Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 ^aaunu^ WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamaður: Auglýsingor: Umbrot: Fromkvæmdostjóri: Prentun: Skessuhorn ehf Gisli Einarsson 899 4098 Hrofnkell Proppé 892 2698 íris Arthúrsdóttir 696 7139 Guórún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Mognús Mognússon 894 8998 Prentmet ehf. 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is hrafnkell@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:0C gum. Auglýsendum er bent a ab panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 433 5500 Boddý- viðgerðir Gísli Einarsson, ritstjóri. Eitt sinn fyrir margt löngu eignaðist ég gamla Lödu, forláta grip að mörgu leyti, nema það að hún hafði lenti í tjóni, var með öðrum orðum tjónuð eins og sagt er á nútíma íslensku hvernig í ósköpunum sem stendur á því. Tjónun þessi orsakaði lýti nokkuð á ffamparti bifr eiðarinnar þótt það kæmi kannski ekki beint niður á aksturseiginleikum biffeiðarinnar. Nú er það svo að Lödur hafa aldrei þótt neitt sérlega fínir eða smáffíðir bílar, hvað þá klesstar Lödur. Það var því ekki um annað að ræða en að ráða einhverja bót á. Því eyddi ég fjölmörgum kvöld- um og næturpörtum í ísköldum bílskúr með slaghamar, slípirokk og sandpappír að vopni og slípaði, pússaði og barði alveg þar til Lad- an var farin að líkjast því sem hinir rússnesku biffeiðasmiðir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Fékk ég síðan laghentan kunningja minn til að úða svolitlu lakki yfir trýnið á greyinu og þar með var hún orð- in aksturshæf að ég taldi. Ekki svo að segja að hún hafi ekki verið á- gædega ökufær með bogið nef og bólur í andliti, ef svo má að orði komast og ég er reyndar alls ekki viss um að Ladan hafi verið neitt betri bifreið eftir þessar lýtaaðgerðir. En þetta var jú einu sinni minn bíll og mín ákvörðun. Fyrir skömmu varð ég fyrir því óláni að berja augurn údenskan sjónvarpsþátt á einni sjónvarpsstöðinni. Þáttur þessi ber að því er mig minnir nafhið „Extreame makeover" upp á engilsaxnesku og údeggst á hinu ástkæra ylhýra yfirgengilega, ofboðslegur andlits- farði. Eg komst fljótt að því að þarna var ekki verið að kynna snyrti- vörur frá Engu nafni (No Name) eða Kristjáni Dýrfjörð (Christian Dior) heldur snerist þetta merkilega sjónvarpsefni um það að sjálf- boðaliðar sem voru lítt sáttir við sitt ytra útlit létu breyta því í sjón- varpssal með tilheyrandi skurðagerðum. Reyndar sá ég hvergi bregða fyrir slípirokk eða slaghamri en að öðru leyti sýndust mér aðfarirnar svipaðar og ég beytti á Löduna mína á sínum tíma. Eins og oft áður hristi ég höfuðið í hneikslan og tautaði fyrir munni mér að önnur eins endemis vitieysa dytti engum í hug nema Ameríkönum. Annað kom þó á daginn því nú í morgun varð ég fyrir því óláni að horfa á morgunþátt Stöðvar 2 sem mig minnir að heiti Stigið í vitið eða eitthvað álíka en þar voru kynntar fyrirhugaðar útlits- breytingar á Ruth nokkurri Reginalds, söngkonu með meiru, í beinni útsendingu að sjálfsögðu. Ekki hef ég svosem haft neitt yfir úditi Ruthar að kvarta og ég er reyndar þeirrar skoðunar að að á- stæðulaust sé að fara með fólk í slipp nema eitthvað ami að því sér- staklega eða það sé svo hrikalega óffítt að það heyri undir umhverf- ismat. En vissulega er þetta hennar skrokkur og hennar ákvörðun. A hinn bóginn finnst mér lýtaaðgerðir eiga betur heima á spítölum en í sjónvarpssal. Gísli Einarsson, smájríður með afirigðum 1.8 L »lfj Hringtorgið umrædda. Slysatorg í Borgamesi Fimm umferðarhöpp hafa orðið við nýtt hringtorg á mót- um Snæfellsnesvegar og Vest- urlandsvegar, ofan við Borgar- nes frá því torgið var tekið í notkun s.l. sumar. Að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi hafa ekki orðið nein slys á fólki en eignatjón mikið. Skemmdir á bifreiðum hafa orðið meiri en ella fyrir þá sök að ljósastaur sem stendur inni í einni beygj- unni (á hægri hönd þegar kom- ið er af Snæfellsnesi) hefur ver- ið vinsæl endastöð bifreiða sem þarna er ekið um. Hafa margir kvartað undan staurnum, sem nú er verulega farinn að láta á sjá, og vilja þeir meina að ill- skárri kostur sé að aka út í móa en að steyta á staurnum. Þá hefur verið kvartað yfir að gat- an halli of mikið út úr torginu