Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2003, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.07.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVDCUDAGUR 16. JULI 2003 jntðattiu... WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Bjarnarbraut 8 Simi: 437 1677 Fax: 437 1678 Kirkjubraut 3 Sími: 431 3677 Akranesi: SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 437 1677 Ritstjóri og ábm: Gísli Einarsson 899 4098 Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjortarson 864 3228 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á Sudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. ifrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 437 1677 Ein göng eingöngu Allt frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627 hefur trúlega ekkert valdið jafn miklum usla í heilu byggðarlagi og sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta svonefndum Héðinsfjarðargöngum. Flaggað var í heilar og hálfar stangir, innfæddir skörtuðu sorgarböndum, sorgarsvip og sorgarröndum í tilefni dagsins. Stjórnmálafélög voru lögð niður, jafhvel fleiri en voru á skrá í bænum, fuglarnir hættu að kvaka, grös sölnuðu og ský dró fyrir sólu. Eitt lítið alþingisbarn varð miður sín og gat ekki sér heilu tekið þegar það áttaði sig á þeirri staðreynd að kosningalof- orð eru ekki endilega til að efna. Eitthvað sem ekki var tek- ið fram í fermingarfræðslunni. En svona er heimur fullorð- inna nú einu sinni. Þá eru ótalin ýmis önnur margfeldis- og umhverfisáhrif sem þessi afdrifaríka ákvörðun hafði á hinn annars síkáta Siglufjörð. Ég viðurkenni reyndar að ég á erfitt með að setja mig í spor Siglfirðinga þar sem ég hef aldrei orðið fyrir því að missa jarðgöng. Eg geri mér hinsvegar grein fyrir að jarð- göng eru afskaplega eftirsóknarverð fasteign.. Hinsvegar man ég ekki betur en að þegar ég fór síðast á Sigló þá hafi orðið á vegi mínum ein ágætis jarðgöng sem náðu alveg í gegn. Jarðgöng eru munaðarvara og eitthvað sem ekki er til á hverju heimili því er það eitthvað sem fólk á ekki að komast upp með að hamstra. Eg tel því ekki tilefni að ganga af göfl- unum á meðan gangaskorturinn er ekki algjör. Ef út í það er farið veit ég heldur ekki betur til en að mesti uppgangstími Siglufjarðar hafi reyndar verið áður en jarð- göng voru fundin upp. Enda kom síldin ekki til Siglufjarðar í gegnum göng eftir því sem ég best veit. Ekki þar fyrir að ég geti ekki unnt Siglfirðingum að fá jarðgöng, jafnvel ein göng á íbúa ef nóg væri til af slíkum varningi. Á meðan þau eru hinsvegar af skornum skammti er full þörf á að skammta þau, ein göng á fjörð væri því ágæt byrjun. Forgangsröðin ætti tildæmis að ráðast af þörf en ekki þrýstingi. Gtsli Einarsson, gangavörður Gísli Einarsson, ritstjóri. Þessa dagana stenduryfir umhverfisátak í Grundaifirði en verið er að snurfusa bœinn hátt og lágtfyrir hátíðina á Góðri stundu sem haldin er helgina 26. - 27. júlí nk. Þar er ekki slegið slöku við í slættinum eins og sjá má á þessari mynd. Mynd: ÍHJ Nýverið lauk gerð nýs sjóvamargarðs í Ólafsvík. Það var Bjami Vigfússon á Kálfárvöllum sem hlóð garðinn með gröfu sinni en hann þykir flestum fremri við gerð grjótgarða og listamaður á stórvirkar vinnuvélar. Mynd: Smári Leifshátíð á Eiríksstöðum um helgina Þrælamir þrælseldust Leifshátíð var haldin með til- heyrandi vopnaskaki og veg- legri dagskrá um síðustu helgi. Einn af hápunktum hátíðarinn- ar var uppboð á þrælum sem lögsögukona Dalagoðorðs, öðru nafhi sýslumaður Dala- sýslu og enn öðru nafni Anna Birna Þráinsdóttir, stjórnaði af mikilli röggsemi. Tíu þrælar voru boðnir upp og seldust all- ir á viðunandi verði. Ymislegt var boðið í skiptum fyrir þræl- ana, sauðfé, þorskvkóti, gripa- flutningabílar, partur af Hauka- dalsá og fleira. Meðal þeirra sem voru í boði var Stefán Jón- son, Búnaðarbankastjóri í Búð- ardal, Einar Thorlacius, sveit- arstjóri á Reykhólum, Sigurður bóndi á Vatni í Haukadal og fleiri kostagripir. GE Tap gegn Reykj avíkurhreppi rngpf Lið Akraness og Reykjavíkur á Ingólfstorgi Bæjarstjórn Akraness þurfti að kyngja þeirri niðurlægingu að vera ofurliði borin af hreppsnefnd Reykjavíkur- hrepps í einvígi sveitarstjórn- anna í knattspyrnu en leikurinn var í tilefhi af opnun götubolta- móts á Ingólfstorgi síðastliðinn mánudag. Tapið kemur sér illa fyrir í- mynd Akraness sem knatt- spyrnubæjar ekki síst þar sem Reykvíkingar hafa ekki verið sérlega hátt skrifaðir á því sviði. Leikurinn var hinsvegar æsispennandi og lokatölur urðu 4-3, sunnangangnamönnum í vil. Fróðár- heiði boðin út Fyrir skömmu voru opnuð tilboð í Snæfellsnesveg um Fróðárheiði en um er að ræða 2,5 km. vegarkafla. Tíu tilboð bárust í verkið og var það lægsta frá Stafhafelli ehf. á Kálfárvöllum í Snæfellsbæ, rúmar 28 milljónir króna. GE Slys í hestaferð- um Tvennt slasaðist í hestaferð- urm um helgina í Borgarfirði. A föstudagskvöld datt karl- maður af hestbaki við Gufuá í Borgarbyggð þegar hesturinn fældist og prjónaði. Hesturinn lenti ofan á knapanum sem fótbromaði illa að sögn lög- reglu. Maðurinn var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavíki.. Á sunnudag datt kona af hestbaki við Grímsstaði á Mýrum. Var hún flutt á Borg- arspítalann en óttast var að hún hefði hlotið innvortis á- verka. Að sögn lögreglu reynd- ust meiðsli konunnar minni en álitdð var í fyrstu. GE Vilja jafna álögur Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Sjálf- stæðisfélags Reykhólahrepps fyrr í mánuðinum. „Aðalfund- ur Sjálfstæðisfélags Reykhóla- hrepps, haldina að Reykhóluin 6. júlí 2003, skorar á Alþingi og ríkisstjóm að jafna nú þeg- ar álögur á íbúa landsins, eftír því þjónustustigi, sem þeir búa við og hætta að innheimta aukaskatt á þá sem þurfa að sækja þjónustu ríldsins langan veg. Fyrsta skrefið gæti verið breytilegur persónuafsláttur á íbúa og þungaskattur á bíla eft- ir búsetu og breytilegt bensín- gjald eítir sölustöðum. Landbyggðin hefur borið hitann og þungann af upp- byggingu höfuðborgarsvæðis- ins og Iandsins alls hingað til og því tími kominn til að fara að jafna byrðarnar eftír því hverjir njóta ávaxtanna áður en í meira óefni er komið.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.