Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐTUDAGUR 15. APRIL 2003
jBtssunu,..
Reykdælingar breyta um vaxtarlag
Þor~valdur Jónsson tekur á í tækjunum á Kleppjámsreykjum. A innfeldti myndinni má sjá háðfuglinn Bjartmar Hannes-
son œfa áreynslusvipinn. Myndir: GE
Hópur áhugamanna um heil-
brigt og gott útlit (svo vitnað sé
í límmiða á maltflöskum) kom
saman í íþróttahúsinu á Klepp-
sjárnsreykjum í Reykholtsdal
síðastliðið fimmtudagskvöld og
tók formlega í notkun alhliða
líkamsræktartæki sem keypt
eru að frumkvæði nokkurra
einstaklinga úr sveitinni sem
kalla sig „Áhugafólk um lík-
amsrækt“, skammstafað Afl.
Tækin eru keypt af íþróttamið-
stöðinni í Borgarbyggð og hafa
þjónað þar í nokkurra ára bil en
eru í góðu standi, að sögn Irisar
Grönfeldt, íþróttaþjálfara.
„Sveitarstjórn Borgarfjarð-
Stúlkumar úr Skallagrími léku gegn Keflavíkurstúlkum í undanúrslitum
Islandsmótsins í tíunda flokki síðastliðinn laugardag. Keflavíkurstúlkur unnu
reyndar leikinn með 31 stigi gegn 1S en samt verður árangur Borgar-
nesmeyja að teljast býsna góður. Skallagrímsstúlkumar stóðu líka vel í stall-
systrum sínum af Suðumesjunum ífytri hálfleik og var staðan í leikhléi 12
-10, Keflavík í vil.
Efri röðfrá vinstri: Pálmi Þór Sœvarsson (þjálfari íforfóllum Finns Jóns-
sonar), Hólmfríður Valdís Sævarsdóttir, Guðrúm Selma Steinarsdóttir, Júlí-
ana Þóra Hálfdánardóttir, Gunnfríður Ólafsdóttir, Iris Dögg Jónsdóttir.
Neðri röðfrá vinstri: Guðrún Ósk Amundadóttir, Ama Hrönn Amunda-
dóttir (stendurfyrir framan Guðrúmi), Sign'm Sjöfn Amundadótttí, lris
Gunnarsdóttir, Gunnhildur Lind Hansdóttir og Rósa Kristín Indriðadótttí
Sundfélag Akraness
Aðalfundur
Aðalfundur Sundfélags Akraness verður
haldinn þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00
í Iþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Onnur mál.
arsveitar gaf frá sér að kaupa
tækin og þá tók sig saman hóp-
ur manna um að ná þessu hing-
að. Við gerðum síðan samning
við sveitarfélagið um að fá að
fjármagna þetta að hluta til
með sölu aðgangskorta en
sveitarfélagið sem er rekstrar-
aðili íþróttahússins fær að-
gangseyri að stökum tímum“,
segir Þorvaldur Jónsson, einn
hinna verðandi vaxtarræktar-
trölla í Reykholtsdal. „Það var
mikill áhugi fyrir þessu hér í
sveitinni og við gerum ráð fyrir
að hér verði umtalsverðar út-
litsbreytingar á komandi vikum
enda lítum við á þetta sem á-
kveðið framlag í átakinu „Feg-
urri sveitir", segir Þorvaldur.
GE
Páskar undir Jökli
Snæfellsjökull gnæfir jafnan
tignarlegur og fagur við sjón-
deildarhring Reykvíkinga og eftír
tílkomu Hvalfjarðarganga er Jök-
ullinn nú í aðeins rúmlega
tveggja tíma akstursfjarlægð frá
höfuðborginni.
Frá skírdegi og fram á annan í
páskum bjóða ferðaþjónustufyr-
irtæki undir Jökli upp á ýmsa af-
þreyingu bæði á Jöklinum og
svæðinu í kringum hann. Snjófell
á Arnarstapa rekur skíðalyftu í
Jöklinum sem verður opin alla
dagana ffá kl. 11-17 svo framar-
lega sem veður leyfir og einnig
verður hægt að fá jöklaferðir,
bæði á snjósleðum og snjótroður-
um. Nauðsynlegt er að panta á
sleðana eða í troðarann, en ferðir
verða farnar á tveggja tíma ffesti
ffá kl. 11 og ffam tíl kl. 17, þegar
síðasta ferð er farin. Snjófell
verður með ýmsa afslættí í boði
um páskana, þar er hægt að fá
gistíngu og jafnffamt verður veit-
ingastaðurinn opinn alla daga.
