Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 6. tbl. 7. árg. 11. febrúar 2004 Kr. 250 í lausasölu Gauti bætir 26 ára gamalt met Gauti Jóhannesson hefur undanfarið bætt verulega ár- angur sinn í millivegalengda- hlaupum. Fyrir skömmu setti hann nýtt Borgarfjarðarmet í 800 m hlaupi. Gamla metið var í eigu Jóns Diðrikssonar 1:55,7 mín. Sett í Þýskalandi 1978. Gauti hljóp á 1:54,40 mín í Svíðþjóð 24. janúar. Gauti bætti árangur sinn einnig í 1500 m hlaupi helgina eftir þegar hann hljóp á 3:54,53 mín. Borgarfjarðar metjóns er 3:45,6 mín. Settí Þýskalandi árið 1980 en Jón keppti á Olympíuleikunum í Moskvu það ár. Borgfirð- ingar hafa lengi átt góða milli- vegalengdar og langhlaupara og líkur eru á að sú hefð hald- ist áffam. Þá setti Sigurkarl Gústavs- son Islandsmet í ungkarla- flokki í 60 metra hlaupi í Kópavogi um helgina. Sigur- karl hljóp á 7,06 sekúndum. FVA mætir Verzló Eins og getið var um í síð- asta Skessuhorni er GETTU BETUR lið FVA komið í átta liða úrslit og í sjónvarpshluta keppninnar. Nú er búið að draga í fyrstu umferð og dróg- ust lið FVA og Verzlunarskól- ans saman. Viðureignin mun fara ffam á Akranesi fimmtu- daginn 4. mars nk. Það hefur ekki verið hundi út sigandi á Vesturlandi síðustu daga en hrossin bera sig hinsvegar vel, allavega þessi tvö enda hafa þau greinilega nóg að bíta og brenna. Mynd: MM Aftakaveður Fimm bílar eyðilögðust og þakplötur fuku af húsþökum í aftakaveðri í Ólafsvík á mánu- dag. Óveðrið stóð ekki nema í þrjá tíma en vindhraðinn fór upp í 39 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Sjá bls 2. Nýr gamli bær Bæjarstjórn Borgarbyggðar kynnir í vikunni nýtt skipulag fýrir gamla bæinn í Borgar- nesi. Gert er ráð fyrir að gamla Mjólkursamlagshúsið verði rifið en skiptar skoðanir eru um þær fyrirætlanir. Þá er gert ráð fyrir allt að 80 íbúða byggð á svokölluðu Rauða torgi þar sem var athafhasvæði Byggingavörudeildar KB. Sjá nánar á bls 5 Akumesingar hækka lóðaleigu I aðdraganda afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Akraneskaupstað- ar fyrir árið 2004 var tekin sú á- kvörðun að gera þær breytingar á lóðaleigu gjaldi að tengja það við fasteignamat lóðar þannig að um hlutfallstölu yrði að ræða en ekki fasta krónutölu á m2 lóðar eins og áður var. Breyting þessi tekur til allra nýrra lóðaleigu- samninga og einnig þeirra sem eru endurnýjaðir eftir að hafa runnið út. I ljós kom að talsvert rnargir samningar, um eða yfir eitthundrað, hafa runnið út á síðustu árum en ekki verið end- urnýjaðir. Skessuhorn veit dæmi þess að hækkunin hafi ver- ið yfir 500% eða ffá 3.360 kr. í 19.800 kr. Nokkur óánægja braust út meðal þeirra sem fengu miklar hækkanir sér í lagi hjá þeim sem voru í hópi þeirra sem samningar höfðu runnið út á undanfömum árum. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sagði í samtali við Skessuhorn að ákveðið hafi verið að koma til móts við þennan hóp. Hækkanir hafi verið dregnar til baka og á- kveðið hefur verið að allir þeir lóðaleigusamningar sem mnnu úr gildi fyrir síðustu áramót verði endurnýjaðir frá þeim degi sem þeir rannu út og lóða- leigugjaldið innheimt eftir gamla laginu. „Þetta er ákveðin kerfisbreyting sem við erum að gera á innheimtu lóðaleigu- gjalda. Við voram eitt af fáum sveitarfélögum sem enn inn- heimtum eftir fastri krónutölu í stað þess að taka tillit til verð- mætamats lóðanna. Samþykkt bæjarstjórnar hljóðar uppá að lóðaleiga sé 1 % af fasteignamati íbúðahúsalóða og 1,5% af fast- eignamati iðnaðarlóða. Þess ber að geta að þetta nýja fyrirkomu- lag speglar í raun matið á lóð- inni. Það getur verið að í viss- um tilvikum sé mat á lóðum of hátt. Þeir einstaklingar sem telja að svo sé geta snúið sér til Fasteignamats ríkisms og óskað eftir endurmati. Nú það kom svo í ljós við vinnslu á inn- heimtuseðlum að einhverra hluta vegna hafa þeir aðilar sem eru með útrunna samninga ekki verið aðvaraðir, við tókum því þá ákvörðun að taka aftur hækkunina á þann hóp,“ sagði Jón Pálmi. Lóðaleigugjöld hafa skilað Akraneskaupstað mun lægri tekjum en flestum öðrum sveit- arfélögum. Arið 2002 skilaði lóðaleigan Akraneskaupstaði 1.514.- kr. á hvern íbúa meðan Borgarbyggð fékk 3.315,- kr og Isafjörður 6.267,- kr á hvern íbúa svo dæmi séu tekin. Breyt- ing á lóðaleigugjaldi er aðgerð sem tekur nokkuð langan tíma að ganga í gegn, flest allir lóða- leigusamningar eru gerðir til 50 ára þannig að það era fyrst og fremst handhafar nýrra samn- inga sem munu greiða hærri lóðaleigu nú næsm árin og þeir sem þurfa að endurnýja samn- inga sína eftir 1. janúar 2004. -háp Folaldakiötsveisla Tilboðin gilda frá 12. febrúar til 17. febrúar eða meðan birgðir endast. Afgreiðslutími: 9:00 - 19:00 virka daga ve IkOFH|rl? 12:00 - 19:00 laugard. og sunnud. á ZíuncUmf/ Góð Kaup! Verð áður Góð Kaup! Verð áður Folalda-Buff 999 kg. 1.268 kg. Klementínur 169 kg. 219 kg. Folalda-Snitzel 889 kg. 1.268 kg. Frón Mjólkurkex 400 gr. 149,- 189,- Folalda-Gúllas 889 kg. 1.268 kg. BKI Kaffi Extra 400 gr. 249,- 279,- Folalda-Lundir 1.299 kg. 1.698 kg. BKI Kaffi Classic 500 gr. 299,- 339,- Folalda-File Epli rauð 1.299 kg. 159 kg. 1.598 kg. 189 kg. Original Appelsínu safi 2 Itr. 348,- Nýtt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.