Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐTUDAGUR 15. APRIL 2003 jntjsunu... WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Bjarnarbraut 8 Sími: 437 1677 Fax: 437 1678 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 3677 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og ábm: Blaðamaður: Auglýsingar: Umbrot: Prentun: Skessuhorn ehf 137 Gisli Einarsson 899 Hjörtur J. Hjartarson 864 Hjörtur J. Hjartarson 864 Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. 1677 skessuhorn@skessuhorn.is 4098 ritstjori@ske$suhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.i$ gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 437 1677 Senn Þrátt fyrir að enn séu tvöhundruðfimmtíuogfjórir dagar til jóla er ekki laust við að ég sé kominn í jólaskap. Það ætti svo- sem engan að undra þar sem það minnir svo ótal margt á jólin eins og stendur í kvæðinu. Fyrir það fyrsta er það jólahreingerningin. Einn af helstu kostunum við jólin er nefhilega jólahreingerningin. Ef ektí væru jól væri sennilega engin jólahreingerning og án jólahrein- gerningar myndi hlaðast upp hverskyns rasl og drasl og ýmis- konar úrgangsefni þar til ekki væri lengur rúm fyrir heimilisfólk í viðkomandi húsakynnum. Fyrir jólin hef ég það fyrir venju að skúra á bak við græna sófann, uppfæra aðalskipulagið í kústaskápnum og þurrka af gamla transitortækinu á ganginum. Eg læt það hinsvegar ekki nægja, ég fer með tómar bjórflöskur í endurvinnsluna, hendi því sem er óendurvinnanlegt og ef ég hef tíma skila ég bókinni sem Stína systir lánaði mér febrúar og ég fann á bak við stofu- skápinn þegar jólahreingerningin stóð sem hæst. Fyrir jólin hef ég það líka fyrir sið að fara í bað og skipta um föt og myndi eflaust laga hárgreiðsluna ef hún væri til staðar. A jólunum hef ég það aukinheldur fyrir reglu að gefa gjafir, jafhvel þótt ég tími því helst ekki. Eg geng meira að segja svo langt að ég reyni að gefa hverjum og einum það sem ég held að hann langi í. Enn af helstu kostunum við kosningar er kosningahreingern- ingin. Ef ekki væra kosningar á fjögurra ára fresti myndu hlað- ast upp óklipptir borðar, óúthlutaðir styrkir og óveitt embætti og ýmislegt annað sem á endanum myndi fylla öll ráðuneyti. Fyrir kosningar hafa Jrambjóðendur það nefnilega fyrir venju að klippa á hvern þann borða sem á vegi þeirra verður og gleymst höfðu niðri í kassa inni í geymslu með hinu kosninga- skrautinu. Þá nota menn líka tækifærið og fara með innantómu kosningaloforðin í Endurvinnsluna og henda þeim sem ekki era endurvinnaleg. Þá kemur líka í ljós, á bak við sófa eða inni í skáp, einn og einn milljarður sem farist hafði fyrir að skila til kjósenda. Fyrir kosningar hafa ffambjóðendur það einnig fyrir sið að skipta um föt og útlit og fas. Þá gleyma þeir ekki að gefa gjafir og að sjálfsögðu er þess vandleg aðgætt að hver og einn haldi að hann fái það sem hann langar í. Gleðilegjól Gísli Einarsson íjólaskapi Sameigiiilegt eft- irlit um páskana Lögreglustjórar og yfirlög- regluþjónar á Vesturlandi komu saman til fundar í Búðardal fyrr í mánuðinum til að ræða sameig- inlega löggæslu um páskahátíð- ina. Niðurstaða fundarins var sú að embætti lögreglustjóranna í Búðardal, á Snæfellsnesi, í Borg- arnesi, á iAkranesi, í Reykjavík og embætti ríkislögreglustjórans munu standa að sameiginlegu löggæsluverkefni um páskana á Vesturlandi. Ein lögreglubifreið sem ríkis- lögreglustjóri leggur til verður á ferðinni um allt Vesmrland og sinnir ýmsum verkefnum, aðal- lega tengdum umferðareftirliti. Bifreiðin verður mönnuð lög- reglumönnum frá embætmnum á Vesmrlandi. „I tilkynningu frá sýslumannsembættinu í Búðardal um málið segir m.a. „Búast má við mikilli umferð á Vesturlandi og talsverðum mannsöfnuði í sumarbústaðahverfum og víðar. Er því full ástæða til að halda úti auknu eftírliti og hafa yfir aukn- um mannafla og tækjabúnaði að ráða ef eitthvað bregður út af. Skorað er á þá sem verða á ferð um páskana að sýna tillitssemi og þolinmæði í umferðinni sem og í umgengni við aðra.