Skessuhorn


Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 ftgl* Sk’táfrtfjótíé m* íslenskt vatn ogýsa í nppáhaldi Valdimar K. Sigurðsson er líkast til eini leikmaðurinn á íslandi, og þótt víðar væri leitað, sem hefur farið upp úr neðstu deild í þá efstu með sama liðinu og sömu leið til baka. 15 ár eru síðan Valdimar lék sinn fyrsta leik fyrir Skallagrím og á þessum árum hefur hann spilað yfir 250 leiki og skorað hátt í 150 mörk. Valdimar er gest- ur Skráargatsins þessa vikuna. Nafn: Valdimar K. Sigurðsson Fæðingardagur og ár: 4. júli 1968 Statf: Aðstoðarlagerstjóri Sktfunnar Fjölskylduhagir: Er á lausu og á eina dóttur, Viktoríu Venusi Hvemig bíl áttu: Daetvoo Lanos 99 en á ansi lítið í honum Uppáhalds matur: Hádegismatur Uppáhalds drykkur: Fer eftir aðstæðum Uppáhalds sjónvarpsefni: Það sem maður sofnaryftr Uppáhalds sjónvarpsmaður: Höddi Maggþegar hannfyllti út í skjáinn Uppáhalds leikari innlendur: Hilmar Þór Hákonarson inní vítateig and- stæðinganna Uppáhalds leikari erlendur: Erlendur Blöndal Uppáhalds íþróttamaður: Siggi Donna í varamannaskýlinu Uppáhalds íþróttafélag: Skallagrímur og Spurs Uppáhalds stjómmálamaður: Jakob Þór Skúlason Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Halli Valli Hinna er trúbador af guðs náð Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Bono Vox Ertu hlynntur eða andvtgur ríkisstjóminni: Já Hvað meturðu mest ífari annarra: Lauslæti Hvað fer mest í taugamar á þér ífari annarra: Mislyndi Hver er þinn helsti kostur: Ljúflingur Hver er þinn helsti ókostur: Alltof hávaxinn miðað við aldur A ekkert aðfara hætta þessu: Jú Hvert er eftimiinnilegasta augnablikið áferlinum: Alltaf gaman þeg- ar maður skorar Hvemig heldurðu að Skallagrími eigi eftir að reiða af í sumar: Bara vel Að lokum: Kriss Kross is gonna make ujump!!! Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfarðar, hafa gefið út nýja ömefnamynd sem sýnir fjallahringinn umhverfls Kolgrafafjörð. Myndin er 102 x 27 sm að stærð. Omefnamyndin fiest í Hrannarbúðinni í Grundatfirði og mun einnigfylgja 4. bókinni íflokknum „Safn til sögu Eyrarsveitar'‘ sem kemur út í sumar. 1 fyrra gáfu Eyrbyggjar út ómefnamynd affjallahringnum umhverfis Grund- arjjörð. Síðastliðinn fimmtudag fæddust tvíburafolöld á Lýsuhóli í Staðarsveit í Snæ- fellsnbæ enþað mun fremur fágætt. Folöldin eru af sitthvoru kyninu og í tilefni afyfírvofandi Evróvision keppni þótti upplagt að nefna tíburana Birgittu og Haukdal. „Bílásbræður“ fagna 20 ára afmæli Ólafur og Magnús Óskarssynir á bílasólunni Bílás. Bílasalan Bílás á Akra- nesi fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir en fyr- irtækið er stofnað í byrj- un maí árið 1983. Fyrir- tækið er í eigu bræðranna Olafs og Magnúsar Osk- arssona, eða „Bílás- bræðra“. Bílás mun vera ein elsta bílasala landsins af þeim sem verið hafa í eigu sömu aðila frá upp- hafi. Aðspurðir kváðust þeir bræður ekki muna eftir neinni eldri nema Bílasölu Guðfinns. Þá mun Bílás vera fyrsta bílasalan á Akranesi með bílasala í fullu starfi. Bílás hefur verið til húsa við Þjóðbraut á Akranesi alla tíð utan fyrsta árið en þá var hún á Smiðju- völlum. Magnús hefur starfað við fyrirtækið frá upphafi en Olafur hefur verið þar í fullu starfi síðustu fimm árin. „Þetta hefur verið nokkuð jafnt og ekki neinar dýfur. Sal- an í nýjum bílum sveiflast alltaf svolítið til og