Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐTUDAGUR 15. APRIL 2003
oivóaunu...
Akranes
Skipalyft-
an verði
lagfærð
Þorgeir og Ellert hf. hafa
óskað eftir viðræðum við
bæjaryfirvöld um lagfæring-
ar á skipalyftunni og viðhald
á henni en skipalyftan er í
eigu Akraneshafnar. Fyrir-
sjáanlegar framkvæmdir hjá
Þ&E gera þessar fram-
kvæmdir nauðsynlegar og
því er viðræðanna óskað. Að
sögn Jóns Pálma Pálssonar,
bæjarritara, er ekki útlit íyr-
ir að ráðist verði í slíkar stór-
framkvæmdir á þessu ári
enda sé um tugmilljóna
króna verkefni að ræða. Lít-
ið svigrúm gefist fyrr en á
næsta ári þar sem miklar
framkvæmdir er í gangi í
höfninni við dýpkun hennar.
Frekari upplýsingar varð-
andi málið munu liggja íyrir
þegar bæjaryfirvöld og Þ&E
hafi rætt saman.
HJH
Atvinnu-
vega-
sýning
blásin af
Ekkert verður af fyrir-
hugaðri atvinnuvegasýn-
ingu sem vera átti í Stykkis-
hólmi í sumar undir nafn-
inu Vesturvegur 2003. Að
sögn Ernu Guðmundsdótt-
ur hjá Eflingu í Stykkis-
hólmi sem ætlaði að standa
fyrir sýningunni voru við-
brögð fyrirtækja undir
væntingum. „Við ákváðum
frekar að blása þetta af frek-
ar en fara af stað með hálfan
sal. Við ákváðum því að
fresta þessu til ársins 2005
og þá verða vonandi allir í
uppsveiflu“ segir Erna.
Sýningin Vesturvegur var
haldin árið 1999 oggekkvel
í alla staði. Erna segir að því
séu það ákveðin vonbrigði
hversu illa gangi að endur-
taka leikinn. „Það eru engar
ákveðnar skýringar í hendi.
Það virðist að vísu vera að-
hald hjá stærri fyrirtækjum
og síðan hefur yfirlýsing frá
Akranesi um samskonar
sýningu þar ugglaust haft
einhver áhrif þar sem Vest-
urland er ekki stór markað-
ur,“ segir Erna.
GE
I
Sveitarstjórnai'memi frá Akranesi, Borgarbyggð og Borgarjjarðarsveit á tröppum gatnla Héraðsskólans í Reykholti.
Samciginlegur fundur sveitarstjóma Akraness,
Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar
Vilja efla Hvanneyri sem
miðstöð íslensks landbúnaðar
Bæjarstjórnir Akraness og
Borgarbyggðar og sveitarstjórn
Borgarfjarðarsveitar héldu í
fyrsta sinn sameiginlegan fund
síðastliðinn föstudag. A fundin-
um sem haldinn var í Reykholti
var undiritað samkomulag þess
efnis að Borgarfjarðarsveit gerist
formlega aðili að samstarfs-
samningi sem gerður var milli
Akraness og Borgarbyggðar á
síðasta ári. Þá samþykktu sveit-
arstjórnirnar samhljóða álykun
um þá uppbyggingu sem átt hef-
ur sér stað á Elvanneyri þar sem
skorað er á stjórnvöld, Bænda-
samtök Islands og hagsmuna-
samtök í landbúnaði að styðja
enn frekar við uppbyggingu á
Hvanneyri með því að flytja
þangað aukna starfsemi. í álykt-
Samkomulag um samstarf þriggja sveitarfélaga undirritað. F.v. Páll S.
Brynjarssm, bœjarstjóri Borgarbyggðar,
Sveinbjöm Eyjólfsson, oddviti Borgarfja
uninni segir m.a.: „Með upp-
byggingunni á Hvanneyri eru
sameinaðir veigamiklir þættir í
byggða- og atvinnustefnu. Þá
eru enn ótalin hin miklu já-
kvæðu áhrif sem slík uppbygg-
Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness og
■ðarsveitar. Myndir:JPP
ing hefur á mannlíf og aðra at-
vinnuuppbyggingu á Vestur-
landi. Hvanneyri heftir allar for-
sendur til að verða öflug mið-
stöð íslensks landbúnaðar og að
því ber að stefna." GE
Breytingar á skólamálum í Snæfellsbæ áfram til skoðunar
Unnið úr tillögum skólanefndar
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
hefur ákveðið að skipa nefnd til
að vinna úr tillögum skóla-
nefndar um skipulagsbreytingar
í skólamálum sveitarfélagsins.
