Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 20

Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ^ssunu^ í tilefni af fertugsafmælinu mínu þann 18. desember verður opið hús í Logalandi laugardaginn 20. desember frá kl. 16. j H, Edda Þórarinsdóttir, Giljahlíð. INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI BRÁKARBRAUT 18-20 Iðnaðarhúsnæði (bifreiðaverkstæði) 439 ferm. Hluti innréttaður sem varahlutaverslun og skrifstofur. Einnig áhöld og tæki til reksturs bifreiðaverkstæðis. Verð: 20.000.000 HRAFNAKLETTUR 8 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, 62,9 ferm. Hol flísalagt, stofa parketlögð. Eldhús parketlagt, viðarinnr. Eitt herbergi dúklagt, skápur. Baðherb. dúklagt, kerlaug/sturta. Sérgeymsla, sameiginleg hiólageymsla og þvottahús í kiallara. Verð: 6.200.000 KVELDÚLFSGATA 22 íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi, Hol og stofa teppalagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnr. Þrjú herb. dúklögð. Baðherb. dúklagt, ljós viðarinnr., kerlaug. Geymsla og þvottahús í íbúð með máluðum gólfum. Sérgeymsla og sameiginl. hjólageymsla í kjallara. Viðgerðir eru fyrirhugaðar utanhúss og ber kaupandi kostnað af þeim. Verð: 8.200.000 TILLEIGU: Til leigu 120 ferm. húsnæði við Brúartorg, Borgamesi. Húsnæðinu getur fylgt lausafé til reksturs veitingastaðar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 4371700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@isholf.is veffang: simnet.is/lit Atvinnuleysi vel undir landsmeðaltali Mikil aukning í starfstengdum úrræðum Atvinnuleysi á landinu hefúr lítillega aukist en í nóvember mældist það 3% en var 2,8% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi á Vesturlandi í nóvember mældist 1,8%. Mun fleiri konur en karlar voru án atvinnu eða 2,7% kvenna á móti 1,2% karla. Atvinnuleysi hefur vaxið tals- vert sl. 2 ár. Hámarki náði það í janúar á þessu ári en þá voru um 320 atvinnuleitendur á skrá á Vesturlandi. Að sögn Guð- rúnar Gísladóttur forstöðukonu Svæðisvinnumiðlunar Vestur- lands er atvinnuleysi einnig mælt í fjölda nýskráninga. I samtali við Skessuhorn sagði Guðrún að fjöldi nýskráninga hafi aukist mikið á þessu ári og því síðasta. Arið 2000 hafi ný- skráningar verið 418, 414 árið 2001, 705 í fyrra og í ár væru þær orðnar 845. Guðrún segir að atvinnuleysi á Vesturlandi væri þó heldur minna núna enþað var á sama tíma í fyrra. „A þessu ári hafa mun fleiri atvinnuleitendur ver- ið ráðnir í starfstengd úrræði en árin á undan. Þessi verkefni eru styrkt af Atvinnuleysistrygging- arsjóði og teljast atvinnuleit- endur ekki atvinnulausir á með- an á úrræðinu stendur. I des- ember eru t.a.m 20 fleiri í slík- um úrræðum heldur en voru á sama tíma í fyrra. I kjölfar vax- andi atvinnuleysis í byrjun árs 2003 lögðumvið ,,ofur“ áherslu á að efla starfstengd úrræði s.s. starfsþjálfun, reynsluráðningu og kynna styrki til sérstakra verkefna. Þessi úrræði gengu vel og nutuni við mikillar og góðrar samvinnu við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Vestur- landi“, segir Guðrún. Segir hún að starfstilboðum hafi farið íjölgandi hjá Svæðisvinnumiðl- un með hverju árinu sem Iíður. „Við teljum skrifstofuna vera að festa sig betur í sessi sem vinnu- miðlun og sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér þjónustu okkar. Vinnuveitendur þekkja orðið þá þjónustu sem við bjóðum upp á og eru tilbúnir að láta á hana reyna. Sumir hafa áhuga á að auglýsa eftir fólki í gegnum EES vinnumiðlunina og freist- ast þannig til að fá til sín fagfólk erlendis frá. Mikil aukning var í ráðningum í gegnum skrifstof- Guiírún Gísladóttir. una á þessu ári, eða meira en tvöföldun miðað við fyrri ár, 139 þessara starfa eru vegna starfsúrræða en 185 eru verk- beiðnir frá fyrirtækjum á svæð- inu. Við höfum reynt eins og kostur er að hanna úrræði þannig að atvinnulausir ein- staklingar fái a.m.k. einhverja vinnu á hverju ári. A árinu 2003 tókst það, því það er eng- inn atvinnuleitandi sem hefur verið samfellt atvinnulaus allt árið, sumir hafa að vfsu aðeins fengið vinnu í skamman tíma eða hlutastarf*, sagði Guðrún Gísladóttir að lokum. í félagsheimilinu Hótel Stykkishólmi 4. sýning: laugardaginn 27. des kl. 23.00 (miðnætursýning) 5. sýning sunnudaginn 28. des. kl. 16.00. Miöaveró kr. 2.000,- Afsláttur fyrir hópa 20 og fleiri. Upplýsingar og miðapantanir í s. 847 1077

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.