Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Side 55

Skessuhorn - 17.12.2003, Side 55
fntssunu^ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 55 1. deild karla í körfuknattleik Ósigraðir frá september Skallagrímur-Fjölnir 90-82 Jón Oddur íþrótta- maður ársins Jón Oddur Halldórsson, frjálsíþrótta- maðurinn knái úr Snæfells- bæ var, ásamt Kristínu Rós Hákonardótt- ur, valinn í- þróttamaður ársins úr röð- um fatlaðra en valið var kynnt þann 10. des. sl. Jón Oddur hefur staðið sig sérlega vel á árinu og sigraði m.a. í 100 og 200 metra hlaupi bæði á Evr- ópumeistara- móti fatlaðra í frjálsum íþróttum og opna breska meistaramótinu. Þá sigraði hann í öllum hlaupagreinum Jón Oddur Haltdórsson íþróttamaður fatlaðra 2003 á íslandsmóti ÍF innanhúss í vetur. Það er því óhætt að segja að þessi efnilegi og hógværi íþróttamaður sé vel að þessum heiðri kominn. Skallagrímur er á beinu brautinni þessa dagana í 1. deild karla í körfuknattleik, en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni síðan í 1. umferðinni þegar toppliðið, Valur bar sig- urorð af Borgnesingunum. Skallarnir tóku á móti Fjölni á föstudag en Fjölnismenn voru fyrir leikinn á toppnum ásamt Val og Skallagrím en öll liðin höfðu þá 12 stig. Skallarnir áttu í nokkrum erfið- leikum með Fjölnismenn og var jafnt á öllum tölum þartil í blá- lokin er Skallarnir sigldu framúr á seglum reynsl- unnar. „Ef við vinnum Stjörnuna í kvöld (þriðjudag) erum við í á- gætum málum á miðju móti og getum farið tiltölulega ró- legir í jólafrí," segir Valur Ingi- mundarson þjálfari. Skallarnir leita nú að nýjum leikmanni til að styrkja liðið fyrir lokabar- áttuna en liðið stefnir að því leynt og Ijóst að endurheimta sætið í úrvalsdeildinni. Tölurnar - Skallagrfmur Nr Nafn Mín HF STOSTIG 4 Egill Ö Egilsson 23 2 0 9 6 Ari Gunnarsson 30 4 5 3 7 Pálmi Þ Sævarsson 27 8 0 4 9 Steven Howard 38 4 7 31 11 Óskráður leikmaður 10 0 1 2 12 Davíð Asgrímsson 19 2 3 8 14 Valur S Ingimundarson 23 1 3 16 15 Sigmar P Egilsson 30 1 2 5 Snæfellingar áfram Um helgina fóru fram leikir ' 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Tvö lið af Vesturlandi komust í 16 •iöa úrslitin, Grundarfjörð- ur/Reynir og Snæfell. Snæ- fellingar mættu KR-b á úti- velli og sigruðu nokkuð auð- veldlega 89 - 95. Grundfirð- ingar og Sandarar fengu hins vegar stærri bita því þeir fengu Tindastól í heimsókn í Iþróttahús Snæfellsbæjar í Ólafsvík og töpuðu 70-124 enda leika Stólarnir í úrvals- deild sem kunnugt er en Grundafirðingar og Reynis- menn leika í 2. deild. Snæfellingar aftur komnir á skrið Haukar - Snæfell 70-81 Snæfellingar náðu sér aftur á strik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir Ijótan skell gegn Njarðvík í síðustu viku. Þeir sóttu Hauka heim að Ás- völlum á fimmtudag en Hauk- arnir voru aðeins tveimur stig- um á eftir Snæfellingum fyrir leikinn. Snæfellingar byrjuðu af miklum krafti og höfðu tíu stiga forystu eftir fyrsta leik- hluta og létu hana aldrei af hendi í öllum leiknum. Staðan í leikhléi ver 27 - 38 og eftir þriðja leikhluta 47 - 59. Loka- tölur urðu síðan 70-81. Með sigrinum náðu Hólmarar áð tryggja stöðu sína í efri hluta deildarinnar og eru þeir nú í 3 - 4 sæti ásamt Keflvíkingum. Flestir leik- menn Snæfell- inga áttu góðan leik en Banda- ríkjamennirnir Dickerson og Whitmore voru atkvæðamestir í framlinunni en þeir hafa ekki verið að skila neinum stór- kostlegum tölum það sem af er vetri. Þeir Hafþór og Sig- urður léku einnig vel og voru traustir að vanda. Tölurnar - Nr Nafn Snæfell Mín HF STOSTIG 4 Hlynur E Bæringsson 34 11 3 5 5 Andrés M Heiðarsson 17 7 1 0 6 Corey Dickerson 35 2 7 23 9 Hafþór 1 Gunnarsson 