Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2003, Side 2

Skessuhorn - 16.07.2003, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. TÚLÍ 2003 K.tt£33Unui.. Metað- sókn á Hvanneyri Um 160 nemendur hafa sótt um skólavist við Land- búnaðarháskólann á Hvann- eyri fyrir næsta vetur en það er um 20 - 30 umsóknum fleira en í fyrra og rneiri að- sókn en nokkru sinni fyrr. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, rektors má segja að hin nýja námsbraut í umhverfisskipu- lagi haíi slegið í gegn. Þar eru umsóknir um 30 en ekki er hægt að taka inn nema 22 nemendur þar sem aðstöðu skortir til verklegrar kennslu. Vonir standa hinsvegar til að aðstaða verði fyrir hendi til að fjölga nemendum þar haustið 2004. Einnig segir Magnús að aðsókn sé góð að öðrum deildum háskólans. Hann segir aðsóknina meiri í Búvísindadeild og landnýt- ingadeild en í bændadeild er hún svipuð og verið hefur að undanförnu. „Við erurn á- nægð með að þessar nýju brautir, umhverfisskipulag og landnýtingin eru að skila góðri aðsókn. Það er ánægju- legt að hér fjölgar þrátt fyrir erfiða stöðu í einstökum greinum í landbúnaði," segir Magnús. Hann segir ennfremur að í bígerð sé að fjölga brautum enn frekar en verið er að skoða að tengja saman rekstrarfræði og landbúnað- ar- eða umhverfisskipulags- nám. „Það er búið að fara með kynningarumræðu í gegnum háskólaráð og það skýrist fljótlega hvort af þessu verður en þá verður það lagt upp miðað við haustið 2004. Svo virðist sem að margir sem lokið hafa diploma námi í rekstrarfræð- um hafi áhuga á að færa sig um set og þetta gæti verið á- hugaverður kostur.“ GE Hvalur flæktist í nót Vík- ings AK Loðnuskipið Víkingur AK 100 lenti í töluverðum vand- ræðum aðfaranótt mánudags þegar þeir urðu fyrir því ó- láni að fá tvo hvali í nótina hjá sér. Annar hvalurinn synti beint í gegn og skildi eftir sig tiltölulega iítið gat en hinn flæktist í nótinni. Að sögn Sveins Isakssonar, skipstjóra á Víkingi, voru skipverjar um tvo klukkutíma að losa hval- inn en þá var hann dauður. „Einn rnaður slasaðist á hendi í atganginum og var óttast að hann væri hand- leggsbrotinn en við skoðun kom í ljós að hann var bara illa rnarinn. Það urðu miklar skemmdir á veiðarfærunum og þurftum við að koma í land til að láta gera við þau. Að auki töpuðum við aflan- um sem í nótinni var, um 400 tonnum, og komum því í land með 900 tonn í stað 1300 tonna.“ Nokkuð al- gengt er að skip fái hvali í næturnar hjá sér og t.a.m fékk systurskip Víkings, Sig- urður VE, tvo hvali í nótina hjá sér á svipuðum tíma án þess þó að lenda í teljandi vandræðum. HJH Fréltamaður - söiumaður Óskum eftir starfsmanni til að annast fréttaöflun og auglýsingasölu. Vatnsleysi í vestlenskum ám Veiðin víðast hvar þokkaleg frarn að þessu Þótt Borgameshöfn sé ekki í hópi stærstu fiskihafna landsins er ástæðulaust að afskrifa hana með ollu því þar kom allnokkur afli á land í gær. Það var útgerð Amar Freys Bfomsson og Maríu Ester Guðjónsdóttir sem var með mest umsvif á hafnarsvæðinu en á land kom einn þorskur og einn koli. Ekki slæmur afli það. Mynd: GE Þverá er efst yfir landið en þar voru 670 laxar komnir á land á hádegi í gær. Laxveiðimenn sem berja vestlenskar ár þessa dagana láta þokkalega yfir veiðinni þrátt fyrir að margir þeirra séu farnir að dansa regndans á árbökkun- um í von um, þó ekki væri nema nokkra dropa, til að auka vatnið í ánurn sem er víða af mjög skornum skammti. Þverá og Kjarrá eru í efsta sæti yfir veiði- hæstu ár landsins en þar voru komnir á land um 670 laxar á hádegi í gær. „Þetta er búið að vera ágætt og laxagengd hefur verið í góðu lagi ffam undir þetta en það er minnkandi vatn í ánni, það er eina vandamálið,“segir Hilmar Björnsson, veiðivörður við Þverá. I Norðurá voru komnir rétt rúmlega 600 laxar á land um kvöldmatarleytið í gær. Síðasta vika var góð að sögn matsveins- ins í veiðihúsinu við Norðurá. „Síðustu dagar hafa ekki verið neitt sérstakir og vatnsskortur er farinn að segja til sín. Okkur bráðvantar rigningu, það er ekkert flóknara en það. „ Rúmlega 400 laxar voru komnir á land í Langá í gær- kvöld að sögn Ingva Hrafns Jónssonar. Hann sagði það vera töluvert betri veiði en á sama tíma í fyrra en nóg væri af fiski í ánni. „Það eina sem vatnar er vatn fyrir laxinn að synda í en samkvæmt mínum heimildum hefur áin ekki verið vatnsminni frá 1939,“ segir Ingvi Hrafn. Grímsá og Tunguá byrja bet- ur en á síðast ári að sögn Egils Kristjánssonar í veiðihúsinu við Grímsá. I gærkvöld voru 242 laxar komnir á land en síðasta holl var með 141 lax. „Þetta er búið að vera mjög gott síðustu daga og meðal annars veiddist einn 20 punda í vikunni en það gerist ekki oft í Grímsánni. Mér lýst bara vel á þetta miðað við í sumar er eingöngu leyfð flugu- veiði í ánni. Grímsáin er heldur ekki eins háð rigningum og leysingum eins og margar aðrar vestlenskar ár þannig að útlitið er bara nokkuð gott,“ segir Eg- iU. Ur Laxá í Leirársveit voru komnir 178 laxar í gær en það er svipað og á sama tíma í fyrra og hefur veiðin þar verið þokkaleg að undanförnu. Sömu sögu er að segja úr Flókadalsá en þar voru um 100 laxar komnir á land í gær að sögn Ingvars Ingvarssonar á Múla- stöðum. Sagði hann það vera injög svipað og á sama tíma fyr- ir ári. „Þetta hefur verið vonum framar miðað við að hér er ekk- ert vatn fremur en annarsstaðar í ljórðungnum,“ segir Gylfi Ingvason, kokkur í veiðihúsinu við Laxá í Dölum, en þar voru 104 laxar komnir á land í gær. „Það er nóg af laxi hér fyrir neðan en ekki nema nokkur kvikindi sem eru að koma upp ána.“ Æskilegt er að viðkomandi hafi aðsetur á Akranesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Nánari upplýsingar í síma: 437 1677 eða 866 1314

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.