Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 juiðsunu^ Bókasafn Akraness Heiðarbraut 40 - s. 433 1200 Sögustundir í bókdsafninu fyrir börn 3-6 ára á miðvikudögum kl. 15:00-15:45 Akraneskaupstaður Greibendur fasteignagjalda á Akranesi athugib! Athygli þéirra sem vilja nýta sér 5% staðgreiðsluafslátt af álagningu fasteignagjalda er vakin á því að til að afslátturinn fáist þarf að ganga frá fullnaðargreiðslu ekki síðar en föstudaginn 1 3. febrúar n.k. Viðkomandter bent á að snúa sér til Landsbanka Islands á Akranesi sem sér um innheimtu fasteignagjaldanna. Bœjarritari. Starfsmaður í bókhald KB Borgarnesi ehf., leitar eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins, til afleysinga í u.þ.b. 6-9 mauði. Helstu verkefni er vinna við bókhald auk almennra skrifstofustarfa. Þekking og reynsla af vinnu við bókhald er nauðsynleg. Væntanlegur starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Eggertsdóttir í síma 430-5509. Umsóknir sem tilgreini menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu félagsins fyrir 25. febrúar nk. KB Borgarnesi ehf. Býr (istamaður í þér? Spennandi námskeið að hefjast Landslagsmálun 16. og 24. febrúar Rósamálun 19. febrúai; Allar nánari upplýsingar í Málningarbúðinni (Logalandi) s:431 2457 Athugið að skrá ykkur tímanlega, takmarkaður fjöldi á námskeiðin. Veiðirétturinn leigður Aðalfundur Veiðifélags Arnar- vatnsheiðar samþykkti nýlega fyrir sitt leyti samning sem felur í sér leigu á veiðirétti á sunnan- verðri Arnarvatnsheiði til Láx-ár ehf. Samningurinn nær til næstu þriggja sumra og er leigutíminn hverju sinni frá 20. júní til 25. á- gúst. Guðmundur Kristinsson formaður félagsins segir að samningurinn feli í sér aukna markaðssetningu á veiðimögu- leikum heiðarinnar miðað við undanfarin ár. Veiðileyfi verða áfram seld í minjagripaverslun- inni við Hraunfossa en salan mun einnig fara fram á Netinu þar sem settar verða inn ýmsar gagn- legar upplýsingar íyrir veiðimenn. „Veiðileyfi munu hækka lítillega í verði en á móti kemur að hluti leigutekna verður eyrnamerktur til lagfæringa á vegaslóðum eða bætts aðbúnaðar í húsunum sem félagið á á heiðinni", segir Guð- mundur. Heimamenn munu á- ffam annast veiðivörslu en henni hefur Snorri Jóhannesson á Augastöðum sinnt í hartnær hálfa öld. MM Arni Steinar Jóhannsson Einkavæðing að hætti Framsóknar Eftir 9 ára stjórn Fram- I sóknarmanna í heilbrigðis- ráðuneytinu eru gallar stjórnunarhátta þeirra að koina í ljós af auknum þunga. Ríkisstjórnin er nefnilega að gera það sem hún segist ekki vera að gera en það er að einkavæða heilbrigðiskerfið. En þar sem þjóðin er alfarið á móti einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu hefur náttúru- lega ekki verið hægt að einkavæða eftir venjulegum leiðum þar um. Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til þess að taka ákvörðun um að hlutafélagavæða og setja sjúkrahúsin á markað. Þá er valin aðferð Framsóknar- flokksins sem er hægfara einkavæðing. Með hægfara einkavæðingu er meiri von til þess að þjóðin taki ekki eftir því sem verið er að gera og haldi áfram að kjósa flokkinn enda hefur sú orðið raunin hingað til. Þessi hæg- fara einkavæðing hófst á út- boði rekstrarþátta s.s. þvotti, þrifurn og viðhaldi en síðan er haldið áfram og farið nær sjúklingunum inn á svið rannsókna, hjúkrunar og lækninga. Blekkingarleikur Talsmenn ríkisstjórnar- flokkanna í heilbrigðismál- um umturnast ef nokkur leyfir sér að tala um einka- væðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja nota orðið einka- rekstur enda er þá meiri von til þess að þjóðin verði skap- leg og til friðs meðan á ferl- inu til einkavæðingar stend- ur. Þessi blekkingarleikur er þjóðinni auðvitað gríðarlega kostnaðarsamur. Enginn maður í rekstri myndi láta sér detta í hug að nota þessa hægfara leið með þeirri sóun fjármuna sem henni fýlgir. Mikil uppbygging einka- rekinna læknastofa sl. ár grefur hægt og bítandi und- an rekstrargrunni ríkisspítal- anna. Sjúklingar eru teknir til meðhöndlunar á einka- stofum og í mörgum tilvik- um er viðkomandi læknir ríkisstarfsmaður á ríkis- sjúkrahúsi fýrir hádegi en vinnur á sinni eigin stofu eft- ir hádegi. Þetta tvöfalda kerfi hefur í för með sér Iauna- samanburð lækna sem á síð- ustu árum hefur leitt af sér gríðarlega hækkun bæði hvað varðar Iaun og fríðindi. Vaxandi sjúklinga- skattar blasa við Meðan á þessum umbrot- um í rekstri heilbrigðiskerf- isins stendur segja talsmenn ríkisstjórnarinnar við þegn- ana að hafa ekki áhyggjur af rekstrarformi vegna þess að allir fái nú jafnan aðgang að þjónustunni í gegnum Tryggingastofnun. Trygg- ingastofnun á sem sagt að greiða reikningana frá einka- reknu sjúkrastofunum og þar með geti allir verið áhyggju- lausir og ánægðir. En hér er á ferðinni hið mesta lýðskrum. Kerfi sem byggir á einka- reknum eða einkavæddum sjúkrastofnunum verður rniklu viðkvæmara fýrir öll- um sveiflum í ríkisbúskapn- um og niðurskurður á fjár- framlögum til Trygginga- stofnunar mun einfaldlega leiða til vaxandi sjúklinga- skatta með aukinni hlutdeild sjúklinga í greiðslu reikn- inga. A þessari vegferð er kerfið sannarlega eins og fram kom hjá forstjóra ríkis- spítalanna í Kastljósi RUV ' ■ Á um daginn en þar lýsti hann því yfir að lausn á fjárhags- vanda ríkisspítalanna gæti falist í greiðslu Trygginga- stofnunar fýrir unnin verk. Við erum á elleftu stundu með að afstýra þessari ó- heillaþróun sem verður tæp- ast gert á annan hátt en að stórefla grunnheilsugæsluna sem fýrsta viðkomustað allra sjúklinga. Allir þegnar lands- ins verða að hafa heimilis- lækni sem vísar þeim til með- höndlunar á sjúkrahúsum eða hjá sérfræðingum ef þurfa þykir. í hverju fólst vömin? Heilbrigðisráðherra sagði um daginn að með samning- um við sérfræðinga hefði tekist að verja tryggingakerf- ið. Mér er spurn: I hverju var sú vörn fólgin? Framsóknar- flokkurinn hefur farið með málefni heilbrigðismála í 9 ár. Þurfti að verjast sjálfstæð- ismönnum eða voru það e.t.v. eigin flokksmenn sem þurfti að verjast? Það er erfitt að hafa mjöl í kjaftinum og blása samtímis svo að vel fari en þá tilraun hafa Framsóknarmenn gert þráfaldlega öll 9 árin í heil- brigðisráðuneytinu. Ami Steinar Jóhannsson varaþingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.