Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 2003
^ikiissunu^
Kosningaskrifstofa VG
opnuð í Borgamesi
Vinstri Grænir opnuðu kosn-
ingaskrifstofu sína í Borgarnesi á
dögunum. Efstu frambjóðendur
listans ávörpuðu gesti, þau Jón
Bjarnason, Arni Steinar Jó-
hannsson og Hildur Trausta-
dóttir á Brekku í Borgarfjarðar-
sveit, og Steinunn Pálsdóttir
söng við undirleik Steinunnar
Árnadóttur. Halldór Brynjúlfs-
son í Borgarnesi stýrði dag-
skránni og sagði nauðsynlegt að
tryggja Vinstri Grænum góða
kosningu ef breytingar ættu að
verða á landstjórninni í vor. Jón
Bjarnason oddviti Iistans kynnti
helstu kosningaáherslur flokks-
ins undir slagorðinu „Næst á
dagskrá: Réttlæti". Jón sagði að
það þyrfti að styrkja grunnþætti
samfélagsins, m.a. með því að
hverfa frá einkavæðingu al-
Frá opnun kosningaskrifstofunnar í Borgamesi.
mannaþjónustunnar og koma á
móts við barnafólkið og þá sem
eru að koma sér upp húsnæði og
fjölskyldu. Að sögn kosninga-
stjóra VG, Guðmundar Inga
Guðbrandssonar á Brúarlandi,
verður öflugt starf á skrifstof-
unni eftir páska með fyrirlestr-
um, viðveru frambjóðenda og
skemmtilegum uppákomum.
Fermingar í Borgarprestakalli
Borgarneskirkja
Skírdagur 17. apríl kl 11
Adam Orri Vilhjálmsson, Arnarklettur 22
Aðalsteinn Olafsson, Garðavík 5
Andri Orn Sigurðsson, Borgarhraut 39
Bjarki Kristjánsson, Höfðaholt 5
Gísli Grétar Sólonsson, Mávaklettur 6
Guðmundur Sigurður Jónsson, Þórðargata 4
Hinrik Stefánsson, Kveldúlfsgata 18
Hugrún Hulda Guðjónsdóttir, Borgarbraut 25b
Jóhannes Diego Rodriquez, Borgarbraut 33
Jóhannes Sturla Valtýsson,Bærwn,Noregi.
Aðsetur: Tungulakur
Ivar Orri Þorsteinsson, Berugata 24
Kristrún Inga Valdnnarsdóttir, Mávaklettur 13
Rósa Kristín Indriðadóttir, Kjartansgata 12
Rúnar Bjarki Elvarsson, Egilsgata 11
Sandra Dögg Bjömsdóttir, Þórólfsgata 16
Sandra Jóhannsdóttir, Hrafnaklettur 2
Sverrir Falur Björnsson, Egilsgata 19
Sævar Órn Eggertsson, Laufás
Akrakirkja
Annar páskadagur 21. apríl kl 14
Oddrún Ragna Elísabetardóttir, Anastaðir
Borgarneskirkja
Sumardagurinn jyrsti 24, aprt'l kl 13.30
E/t'n Eyjólfsdóttii; Klettavík 15
Messur í
Reykholtsprestakalli
Föstudagurinn langi
Reykholtskirkja kl.22.00
Lestur Píslarsögu og söngur
Páskadagur
Síðumúlakirkja kl. 11.00
Reykholtskirkja kl. 14.00
Annar páskadagur
Gilsbakkakirkja kl. 14.00
fyrir Gilsbakka og Stóra-As sóknir
Sýning Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum
Munir myndir og minningar
Sýning Félags aldraðra í Borg-
arfjarðardölum. Munir myndir
og minningar er haldin dagana
17.-27. apríl á Hótel í Reykholti,
í höfðinglegu boði Steinunnar
Hansdóttur og Ola Jóns Olason-
ar.
