Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Side 24

Skessuhorn - 17.12.2003, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 antSðLtlUi.. ég hef ekki sinnt kartöfhirækt- inni mikið fyrr en í sumar. Eg fékk býsna góða uppskeru í haust og er vel birgur. Kannski slæ ég upp kartöfluhátíð við tækifæri," segir Þorgrímur og greinilegt er að hann hefur fengið hugmynd sem hann væri vís með að hrinda í framkvæmd. „Eg hef líka alla tíð haft mik- inn áhuga á ferðaþjónustu og ostagerðin sem ég talaði um áðan tengist reyndar þeim á- huga. Við höfum ekki mikið ver- ið í þeim bransa enn, en þegar ég sá auglýst eftir starfsmanna fyrir Eiríksstaði þá höfðaði það til mín og ég sótti um þrátt fyrir að ég hefði svo sem í nógu að snú- ast hér heima. Eg var þar í fyrra- vetur og tók á móti hópum. I vor var síðan rúta annan hvorn dag og nóg að gera og svo var einnig í sumar. Eg bregð mér í gervi Ei- ríks, skipti um ham og tek á móti gestum á viðeigandi hátt. Það er alveg ótrúlega gaman að komast í svona'tímavél og greinilegt að fólkið sem þarna kemur kann vel að meta þetta. Við bjóðum gest- um í bæinn og þar er opinn eld- ur og gestirnir fá að baka rúg- kökur á hlóðunum á meðan ég segi frá Eiríki og öðrum Dala- mönnum sögualdar og svara spurningum. Síðan erum við með reykt hangikjöt, þurrkaða þorskhausa, fjallagrasamjólk og fleira. Þetta er mjög vinsælt og ekki síður að fá að taka í sverðin og berjast út á hlaði eins og við höfum boðið gestum okkar upp á að undanfömu. Börnin kunna vel að meta þetta og ekki síður þeir eldri sem yngjast margir um áratugi þegar þeir em komnir með sverð í hönd. Sem betur fer hefur enginn orðið sár í þessum bardögum og enginn misst hönd, fót eða neitt þaðan af verra.“ Flutt í fortíðina Það er óhætt að segja að Þor- grímur hafi lifað sig inn í starfið sem gestgjafi á Eiríksstöðum, því um tíma má segja að hann hafi búið þar með alla fjölskylduna og haft sitt fjölskyldulíf til sýnis. „I vor ræddum við Alma, fyrr- verandi ferðamálafulltrúi, um þá hugmynd að fá fjölskyldu til að koma og búa á Eiríksstöðum. Það endaði með því, af því eng- inn sá sér fært að vera þarna, að við Helga stukkum til og vomm með börnin á Eiríksstöðum tvær vikur í júní og svo aftur í ágúst. Við fómm heim og mjólkuðum og gistum þar en annars höfð- umst við alveg við á Eiríksstöð- um og fengum meira að segja nokkur börn að láni ffá vinum og kunningjum. Krakkarnir léku sér með leggi og skeljar, en við tókum á móti gestum. Þetta var mjög vinsælt hjá ferðamönnum og ég veit að það kom hópur af fólki gagngert vegna þess að það vissi af þessu og langaði að sjá þetta stórskrýtna Dalafólk. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og ég væri alveg til í að vinna við þetta eitthvað áffarn. Hins vegar mæli ég með því að allir sem hafa einhvern áhuga gefi sig fram og sendi helst inn umsókn á rúnaletri því þetta er mjög skemmtilegt. Eiríksstaðir er vax- andi ferðamannastaður og fólk vill gjarnan sjá þarna enn meira líf og uppbyggingu og helst ein- hverjar skepnur, en það kom okkur á óvart hvað þessi fáu dýr sem við höfðum hjá okkur í sumar vöktu mikla athygli." Síðasta atkvæði Segja má að Þorgrímur hafi verið mikil félagsmálafígúra alla tíð. Hann hefur starfað í flestum félögum í kringum sig, Naut- griparæktarfélaginu, Búnaðarfé- laginu og Ungmennafélaginu. A sínum yngri árum starfaði hann fyrir UDN og hefur verið ólatur við að koma ffam á hvers konar samkomum á borð við þorrablót o.fl. „Eg fór líka strax sem krakki að hafa áhuga á pólitík og var í fyrstu sveitarstjórn Dalabyggðar, komst inn á síðasta atkvæðinu. Það var mjög góður skóli og eft- ir það hef ég skoðanir á öllum hlutum. Eg þurfti reyndar að taka mér frí á meðan ég var í námi en kom síðan aftur. Eg dró mig hins vegar í hlé árið '98 endurreista Jörvagleði ber vimi um. „Félagslíf og menningarlíf byggist náttúrulega á því að fólk sé tdl staðar. Fólksfækkunin er náttúmlega farin að bima á fé- lagsstarfinu og við þurfum að fara að skoða hvort uppstokkun- ar sé þörf. Eg vona bara að við fömm inn á þá braut að þjappa okkur meira saman sem félags- vemr. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í félögum hér, lenda oft í því að þurfa bæði að stjórna þeim og vinna þau verk sem fé- lögin taka sér fyrir hendur, þar sem oft reynist erfitt að virkja fé- lagsmenn. Margir em í mörgum félögum og reyna að sinna einu þeirra bemr en öðm, sem er mjög gott. Eg held að við þurf- um að þjappa saman þeim félög- um sem hér era, þannig að kraft- arnir okkar dreifist síður og við náum markvissari árangri í fé- lagsstarfinu. Þannig getum við viðhaldið góðu mannlífi og hinni einu sönnu sveitamenn- ingu. Sameinuð stöndum vér og gleðileg jól,“ segir mjólkurbónd- inn með meiru, Þorgrímur á Erpstöðum, að lokum. vegna anna og hef ekki snúið til baka ennþá, ekki beint allavega. Eg tók samt þátt í starfi L- listans fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar og hef verið inn- viklaður í það.“ Sameining Þótt Þorgrímur sé mikill Dala- maður, eins og fram hefur komið, er hann hlynntur sameiningu sveit- arfélaga og það jafnvel út fyrir sýslumörk báðum megin. „Fólkinu er alltaf að fækka og kvaðir ríkisins að aukast. Mér finnst að það þurfi að eiga sér stað á- kveðin breyting núna. Það þarf að gera skurk ef sveitarfélögin eiga að standa undir kröfum rík- isins og íbúanna. Mörg þeirra eiga í erfiðleikum með að veita Iágmarks þjónustu og það verður að koma til enn frekari samein- ing. Eg er ekki hlynntur því að sameina Dalabyggð, Saurbæ og Reykhólasveit. Eg vil stærri sam- einingu og mér þætti nærtækast að sameinast suður fyrir brekk- una. Ur Dölunum liggja flestar leiðir í Borgarnes og ég held að við yrðum ekki verr sett hvað varðar opinbera þjónustu en er í dag. Til að hlúa að þéttbýli eins og Búðardal, þá held ég líka að við þurfum öflugt sveitarfélag. Sóknarfærin era mörg og þá ekki síst í tengslum við landbún- að og ferðaþjónustu og við eram betur í stakk búin að nýta þau í stærra sveitarfélagi.“ Menning Að lokum berst talið að menningarlííinu, en Dalamenn hafa í gengum tíðina verið nokk- uð öflugir á því sviði eins og hin SkemmtiatriSm skrifuð á síðustu stundu. Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur Orkuveita Reykjavíkur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.