Tillögum skólanefndar hefur
verið vel tekið í bæjarstjórn að
sögn forseta bæjarstjórnar en
ekki verður tekin formleg af-
staða til þeirra fyrr en fyrr-
greind nefnd hefur lokið störf-
urn.
Eins og sagt hefur verið frá í
Skessuhorni byggjast tillögur
skólanefndarinnar á því að yfir-
stjórn skólanna þriggja í Snæ-
fellsbæ, þ.e. á Hellissandi, O-
lafsvík og Lýsuhóli, verði sam-
einuð. Þá er lögð til verkaskipt-
ing á milli skólanna á Hell-
issandi og Ólafsvík á þann veg
að 1. - 4 bekkur frá báðum
stöðum verði á Hellissandi en
5. - 7. bekkur í Ólafsvík.
Asbjörn Óttarsson, forseti bæj-
arstjórnar Snæfellsbæjar, segir
að þrátt fyrir að tillögurnar feli
í sér róttækar breytingar hafi
ekki komið fram neinn ágrein-
ingur innan bæjarstjórnarinnar.
„Eg held að mönnum lítist al-
rnennt vel á þessar tillögur. Það
er búið að vinna mikla vinnu og
eðlilegt að skoða áfram hvort
þetta er eitthvað sem kernur til
greina. Okkur finnst hinsvegar
eðlilegt að áður en bæjarstjórn
tekur endanlega afstöðu, verði
farið yfir kosti og galla hugsan-.
legra breytinga, reikna út'
kostnað og útfæra tillögurnar
nánar. Við munum skipa sjö
manna nefnd sem hefúr þetta
hlutverk og þar inni verður for-
maður skólanefndar og bæjar-
stjóri og síðan fimm aðrir skip-
aðir af bæjarstjórn. Þessi nefnd
hefur óbundnar hendur með
hvað hún leggur síðan til við
bæjarstjórn en hún hefur það
Asbjöm Óttarsson
hlutverk að vinna úr tillögum
skólanefndar og leggja til við
bæjarstjórn hvaða leið sé skjm-
samlegast að fara“ segir As-
björn.
Þess má að lokum geta að
hægt er að nálgast skýrslu
skólanefndar í heild sinni á
heimasíðu Snæfellsbæjar,
www.snb.is.
GE
Mildð
byggt
Að minnsta kosti 17 íbúðir
verða í byggingu í Grundar-
firði á þessu ári að sögn
Bjargar Agústsdóttur bæjar-
stjóra. Aðspurð kvaðst hún
ekki vita hvort það væri met í
sveitarfélaginu en án efa með
meira móti.
GE
Ffkniefhi í
Búðardal
I síðustu viku voru gerð
upptæk um sex grömm af
fi'kniefnum í Búðardal. Efirin
fundust þegar þrjú ungmenni
voru handtekin eftir ábend-
ingu ffá lögreglunni á Pat-
reksfirði. Ungmennunum
var sleppt að lokinni yfir-
heyrslu.
GE
Bílvelta á
Skógarströnd
Umferðaóhapp varð við
bæinn Strauin á Skógar-
strönd í vikunni. Jeppabif-
reið, sem í voru þrjár ffansk-
ar konur valt. Bifreiðin er
nokkuð skemmd en engan
sakaði.
GE
Tilboði í
húsnæði
LMI hafiiað
Bæjarráð Akraness hafh-
aði í síðustu viku tilboði
uppá 78,5 milljónir í eignar-
hlut kaupstaðarins að Still-
holti 16-18 sem nú hýsir
Landmælingar íslands. Bæj-
arráð samþykkti hinsvegar á
fundi sínum að gera sömu
aðilum gagntilboð að upp-
hæð 80 milljónir króna.
Reiknað er með að tilboðinu
verði svarað í þessari viku.
Það er fasteignasalan
Eign.is sem hefur milli-
göngu um málið en ekki fást
upplýsingar um það að svo
stöddu hverjir standa á bak
við tilboðið.
Þá hefur ríkið falli frá for-
kaupsrétti sínum á húsnæð-
inu enda munu nýjir eigend-
ur, ef af sölunni verður, taka
við öllum réttindum og
skyldum leigusala sam-
kvæmt samningi ríkisins við
núverandi leigusala.
HJH