Skessuhorn


Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MAI 2003 jotiSSUnu^ Ríkisstyrkt kjötmjölsverksmiðja Kjötmjöls ehf? í framhaldi af fféttum í fjöl- miðlum af rekstrarvanda Kjötmjöls ehf. og viðtali við ffamkvæmdastjóra Kjötmjöls ehf., um að vandamál í rekstri verksmiðjunar verði best leyst með aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum, og að vilyrði sé þar um, er rétt að athuga nokkuð hvers vegna þessi staða er komin upp og hvort hún á að koma einhverjum á óvart. AB-Mjöl ehf., og þar á undan Afurðasalan Borgar- nesi hf hafa í u.þ.b. 30 ár rek- ið kjötmjölsverksmiðju í Borgarnesi, og eitt tugum milljóna í uppbyggingu á henni. Fram á fyrri hluta árs 1999 voru verð á kjötmjöli til út- flutnings góð, sérstaklega hafði gengið vel að selja mjöl framleittu úr úrgangi úr lömbum og var verð slíks mjöls sérstaklega gott. I framhaldi af því að upp komu ýmiskonar mál með eiturefhi í kjötmjöli og tengsl fóðrunar á nautgripum með kjötmjöli og kúariðu, féll verð á kjötmjöli og notkun þess í dýrafóður var mjög tak- mörkuð. Mikið ffamboð var en lítil eftirspurn. Strax í upp- hafi árs 1999 varð ljóst að ffamleiðsla á kjötmjöli yrði fyrst og fremst hluti af úr- gangseyðingu, sorphirðu, sem kostuð yrði af þeim sem „sköpuðu“ úrgangin, þ.e. kjötvinnslum og sláturhúsum. Þá var verið að endurskoða rekstur AB-Mjöls ehf., þar sem fyrir lágu kröfur um betri mengunarvarnir. A fyrri- hluta árs 2000 lágu fyrir kostnaðaráætlanir og fleira vegna endurbóta á verksmiðj- unni. Sýnt var að ekki væri hægt að setja peninga í þessar ffamkvæmdir nema til kæmi hækkun á eyðingargjaldi, þar sem forsendur á mörkuðum með kjötmjöl voru með þeim hætti að söluverð mjöls skil- aði því sem næst engum tekj- um. Viðskiptavinir fyrirtækis- ins, sláturhús og Sorpa bsv. og fleiri höfnuðu hækkun á þessu gjaldi þar sem ný verksmiðja Kjötmjöls ehf., gæti boðið lág verð. Þar væri byggt á þekk- ingu á mörkuðum og há- tækni. Því ákvað eigandi AB-Mjöls ehf., að skoða mál- ið betur, selja fyrirtækið eða leita samstarfsaðila sem gætu unnið að uppbyggingu með hagkvæmari hætti. Nú blasir við að Kjotmjöl ehf., gaf sér rangar forsendur, réðst inn á markaðinn með miklum fjárfestingum, seldi þjónustu sína á lágum verð- um og er komið í þrot þar sem markaðir voru því síst hagstæðari en öðrum. Gleð- skapurinn stóð í 7-8 mánuði og nú skal Ríkissjóður axla ábyrgðina ef marka má orð framkvæmdastjóra félagsins í fjölmiðlum. Það að kenna markaðsað- stæðum um vandamálið nú, er út í hött. Verðhrun á kjöt- mjöli átti sér stað á árinu 1999 og því nokkuð seint um rassin gripið hjá forsvarsmönnum Kjötmjöls ehf. Nær væri að eigendur Kjötmjöls ehfi, Gámaþjón- ustan hfi, Sláturfélag Suður- lands svf, Reykjagarður hfi, Eignarhaldsfélag Suðurlands og fleiri, sem voru að láta verksmiðjuna vinna fyrir sig á allt of lágum verðum, öxluðu ábyrgðina og tækju á sig þrot- ið, en ekki lánadrottnar fé- lagsins. Þar með skapast eðli- leg staða við úrgangsvinnslu á slátur-kjötiðnaðarúrgangi. Það að ríkissjóður leysi vand- ann er röskun á samkeppnis- stöðu og í hæsta máta óeðli- legt. Eg vil hinsvegar taka ffam að ég er þeim Kjöt- mjölsmönnum sammála um að það var veruleg afturför að hætt skyldi að eyða slámrúr- gangi og fara að urða hann í staðinn. I mínum huga ætti þetta að vera hluti af sorp- hirðu hvers svæðis og á á- byrgð þeirra sem sjá um slíka hluti. GuSsteinn Einarsson. Þakkir Ég vil koma á framfæri I þökkum til allra þeirra fjöl- mörgu sem unnu að ffamboði Frjálslynda flokksins í kjör- dæminu en þeir unnu óeigin- gjamt starf til þess að vinna réttlámm málstað Frjálslynda flokksins fylgis. Frjálslyndi flokkurinn fékk góða kosn- ingu hér í Norðvestur kjör- dæminu, en flokkurinn fékk 14,2 % atkvæða og 2.666 at- kvæði og þakka ég háttvirmm kjósendum fyrir að greiða Frjálslynda flokknum atkvæði sitt. ma Aðalfundur Framfarafélags Borgarbyggðar verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Oðali 5.júníkl. 20:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Tillaga um lagabreytingar Kosning stjórnar Önnur mál Stjórnin Sigurjón Þórðarson Aðstöðumunur íslenskra stjómmálaflokka er gífurlegur. Frjálslyndi flokkurinn náði góðri kosningu þrátt fyrir þröngan fjárhag og að stór út- gerðarfyrirtæki hefðu tekið með beinum hættd þátt í kosn- ingabarátmnni og beint spjót- um sínum gegn málstað Frjáls- lynda flokksins. Við í Frjáls- lynda flokknum höfum opið bókhald, allir geta séð hvaðan við fáum fjár- magn og hvemig við verjum því. Sömu sögu er ekki að segja um flokkana sem nú em að myndast við að koma saman ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Það er sorg- leg staðreynd að íslenska þjóð- in er á góðri leið með að vera stjórnað af flokkum sem leyna bókhaldi sínu. Slegið hefur verið á að kosningabarátta Framsóknarflokksins hafi kostað á annað hundrað millj- ónir króna. Hver greiddi þessa háu upphæð til að ffíska upp á ímynd Framsóknarflokksins með auglýsingum? Við vimm það ekki vegna feluleiks með bókhaldið. Ef til vill er það einhver kvótaþegi sem vill fá að viðhalda óbreyttu ranglátu kvótakerfi kvótaflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks? íslenskir fjölmiðlar hafa ekki beint kastljósi sínu að leynireikningum stjórnmála- flokkanna og er það miður. Ég á von á því að erlendir fjölmiðlar munu brátt fjalla um hvernig íslenskir stjórn- málaflokkar leyna bókahaldi sínu og að ekkert eftdrlit sé með fjármálum þeirra. Stað- reyndin er sú að leyndin býð- ur upp á spillingu. Ég vonast til þess að geta skilað kjósendum góðu og heiðarlegu starfi á Alþingi. Ég vonast einnig til þess að vera í góðu sambandi við kjósendur og hvet þá til að hafa samband beint við mig með góðar tillögur og ábend- ingar. Sigutjón ÞórSarson, alþingismaður Amerískur túristd fór inn á veitingastað í Mexíkó. Hann bað um sérrétt hússins. Þegar þjónninn lagði réttdnn á borðið spurði Amerí- kaninn, „Hvaða kjöt er í þessum rétti?“ „Þetta er cojanes, senjor“ svaraði þjónnin. „Hvað er nú það?“spurði túristdnn. „Það eru eistun á nautdnu sem drepið var í nautaatinu í dag.“ Túristdnn svimaði við tilhugsunina en ákvað að prófa réttdnn samt sem áður. Honum fannst rétturinn alveg meiriháttar góður. Kvöldið eftir kom túristdnn affur á veitingastaðinn og pantaði aftur sérrétt hússins. Eftdr að hafa klárað allan réttdnn sagði túristdnn við þjónin: „Cojonin í dag eru miklu minni heldur en þau sem ég fékk í gær.“ „Það er alveg rétt herra“ sagði þjónninn, „það er nefnilega ekki alltaf nautið sem tapar..“ Framtíðar- draumar Rektor landbúnaðar- háskólans var að taka viðtal við ungan umsækjanda um skólavist. "Hvers vegna hefur þú valið þetta nám?" spurði hann. "Ég á mér draum um að græða 100 milljónir á landbúnaði eins og pabbi minn," svaraði nemandinn tilvonandi. "Græddi faðir þinn 100 milljónir á landbúnaði?" spurði rektor, steinhissa. "Nei," svaraði umsækjand- inn, "en hann átti sér draum um það." Linkpowski kom inn á smíðaverkstæði. -"Gætuð þér smíðað handa mér kassa sem á að vera fimmtíu metra langur og tíu sentimetra þykkur og breiður?" -"Til hvers í ósköpunum viltu fá svona kassa?" spurði hann loksins. -"Sko nágranni minn var að flytja og hann gleymdi garðslöngunni sinni og nú vill hann að ég sendi honum hana." Jón gamli hafði ætíð verið afskaplega latur maður. Um daginn lét hann t.d. prenta fyrir sig bænimar sínar og hengdi þær upp á vegg í svefnherberginu sínu. Þegar hann háttar bendir hann alltaf á bænirnar og segir: „Drottinn, þú lest þetta bara...“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.