Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2003, Side 11

Skessuhorn - 16.07.2003, Side 11
ont35Utlu.. MIÐVTKUDAGUR 16. JULI 2003 11 Stefnan að komast í keppni erlendis segir Dalamaðurinn í torfærunni, Bjarki Reynisson Bjarki á fullri ferð á WiHysnum á Blönduósi. Mynd: Gunnlaugur Briem. Bjarki Reynirsson á Kjar- laksvöllum í Saurbæ hefur staðið í ströngu í torfæru- keppnum sumarsins. Hann byrjaði vel og varð í öðru sæti í fyrsta móti sumarsins eins og fram hefur komið í Skessu- horni. Um síðustu helgi var þriðja umferð íslandsmótsins haldin á Blönduósi og þar hafnaði Bjarki í 9. sæti af heildinni en í 5. sæti í sínum flokki sem er götubílaflokkur- inn. Sem stendur er hann í þriðja sæti í götubílaflokki á íslandsmótinu og einnig Heimsbikarmótinu sem fram fer samhliða. Ef teknir eru saman götubílaflokkur og flokkur breyttra bíla er Bjarki í áttunda sæti. Bjarki segir að árangurinn um helgina hafi engan veginn verið ásæattanlegur en að hinsvegar hafi Willysbifreiðin sem hann keppir á staðið sig ágætlega. „Það er aðallega ég sem hef ekki verið að standa mig og ég á að geta gert betur. Það er að verða útilokað að krækja í tiltil en stefnan er að halda sér meðal tíu efstu og eiga þar með kost á að komast út í keppni." Bjarki segir að stefnt sé að því að halda torfærukeppni í Bandaríkjunum á næsta ári í samvinnu við þarlenda aðila og yrði þar um að ræða út- flutning á þessari séríslensku íþróttagrein. Upphaflega var ætlunin að halda slíka keppni á nýliðnu vori en af því gat ekki orðið. „Ef að af þessu verður þá er miðað við að tíu efstu bílarnir á íslandsmóti fari út og það væri gaman að vera í þeim hópi,“ segir Bjarki. Tvö jafntefli í röð hjá Víkingum Deiglan - Víkingur: 2 - 2 Víkingur Ólafsvík er í öðru sæti í A riðli 3. deildar eftir leiki helgarinnar. Víkingar, eru með 20 stig en Númi úr Reykjavík er með 21 en hefur leikið ein- um leik fleira en Ólsarar. Víkingar sem hafa verið á góðri siglingu frá því mótið hófst, hafa misst eilítið flugið að undanförnu en á laugar- daginn gerðu þeir sitt annað jafntefli í röð en fram að þeim tíma höfðu þeir ekki tapað stigi. Fyrir rúmri viku gerðu Víkingar jafntefli við Núma en á laugardaginn heimsóttu þeir Deiglumenn en þeir voru fyrir leikinn í neðsta sæti riðilsins. Það voru engu að síður heimamenn sem höfðu frum- kvæðið og það var Skaga- maðurinn ívar Örn Benedikts- son sem kom Deiglunni yfir á 38. mínútu. Aron Baldursson jafnaði fyrir Víkinga rétt fyrir lok fyrri hálfsleiks. Deiglan náði aftur yfirhönd- inni á 50. mínútu en Hermann Geir Þórisson jafnaði fyrir Vík- inga þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er staða Víkinga í riðlinum mjög góð og líkurnar á að lið- ið komist í úrslitakeppnina verulegar. IA-IBV, 0-3 Versta tap Skagamanna á heimavelli í fimm ár Skagamenn máttu þola sitt versta tap á heimavelli í fimm ár þegar þeir voru kjöldregnir af Vestmannaeyjingum sl. fimmtudag. 3-0 ósigurinn er sá versti síðan (A tapaði fyrir Fram 4-0 á Akranesvelli. Óiafur Þórðarson gerði nokkrar breytingar á liði sínu eftir tapleikinn gegn Grindavík í umferðinni á undan. Aleksander Linta, Ellert Jón Björnsson og Garðar Gunn- laugsson komu inn í liðið og þá fór Stefán Þórðarson á vinstri kantinn. Hvort sem það voru þessar breytingar eða eitthvað annað spilaði liðið illa frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu. Á 23.mínútu skoraði ÍBV fyrsta markið sitt í leiknum. Ekki er hægt að segja að markið hafi legið í loftinu því hvorugt liðanna virtist líklegt til afreka í upphafi