Skessuhorn


Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.05.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MAI 2003 uíitajunu... Akranesbær kaupir fimm fasteignir af ÞÞÞ Hvítanesi, eitt þeiira húsa sem Akraneskaupstabur keypti af ÞÞÞ og á að rífa. Síðastliðinn föstudag var gengið frá samningum rnilli Akraneskaupstaðar og Bif- reiðastöðvar Þórðar Þ Þórðar- sonar um kaup á fimm fast- eignum á Akranesi. Að hluta til er um að ræða makaskipti á eignum því á föstudaginn var einnig gengið frá sölu á Ægis- braut 1-5, sem eitt sinn var áhaldahús Akraneskaupstaðar, til ÞÞÞ. Eignirnar sem Akraneskaup- staður kaupir af Bifreiðastöð- inni eru Kirkjubraut 16 (Hvítanes), Sunnubraut 3, Vesturgata 121, Suðurgata 93 og Esjubraut 49. Bæjarráð hefur ákveðið að húseignirnar á Esjubraut, Kirkjubraut, Sunnubraut og Vesturgötu verði rifnar og verða reitirnir á Esjubraut, við Kirkjubraut og Sunnubraut teknir til skipulagningar. Heildarverð fasteignanna fimm sem Akranesbær kaupir er 51 milljón króna en frá því dregst söluverð Ægisbrautar 1 - 5 sem var 28 milljónir króna. Eignirnar verða afhentar í haust. Sölu á Hitaveitu Dalabyggðar frestað á meðan endurfjármögnuð er könnuð Tveir Dalamenn tilbúnir að kaupa veituna Tveir einstaklingar í Dala- byggð, Guðmundur Bene- diktsson í Neðri Hundadal og Hjörtur Einarsson í Gröf hafa gert tilboð í hitaveitu Dala- byggðar að upphæð 150 millj- ónir króna en áður hafði stjórn veitunnar borist tilboð frá Orkubúi Vestfjarða. Stjórn hitaveitunnar hefur ekki tekið afstöðu til tilboðs Guðmundar og Hjartar. Búast má við að það dragist eitthvað þar sem að á síðasta fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var ákveðið að fresta áformum um sölu á meðan kannaðir yrðu mögu- leikar á endurfjármögnun veit- unnar. I kjölfar fjölmenns borgara- fundar í Dalabúð um málefni hitaveitunnar samþykkti sveit- arstjórn á fundi sínum í síðustu viku að fela byggðarráði ásamt sveitarstjóra að kanna með möguleika á lántöku hjá Lána- sjóði sveitarfélaga, Búnaðar- banka Islands hf. eða öðrum lánastofnunum til að endur- fjármagna skuldir hitaveitunn- ar með það að markmiði að heimamenn geti átt hitaveit- una áfram. Jafnframt var sam- þykkt að óska eftir því við Orkubú Vestfjarða að málinu gagnvart þeim verði frestað á meðan niðurstaða fæst í fram- angreindar viðræður og könn- un um lánamöguleika. Guðmundur Benediktsson sagði í samtali við Skessuhorn að þeir félagar væru sáttir við þau málalok ef tækist að end- urfjármagna veituna. „Við stöndum að sjálfsögðu við okk- ar tilboð og teljum að við get- um rekið veituna og fjármögn- un kaupanna er frágengin ef til kemur. Ef sveitarfélögin ætla ekki að standa sig í stykkinu verða aðrir að gera það. Við höfum hvergi séð að húshitun- arkostnaður lækkaði þótt Orkubúið eða Rarik kæmi að málum. Við viljum halda hita- veitunni í eigu heimamanna og ef sveitarfélagið ber ekki gæfu til að halda henni erum við til- búnir,“ segir Guðmundur. GE Halldór E Sigurðsson látinn Halldór E. Sigurðsson, fyrr- verandi alþingsmaður fyrir Vesturlandskjördæmi og ráð- herra lést að kvöldi sunnudags- ins 25. maí, 87 ára að aldri. Halldór E. Sigurðsson var fæddur 9. september 1915 á Haukabrekku í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi og ólst upp þar og síðar í Suður-Bár í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Eggertsson bóndi og skipstjóri og Ingibjörg Péturs- dóttir húsmóðir. Hann stund- aði nám í Héraðsskólanum £ Reykholti 1935—1937 og í bændaskólanum á Hvanneyri 1937—1938. Þá var hann nemandi í Samvinnuskólanum hluta úr vetri. Halldór var bóndi á Staðar- felli á Fellsströnd 1937-1955 og síðan sveitarstjóri í Borgar- nesi 1955—1969. Við alþingis- kosningarnar 1956 var hann í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn