Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2003, Side 1

Skessuhorn - 16.07.2003, Side 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 27. tbl. 6. árg. 16. júlí 2003 Kr. 250 í lausasölu Hin árlega Leifshátíð var haldin á Eiríksstöðum í Haukadal um síðustu helgi ogfór vel fram að venju. Víkingar og val- kyrjur settu svip sinn á hátíðina að venju. Metíð frá fyrsta degi slegið Tæplega 12 þúsund bílar í gegn um Hvalfjarðargöng á einum sólahring Danskur framherji til reynslu hjáÍA Knattspyrnufélag IA er þessa dagana að skoða dansk- an leikmann og æfði hann með liðinu í gær (þriðjudag). Leikmaðurinn heitir Kristian Gad Jorgensen og er 25 ára gamall framherji en getur einnig leikið á hægri vængn- um. Kristian er stór og sterk- ur, 185 cm og 85 kíló. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns mfl. IA, hafði um- boðsmaður leikmannsins samband við IA að fyrra bragði og bauð IA að skoða leikmanninn. Kristian sagði í samtali við Skessuhorn fyrir æfinguna í gær að hann hefði viljað breyta til og því hafi hann tekið tilboði IA um að koma og æfa fegins hendi. Kristian sagðist í sjálfu sér ekki vita mikið um íslenska boltann eða IA en vonaðist engu að síður eftir því að samningar milli hans og IA næðust. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns verður tekin ákvörðun eftir æfmguna í kvöld hvort samið verður við leikmanninn eður ei. í tilefni af fimm ára afmæli Hvalfjarðarganganna 11 .júlí síðastliðinn var ókeypis í göng- in í einn sólahring frá kl.7 á föstudagsmorgun. Búast mátti við mikilli umferð þennan sólahringinn og er skemmst frá því að segja að aldrei hafa jafn- margir bílar farið í gegnum göngin á einum sólahring eða samtals 11.827 bílar. Gamla metið var sett fyrsta sólahring- inn eftir að göngin voru opnuð 1998 enjrá fóru 11.800 bílar í gegn. A heimasíðu Spalar kemur fram að ef allir hefðu greitt veggjald á föstudaginn hefði fyrirtækið fengið tæpar 10 milljónir króna. Þessa upp- hæð kalla Spalarmenn „þjóð- argjöf1. HJH „Heiðar- legir“ þjófar Tvívegis hefur verið brot- ist inn í Grettislaug, sund- laugina á Reykhólum, í sum- ar. I fyrra skiptið höfðu nokkrir einstaklingar sem voru að gera sér glaðan dag skellt sér yfir girðinguna utan um sundlaugina og dvalið þar næturpart við söng og sund. Nóttina eftir var hinsvegar brotist inn í sundlaugarhúsið og þaðan tóku innbrots- þjófarnir eitthvað af gosi. Hinsvegar höfðu þeir skilið eftír greiðslu fyrir því sem þeir tóku þannig að ljóst er að brotíð var ekki ffamið í auðgunarskyni heldur hefur heiftarlegur þorsti verið or- sök glæpsins. Ekki fylgir hinsvegar sögunni hvort sundgestimir ffá því nóttina áður höfðu skilið effir gjald fyrir sundferðinni. > Irskir dagar Fjölmenni var á Akranesi um helgina en þar vom írskir dagar haldnir í fjórða sinn og einnig Lottómótíð í knatt- spyrnu en nærri lætur að í- búafjöldinn hafi þrefaldast. Sjá bls 6 Útsalan á fatnaði hefst 17. júlí kl. 9*00 Góður afsláttur - sjón er sögu ríkari Nýtt kortatímabil hefst Villikr. hátíðarlambal. Brauðskinka (búnt) Franskar Grillpylsur Tilboðin í matvöru hefjast fimmtudaginn 17. júlí oggilda meðan birgðir endast. ■ ÆXLlJi Borga i alla daga l J Tilboð: Verð áður: Tómatar -nýir Borgf. 99 kg. 289 kg. 1098 kg. 1299 kg. Jarðarber fersk 189,- 229,- 799 kg. 1237 kg. Grillkartöflur á álpappír 169,- 229- 638 kg. 777 kg. GóuTvenna 689 kg. 998 kg. - Æði og Hraunbitar 349,- 448,- Góður kostur Opið kl.9-19 virkadaga Laugardaga kl. 10-19 Sunnudaga kl. 12-19

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.