27 2 6 10 11 Sigurður Á Þorvaldss 29 5 1 10 12 Lýður Vignisson 18 1 4 3 15 Dondrell Whitmore 40 7 2 30 Snæfellingar með jafn mörg stig í jólafrí og allt árið í fyrra? Gengið framar vonum segir Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells Úrvaldeildarlið Snæfells í körfuknattleik hefur vakið verðskuldaða athygli i deild- inni í vetur og er í toppbarátt- unni sem stendur ásamt Suð- urnesjaliðunum alræmdu. Lið- ið hefur aldrei byrjað betur í deildinni að sögn þjálfarans, Bárðar Eyþórssonar og ef lið- ið sigrar KFÍ í Hólminum á fimmtudag fer það í jólafrí með jafn mörg stig og það fékk allan síðasta vetur. „Við erum alveg þokkalega sáttir enda hefur þetta gengið framar vonum,“ segir Bárður þjálfari. „Upp á síðkastið höf- um við verið að vinna leiki án þess að spila okkar besta leik og það sýnir ákveðinn styrk- leika. Það sem af er höfum við aðeins tapað fyrir Suðurnesja- liðunum og höfum átt býsna góða leiki inn á milli.“ Sterkir leikmenn Bárður segir hópinn hafa styrkst mikið fyrir tímabilið og það geri gæfumuninn um stöðuna í dag. „Við fengum þá Sigurð Þorvaldsson og Haf- þór Inga Gunnarsson inn fyrir veturinn og þeir eru geysilega sterkir. Jón Þór kom síðan líka en hann varð reyndar að hætta vegna meiðsla. Síðan erum við með tvo sterka út- lendinga en það hefur að mínu mati breytt mestu að fá þá Hafþór og Sigurð enda eru þetta geysi sterkir leikmenn. Það sem háir okkur reyndar eins og alltaf er að við höfum fá- mennan æf- ingahóp. Við erum ekki nema 10-12 á æfingum sem þýðir að það má helst enginn meið- ast. Hafþór er meiddur í dag og það veikir liðið fyrir næsta leik sem er jafnframt sá síðasti fyrir jól. Við eig- um samt að geta unnið KFÍ á heima- velli og þá gætum við farið mjög sáttir í jólafrí." Bárður segir liðið geta stát- að af tveimur af bestu íslend- ingunum í deildinni í vetur, þeim Sigurði og Hlyni Bær- ingssyni og að framhaldið velti töluvert mikið á þeim. „Við settum okkur það mark- mið í upphafi að komast í úr- slitakeppnina og það hefur ekki breyst. Okkur var spáð 6. sætinu fyrir mót og við ætlum allavega að reyna að halda því. Framhaldið veltur hins- vegar á leikmönnunum sjálf- um og ekki síst á þeim Sigurði og Hlyni því þeir eru gríðar- lega mikilvægir fyrir þetta lið. Ef þeir verða áfram í þessu formi er útlitið ekki slæmt;“ Suðurnesja- liðin erfið Bárður segist aðspurður búast við að Suðurnesjaliðin eigi eftir að bítast um titilinn. Grindvíkingar hafa byrjað vel en þeir eru alls ekki afger- andi. Það sem þeir og hin Suðurnesjaliðin hafa hins- vegar er að þeir eru að byggja á sama hóp og síðast. Við þurfum hins vegar að byrja á að byggja upp nýtt lið á hverju hausti. Við eigum hins vegar að geta strítt þessum liðum, við höfum al- veg mannskap í það. Það spillir heldur ekki fyrir að stemningin er góð, bæði í leikmannahópnum og líka hér í bænum. Þetta hjálpast allt að,“ segir Bárður. Staðan í úrvals- deildkarla í körfuknattleik Félag L U T Stig 1. UMFG 1010 0 897:827 20 2. UMFN 10 8 2 944:841 16 3. Keflavík 10 7 3 986:849 14 4. Snæfell 10 7 3 813:783 14 5. KR 10 6 4 935:891 12 6. Tindast. 10 5 5 957:908 10 7. Hamar 10 5 5 821:855 10 8. Haukar 10 5 5 781:799 10 9. KFÍ 10 2 8929:1008 4 10. Br.blik 10 2 8 830:904 4 11. ÞórÞ. 10 2 8 849:972 4 12. ÍR 10 1 9 849:954 2 Staðan í 1. deild karla í körfuknattleik Félag L U T Stig 1. Valur 9 8 1 786:728 16 2. Skallagr. 8 7 1 766:642 14 3. Fjölnir 9 7 2 802:666 14 4. Stjarnan 7 4 3 561:569 8 5. ÍS 8 4 4 666:662 8 6. ÞórAk. 9 4 5 749:800 8 7. ÍG 9 3 6 754:807 6 8. Árm./Þr. 8 3 5 657:648 6 9. Höttur 8 1 7 569:680 2 10. Selfoss 9 1 8 736:844 2

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.