Félagsmenn hafa safnað saman
munum sem varðveittir hafa ver-
ið á félagssvæðinu. Munirnir eru
af ýmsu tagi og margir gerðir af
högum höndum til skrauts og
notkunar við bústörf utanhúss og
innan. Við félagarnir höfum skip-
að okkur í hópa, sem hver um sig
sér um aðskilin verkefni á sýning-
unni. Ágúst Ágústsson fýrrum
skógarvörður í Hvammi í Skorra-
dal fer fýrir þeim sem kynna
verkefnið „Skógurinn og úr-
vinnsla hans“
Jakobína á Hvanneyri, fer á-
samt öðrum hagleikskonum
höndum um „Ullina og úrvinnslu
hennar".
Ingimar Sveinsson á Hvann-
eyri og aðrir valinkunnir hesta-
menn sýna okkur myndir og
muni tengda „íslenska reiðhestin-
um“.
Magnús á Gilsbakka og Krist-
ján á Oddstöðum fara fyrir þeim
sem fræða gesti um „Brúkshluti
utanhúss“
Jóhanna á Grund og fleiri góð-
ar húsfreyjur sýna hannyrðir frá
fyrri tíð og ýmsa „Brúkshluti inn-
anhúss".
Svava frá Hvammi stjórnar
búðardömunum í „Basarhorn-
inu“.
Arni á Brennistöðum sýnir
gamlar myndir, Ragnheiður á
Gilsbakka sýnir skuggamyndir og
myndir verða frá Húsafelli.
Reykholtsbærinn hans Jóns
Þórissonar og Reykholtsvegg-
teppið hennar Halldóru í Reyk-
holti verða á heiðursstað.
Síðast en ekki síst stjórnar
Ungkarlinn Þorvaldur í Brekku-
koti leiklestri félaga, sem lesa úr
gömlum íslenskum leikritum sem
flutt hafa verið á félagssvæðinu.
Hvern sýningardag koma börn
í heimsókn og lesa ljóð dagsins.
Gefm er út vegleg sýningar-
skrá, sem hefur meðal margs ann-
ars að geyma efni úr Gulla-
stokknum, sem er safn ljóða og
minninga eftir félagsmenn.
Velkomin til að sjá og heyra
það sem við í Félagi eldri borgara
í Borgarfjarðardölum, höfum
fram að færa á Hótel Reykholti
Þar er gott að koma og fá sér
kaffi eða mat og jafnvel gistingu
og njóta næðis við að rifja upp
það sem áður var.
Gjöf frá Kiwanis-
Idúbbnum Þyrli
Þann 7. apríl sl. afhenti
Kiwanisklúbburinn Þyrill
á Akranesi Grundaskóla
250.000.- kr. til kaupa á
tölvum og tækjum fýrir
nemendur. Þessi gjöf er
hugsuð til kaupa á tækj-
um til að vinna við gerð
kvikmynda, s.s. klipp-
ingu og hljóðsetningu
myndefnis.
I gjafabréfinu stendur
„Kiwanisklúbburinn Þyr-
ill vill með gjöf þessari
sýna hug sinn til ung-
menna á Akranesi í anda
kjörorðs Kiwanishreyf-
ingarinnar „Börn fýrst og
fremst“.“
Starfsfólk og nemendur þakkir til Kiwanismanna fyrir
Grundaskóla senda sínar bestu þessa góðu gjöf.
A myndinni tekur skólastjóri, Guðbjanur
Hannesson, við styrknumfrá Kiwanis úr hendi
Hinriks Haraldssonar.
Sumargleði á Reykhólum
I samkomuhúsinu á Reykhól-
um þann 24.april (á sumardaginn
fyrsta) kl. 13:30 munu rithöfund-
arnir Þórarinn Eldjárn og Krist-
ján Þórður Hrafnsson lesa úr
verkum sínum, og Sophie
Schoonjans hörpuleikari og Gísli
Helgason blokkflautuleikari flytja
tónlist. Aðgangur verður ókeyp-
is. Að dagskrá lokinni í sam-
komuhúsinu um kl. 14:30 munu
íbúar og starfsmenn Hjúkrunar-
og dvalarheimilisins Barmahlíðar
á Reykhólum taka vel á móti
gestum í Barmahlíð. Þá verður
haldinn hinn árlegi Barmahlíðar-
dagur með handavinnusýningu,
tombólu og kaffisölu.
