Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ^ssunu^ í tilefni af fertugsafmælinu mínu þann 18. desember verður opið hús í Logalandi laugardaginn 20. desember frá kl. 16. j H, Edda Þórarinsdóttir, Giljahlíð. INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI BRÁKARBRAUT 18-20 Iðnaðarhúsnæði (bifreiðaverkstæði) 439 ferm. Hluti innréttaður sem varahlutaverslun og skrifstofur. Einnig áhöld og tæki til reksturs bifreiðaverkstæðis. Verð: 20.000.000 HRAFNAKLETTUR 8 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, 62,9 ferm. Hol flísalagt, stofa parketlögð. Eldhús parketlagt, viðarinnr. Eitt herbergi dúklagt, skápur. Baðherb. dúklagt, kerlaug/sturta. Sérgeymsla, sameiginleg hiólageymsla og þvottahús í kiallara. Verð: 6.200.000 KVELDÚLFSGATA 22 íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi, Hol og stofa teppalagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnr. Þrjú herb. dúklögð. Baðherb. dúklagt, ljós viðarinnr., kerlaug. Geymsla og þvottahús í íbúð með máluðum gólfum. Sérgeymsla og sameiginl. hjólageymsla í kjallara. Viðgerðir eru fyrirhugaðar utanhúss og ber kaupandi kostnað af þeim. Verð: 8.200.000 TILLEIGU: Til leigu 120 ferm. húsnæði við Brúartorg, Borgamesi. Húsnæðinu getur fylgt lausafé til reksturs veitingastaðar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 4371700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@isholf.is veffang: simnet.is/lit Atvinnuleysi vel undir landsmeðaltali Mikil aukning í starfstengdum úrræðum Atvinnuleysi á landinu hefúr lítillega aukist en í nóvember mældist það 3% en var 2,8% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi á Vesturlandi í nóvember mældist 1,8%. Mun fleiri konur en karlar voru án atvinnu eða 2,7% kvenna á móti 1,2% karla. Atvinnuleysi hefur vaxið tals- vert sl. 2 ár. Hámarki náði það í janúar á þessu ári en þá voru um 320 atvinnuleitendur á skrá á Vesturlandi. Að sögn Guð- rúnar Gísladóttur forstöðukonu Svæðisvinnumiðlunar Vestur- lands er atvinnuleysi einnig mælt í fjölda nýskráninga. I samtali við Skessuhorn sagði Guðrún að fjöldi nýskráninga hafi aukist mikið á þessu ári og því síðasta. Arið 2000 hafi ný- skráningar verið 418, 414 árið 2001, 705 í fyrra og í ár væru þær orðnar 845. Guðrún segir að atvinnuleysi á Vesturlandi væri þó heldur minna núna enþað var á sama tíma í fyrra. „A þessu ári hafa mun fleiri atvinnuleitendur ver- ið ráðnir í starfstengd úrræði en árin á undan. Þessi verkefni eru styrkt af Atvinnuleysistrygging- arsjóði og teljast atvinnuleit- endur ekki atvinnulausir á með- an á úrræðinu stendur. I des- ember eru t.a.m 20 fleiri í slík- um úrræðum heldur en voru á sama tíma í fyrra. I kjölfar vax- andi atvinnuleysis í byrjun árs 2003 lögðumvið ,,ofur“ áherslu á að efla starfstengd úrræði s.s. starfsþjálfun, reynsluráðningu og kynna styrki til sérstakra verkefna. Þessi úrræði gengu vel og nutuni við mikillar og góðrar samvinnu við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Vestur- landi“, segir Guðrún. Segir hún að starfstilboðum hafi farið íjölgandi hjá Svæðisvinnumiðl- un með hverju árinu sem Iíður. „Við teljum skrifstofuna vera að festa sig betur í sessi sem vinnu- miðlun og sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér þjónustu okkar. Vinnuveitendur þekkja orðið þá þjónustu sem við bjóðum upp á og eru tilbúnir að láta á hana reyna. Sumir hafa áhuga á að auglýsa eftir fólki í gegnum EES vinnumiðlunina og freist- ast þannig til að fá til sín fagfólk erlendis frá. Mikil aukning var í ráðningum í gegnum skrifstof- Guiírún Gísladóttir. una á þessu ári, eða meira en tvöföldun miðað við fyrri ár, 139 þessara starfa eru vegna starfsúrræða en 185 eru verk- beiðnir frá fyrirtækjum á svæð- inu. Við höfum reynt eins og kostur er að hanna úrræði þannig að atvinnulausir ein- staklingar fái a.m.k. einhverja vinnu á hverju ári. A árinu 2003 tókst það, því það er eng- inn atvinnuleitandi sem hefur verið samfellt atvinnulaus allt árið, sumir hafa að vfsu aðeins fengið vinnu í skamman tíma eða hlutastarf*, sagði Guðrún Gísladóttir að lokum. í félagsheimilinu Hótel Stykkishólmi 4. sýning: laugardaginn 27. des kl. 23.00 (miðnætursýning) 5. sýning sunnudaginn 28. des. kl. 16.00. Miöaveró kr. 2.000,- Afsláttur fyrir hópa 20 og fleiri. Upplýsingar og miðapantanir í s. 847 1077
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.