besti tíminn hef- ur sennilega verið um 1987 - 1990 þegar tollar af nýjum bíl- um lækkuðu en þá seldist býsna vel,“ segir Magnús. Olafur segir að mesta breyt- ingin hafi þó orðið þegar göngin opnuðu. „Það breyttist mikið til bóta fyrir okkur. Mönnum þótti vera langt upp á Skaga þótt Akraborgin væri til staðar en í dag þykir ekkert mál að skjótast þetta til að kíkja á bíl,“ segir Ólafur og Magnús bætir við að önnur breyting hafi orðið um svipað leyti sem hafi einnig skipt miklu en það er bílasala á netinu. „Nú má segja að markaðssvæðið sé orð- ið allt landið og það munaði meira að segja litlu fyrir skömmu að við seldum bíl til Englands í gegnum netið. Það kemur líka oft fyrir að við göngum frá sölu á bílum án þess að þeir hafi nokkurntíma komið á Skagann. Þá förum við suður og kíkjum á bílinn og göngum frá öllum málum þar.“ Magnús segir að langlífi bílasölunnar byggist ekki síst á gagnkvæmu trausti. „Við höf- um frá upphafi lagt áherslu á að vera traustsins verðir. Okk- ur er treyst fyrir miklum fjár- munum og okkar tilvist byggir á að viðskiptavinirnir séu á- nægðir og geti hugsað sér að koma hingað aftur. Það var um tíma svipað orð sem fór af bíla- sölum og alræmdum hrossa- pröngurum en ég held að það hafi breyst mjög mikið. Það eru gerðar miklar kröfnr til bílasala í dag og ef menn rísa ekki undir þeim þá geta menn ekki staðið í þessu. „ Hjónarúm á milli Aðspurður um eftirminnileg viðskipti nefnir Ólafur að ein- hver eftirminnilegasta salan hafi verið á þeim tíma þegar víxlar voru aðalskiptimyntin í bílaviðskiptum og ekki óal- gengt að menn kæmu á bílasöl- urnar með fullar töskur af slík- um pappírum. „Það var einn sem ætlaði að láta Bronco upp í Malibu. Hann bauð á milli annað hvort víxil eða hjóna- rúm. Við ráðlögðum Malibu eigandanum að taka frekar hjónarúmið. Hann gerði það og ók hamingjusamur í burtu á Bronconum með hjónarúmið afturí. Það hefur líka oft kom- ið fyrir að hestar hafi verið boðnir í bílaviðskiptum en braskið hefur minnkað mikið. Hér áður fyrr var þetta hobbý hjá mörgum og algengt að bíl- ar skiptu oft um eigendur án þess að vera settir í gang,“ seg- ir Ólafur. Þeir bræður eru sammála um að þessi tuttugu ár hafi verið fljót að líða. „Við höfum kynnst fjöldanum öllum af skemmtilegu fólki hringinn í kringum landið og það er ekki sá staður á landinu sem við höfum ekki átt viðskipti við.“ GE Eldur í spennistöð á Grundarfirði Eldur kom upp í spennistöð Rarik í Grundarfirði klukkan 12:30 á þriðjudag, en spenni- stöðin er áföst við fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar. Rafmagn fór af hluta bæjarins. Slökkvilið var komið á staðinn eftir örskamma stund og slökkti eldinn með dufttækj- um. Skemmdir urðu á einum spenniskáp af fjórum og fljót- lega eftir að slökkviliðið hafði reykræst spennistöðina voru starfsmenn Rariks komnir til að huga að skemmdum. Raf- magn var aftur komið á upp úr kl. 13. (mbl. is sagði frá) Síðustu daga skólaársins er víða bryddað upp á einhverri tilbreytingu þegar sólargeislamir erufamirað valda óþoli hjá langsetnum nemendum. Krakk- amir í 7. bekk Grunnskólans í Borgamesi tóku sig til í síðustu viku og hjól- uðu að Hvanneyri og aftur til baka til aðfagna sumarkomunni. Þetta reyndist hið mesta puð og þurftu einhverjir að þiggjafar hjá vélknúnum ökutækjum síðasta spölinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.