“ GE Mildð spurt um lóðir á Hagamel Mikið hefur verið spurt um lausar byggingalóðir á Hagamel í Skilmannahreppi að sögn Helga Þorsteinssonar oddvita. Tvö hús era í byggingu í þéttbýliskjarn- anum og búið er að sækja um lóðir undir tvö parhús. Fyrir eru 23 hús á Hagamel að sögn Helga og er eldra hverfið fullbyggt en í nýrri hlutanuin eru skipulagðar lóðir fyrir sama fjölda en þar af er fimm lóðum ráðstafað. „Það hefur óvenju mildð verið spurt um lóðir að undanförnu", segir Helgi. „Ugglaust spilar fyrir- huguð stækkun álversins á Grundartanga þar inn í að ein- hverju leyti en mér heyrist líka á þeim sem hringja að ástæðan sé einnig sú að margir sem eru að flytja utan af landi og vilja eltki fara alla leið í þéttbýlið. Kostírn- ir sem menn sjá við að fara hing- að er að þetta er í sveit en samt stutt í alla þjónustu.“ GE Heilsuefling eldriborgara Heilsugæslan í Snæfellsbæ hef- ur kynnt bæjarstjóm hugmyndir að samstarfsverkefhi sem felur í sér svokallaðar heilsueflandi heimsóknir til aldraðra. Verkefnið byggir á að hjúkrunarfræðingur heimsæki aldraða borgara í svitar- félaginu og kanni aðstæður þeirra og grípi til viðeigandi ráðstafana ef þörf er á. Tilgangur verkefnis- ins mun vera að tryggja að aldrað- ir íbúar sveitarfélagisins njóti þess besta aðbúnaðar sem möguleiJd er á. Bæjarstjórn hefur tekið vel í hugmyndir heilsugæslunnar var samþyJikt á síðasta fundi bæjar- stjórnar að fela bæjarritara og bæj- arstjóra að útfæra verkefnið nánar í samvinnu við öldrunarnefnd og aðila frá heilsugæslunni. GE Miklar framkvæmdir standa mí yfir vitj vegamót Vesturlandsvegar og Snæfells- nesvegar í Borgamesi. Þar lætur vegagerðin byggja hringtorg sem verður tilbú- ið í sumar en einnig standa nú sem hæst framkvæmdir við stórhýsi sem Kaupfe'- lag Borgfirðinga lætur byggja yfir byggingavöniverslun. Aætlað er að taka hús- ið í notkun íjúní nk. Mynd: GE Rarmsóknir á Hvanneyri I stefnumörkun fyrir naut- griparækt á Islandi næstu 10 árin hefur verið samþykkt að stefnt skuli að einni yfirstjórn í kennslu- og rannsóknarað- stöðu í nautgriparækt. Að- staðan skal vera á Hvann- eyri, en nú fara þessar rann- sóknir fram í Eyjafirði, á Suðurlandi og Hvanneyri. (Hvanneyri.is) Leikskóla- stækkun að Ijúka Stækkun leikskólans Kríla- kots í Olafsvík er að verða lokið og stefnt er að því að taka viðbygginguna í notkun um næstu mánaðarmót. Þeg- ar viðbyggingin verður tekin í notkun bætast 18 pláss við þau 42 sem fyrir eru. GE Fram- kvæmdir við Vallar- sel senn boðnar út Áædað er að fullnaðar- teikningum vegna stækkun- ar leikskólans Vallarsels á Akranesi verði lokið um næstu mánaðarmót og í kjöl- farið verði verkið boðið út. Þremur deildum verður bætt við þær þrjár sem fyrir eru og þar með fjölgar plássum um sjötíu. Þar með ætti öll- um biðlistum að verða eytt sé miðað við stöðuna eins og hún er í dag. A meðan fram- kvæmdunum stendur er ljóst að nokkur röskun verður á starfsemi stofnunarinnar og möguleikum hennar á að taka inn börn á leikskólann. Af þessum sökum samþykkti bæjarráð á fundi sínum ný- verið að skoða þá möguleika hvort mögulegt sé að leysa þennan vanda með því að hýsa eina leikskóladeild í húsnæði Grundaskóla. Þá vill bæjarráð að skoðað verði hvort mögulegt sé að samnýta lóð leikskólans Garðarsels þann tíma sem þetta ástand varir. Vonast er til að nýju deildirnar á Vall- arseli verði teknar í notkun snemma á næsta ári. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.