Reykhólar eru í um 230 km
fjarlægð frá Reykjavík og er um 1
klst. akstur frá Búðardal.
(Fréttatilkynning)
Vorvaka Emblu. 23. - 24. apríl
Senn líður að 14. vorvöku
Emblu . Þétt skipulögð dagsskrá
full af fróðleik og skemmtun.
Mikið verður um að vera þessa
tvo daga.
Miðvikudaginn 23. apríl kl.
20:00 í Stykkishólmskirkju mun
Anna Sigríður Olafsdóttir, mat-
væla- og næringarfræðingur hjá
manneldisráði, flytja erindi og
fræða fólk um matarvenjur fýrr
og nú, og gefa góð ráð um heilsu-
samlegt líferni. Þá koma Rímur
og Rapp ffarn, sem samanstendur
af flytjendunum Steindóri And-
ersen kvæðamanni, Hilmari Erni
Hilmarsyni tónlistarmanni og
Jóni Magnúsi Arnarssyni rappara.
Þeir munu tengja saman þessar
hefðir kveðskaps, fræða okkur á
uppruna rímna og rappsins og
sýna þróuninna. Að dagskrárat-
riðum loknum verður boðið upp
á léttar heilsusamlegar veitingar.
Aðgangseyrir er 750 kr.
Fimmtudaginn 24. apríl
kl.l3:00 - 20:00 í tónlistarskólan-
um mun listakonan Rannveig
Tryggvadóttir vera með sýningu
á keramikverkum sínum. Rann-
veig Tryggvadóttir nam list sína
1979-1988 í Kv's konstskola og
listasögu í Gautarborgarháskóla.
1981 - 1982 var hún nemi í
Konstindrustrískolan í Gauta-
borg hjá Herman Fogelín.
Rannveig er mikill listamaður og
er það sönn ánægja að fá hana í
Hólminn. Þá verður í tónlistar-
skólanum sett upp sýning í
tengslum við matarvenjur íslend-
inga fýrr og nú, í samvinnu við
Norskahúsið.
„Heilsa hvað, nema hvað“
gæti verið heiti á átaki veitinga-
húsa í Stykkishólmi. Veitingahús-
in Fimm Fiskar, Narfeyrastofa og
Hótel Stykkishólmur koma sam-
an og ætla að sýna bæjarbúum
takta sína og gefa hugmyndir að
hollurn og góðum mat. Munu að-
ilar frá þessum stöðum matreiða
rétti þar sem hvert fýrirtæki fær
40 mín. til að matreiða veislumál-
tíð fýrir 10-15 manns og má
kostnaður ekki fara upp fýrir
5000 kr. Þeim er frjálst að nota
hvaða hráefhi sem er og eiga
einugis að versla í 10/11, verslun
í heimabyggð. Er það hvatning til
fólks til að versla heima. Hvert
fýrirtæki má hafa einn aðstoðar-
mann sér til halds og trausts, og
er hann valinn úr atvinnulífinu. I
tónlistarskólanum verður Brauð-
gerðarhús Stykkishólms einnig
með kynningu og ffæðsluefhi um
spelt, súrdeigsbrauð, normal-
brauð og hollustu brauðmetis.
„Hollt og gott, nema hvað“.
Ekki er aðgangseyrir að sýning-
unum.
Félagið Embla er félagsskapur
kvenna sem m.a. vinnur að því að
fræða sig og aðra á sviði lista- og
menningar sem starfað hefur frá
árinu 1989.
(Fréttatilkynning)