Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 5
SUSsSSUHöBí
MIÐVIKUDAGUR 28. MAI 2003
5
Brautskráning firá Landbúnaðar-
háskólanum á Hvanneyri
Laugardaginn 24. maí kl.
14.00 var brautskráning nem-
enda frá Landbúnaðarháskól-
anum á Hvanneyri með hátíð-
legri og fjölmennri athöfn í
mötunejrti skólans.
Við skólann er boðið upp á
háskólanám á þremur náms-
brautum, landnýtingar-, um-
hverfisskipulags - og búvísinda-
braut. Að þessu sinni braut-
skráðust 9 nemendur af búvís-
indabraut og 3 af landnýtingar-
braut auk 23 nemenda sem út-
skrifuðust með búfræðipróf úr
Bændadeild. Af þeim voru 2
fjarnemar. Ekki brautskráðust
nemendur af umhverfisskipu-
lagsbraut að þessu sinni því hún
var fýrst starffækt við skólann
haustið 2001.
Hæstu einkunn á háskóla-
prófi hlaut Gunnfríður Elín
Hreiðarsdóttir. Hún stundaði
nám á búvísindabraut og fékk
einkunnina 8,78. A landnýting-
arbraut var hæsta einkunn 8,30,
en hana hlaut Cathrine Helene
Fodstad. Hæstu einkunn á bú-
fræðiprófi hlaut svo Sigurbjörg
Sigurbjörnsdóttir, með ein-
kunnina 8,64.
Þetta er í fyrsta sinn sem
nemendur útskrifast eftir að
hafa stundað allt sitt háskóla-
nám við LBH eftir að skólinn
var formlega gerður að háskóla
með lögum árið 1999.
Útskrifaðir nemendur með BS gráðu og búfrœðipróf frá LBH vorið 2003.
Guðni Agitstsson landbúnaðatráðbetra létþað vera sittfyrsta embœttisverk að
loknum kosningum að vera viðstaddur útskriftfrá Landbiínaðarháskólanimi.
Aðþessu sinni varþetta honum óvenju gleðilegitr dagur, þvíþama útskrifiiðust
fimm systkynaböm hans. Frá vinstri: Agúst Ingi Ketilsson, Jóhann Jensson,
Guðni Agústsson, Baldur Gauti Tryggvason, Stefán Geirsson og Trausti
Hjálmarsson.
Byggt í Dalabyggð eftir langt hlé
Hafm er bygging tbúðarhúss á Stóra Vatnshomi í Dalabyggð en það mun
vera fyrsta íbúðarhúss sem byggt er af einkaðila í sveitarfélaginu síðan 1991.
QsV\jw\ sjówiöwourfwi tll kwil«gju með
BUNAÐARBANKINN
BORGARBYGGÐ
Borgarbraut //
Borgarnesi
S. 437 Í224
___| Landsbankinn