leiks. Fimm mínútum seinna þurfti Baldur Aðalsteinsson að fara af velli vegna meiðsla og í hans stað kom Guðjón Sveinsson. Um leið breytti Ólafur í leikkerfið 4-4-2. Þessar breytingar skil- uðu engu því sama andleysið var ríkjandi meðal leikmanna ÍA á meðan gestirnir börðust nú fyrir hverjum bolta. Ef Skagamenn höfðu gert sér einhverjar vonir um að komast aftur inn í leikinn var slökkt í þeim vonarglæðum mínútu fyrir leikhlé þegar Stef- án Þórðarson fékk sitt annað gula spjald og þar með það rauða fyrir kjaftbrúk við dóm- ara leiksins. Síðari hálfleikur var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar annað mark ÍBV leit dagsins Ijós. Þriðja markið kom síðan tólf mínútum síðar. Eftir þetta léku gestirnir af skynsemi, drógu sig til baka og létu Skagamenn um að halda boltanum. Eina færi Skagamanna í leiknum fékk varamaðurinn Hjörtur Hjartar- son en honum brást bogalist- in í dauðafæri. Eftir leikinn og leiki helgar- innar sitja Skagamenn í ní- unda sæti með 10 stig en með sigri á FH á morgun gætu þeir komist upp í fimmta sætið. Spiluðu hringinn á 60 höggum Sigurvegarar mótsins að nýlokinni verðlaunaafhendingu. Á myndina vantar Birgi Leif en lengst til hægri er hinn hluti Skagaparsins, Willy Blumenstein. Sumarmót Bylgjunnar í golfi fór fram á Garðavelli 12. júlí í mjög góðu veðri. Leikin var parakeppni og voru þáttakendur alls 140. Mótið var allt hið glæsilegasta, góð verð- laun í boði fyrir þá sem stóðu sig vel og svo fengu allir keppendur ís- lenskt lambakjöt af grill- inu og meðlæti að leik loknum. Sigurður H. Haf- steinsson og Helgar Möller báru sigur úr bít- um á 60 höggum. í öðru sæti urðu Skagamenn- irnir Birgir Leifur Hafþórs- son og Willy Blumenstein á 62 höggum og í þriðja sæti urðu þeir Ingi Freyr Rafns- son og Jón Steinar Guð- mundsson á 63 höggum. Auk mótsins tók hver þátttakandi þátt í leik þar sem golfbolti var sleginn inn í hring 10 m. í þver- mál. Þeir sem gátu látið boltan stoppa í hringnum fóru í lukku- pott sem dregið verður úr síð- ar í sumar eftir að Sumarmóta- röð Bylgjunnar líkur. Alls komust 39 í lukupottinn að þessu sinni og ef til vill verður einhver þeirra svo heppinn að hljóta nýjan Nissan Primera fólksbíl í verðlaun í lok golf- sumarsins. Meistaramót Golfklúbbsins Leynis fer fram dagana 16.-19. júlí en þetta er aðalviðburður sumarsins í félagsstarfi klúbbsins. Keppt er í aldurs- og forgjafaflokkum og eru keppendur að þessu sinni um 100 talsins. Klúbbmeistari karla frá síðasta ári, Stefán Orri Ólafsson, mun eflaust ekki láta titil sinn af hendi baráttulaust og verður spennandi að fylgj- ast með framvindu mála. Skallarnir að heltast úr lestinni? Skallagrímur - Drangur: 2-3 Skallagrímur tapaði óvænt fyrir Drangi úr Kópavoginum í A riðli þriðjudeildar íslandsmóts- ins í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Borgarnesi síðastlið- inn föstudag. Heimamenn komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik með mörkum Sigurjóns Jónssonar og sjálfsmarki Drangs. Gestirnir minnkuðu muninn rétt fyrir leikhlé með marki úr víti og nældu slðan í stigin þrjú með tveimur mörk- um í þeim síðari. Lærisveinar Ólafs Adólfsson- ar áttu slakan leik á föstudag og eitthvað virðist vanta upp á einbeitingu og metnað hjá lið- inu þessa dagana. Liðið á enn von um að ná öðru af efstu sætunum og þar með sæti í úr- slitakeppninni en líkurnar eru ekki alltof miklar. Skallagrímur er í þriðja sæti riðilsins með 14 stig, sex stigum á eftir Víking- um sem eru í öðru sæti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.