í Mýrasýslu og tók sæti á Al- þingi þá um haustið. Hann var þingmaður Mýrasýslu 1956— 1959 og þingmaður Vestur- landskjördæmis 1959—1979, sat á 27 þingum alls. Arið 1971 tók hann sæti í ríkisstjórn, var fjármála- og landbúnaðarráð- herra til 1974 og landbúnaðar- og samgönguráðherra á árun- um 1974—1978. Hannvarsíð- an starfsmaður Búnaðarbanka íslands 1980—1984. Halldór E. Sigurðsson tók alla sína þingmannstíð all mik- inn þátt í umræðum á Alþingi. Hugðarefni hans voru land- búnaðar- og samgöngumál auk Ijármála ríkisins, þeir mála- flokkar sem hann tók að sér síðar í ríkisstjórn. Hann beitti sér fyrir setningu laga í þágu bændastéttarinnar og stóð fyrir bættum samgöngum á lands- byggðinni, einkum við vega- og brúargerð. Fíknicíhamálum fjölgar hjá Borgameslögreglu Fimm manns hand- teknir um helgina Lögreglan í Borgamesi gerði um síðustu helgi upptækt um- talsvert magn af fíkniefhum sem fundust í bifreið. Bifreiðin var stöðvuð í eftirliti og kom þá í ljós að ökumaður hennar var ölvaður. Við leit fannst umtals- vert magn af Skniefnum í bif- reiðinni. Fimm manns voru handteknir og var þeim sleppt að lokinni yfirheyrslu. Málið telst upplýst. Að sögn Theodórs Þórðar- sonar yfirlögregluþjóns í Borg- arnesi er sýnileg aukning í flkni- efnamálum á svæði Borgar- neslögreglu að undanförnu. „Það virðist vera um nokkra aukningu að ræða án þess að um sé að ræða eitthvert átak af okk- ar hálfu. Það sem við höfum hinsvegar gert er að gera sem flesta af okkar mönnum hæfa til að vinna að þessum málum. I svona fámennu lögregluliði þurfa reyndar allir að geta gert allt,“segir Theodór. Theodór segir að í þeim mál- um sem upp hafi komið að und- anförnu sé bæði um að ræða heimafólk og fólk sem sé á leið- inni í gegnum héraðið. „I flest- um tilfellum er þetta varsla og neysta en einnig hefur komið upp dreyfing og sala og það er það sem er nýlunda. Það hefur ekki komið upp áður með jafh eindregnum hætti og núna að það sé fíkniefnasala á þessu svæði.“ GE Góð útkoma úr könnun Viðskiptaháskólans á Bifröst Launahækkun Bifrestinga greiðir upp skólagjöldin á einu ári Viðskiptaháskólinn á Bifföst hefur látið gera könnun á stöðu og högum nýútskrifaðra nem- enda skólans. Könnunin var símakönnun þar sem hringt var í alla útskrifaða nemendur sl. fimm ár. Svarhlutfall var 68,2%. Samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar hefur skól- inn náð því markmiði sínu að mennta stjórnendur fyrir at- vinnulíf og samfélag eftir því sem segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að athyglisvert sé að í ljósi umræðu um at- vinnuleysi á meðal viðskipta- fræðinga að enginn aðspurðra er atvinnulaus. Þá sé ljóst að launahækkun sú sem nemendur fá með sínu námi á Bifröst dugi til að greiða upp skólagjöld þeirra fyrir 3 ára nám á fyrsta starfsári efdr útskrift. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: 70% nýlega útskrifaðra nem- enda vinna sem stjórnendur. 80% útskrifaðra voru búnir að fá vinnu strax við útskrift eða innan mánaðar frá henni. Fyrir nám voru 81% nemenda með laun undir 200 þúsundum, 15 % voru með laun á bilinu 200-300 þúsund. Eftir nám eru um 4% með laun undir 200 þúsundum, 47% með laun á bilinu 200-300 þúsund, 41% með laun á bilinu 300-450 þúsund og 7% með laun yfir 450 þúsund. SíðastliSinn föstudag var formlega tekin í notkun ný álma við leikskólann Krílakot í Snœfellsbce en fi-amkvæmdir við stækkunina hófust ílok október s.l. Athöfnin á fóstudag hófst utandyra í blíðskaparveðri með því að leikskólaböm sungu nokkur lög. Þá kom Skralli trúður í heimsókn og skemmti gestum áður en Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar klippti á tilheyrandi borða með aðstoð tveggja leikskólabama. Mynd: Smári

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.