap
eftir þekktan mann og fannst sem gæðin
væru undir lágmarksstöðlum EES:
Þú hrepptir lítinn skammt af skáldamiði.
Þeim skapadómi verður ekki breytt.
En góði láttu ferskeytluna ífriði,
formið hefiur ekki gert þér neitt.
Einstöku manni verður stakan svo töm
í munni að orðin verða nánast ósjálfrátt
að vísu, jafinvel í óþökk þess sem þó á að
nefnast höfundur vísunnar og herra
munns og tungu. Þessu vandamáli lýsir
Kristján frá Djúpalæk á eftirfarandi hátt:
Þegar við hugsjónir leita ég lags
og langar að punkta þær hjá mér,
þá hyrjar helvítis hringhendan strax
að hrónglast í kjaftinum á mér
Menn hafa löngum deilt um hið hefð-
bundna ljóðform og fundið rök bæði
með því og móti. Jón úr Vör orti, líklega
sem svar við blaðagrein:
Ekki þarf að gylla gull,
gullið verður ætíð bjart
og alltaf verður bidlið bull
þó biiið sé í rímað skart.
Steinn Steinarr sá ekki fremur en
endranær ástæðu til að vera á sama máli
og aðrir og orti í framhaldi af vísu Jóns
(að ég held):
Gull er gull og bull er bull,
bilið alltaf nokkurt var.
fón erjón ogflón erflón
en fjarlægðin er minni þar.
Alþekkt er þessi vísa Andrésar Björns-
sonar:
Ferskeytlan erfrónbúans
fyrsta barnaglingur
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Ég hygg að það hafi verið Stefán Jóns-
son fféttamaður sem sneri þessari vísu
lítillega:
Ferskeytlan er frónbúans
fyrsta bamadundur
en verður seinna í höndum hans
hræringur og glundur.
Hvað sem líður öllum útúrsnúningum
hefur vísan dugað mörgum furðu vel í
ýmiss konar áföllum á lífsleiðinni og þó
menn kannske yrki ekki beinlínis til sín
peninga getur bætt hugarástand haft
mikið að segja en eftir Þormóð Pálsson
er þessi ágæta vísa:
Þó ég hafi brotið bát
brims í lendingunni,
ekki er víst ég verði mát
varinn hendingunni
Þó margt hafi verið ort og skrafað á Is-
landi sem ekki var ætlað til birtingar
heldur aðeins sálinni til heilsubótar hef-
ur sem betur fer margt geymst enda væri
að öðrum kosti erfitt að halda úti vísna-
þætti. Aftan á ljóðakver sitt skrifaði
Benjamín Sigvaldason:
Mér til gamansyrki óð
aura og vinasnauður
en það kann enginn þessi Ijóð
þegar ég er dauður.
Teitur Hartmann var afburðasnjall
hagyrðingur og hefur vafalítið haft gam-
an af góðum vísum eins og títt er um
slíka menn enda bendir þessi vísa ein-
dregið í þá átt:
Gömul vísa verður ný
við að haf 'ana yfir,
maðurfinnur andann í
öllu sem að lifir.
Hermann Guðmundsson frá Bæ á Sel-
strönd hafði þetta að segja um vísuna:
Má sá gnmda er mælir Ijóð,
margt orðfundið vega,
þú hefiir stundir stakan góð
stytt mér undarlega.
Mörgum hag-
yrðingum verður
það fyrir þegar
þeir geta ekki sof-
ið að fara að setja
saman vísur, nú
eða kannske koma
vísurnar bara
sjálfar án nokk-
urrar hvatningar
samanber Pál
Olafsson en eftir Guðmund Straumland
er eftirfarandi hugleiðing:
Fyrst að allt er orðið hljótt
eins og lús á maga
og ég verð að vaka í nótt
vendi ég mér til Braga.
Teitur Hartmann virðist einnig hafa
orðið andvaka stundum:
Ekkert heftir andansflug
e?ida skal það lofa,
mamii dettur margt í hug
meðan aðrir sofa.
Hitt er svo annað hvað menn dreymir
ef þeir ná að festa blund. Björn S. Blön-
dal virðist ekki hafa verið alltof ánægður
eftir að hann flutti úr Vatnsdalnum niður
á Blönduós:
Draumar inn í dalinn ná,
dýrð er í minningunni,
Blönduós vinnur ekki á
auknii kynningunni
Með þökkfyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367