Skessuhorn


Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. MAI 2003 ^>usunu>. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Bjarnarbraut 8 Sími: 437 1677 Fax: 437 1678 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 3677 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 437 1677 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjurtarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjurtarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is Prentun: Prentmet ebf. Skessuhom kemur út alla miðvi þriðjudögum. Auglýsendum er Skilafrestur smáauglýsinga er t rudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á >ent a að panta auglýsingaplass timanlega. " 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 437 1677 Spenningur Eitt af því sem ekki er nógu góð stjórn á í þessum heimi er dreifíng stórviðburða. Því kemur það annað veifið fyr- ir að álagið verður of mikið fyrir viðkvæmar sálir eins og mig. I marga mánuði hafði ég markvisst byggt upp spennu fyrir Júróvísnasamkeppnina margrómuðu og var fyrir vik- ið vansvefta loksins þegar stóra stundin rann upp. Fram- an af mánuðinum fylgdist ég óþreyjufullur með með veð- bankavísitölunni og saup hveljur við hverja gengisfellu en margfaldaði þjóðarstoltið um leið og fréttir bárust af því að Evrópskir blaðamenn hefðu frekar viljað tala við hina húsvísku snót en rússneskar lespíur. A meðan ég sannfærði sjálfan mig jafnt og þétt um yfir- gfnæfandi sigurlíkur Birgittu notaði ég hverja dauða stund til að fletta í ættfræðibókum og annaálum í leit að ein- hverri tengingu Júróvísnastjörnunnar þingeysku við Vest- urland. Eg komst því miður ekki lengra en svo að mér tókst að grafa upp fyrrverandi enskukennara söngdísar- innar sem nú býr í Borgarfirði. Vissulega betra en ekkert, allt þangað til hin annars geðþekka sprund þurfti endilega að gaspra með það í viðtali úti í Lettlandi að hún hefði alla tíð verið illa talandi á enska tungu. Þar með var það ónýtt. Eg áttaði mig líka á því seint í síðustu viku, að það hefði hvort sem er ekki verið tímabært að opinbera hugsanleg tengsl við stjörnuna á svo viðkvæmu stigi. Þá var ég stadd- ur í Grímsey og þarlendir flana ekki að neinu. Þeir höfðu fyrir löngu fundið það út að títtnefnd Birgitta væri Grímseyingur og ekkert annað, þetta sögðu þeir mér í trúnaði. Þeir höfðu hinsvegar ekki hugsað sér að gera málið opinbert fyrr en hún væri komin með sigurlaunin í hendurnar. Það kom síðan í ljós að Grímseyingar eru skynsamari en flesta hafði grunað. Ekki það að frammistaða stúlkunnar var til fyrirmyndar og svo vel hélt hún athygli okkar sem aldrei komum til með að viðurkenna snefil af áhuga á Júróvísnakeppninni að það er á mörkunum um að við vit- um enn hverjir eru ráðherrar í endurunninni ríkisstjórn. Það var varla að maður tæki einu sinni eftir því þótt síma- reikningurinn hækkaði um 150 milljónir króna og orðið ungur athafaamaður fengi nýja og víðtækari merkingu. Gísli Einarsson, í sjöunda himni Gísli Einarsson, ritstjóri. Laxveiðitíminn að hefjast Líkur á vatnsleysi í ánum segir Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur Laxveiðitímabilið hefst að vanda næstkomandi laugardag með opnun Norðurár í Borgar- firði. Þverá opnar þann 7. júní, nokkrum dögum síðar en und- anfarin ár en flestar aðrar lax- veiðiár á Vesturlandi opna um eða uppúr miðjum júní. „Við höldum að þetta geti orðið svipað og á síðasta sumri,“ segir Sigurður Már Einarsson hjá veiðimálastofaun í Borgar- nesi. „Smálaxagengdin virðist ætla að verða góð en hún hefur farið vaxandi undanfarin ár og heldur uppi veiðinni. Góð skil- yrði í sjónum gefa fögur fyrir- heit hvað smálaxinn varðar en það eru svosem engin merki um bata hjá stórlaxinum.