Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 jatíJUnu... Til mirvnis Við minnum á að Björgólfur Guðmundsson, Landsbanka- eigandi með meiru flytur er- indi á opinni málstofu í Við- skiptaháskólanum á Bifröst á fimmtudag kl. 16.00. Erindi hans fjallar um breytingar á ís- lensku atvinnulífi. Eru torg ekki ætluð til að fækka slysum í stað þess að fjölga þeim Auðunn? Eru torg ekki aetluð til að faekka slysum í stað þess að fjölga þeim.Auðunn? Torgið er samkvæmt eðlileg- um stöðlum en lítur kannski ekki nógu ógnvekjandi út. Ökumenn þurfa greinilega tíma til að venjast þvi. Auðunn Hálfdánarson, tæknifræðingur Vegagerðarinnar i Borgarnesi. Frá því nýtt hringtorg var tekið í notkun á vegamótum Vestur- landsvegar og Snæfel/snesvegar við Borgarnes s.l. sumar hafa orðið þar fimm umferðarslys. m Veðw'horfnr Nú er hann lagstur í suðlægar áttir með hlýindum og rigningu. Gert er ráð fyrir hægum vindi sem rokkar frá suðvestri til suðausturs út vikuna. Á sunnudag er gert ráð fyrir að það létti aðeins til út við ströndina en vætutíðin haldi áfram inn til dala. Hiti verður nokkuð yfir frostmark en búast má við næturfrosti. SpHrninj vihrjrmar I síðustu viku var spurt á fréttavefnum Skessuhorn.is „- Verða Snæfellingar Islands- meistarar í körfuknattleik 2004?“ - 46,4% svöruðu: „Já, auðvitað", Nei, alls ekki, svör- uðu 37,5% og 16,1% kváðust ekki hafa minnstu hugmynd. Næst er spurt: Ertu Bloggari? Takið afstöðu á skessuhorn.is Vestlendirnjtvr viNnnar Eru björgunarsveitarmenn á Vesturlandi sem hafa staðið í ströngu við að aðstoða illa búna ferðamenn að komast leiðar sinnar, elta gáma á flugi, grípa þakplötur og sitthvað fleira smálegt sem tínst hefur til. Aftakaveður í Ólafsvík Fimm bílar eyðilögðust, þak fór af íbúaðarhúsi og gámur í höfnina Miklar skemmdir urðu í óveðri á Snæfells- nesi um miðjan dag á mánudag en engin slys urðu á fólki. Veðrið var verst í Snæfellsbæ en þar rauk hann upp á suðaustan um hádegis- bil og gerði mikinn hvell. Talið er að veður- hæðin hafi farið mest í 39 metra á sekúndu í hviðunum. Oveðrið stóð ekki nema í um þrjá tíma en samt sem áður urðu skemmdir miklar sem fyrr segir. Tveir tómir flutn- ingagámar frá Eimskip Flutningagámurinn semfór í böfhina var bundinn við bryggju eins og hvert annað skip. sem stóðu við höfnina tókust á loft og lenti annar þeirra á fjórum bifreiðum sem stóðu á bryggjukantinum og eru þeir allir stórskemmdir ef ekki ónýtir. Hinn gámurinn lenti út í sjó en eyðilagði eina bifreið á leiðinni. Björgunar- sveitarmenn náðu að koma böndum á gámana og var annar þeirra bundinn við bryggju eins og hver önnur trilla en hinn var njörvaður niður á bryggjukant- inum. Þakplötur fuku af húsi við Grundarbraut og litlu munaði að þakið færi í heilu lagi af gömlu fiskverkunarhúsi við Snoppuveg en björgunarsveit- armenn og starfsmenn bæjarins brugðust skjótt við og hrúguðu dekkum á þakið til að halda því niðri. Á milli tuttugu og þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Ólafsvík og Hellissandi tóku þátt í björgunarstörfum í Ólafs- vík á mánudag og að sögn eins þeirra, Arnars Laxdal, áttu menn í erfiðleikum með að at- hafna sig vegna veðurofsans. Fleiri liðskiptaaðgerðir á SHA Liðskiptaaðgerðir eru orðnar snar þáttur í starfsemi Sjúkra- húss Akraness en aðgerðum af þessu tagi hefur stöðugt fjölgað á undanförnum árum. Fyrstu liðskiptaaðgerðirnar voru gerð- ar á Akranesi 1991 en það ár voru framkvæmdar 13 gervi- liðaaðgerðir á mjöðm en fyrsta liðskipaaðgerðin á hné var hins- vegar gerð árð 1995. Yfirlækn- ir bæklunarlækninga á SHA er dr. Jón Ingvar Ragnarsson. I fyrra voru liðskiptaaðgerðir 82 talsins og hafði þá fjölgað um 50% frá árinu áður. Af þeim voru 45 mjaðmarliðaaðgerðir og 37 liðskiptaaðgerðir á hné. A þessu ári standa vonir til þess að hægt verði að fjölga aðgerð- um þessum enn frekar þannig