Á Hellnum verður Gistiheim-
ilið Brekkubær með 2ja nátta gis-
titilboð með hálfu fæði, þ.e.
morgunverði og kvöldverði, sem
nýta má hvenær sem er yfir pásk-
ana. Sérstakur páskamatseðill
verður í boði. Hægt er að fá lesið
í stjörnumerki, lestur í spáspil og
heilunartíma á Brekkubæ. Á
fimmtudeginum og laugardegin-
um kl. 13:30 verður boðið upp á
söguferð um Hellnar þar sem
fléttað verður saman sögu svæðis-
ins fyrr og nú og gengið um
orkulínur og álfabyggðir.
Hið rómaða kaffihús, Fjöru-
húsið á Hellnum, opnar um pásk-
ana og verður með sérstakt
páskatilboð á kaffiveitíngum alla
daga. Stutt er í Þjóðgarðinn Snæ-
fellsjökul ffá Stapa og Hellnum
og þar eru ótal gönguleiðir og at-
hyglisverðir staðir til að skoða.
Úr mörgu að velja og margs að
njóta undir Jökli. Hægt er að
skoða www.hellnar.is og
www.snjofell.is til að fá nánari
upplýsingar um svæðið.
Fréttatilkynning
*
Agœtu íbúar Borgarbyggðar!
Stjórnin.
Bæjarstjórn Borgarbyggð-
ar ákvað að selja 50% eignar-
hlut sinn í jörðinni Hvíts-
staðir - Arbær í Borgarbyggð.
Við undirrituð höfðum á-
huga á að kaupa eignarhlut-
ann, byggja íbúðarhús og
setjast þar að og reka jafn-
framt fyrirtæki í Borgarnesi.
Draumurinn var að koma
okkur fyrir á jörðinni og að
nokkram árum liðnum hefja
lítilsháttar búskap. Þessi
draumur virðist ekki eiga eft-
ir að rætast. Við gerðum
kauptilboð í samræmi við
óskir bæjarstjórnar og voram
bjartsýn með framhaldið. Við
bjuggumst við svari fljótlega
eins og okkur var lofað en
bæjarstjórn óskaði hins vegar
eftir fresti til að íliuga annað
kauptilboð sem henni hafði
borist. Við veittum umbeð-
inn frest. Samkvæmt okkar
upplýsingum var hitt kauptil-
boðið kr. 20.000.- hærra.
Okkur fannst skrítið að
stjórnin þyrfti frest til að
skoða örlítið hærra kauptil-
boð. Enn kom ekkert svar
nema það að ekki væri hægt
að taka ákvörðun að svo
stöddu. Með fögram fyrir-
heitum bæjarstjórnar var
okkur LOFAÐ gagntilboði
en það hefur ekki enn borist.
Verið var að draga okkur á
asnaeyrunum því bæjar-
stjórnin var að bíða eftir
þriðja tilboðinu. Seint þann
2. apríl sl. kom það ffam og
strax daginn eftír gekk bæjar-
stjórnin að því tdlboði sem
var 7 milljónum króna hærra
en okkar. Bæjarstjórnin taldi
sig hvorki þurfa að efna lof-
orð sitt um að gera okkur
gagntilboð né tilkynna okkur
að jörðin hefði verið seld
öðrum.
Okkur finnst þessi vinnu-
brögð véra fyrir neðan allar
hellur þar sem bæjarstjóri
Borgarbyggðar hafði áður
talið okkur trú um að jörðin
yrði ekki seld hverjum sem
er. Með því að ganga að okk-
ar tilboði eða gera okkur
gagntilboð upp á hærra kaup-
verð hefði Borgarbyggð
fengið ungt og duglegt fólk
sem ábúendur á jörðinni og
allar tekjur okkar runnið til
bæjarins. Þess í stað selur
Borgarbyggð jörðina aðila
sem ekki er líklegur til að
hefja búskap á jörðinni.
Við teljum að með þessu
hafi bæjarstjórnin gengið
þvert á vilja jarðanefndar og
fólksins í Borgarbyggð. Hvað
finnst íbúum Borgarbyggð-
Svanhildur Valdimarsd.
Dagbjartur Ariliusson