“ Sigurður Már kveðst hafa mestar áhyggjur af vatninu í ánum og telur að það kunni að verða naumt skammtað í sumar. „Það er lítill sem enginn forði í fjöllum og nú þegar eru margar ár mjög vatnslitlar. Laxinn ætti að koma samt sem áður en veiðiskilyrðin gætu orðið erfið.“ GE Haraldur hættir í Heiðarskóla Haraldur Haraldsson sem verið hefur skólastjóri Heiðar- skóla í Leirár og Melasveit síð- ustu fimm árin hættir störfum þar nú í vor. Að sögn Haraldar eru það fjölskylduhagir sem valda því að hann tók þessa ákvörðun. „Við vildum fara nær þeim skólum sem börnin hafa valið að stunda og nær stórfjöl- skyldunni getum við sagt. Það tekur hinsvegar til hjartans að fara úr Heiðarskóla. Hér er gott skólalíf og yndislegt fólk. Her er unnið gott starf og hér er vax- andi barnaumhverfi. Síðan ég flutti hefur mikið verið byggt hér í nágrenninu og fyrsjáanleg enn meiri fjölgun. Það er því Haraldur Haraldsson með söknuði sem ég fer héðan,“ segir Haraldur en hann tekur við nýju starfi sem skólastjóri Lækj- arskóla í Hafaarfirði í haust. Fimmtudaginn 22. maí heimsótti A llsh erjarn eþid fœreyska lögþingsins Borgar- byggð. Farið var í heimsókn í Viðskiptaháskólami á Bifröst og einnig var He'r- aðsdómur Vesturlands heimsóttur, en tilgangurinn með heimsókn nefndarinnar til Islands var jyrst ogjremst að kynna sér starfsemi dómstóla og málefni sveit- arfélaga á Islandi. Húsvemdunarsjóður Akraness úthlutar styrkjum Mátiahraut 21. Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti á fundi sínum nýverið að styrkur að fjárhæð 1 milljón krónur skyldi veittur úr Hús- verndunarsjóði Akraness til Vesturgata 45. húseigenda eignanna að Mána- braut 21 og Vesturgötu 45. Skiptist styrkurinn jafnt á milli eigenda húsanna. Alls bárust átta umsóknir um styrki. HJH Unnið við Leifssafii Framkvæmdir eru að hefj- ast við endurbætur gamla kaupfélagshússins í Búðardal sem í ffamtíðinni mun hýsa Leifssafa í minningu Leifs Eiríkssonar. Að sögn Harald- ar Líndal sveitarstjóra Dala- byggðar verður firamkvæmt fyrir um 7 milljónir króna í ár en heildarkostnaður við end- urbæturnar er talinn nema um 100 milljónum króna. Að þessu sinni verður skipt um utanhússklæðningu og er það Burkni ehf sem annast ffam- kvæmdina. GE Þrír land- verðir Þrír landverðir hafa verið ráðnir til vinnu í sumar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þau eru Þórunn Sigþórs- dóttir úr Stykkishólmi, sem einnig starfaði í þjóðgarðin- um sl. sumar, Marta Birgis- dóttir ffá Olafsvík og Emst Kettler sem kemur frá Reykjavík. Einnig mun Þröstur Olafsson, sem býr á Akranesi, leggja ffam krafta sína. Þau era öll með land- varðaréttindi. Landverðir vinna við ffæðslu, upplýs- ingagjöf, effirlit og umhirðu í þjóðgörðum landsins og á ffiðlýstum svæðum. Almenn dagskrá hefst við sumarsólstöður, þann 21. júní. Um miðjan júm' koma sjálfboðaliðar á vegum bresku samtakanna BTCV í þjóðgarðinn líkt og í fyrra sumar. Þau dvelja í eina viku og sinna ákveðnum verkefa- um s.s. við uppbyggingu og viðhald gönguleiða. Atvinnumál- inræddí Hólminum Um síðustu helgi var haldið íbúaþing um atvinnu- mál í Stykkishólmi og var það vel sótt og gagnlegt að sögn Óla Jóns Gunnarsson- ar bæjarstjóra. „Þingið var á- gætlega sótt og frjóar og gagnlegar umræður. Þetta var einn liður í undirbúningi íbúaþings sem ætlunin er að halda 1. nóvember og við bindum miklar vonir við,“ segir Oli Jón. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.