Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 3 ^ousunui. Utvarpshús í Borgamesi Síðastliðinn fimmtudag var formlega tekin í notkun ný að- staða fyrir RUV að Bröttugötu 6 í Borgarnesi að viðstöddum fulltrúum RUV og sveitarfélaga á Vesturlandi. Segja má að þessi aðstaða sé fyrsta útvarpshús Vesturlands þótt ekki sé um að ræða formlega svæðisstöð en Gísli Einarsson fréttamaður rekur aðstöðuna en leigir út til afnota fyrir útvarpið. I nýja húsnæðinu er fullbúið hljóðver og aðstaða fyrir vinnslu sjón- varpsfrétta og sjónvarpsþátta. Markmiðið er að aðstaðan verði nýtt af þeim sem starfa fyrir útvarpið á svæðinu og einnig dagskrárgerðarmönnum annarststaðar af landinu. Sem dæmi má nefna að nú þegar hefur tvisvar verið útsending þar sem einn viðmælandi var í hinu nýja hljóðveri í Borgar- nesi, annar á Akureyri en út- varpsmaðurinn í Reykjavík. Bogi Agústsson, forstöðu- maður Fréttasviðs RUV sagði við opnunina á fimmtudag að ekki væri á döfinni að koma á fót svæðisútvarpi á Vesturlandi en að vonir væru bundnar við að hin nýja aðstaða myndi auka þátt Vesturlands í ljósvakamiðl- unum. MM r BORGARBYGGÐ FUNDUR UM DEILISKIPULAG FYRIR GAMLA MIÐBÆINN Fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.30 verður haldinn kynningarfundur á Hótel Borgarnesi um I deiliskipulagstillögu fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi. I A fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna tillöguna, | en í henni er gert ráð fyrir að ný íbúðabyggð með allt að 87 íbúðum muni rísa á gamla athafnsvæði KB við Skúlagötu og Brákarbraut. Allir velkomnir HERRAKVÖLD Þann 13. fébrúar næstkomandi kl. 20 verður hið árlega herrakvöld knattspyrnufélags ÍA haldið að Jaðarsbökkum. Húsið opnað kl. 19:30. Veislustjóri: Gísli Einarsson, ritstjóri. Ræðumaður: Þórólfur Árnason, borgarstj. Skemmtiatriði: Jóhannes Kristjánsson Undirleikari: Flosi Einarsson Söngstjóri: Sigursteinn Hákonarson Yfirþjónn: Ágúst Guðmundsson Matur: Fortuna veisluþjónusta Kokkar: Hilmar Ólafsson og * Jónas Olafsson Happadrætti: Margir og veglegir vinningar Listmunauppboð: Bjarni Þór, Dýrfinna, Hrönn Eggerts, Vignir Jó. og fl. Leikmenn meistaraflokks þjóna til borðs Pantanir í síma: 431 3311, 896 1504 eða kfia@aknet.is © Með fótboltakveðju Stjórn rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA _________________________________________________)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.