Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 12
______________
PÓSTURINN ^/
_____________________________________ www.postur.is
Þú pantar.
Pósturinn afhendir. Heimsending um allt land
*
BORGARNESS
APÓTEK
Leiðancti í lágu lyfiaverði á Vesturlanái
Borgarbraut 58-60 - Borgarnesi - Sími 437 1168-
Bakvakt - 437 1180- www.borgarlyf.is
SKESSUHÖkR
Snæfellingar
styrkja lið sitt
Allar líkur eru á að Hafþór
Gunnarsson, körfuknattleiks-
maðurinn sterki úr Skalla-
grími, gangi til liðs við Snæfell
fyrir komandi leiktíð. Einnig
er búist við að Sigurður Þor-
valdsson leikmaður IR fari í
Hólminn. Að sögn Gissurar
Tryggvasonar, formanns
körfuknattleiksdeildar Snæ-
fells hefur ekki verið gengið
frá samningi við þá Hafþór og
Sigurð en þeir munu báðir
hafa lýst því yfir að þeir séu til-
búnir að spila með Snæfelli
næsta vetur. Þá mun Jón Þór
Eyþórsson snúa aftur í Hólm-
inn en hann lék með Stjörn-
unni síðasta vetur.
„Þetta eru allt mjög sterkir
leikmenn og ljóst að þeir
munu styrkja liðið en á móti
kemur að óvíst er hvort Jón
Olafur Jónsson verði með
vegna bakmeiðsla og einnig
vitum við ekki hvort Helgi
Reynir Guðmundsson verði
hérna næsta vetur en hann er
að bíða eftir svari um skólavist
í Reykjavík,“ segir Gissur. Þá
er Sigurbjörn Þórðarson hætt-
ur. Að sögn Gissurar er ekki
búið að ganga frá ráðningu út-
lendinga en liðið á í viðræðum
við tvo bandaríkjamenn. Giss-
ur segir þó of snemmt að
ganga frá þeim málum því það
ráðist að hluta til af því hvort
Helgi Reynir verður áfram
Allar líkur eru á aö Hafþór Gunn-
arsson skipti yfir í Snæfell jýrir vet-
urinn.
hverskonar leikmenn verða
ráðnir. Þá hefur Bárður Ey-
þórsson verið endurráðinn
þjálfari til eins árs.
„Við ætlum okkur stóra hluti
má segja. Við setjum stefntma á
toppbaráttuna næsta vetur í
staðinn fyrir að berjast um sæti í
úrslitakeppninni,“ segir Gissur.
GE
Minnkandi
atvinnuleysi
Heldur hefur dregið úr at-
vinnuleysi á Vesturlandi undan-
farnar vikur þrátt fyrir að skóla-
fólk sé að hefja innreið sína á
vinnumarkaðinn. Að sögn
Sveins Hálfdánarsonar for-
manns Verkalýðsfélags Borgar-
ness er ástandið á félagssvæðinu
mun betra en það var fyrir
stuttu. I byrjun síðustu viku
voru 45 á atvinnuleysisskrá í
Borgarbyggð en þegar ástandið
var verst, seinni part vetrar,
voru um 80 manns á skrá. „-
Þetta lítur mun betur út en mér
fannst ástandið orðið skelfilega
dapurt á tímabili,“ segir Sveinn.
„Þeir sem eru á skrá eru að
mestu skólafólk og fólk í yngra
kantinum og við vonum að
þeim gangi vel að fá vinnu en
það eykur bjartsýni að það er
töluverð hreyfing á markaðn-
um.“
Þann 19. maí voru 123 á at-
vinnuleysisskrá á Akranesi en á
sama tíma í fyrra voru þeir 94.1
Borgarbyggð voru 24 á at-
vinnuleysisskrá um miðjan maí
í fyrra á móti 45 nú eins og fyrr
segir. I Snæfellsbæ virðist at-
vinnuástandið hinsvegar heldur
betra nú því aðeins fjórtán eru á
atvinnuleysisskrá en voru 17 á
sama tíma í fyrra. I Grundar-
firði eru 17 á skrá nú en voru 7
í fyrra. I Stykkishólmi 14 en
voru einnig sjö á sama tíma fyr-
ir ári. I Dalabyggð eru þórir á
atvinnuleysisskrá nú en voru sjö
í fyrra og í Borgarfjarðarsveit
eru þrír á atvinnuleysisskrá en
var enginn í fyrra.
GE
Dalamaður á toppnum
í torfærunni
Bjarki Reynisson á
Kjarlaksvöllum í Saur-
bæ í Dölum varð í
öðru sæti í flokki götu-
bíla í fyrstu keppni árs-
ins á Islandsmótinu í
torfæruakstri sem fram
fór í Jósepsdal um síð-
ustu helgi. I fyrsta sæti
varð Gunnar Gunnars-
son (Trúðurinn) sem
er með sigursælustu
ökumönnum landsins.
„Eg missti hann fram
úr mér á fimmtu braut
en ég var með nokkuð
góða forystu þangað
til,“ sagði Bjarki sem
keppir á Willys bifreið
sem sló varla feilpúst í
keppninni um helgina.
Bjarki er að taka þátt í Islands-
mótinu annað árið í röð og er
bjartsýnn á sumarið. „Tíminn
verður að leiða í Ijós hvernig
gengur en maður reynir að láta
toppana vita af sér, það er ekki
spurning."
Annar Vestlendingur tekur
þátt í torfærunni í sumar, Leó
Björnsson sem keppir í flokki
breyttra bíla. Honum gekk
ekki sem skildi um helgina og
lenti í einu af neðstu sætunum
eftir að hafa brotið öxul.
GE
Bíiás 20 ára Bílás
Stórsýning
Magnús og Olafur Oskarssynir
BILALEIGA - BILASALA
Þjóðbraut 1 • Akranesi • Sími: 431 2622
Þekking - Reynsla - Þjónusta
í tilefni of 20 óra afmæli bílasölurmar verðum
við með stórsýningu ó nýjum bílum fró B&L
og RÆSI föstudaginn 30. maí ki 10-18 og
laugardaginn 31. maí kl. 10-16.
Óskum nágrönnum okkar
innilega til hamingju með
afmcelið.
I tilefni dagsins bjóðum
við pylsur, Coke og ís í
brauðformi á sérstöku
tilboðsverði
Verðum
í góðu
samninga-
skapi
Kaffi á könnunni
Ein elsta bílasaía landsins.
Sýnum glæsivagna sem
við höfum ekki sýnt
áður á Vesturlandi.