Skessuhorn - 17.12.2003, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
unMaunu.-
Til mirmis
Jólin sem haldin eru hátíðleg á öllu
Vesturlandi og mun víðar. Þau hefj-
ast formlega kl. 18.00 þann 24. des-
ember og standa til 6. janúar á
næsta ári. Njótið þeirra og allra
þeirra viðburða sem þeim fylgja og
eru margir kynntir í dálkinum „Á
döfinni11 í Skessuhorni og á
www.skessuhorn.is.
Gleðileg jól!
Wmmm VeJwhorfnr
Það verður kalt á þá sem eftir eiga
að hlaupa búð úr búð og leita að
jólagjöfum á síðustu stundu. Um
helgina er búist við að verði úr-
komulaust að mestu, fyrir utan smá
ofankomu á laugardag. Hiti við frost-
mark en fer þó þrettán gráður und-
ir frostmark aðfaranótt sunnudags.
Verða þetta
karlamannleg jól
Já hjá þeim
sem ekki láta
undan kven-
mennskunni.
Hættan felst í
þessari al-
mennu værð
sem svífur á
menn. Menn
Gunnar Gunnarsson em famir að
Hörkutol s ,
verða of
klökkir og beygja af við minnsta til-
efni. Menn verða að taka á sig rögg.
Gunnar er formaður Hörkutólafélags-
ins í Stykkishólmi sem heldur á lofti
merki karlmennskunnar. Jólafastan
eru tími uppskeru hjá Hörkutólunum
en þá gera þeir sér far um að bræða
meyjarhjörtun eins og smjör á árlegri
jólagleði Hörkutólanna.
SpMrnimj viknnnar
Spurning vikunnar var: „Hvað kem-
urðu til með að eyða í jólagjafir um
þessi jól. Meira en 200.000 svöruðu
6,4%, 200.000 sögðu 2,6%, 100.000
sögðu 14,1%, 75.000 sögðu 17,9%,
50.000 sögðu 10,3%, 40.000, 10,3%,
30.000,11,5%, 20.000 sögðu 7,7%,
10.000 sögðu 3,8% og 9% sögðust
ekki gefa jólagjafir. Enginn vildi hins-
vegar meina að hann gerði allar sín-
ar jólagjafir með eigin hendi.
Næst er spurt: Hefur árið 2003
verið Vestlendingum gott?
Takið afstöðu á
skessuhorn.is
Vestlendinji/Vr
vikivnnar
Er Jón Oddur
Halldórsson
frjálsíþrótta-
kappi í Snæ-
fellsbæ sem
fyrir nokkrum
dögum var út-
n e f n d u r
íþróttamaður
fatlaðra árið
2003 ásamt Kristínu Rós Hákonar-
dóttur. Glæsilegur árangur hjá þess-
um frækna frjálsíþróttamanni.
Kjartan formaður skólanefiidar
Frá undirskrift í Ráðhúsi Stykkishólms. Byggingarnefiid ásamt verktökum.
Skólanfnd hefur verið skipuð
fyrir hinn nýja Fjölbrautaskóla
Snæfellinga sem verður settur í
fyrsta sinn næsta haust. I skóla-
nefndinni eru Kjartan Páll Ein-
arsson úr Stykkishólmi, formað-
ur, Sigríður Finsen, Grundar-
firði og Sveinn Þór Elínbergs-
son úr Snæfellsbæ sem skipuð
eru án tilnefningar. Þá eru í
nefndinni tilnefnd af sveitarfé-
lögunum Björg Agústsdóttir í
Grundarfirði og Eyþór Bene-
diktsson úr Stykkishólmi.
Síðastliðinn fimmtudag var
gengið frá samningum í Stykkis-
hólmi um fyrstu framkvæmdirn-
ar við nýtt skólahúsnæði sem
reist verður í Grundarfirði.
Stofnað hefur verið eignarhalds-
félagið Jeratún ehf. sem sveitar-
félögin á Snæfellsnesi standa að
og mun það byggja skólahúsið
og leigja til skólans. Fyrsti á-
fanginn sem boðinn er út vegna
byggingarinnar er jarðvegsskipti
á lóðinni og var tekið sameigin-
legu tilboði verktaka í Stykkis-
hólmi og nágrenni. Þeir eru: BB
og synir, EB vélar, Palli Sig ehf,
Stefán Björgvinsson og Velverk.
Kosmaðaráætlun hljóðar upp á
15 milljónir króna, en tilboð
verktaka var um níu milljónir
króna. Verklok eru áætluð í jan-
úar en skólahúsnæðið á að vera
tilbúið í haust.
Maður bjargaðist á Breiðafirði
Gestur Hólm Kristinsson.
Mannbjörg varð er Hólmar-
inn SH-114, sex tonna trilla frá
Stykkishólmi sökk síðdegis á
mánudag á Breiðafirði. Eigandi
bátsins, Gestur Hólm Kristins-
son var einn um borð þegar
Hólmarinn sökk suður af
Stagley á Breiðafirði. Að sögn
upplýsingafulltrúa Landsbjarg-
ar mátti ekki miklu muna að
hann kæmist um borð í björg-
unarbátinn. Hins vegar leið
ekki nema um klukkutími frá
því Gesmr fór frá borði þar til
honum var bjargað um borð í
Ársæl SH 88 frá Stykkishólmi.