og því sé leiðin greið útaf veg- inum, sér í lagi þegar hálkan hjálpar til. Auðunn Hálfdánarson, verk- fræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, segir að torgið sé hannað eftir eðlilegum stöðlum og í raun samskonar og hring- torgið við Hvalfjarðargöngin. „Þar er aðkoman hinsvegar öðru vísi því þegar fólk kemur að norðan og ekur niður að torginu sér það ofan í sjó og hægir því frekar á sér. Við torg- ið í Borgarnesi er ekkert nema sléttlendi framundan og því vara menn sig ekki eins á að- stæðum. Það má segja að það taki ökumenn svolítinn tíma að læra á torgið og síðan hefur hálkan að undanförnu haft sitt að segja. Menn hafa reyndar verið að lenda útaf á ólíklegustu stöðum vegna hálkunnar, ekki bara í þessu hringtorgi,“ segir Auðunn. Hann segir að samt sem áður verði brugðist við með því að færa umræddan ljósastaur og bæta merkingar við hringtorgið í þeirri von að það megi verða til að afstýra frekari óhöppum. GE Lengri opnunartími leikskóla Formaður og framkvæmda- stjóri Verkalýðsfélags Akraness fóru á fund bæjarráðs sl. fimmtudag til að koma á fram- færi óskum félagsmanna um lengri opnunartíma leikskóla bæjarins. Bæjarráð tók vel í til- löguna og ákvað samstundis að frá og með næsta hausti verði ein deild (að öllum líkindum á Vallarseli) opin frá klukkan 6:45 á morgnana en aðrar deildir opni klukkan 7:30. Þetta þýðir að þeir foreldrar sem óska eftir að nýta sér þessa þjónustu verða því að hafa börn sín á Vallarseli. Sagði Vilhljálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins að félagið vildi koma á framfæri þakklæti til bæjarráðs fyrir skjóta afgreiðslu málsins með vonum um að þessi þjónusta komi félagsmönnum til góða. Urskurðað í vikulokin Reiknað er með að úrskurður Sldpulagsstofriunar um Hellis- heiðarvirkjun liggi fyrir í loka vikunnar. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni bárust fjórar athugasemdir við framkvæmdina auk lögbundinna umsagna. Reiknað er með að fallist verði á virkjunina með lít- ilsháttar breytingum varðandi lausn á affallsvami. Nánar verð- ur gerð grein fyrir úrskurðinum í næsta blaði ásamt stöðu mála hjá Norðuráli. -háp Landafundasýning í Dölum Samið hefur verið um að landafundasýning sem verið hefur í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík frá því árið 2000 verði sett upp í Búðardal. Sýningin verður í gamla Kaupfélagshús- inu sem verið er að gera upp og ætlunin að hýsi svokallað Leifs- safh. Að sögn Haraldar Líndal, sveitarstjóra Dalabyggðar, er markmiðið að sýningin verði opnuð í Leifssafni á næsta ári. Þrjú hjól... Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi síðan á föstudag. Að sögn lögreglunnar þá varð eitt óhappið með þeim hætti að vinstra ffamhjól datt undan bíl sem var að koma niður brekkuna ofan við Mótel Venus. Okumaðurinn sein að mætti bifreiðinni sem hjólið datt undan kvaðst fyrst hafa séð mikið neistaflug og síðan hefði dekkið skotist þvert yfir veginn rétt framan við bifreið hans, en hann slapp bæði við dekkið og bif- reiðina. Okumanni biffeið- arinnar sem missti dekkið undan, tókst að halda biffeið- inni á veginum þar til hún stöðvaðist. Nokkrum dögum áður hafði orðið samskonar óhapp við Skeljabrekku en þá losnaði afturdekk undan og lenti á annarri bifreið við mætingu og varð sú biffeið óökufær með öllu. Uppsögn mótmælt Yfir 200 einstaklingar hafa ritað nöfn sín á undirskriftar- lista þar sem mótmælt er uppsögn Kristjáns B Snorra- sonar útibússtjóra KB banka í Borgarnesi. I bréfinu sem stílað er á bankastjórn KB banka er farið fram á við stjórn KB banka „að hún brjóti odd á oflæti sínu og endurskoði afstöðu sína til uppsagnar Kristjáns hið bráðasta.11 Nýr útgefandi Elín Bergmann Kristins- dóttir, kennari í Stykkis- hólini, hefúr tekið við útgáfu Stykkishólmspóstsins sem er vikurit í Stykkishólmi. I blað- inu verður áffam að finna helstu fféttir úr bænum, til- kynningar og auglýsingar á- samt ýmsu öðru efni. Fegurðar- samkeppni Fegurðarsamkeppni Vest- urlands verður haldin í Bíó- höllinni á Tkkranesi laugar- dagskvöldið 20. mars n.k. Þrettán stúlkur víðsvegar að af Vesturlandi taka þátt í keppninni að þessu sinni og verða keppendur að vanda kynntir í Skessuhorni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.