Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 .aivcsaunuiw Glímukonur Dal- anna á toppnum Iþróttahátíð UMSB 2004 Iþróttamaður HSH árið 2003 er Rögnvaldur Ólafsson Rögnvaldur er líka kylfingur ársis en hann er félagi f Golf- klúbbnum Jökli í Ólafsvík. Hann er klúbbmeistari Jök- uls, vann HSH mótið og stóð sig vel á Toyota mótaröð GSÍ, endaði þar í 22. sæti, en hann tók þátt í 4 af 5 mótum. Bætti ca. 10 ára gamalt vallarmet á Fróðárvelli um 2 högg, en hann lék á 63 höggum. Rögn- valdur er forgjafarlægsti kylfingur innan HSH með 1,8 í forgjöf. [þróttamaður fatlaðra hjá HSH 2003 er Jón Oddur Hall- dórsson UMF Reyni. Jón Oddur hefur á árinu 2003 sýnt hvað í honum býr, hann hefur með góðri ástundun náð í fremstu röð meðal frjálsíþróttamanna í heimin- um í sínum flokki meðal fatl- aðra. Jón Oddur sigraði í 100 og 200 m hlaupi á Evrópumeist- aramóti fatlaðra í frjálsum í- þróttum þar sem hann sigr- aði meðal annars heims- og ólympíumótsmeistarann Ll- oyd Upsedell, sem einnig á heimsmetið í báðum þessum greinum. Á opna breska meistaramótinu sem fram fór í Birmingham gerði Jón Odd- ur sér lítið fyrir og vann enn og aftur heimsmeistarann og heimsmethafann Lloyd Up- sedell frá Bretalandi bæði í 100 m og 200 m hlaupi og sýndi að sigur hans yfir Up- sedell á Evrópumeistaramót- inu í júlí sl. var engin tilviljun. í 100 m hlaupinu sigraði Jón Oddur á tímanum 13.93 sek þar sem hann hljóp á 14.18 sek og hafnaði í öðru sæti og ( 200 m sigraði á tímanum 28,35 sek og var tæpri sek. á undan Upsedell. Glæsilegur árangur hjá Jóni og gott veganesti fyrir lokaundirbún- inginn fyrir Ólympíumót fatl- aðra á næsta ári. Jón Oddur var einnig út- nefndur íþróttamaður fatl- aðra árið 2003. Frjálsíþróttamaður HSH 2003 er Hilmar Sigurjónsson. Hestamaður HSH 2003 er Lárus Ástmar Hannesson Snæfellingi. Knattspyrnumaður HSH 2003 er Hermann Geir Þórs- son UMF Víking. Körfuknattleiksmaður HSH 2003 er Hlynur Elías Bær- ingsson Snæfelli. Sundmaður HSH 2003 er María Alma Valdimarsdóttir Snæfelli. Bridgelandslið kvenna hefur verið valið en næsta keppni er Evrópumótið í Malmö í Sví- þjóð í júní n.k. Alda Guðna- dóttir úr Borgarnesi er meðal landsliðskvenna en hún var fyrst valin í liðið á síðasta ári. Íþróttahátíð UMSB var hald- in laugardaginn 7. febrúar. Keppendur voru hátt í 200 og voru á aldrinum 5-16 ára. Keppt var í sundi og frjálsum í- þróttum. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum bæði í sundi og frjálsum íþróttum þó árangur ungs Hvanneyrings bæri hæst. Arnar Hrafn Snorrason setti UMSBmet í hástökki í strákaflokki 11-12 ára þegar hann stökk 1,45 m. Eldra metið átti Andri Emol- inskij 1,40 m en það var sett árið 1993. íþróttahátiðin hófst á keppni í sundi. Næst fór fram kynning á júdó. Það er hefð fyrir því að á Íþróttahátíð UMSB er kynnt einhver íþrótta- grein sem ekki er stunduð í Borgarnesí. Að þessu sinnu voru það félagar frá júdófélagi Reykjavíkur sem sáu um sýn- inguna. Eftir afhendingu sér- verðlauna og krýningu íþrótta- manns ársins tók frjálsíþrótta- keppnin við. Eins og fyrr