Gesmr ýtti á neyðarhnapp um
borð í Hólmaranum um leið og
hann sá hvers kyns var og fóru
þá boð í sjálfvirka Tilkynninga-
skyldukerfið í Gufunesi. „Þetta
er í fyrsta sinn sem við sjáum
fyrir alvöru hversu miklu máli
þetta kerfi skiptir,“ segir Valgeir
Elíasson upplýsingafulltrúi
Landsbjargar. „Arsæll var í sex
til sjó mílna fjarlægð og þar
brugðust menn skjótt við og ár-
angurinn varð giftusamleg
björgun.“
Þótt ekki hafi liðið langur
tími þá er ljóst að hann mátti
ekki vera miklu lengri, þar sem
Gestur var orðinn kaldur eftir
að hafa verið í sjónum í klukku-
smnd að sögn björgunarmanna.
Þá voru aðstæður slæmar og má
kalla mildi að honum skyldi
takast að komast um borð í
björgunarbátinn eins og fyrr
segir.
Plægt yfir Borgarfjörð
Starfsmenn Rarik plægja báspennustrenginn íjörófrá Hvanneyn aö Einarsnesi.
Síðasliðinn miðvikudag mátti
sjá óvenjulega sjón á Borgar-
firðinum en þar voru á ferðinni
jarðýtur og fleiri stórvirkar
vinnuvélar sem sjaldnast eru
notaðar til sjóferða. Sjór var að
vísu í lágmarki enda háfjara og
þá var tækifærið notað til að
plægja niður í sjávarbotninn
nýjan háspennustreng Rarik frá
Hvanneyri að Einarsnesi. Þessi
nýi strengur skapar ákveðin
tímamót fyrir rafinagnsnotend-
ur í Borgarnesi, því frá árinu
1949 hafa þeir fengið sinn
straum frá Andakílsárvirkjun en
þegar nýi strengurinn hefur
verið tengdur, í byrjun næsta
árs, kernur rafmagn Borgnes-
inga frá spennistöðinni á Vatns-
hömrum.
„Með þessari breytingu verður
línan ffá varnshömrum í Borgar-
nes kornin í jörð og um leið
verður einnig aflögð loftlína frá
varnshömmm í Borgarnes," seg-
ir Jakob Skúlason hjá Rarik í
Borgarnesi. „Oryggi kemur til
með að aukast til muna og sjálf-
sagt verða einhverjir fegnir að
losna við loftlínuna," segir Jakob.
Upplýst
vegamót
Þessa dagana er unnið að
uppsetningu á ljósastaumm
við vegamót Borgarfjarðar-
brautar og Þjóðvegar 1 við
Borgarfjarðarbrú á vegum
Vegagerðarinnar í Borgar-
nesi. Fyrir nokkmm misser-
um var sett upp sambærileg
lýsing við Hagamel og hefur
það að sögn mælst vel fyrir.
Féllúr
körfiibíl
Starfsmaður Rarik slasaðist
er hann féll úr körfubíl við
Hyrnuna í Borgarnesi, þar
sem hann var að skipta um
ljósahausa á götuljósum síð-
astliðinn fimmtudag. Maður-
inn féll úr körfunni og féll á
gangstétt með þeim afleið-
ingum að hann handleggs-
brotnaði og lærbrotnaði.
Hann var fluttur á sjúkrahús í
Reykjavík þar sein gert var að
meislum hans.
Margföld
aðsókn
Udit er fyrir að heildarað-
sókn að Bíóhöllinni á Akra-
nesi verði um 25.000 gestir í
ár. Um er að ræða saman-
lagðan gestafjölda á bíósýn-
ingar og aðra viðbm'ði. Segja
má að hver Skagamaður hafi
þá farið tæplega fimm sinn-
um í Bíóhöllina á árinu en til
samanburðar var gestafjöldi í
fyrra rúmlega 13.000 gestir
en árið 2001 um 5.700. Það
er því óhætt að segja að að-
sókn hafi margfaldast á
tveimur árum.
Tveir stórir viðburðir eru
eftír á þessu ári en á laugar-
dag verður Oskar Pétursson,
Alftagerðisbróðir með meiru
með tónleika og á annan í jól-
um verður stórmyndin Lord
of the rings frumsýnd á Akra-
nesi um leið og í Reykjavík.
Ný verslun
Sumarliði Asgeirsson og
Þorgrímur Vilbergsson hafa
opnað nýja verslun í Stykkis-
hólmi þar sem þeir versla
með tölvuvörur hverskonar.
Verslunin er í Vís húsinu við
Aðalgötu. Sumarliði og Þor-
grímur verða umboðsaðilar
Símans í Hólminum og ann-
ast alla almenna þjónustu fyr-
ir fyrirtækið. Þá bjóða þeir
upp á tölvuviðgerðir.