Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Side 9

Skessuhorn - 17.12.2003, Side 9
aui^isunui.. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 9 Auldð samstarf og samvinna Borgfirðinga Það var mikil samvinnuhugur í sveitarstjórnarmönnum s.l. föstudag þegar Akraneskaup- staður, Borgarbyggð og Borgar- fjarðarsveit undirrituðu sam- komulag um að auka eins og kostur er samstarf og samvinnu. Um útvíkkum á eldra samkomu- lagi er að ræða sem að mati for- svarsmanna sveitarfélaganna gekk mjög vel. Bættar samgöng- ur eru forgangsmál í samkomu- laginu og eiga þær framkvæmdir að vera grundvöllur að enn frekara samstarfi og eflingu byggðanna. Sveitarfélögin eru sammála um að vinna að fram- gangi þessara mála eins og kost- ur er. Þau samgöngumál sem sveitarfélögin ætla sér að gera sameignlega tillögu til sam- gönguráðuneytisins eru; að brúa Grunnafjörð, lagningu Sunda- brautar verði hraðað og að ríkið stuðli með beinum hætti að því að gjaldtaka af umferð um Hval- fjarðargöng verði lækkuð. Auk þess felur samkomulagið í sér effirfarandi atriði: * Unnið verði að stækkun og eflingu sveitarfélaga í Borgar- fjarðarhéraði. * Sveitarfélögin beiti sér fyrir að starfsemi Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, Viðskipta- háskólans að Bifföst og Fjöl- brautaskóla Vesturlands verði efld. * Samstarf safha verði aukið og þrýst verði á ríkið um gerð menningarsamnings við sveitar- félögin á Vesturlandi. Einnig að staðinn verði vörður um upp- byggingu menningarstarfsemi í Reykholti og uppbyggingu Snorrastofu. * Unnið verði áfram sameigin- lega að vímuvarnarmálum, skoð- að hvort hagkvæmt sé að reka sameiginlega tækniþjónustu og þjónustu á sviði félagsmála. Kanna á hvort sameiginleg út- boð geti verið hagkvæmur kost- ur í einstökum tilvikum og einnig frekara samstarf varðandi úrbætur í holræsamálum, og auka samstarf á sviði skólamála. Þá er ætlunin að kanna frekara samstarf varðandi endurmennt- un starfsmanna, vinna áffam að samstarfi á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, standa saman að uppbyggingu á Grundartanga- svæðinu í samvinnu við aðra sameignaraðila að Grundar- tangahöfh og stuðla að ffekari þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur í verkefnum í héraðinu. * Sveitarfélögin eru sammála um að bjóða íbúum sveitarfélag- anna upp á þjónustu á sviði dag- vistarmála, heimilishjálpar, vinnu Vinnuskóla og þjónustu tónlistarskóla án tillits til þess í hvaða sveitarfélagi viðkomandi aðilar eiga lögheimili. Sveinn Kristinsson sagðist í samtali við Skessuhorn vera mjög ánægður með samkomu- lagið. „Bættar samgöngur eru lykilþátturinn í að bjóða uppá enn betri þjónustu og munar miklu ef við styttum leiðina milli Páll Btynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar, Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi og Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar staðfestu samkomulagið. Akraness og hinna sveitarfélag- anna um 7 km. Við viljum gera sveitarfélögin hér á Vesturlandi sem annan möguleika við Reykjavík, svæðið verði nokkurs konar útvörður landsbyggðar- innar í jaðri höfuðborgarinnar.“ Aðspurður hvort þetta væri fyrsta skrefið í að sameina þessi sveitarfélög sagðist Sveinn hafa lengi verið þeirrar skoðunar að Borgarfjarðar- og Mýrasýsla verði eitt sveitarfélag. „Málið snýst um að horfa á hvernig hagsmunum þessa svæðis verði best borgið sem heild en ekki hvað hvert sveitarfélag er að fá í sinn hlut. Sveitarfélagamörk eru Veitingahúsið Krákan á Grundarfirði á 10 ára afinæli Föstudaginn 12. desember sl. héldu hjónin Halla Elimars- dóttir og Friðfinnur Friðfinns- son upp á að þá voru nákvæm- lega liðin 10 ár ffá því þau opn- uðu Veitingahúsið Krákuna á Grundarfirði. Af því tilefni buðu þau Grundfirðingum að samgleðjast með sér yfir kaffi og tertum ffá kl. 16 til 19 og var fullt út úr dyrum á þeim tíma og þeim færðar fjöldi gjafa. Þegar þau opnuðu Krákuna þann 12. desember 1993 voru margir sem voru svartsýnir á það að tækist að reka metnaðar- fullt veitingahús á Grundarfirði allt árið um kring. Reyndin var sú að bæjarbúar tóku Krákunni vel og í dag er hún opin alla daga vikunnar. Viðskiptavinir yfir veturinn eru einkum Grundfirðingar og reyndar fólk alls staðar af Nesinu. A sumrin sækir staðinn hins vegar rnikið af ferðafólki, bæði innlendu og erlendu, ekki síst Þjóðverjar. Á myndinni má sjá eigendur Krákunnar, hjónin Höllu Elimarsdóttir og Friðfinn Friðfinnsson á afineelisdaginn 12. des. sl. Krákan býður upp á mat all- an daginn, en sömuleiðis kaffi og meðlæti síðdegis. A daginn er Krákan kaffihús, sem breytist í veitingastað og bar á kvöldin, en staðurinn er með fullt vín- veitingaleyfi. Boðið er upp á fjölbreyttan mat og er ferskleik- inn í fyrirrúmi. Á matseðlinum eru til dæmis lambasteikur og ferskur fiskur báta ffá Grundar- firði. Oft er boðið upp á lifandi tónlist á Krákunni og má þar til dæmis nefna Dixielandsveit Grandarfjarðar og sönghópinn Sex í sveit. að breytast og til að reka alvöra sveitarfélag sem er samkeppnis- fært um þjónustu til íbúa þarf að hugsa í stærri einingum. Þetta samkomulag er fyrst og ffemst hugsað til að styrkja þessi þrjú sveitarfélög. Við kjósum að ganga ákveðin til verks í stað þess að bíða með hendur í skauti“ sagði Sveinn að lokum. I kjölfar undirritunar sam- komulagsins staðfesti Akranes- kaupstaður samkomulag við Snorrastofu og Byggðsafnið að Görðum um að styðja rekstur Snorrastofu með fjárffamlagi að upphæð 1,5 mkr. sem greiðist á næstu þremur árum. Snorrastofa og Byggðasafnið að Görðum munu á þeim tíma leita leiða til að auka samstarf sitt. Má segja að þessi styrkur sé staðfestingar- vottur Skagamanna að hugur fylgi máli og vísbending um að samkomulagið muni skila sér í áþreifanlegum mun til íbúanna. Skipumgsstafnun Útnesvegur (nr. 574) Gröf-Arnarstapi í Snæfellsbæ Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um lagningu Útnesvegar frá Gröf að Arnarstapa í Snæfellsbæ. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 12. desember 2003 til 23. janúar 2004 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Snæfellsbæjar á Hellissandi, bókasafni Snæfellsbæjar í Olafsvík, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðum Vegagerðarinnar : www. vegagerdin.is og VSÓ ráðgjöf: www.vso.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. janúar 2004 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.