segir tókst hátíðin mjög vel og mikil stemning var á pöllunum. Hlynur íþrótta- maður Snæfells Hlynur Bæringsson, fyrir- liði úrvalsdeildarliðs Snæ- fells í körfuknattleik, hefur verið útnefndur íþrótta- maður Snæfells árið 2003. Valið var tilkynnt þegar Snæfellingar tóku á móti Kefivíkingum í Úrvals- deildinni í síðustu viku og unnu góðan sigur eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni. Hlynur hefur verið að leika afar vel með Snæfelli í vet- ur og undantekningalítið verið einn besti maður vall- arins. Ekki þarf að tíunda frekar árangur Snæfells en sem stendur er liðið í 1. sæti úrvaisdeildarinnar. Þetta er annað keppnis- tímabil Hlyns með Snæfell- ingum en áður lék hann með Skallagrími í Borgar- nesi. Úrslitin í íslandsmótinu í glímu, Leppinmótaröðinni, ráðast á laugardaginn, 14. febrúar, í íþróttahúsi Haga- skóla en þá fer fram þriðja og síðast umferðin í íslandsmót- inu í glímu. Búast má við jafnri og spennandi keppni í flestum flokkum en allt besta glímu- fólk landsins er skráð til leiks. Þátttaka á mótið er mjög góð en 25 glímumenn frá 6 félög- um eru skráðir í keppni. Þar af eru þrjár öflugar glímukon- ur úr Dölunum, systurnar Svana Jóhannsdóttir. Svana Hrönn og Sólveig Rós Jóhannsdætur og Eva Lind Lýðsdóttir en þær eru í topp- sætunum, bæði opnum flokki og kvennaflokki + 65 kg fyrir keppnina á laugardag. í opnum flokki er Svana Hrönn í efsta sæti með 11 stig, Sólveig Rós í öðru með 9 stig, í þriðja sæti er Inga Gerða Pétursdóttir frá HSÞ með 8,5 stig en Eva Lind er í því fjórða með 7 stig og á möguleika á að ná bronsinu. í kvennaflokki + 65 kg er Svana einnig í 1. sæti með 11 stig, Inga Gerða frá HSÞ er í 2. með 10 stig, Sólveig í 3. með 9 stig og Eva Lind í 4. með 6 stig. í stigakeppni félaga er Glímufélag Dalamanna langefst í kvennaflokki með 53 stig, HSK í öðru með 30,5 stig og HSÞ í þriðja með 18,5 stig. Af fþróttastarfi á Snæfellsnesi Mikið hefur verið um að vera í íþróttastarfi HSH í vetur. Haldin hafa verið nokkur mót m.a. knattspyrnumót, frjálsí- þróttamót og Æskusundmót en keppendur í sundinu eru frá HSH, USHV,UMSB og eru keppnirnar haldnar að hausti á stöðunum til skiptis. Mótið heppnaðist vel og fóru keppendur og velunnarar þess glaðir af móti að sögn Öldu Pálsdóttur fram- kvæmdastjóra HSH. Ný afstaðið er knattspyrnu- mót sem haldið var hér í Hólminum og gekk vel þrátt fyrir að hafa hitt inn á Þorra- blótshelgi hjá Grundfirðingum og Hólmurum. Foreldrar af Nesinu eru dug- legir að koma með börnum sínum og hafa gaman af svo að alltaf er fjör í stúkunni þar sem pabbarnir verða strákar aftur er þeir lifa sig inn í bolta- leikinn og og mömmurnar verða að klappstýrum með í- myndaða dúska! Framundan er Knattspyrnu- mót sem verður haldið f Ólafsvík en Héraðsmótin í knattspyrnu eru þrískipt þ.e. haldin í Stykkishólmi, Grund- arfirði og Ólafsvík og eru því mótshelgar knattspyrnunnar þrjár yfir veturinn og þrjár yfir sumarið. Þá verður haldið Héraðsmót í frjálsum íþróttum f Stykkishólmi 27. feb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.