að gerðar verði nærfellt 3 lið- skiptaaðgerðir á viku stærstan hluta ársins. Framkvæmt fyrir sextíu milljónir Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2004 hefur verið sam- þykkt í sveitarstjórn. Að sögn Haraldar Líndal sveitarstjóra er gert ráð fyrir að verja um 60 milljónum til viðhaldsfram- kvæmda í sveitarfélaginu. Endur- bætur verða gerðar á Grunnskól- anum og leikskólanum í Búðar- dal fyrir um 30 milljónir. Ekki liggur þó fyrir hvað verður gert en hugsanlega verður byggð við- bygging við skólana sem eru í samliggjandi húsnæði. Að sögn Haraldar hefur leikskólinn geng- ið á pláss grunnskólans á undan- förnum árum og að annaðhvort þurfi að stækka húsnæðið eða skipuleggja það betur. Einnig er ráðgert að verja um sex milljónum til viðhaldsverk- efna á Laugum og um fimm milljónum í viðhald gama í Búð- ardal. Þá verður 7,5 milljónum ráðstafað í væntanlegt Leifssafn í gamla kaupfélagshúsinu í Búðar- dal. Haraldur segir að framkvæmd- ir verði að hluta til fjármagnaðar með ágóða af sölu Hitaveitu Dalabyggðar og að hluta með rekstrartekjum. Hann segir að ekki þurfi að fara í lántökur á þessu ári til að fjármagna fram- kvæmdir eða annan rekstur. GE Samið um tryggingar Stykkishólmsbær hefur samið við Tryggingamiðstöð- ina hf. um tryggingavernd fyr- ir sig og sín fyrirtæki og stofn- anir. Samningur þessi var und- irritaður að undangengnu út- boði á tryggingapakka bæjarfé- lagsins en tilboð voru opnuð 15. desember sl. Þrjú tilboð bárust og var samið við lægst- bjóðanda. Bikarmót FEBAN í keilufórfram á miðvikudaginn var. 7 einstaktingar kepptu en í úrslita viðureignina komust þessir fjórir; Orlygur Elíasson, Tómas Sigurþórsson, Sveinn Þórðarson og Hörður Júlmsson. Spilaðir voru þrír úrslitaleikir, Tómas Sigurþórsson vann og var með flest samanlögð stig úr úrslitaleikjunum. Þolinmæðin þraut Stjörnugrís hefur dregið umsókn sína um fóðurskemmu á Akranesi til baka. Aðdrag- andi málsins er að í haust sótti Stjömugrís um heimild til að byggja fóðurskemmu við Akraneshöfn. Hafist var handa við að deiliskipuleggja lóð samhliða því sem endurskoðun á deiliskipulagi Akraneshafnar var í gangi. Deiliskipulagstil- lagan var svo auglýst og barst ein athugasemd ffá LEX efh. Lögmannsstofu f.h. Sements- verksmiðjunnar hf. Skipulags- og umhverfisnefhd ákvað á síðasta fundi sínum að vísa deiliskipulagstillögunni í heildarendurskoðunin. A sama tíma hætti Stjörnugrís við fyrirhugaða ffamkvæmd. Að sögn Benjamíns Jósefsson- ar hjá Stjörnugrís fannst þeim málið vera farið að dragast það mikið að þeir misstu þolin- mæðina og ákváðu því að leita annað effir lóð fyrir fóður- skemmuna. Skipulag á Laugum Nýtt deiliskipulag fyrir Lauga í Sælingsdal verður til- búið í vor að sögn Haraldar Líndal sveitarstjóra Dala- byggðar. I skipulaginu er gert ráð fyrir 50 - 60 sumarbú- staðalóðum og segir Haraldur að miðað sé við að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. Ekki liggur fyrir hverjir koma til með að reka þessa nýju frí- stundabyggð. Dalabyggð á lóðirnar en Haraldur segir að ekki standi til að sveitarfélagið fari í byggingu bústaða á svæð- inu. Hann segir að hinsvegar séu miklar vonir bundnar við frístundabyggðina. A staðnum er aðgangur að heitu vatni og sundlaug er á staðnum svo fátt eitt sé nefnt og segir Haraldur miklar líkur á að svæðið verði eftirsóknarvert. GE Sömu bílstjóra Foreldrar skólabarna á Mýrunum sem sækja Grunn- skólanti í Borgarnesi eru þessa dagana að safha undirskriftum þar sem skorað er á bæjaryfir- völd að bjóða ekki út skóla- akstur á þessu svæði líkt og fyrirhugað hafði verið heldur að sernja við sömu bílstjórana. Fimin bílstjórar sjá um skóla- akstur á Mýrunum og eru börn og foreldrar ánægðir með þeirra þjónustu ef marka má undirtektir við umræddum undirskriftarlistum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.